Alþýðublaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 1
RITSTJÓRN (Ö 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR <Ö 625566
1. maí-kaffi
Alþýðuflokksins -
Jafnaðarmannaflokks
íslands
verður á Hótel Borg.
Húsið opnað kl. 14.30.
Fjölbreytt dagskrá. Allir velkomnir
Alþýöuflokksfélag Reykjavíkur
ÞRIÐJUDAGUR
30. APRÍL 1 991
LEIDARINNIDAG
„Væntanlega veröur eitt fyrsta verkefni nýrrar ríkis-
stjórnar aö glíma við kjaramálin, bæta kjör launa-
fólks, og þá sérstaklega þeirra lægst launuöu, án
þess aö verðbólguskriðan fari aftur af staö," segir
meðal annars í leiðara Alþýðublaðsins í dag. Þá segir
að ný stjórn muni opna gluggann til Evrópu, en að
miklu varði að íslendingar taki virkan þátt í þeirri um-
sköpun sem er að eiga sér þar stað.
Hver verður
borgarstjóri?
Margir eru kallaðir, einn út-
valinn, til að gegna eftirsóttu
embætti borgarstjóra í Reykja-
vík, sem margir telja ígildi
ráðuneytis.
3
Að því skal stefnt
,Ríkisstjórnin hyggst rjúfa
kyrrstöðu og auka verðmæta-
sköpun í atvinnulífinu sem skili
sér í bættum kjörum." Þannig
hefst stefnuyfirlýsing Viðeyj-
arstjórnar hinnar nýju.
ÚTISTANDANDI NÁMSLÁN 25 MILLJARÐAR: í
greinargerð Ríkisendurskoðunar um fjárhagsstöðu Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna kemur meðal annars fram að
lánþegar sjóðsins eru tæplega 24 þúsund. Útistandandi
námslán nema um 25 milljörðum króna, en sú fjárhæð hef-
ur verið færð niður um 3,9 milljarða króna i ársreikningi
vegna lána sem ekki munu innheimtast að fullu vegna
þeirra takmarkana sem eru á endurgreiðslum námsiána.
Ef reiknað er með að útlán aukist um 2,5% á ári til ársins
2010 munu útistandandi námslán verða um 80 milljarðar
króna eftir 20 ár. Námslán eru vaxtalaus og því fellur allur
fjármagnskostnaður af þessari fjárhæð á ríkissjóð.
SENDIHERRAIKINA: Ingvi S. Ingvarsson hefur afhent
Yang Shang Kun, forseta Kína, trúnaðarbréf sitt sem sendi-
herra íslands í Kína með aðsetri í Kaupmannahöfn.
ii« SB8 K J
STYRKUR TIL RANNSÓKNA: Glaxo-útibú á íslandi
hefur veitt læknunum Bjarna Þjóðleifssyni og Einafi Odds-
syni á lyflækningadeild Landspítalans 150 þúsund króna
styrk til rannsókna á árangri lyfjameðferðar á sárum í
maga og skeifugörn. Það var Sveinn Skúlason sem afhenti
læknunum styrkupphæðina.
KARLAR FÁ HAPPDRÆTTISMIÐA: Það þykir ekki
tíðindum sæta að efnt sé til happdrættis en hins vegar er
það nú í fyrsta sinn í 36 ára sögu happdrættis Krabba-
meinsfélagsins að eingöngu karlmenn fá senda miða. 1
leiðinni fá þeir nýjan 12 síðna fræðslubækling sem þeim er
sérstaklega ætlaður. í honum er fjallað um nokkur algeng-
ustu krabbamein meðal karla hérlendis. Allir karlmenn á
aldrinum 20 til 75 ára eiga að fá sendan happdrættismiða
og fræðslubækling. Dregið verður í happdrættinu 17. júní
og eru vinningar að verðmæti um 16 milljónir króna.
Jón Baldvin Hannibalsson og Davíö Oddsson tilkynna fulltrúum fjölmiðla að stjórnarsáttmáli flokka þeirra sé kominn i höfn.
A-mynd: E.ÓI.
VIDEYJARSTJQRN
Þegar blaðið fór í prent-
un í gærkvöldi var ekki
annað séð en að ríkis-
stjórn Sjálfstæðisfiokks
og Alþýðuflokks, undir
forsæti Davíðs Oddssonar,
tæki við völdum á íslandi í
dag. í Viðeyjarstjórninni,
eins og farið aö kalla hana,
verða alls tíu ráðherrar,
fimm frá hvorum flokki.
Þingmenn flokkanna
tveggja eru 36. Auk for-
sætisráðuneytis munu
sjálfstæðismenn fara með
fjármál, sjávarútvegsmál
og samgöngumál, land-
búnað, dóms- og kirkjumá!
og menntamál, auk Hag-
stofu íslands. Þegar síðast
fréttist var búist við að
ráðherrar Alþýðuflokks
yrðu þessir:
Utanríkisráðherra: Jón
Baldvin Hannibalsson. Fé-
lagsmálaráðherra: Jóhanna
Sigurðardóttir. Iðnaðar- og
viðskiptaráðherra: Jón Sig-
urðsson. Umhverfisráðherra:
Eiður Guðnason. Auk þess
myndi hann verða samstarfs-
ráðherra Norðurlanda. Heil-
brigðis- og tryggingaráð-
herra: Sighvatur Björgvins-
son.
Auk skiptingar ráðuneyta
mun formaður fjárveitinga-
nefndar koma úr Alþýðu-
flokki en formaður utanríkis-
málanefndar verða úr Sjálf-
stæðisflokki. Forseti Alþingis
veröur frá Sjálfstæðisflokki,
en við væntanlega samein-
ingu þingsins í eina málstofu
mun forseti þess fá aukin
völd.
Búist er við að Alþingi
verði kallað saman 13. maí
nk. og þá fari fram eldhús-
dagsumræður og fyrirhugað-
ar breytingar á starfsháttum
þingsins verði gerðar, auk
þess sem kosið verður í
nefndir.
Samið í Viðey
Helgin í Viðey var merkileg.
Til eyjarinnar mændu augu
landsmanna allra. Fréttamenn
okkar voru á staðnum.
Sighvatur Björgvins- Eiður Guðnason um-
son, heilbrigðis- og hverfisráðherra.
tryggingaráðherra.