Alþýðublaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 30. apríl 1991 MMÐUBLMÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. SÍMI 625566 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 NÝ RÍKISSTJÓRN Væntanlega lítur ný ríkisstjórn dagsins Ijós í dag. í gær lá fyrir samkomulag á milli formanns Sjálfstæðis- flokksins, Davíðs Oddssonar, og Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins, um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forsæti Davíðs. Síð- degis í gær hafði ekki verið gert lýðum Ijóst um hvað hafði verið samið á milli flokkanna en líklegt verður að telja að opnun fyrir frjálsari viðskipti, afnám hafta og efling atvinnulífsins skipi þar stóran sess. Væntanlega verðureitt fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnaraðglíma við kjaramálin, bæta kjör launafólks, og þá sérstak- lega þeirra lægst launuðu, án þess að verðbólguskrið- an fari aftur af stað. Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa gengið mjög hratt fyrir sig, óvenju hratt. Davíð Oddsson fékk um- boð forseta íslands á föstudaginn var til þess að mynda starfhæfa meirihlutastjórn. í gær, mánudag, lá síðan fyrir stjórnarsáttmáli milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, sem í gærkveldi var til afgreiðslu hjá flokksstjórn Alþýðuflokksins og flokksráði Sjálf- stæðisflokksins. Ekki getur annað talist líklegt en að samkomulag formanna flokkanna verði samþykkt í megindráttum. Engu að síður er trúlegt að óánægja með einhverja hluti kunni að koma fram hjá báðum flokkum. Stefnur flokkanna eru ólíkar um margt þó einnig megi finna marga fleti sem þessir tveir flokkar eru nánast sammála um. Innan Alþýðuflokksins hafa verið talsvert skiptar skoðanir um hvort vænlegra væri fyrir flokkinn að leita fyrir sér til hægri eða vinstri varðandi stjórnar- myndun. Að mati forystu flokksins varð það úr að fyrst skyldi bera niður hjá Sjálfstæðisflokknum og freista þess að ná saman um myndun ríkisstjórnar þessara tveggja flokka, hvað og virðist hafa tekist. Þó að ekki margir innan raða Alþýðuflokksins hafi viljað útiloka samstarf þessara flokka, voru ýmsir sem vildu láta reyna á það til þrautar, hvort mögulegt hefði verið að mynda stjórn fráfarandi stjórnarflokka, þ.e. sam- stjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags. Auk þess voru einhverjir opnir fyrir því að taka Kvennalistann inn íslíka stjórn. Hins vegarberað gæta þess að erfitt kynni að hafa reynst að mynda stjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags með aðeins eins atkvæðis meirihluta á Al- þingi. IVIikið hefur verið skrafað og skrifað um Viðeyjarvið- reisn síðustu daga. Viðreisn, stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks á sjöunda áratugnum, virðist vekja misjafnar minningar hjá fólki. Sumir sjá hana fyrir sér með hryllingi og er þá eflaust hugsað til síðustu ára hennar, eftir að síldarstofninn hrundi með tilheyrandi atvinnuleysi og skertum kaupmætti. Aðrir minnast hennar sem færsælustu ríkisstjórnar lýðveldisins, stjórnar sem af nam haftabúskap og hóf sókn til frelsis og framfara. Víst er að Viðreisnarstjórnin dugði vel, entist lengi, umskapaði efnahagslegt umhverfi Is- lands, sem var forsenda framfara og bættra kjara hér á landi. Þá náðust einnig fram merkir áfangar í félags- málum, eins og löggjöf um atvinnuleysisbætur, sem var tímamótaatburður í sögu launþega á íslandi. Það eru hins vegar ólíkar aðstæður nú og þegar Viðreisn- arstjórnin tók við völdum laust fyrir 1960. Engu að síð- ur lifir minningin um hana enn og aðrir hafa kynnt sér feril hennar á bók. IVI iklar breytingar eru að eiga sér stað í samskiptum þjóðanna og þá sérstaklega hvað varðar samvinnu Evrópuþjóða. Miklu varðar að íslendingar taki virkan þátt í þeirri umsköpun sem er að eiga sér stað í Evr- ópu og ferskir vindarfái að leika um íslenskt atvinnulíf og íslenska menningu. Ný stjórn mun væntanlega opna gluggann til Evrópu meðan afturhaldsöflin hér á landi vilja halla honum aftur. Þessi mál og önnur munu skýrast þegarstefnuyfirlýsing Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks verður væntanlega birt í dag. Ályktun sambandsstjórnar SUJ 25. april 1991 Samband ungra jafnaðarmanna fagnar þeim órangri sem Alþýðuflokkurinn — Jafnaðarmanna- flokkur íslands náði i nýafstöðnum kosningum til Al- þingis. SUJ telur að sterk málefnastaða flokksins og góður árangur í ríkisstjórn undanfarin f jögur ár hafi lagt grunninn að sterkri stöðu hans nú. Samband ungra jafnaðarmanna telur að mikilvægasta verkefnið framundan sé að treysta stöðu Al- þýðuflokksins sem hreyfingar ís- lenskra jafnaðarmanna. Við þær aðstæður sem nú hafa skapast er því mikilvægt að fiokkurinn nýti sér það tækifæri sem hann hefur til þess að taka að sér forystuhlut- verk í ríkisstjórn. Samband ungra jafnaðarmanna telur að slík stjórn verði að byggja á þeim málefnagrundvelli sem Al- þýðuflokkurinn lagði fram við al- þingiskosningarnar, og eru þessir þættir þar mikilvægastir: — Aukinn jöfnuður með aðgerð- um í kjara- og skattamálum. Þar með hækkun skattleysismarka, tekjutengdar húsaleigubætur og skattlagning fjármagns- tekna. — Gerbreytt stefna í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Mark- mið hennar verði að lækka verð matvöru til neytenda, og skila þjóðinni auknum hlut í arði fiskimiðanna. — Aukin fjölbreytni og aukið frelsi í atvinnumálum. I>ar með samningar um álver og virkjan- ir, samningar um evrópskt efna- hagssvæði og afnám einokunar í utanríkisviðskiptum. — Aukinn stuðningur við fjöl- skyldur, aldraða og fatlaða í þjóðfélaginu. Þar með upp- bygging leikskóla. einsetinn skóli, áframhaldandi uppbygg- ing félagslega húsnæðiskerfis- ins og samræming lífeyrisrétt- inda. Samband ungra jafnaðarmanna skorar á forystu Alþýðuflokksins — Jafnaðarmannaflokks íslands að láta reyna á það til þrautar bvort flokkar þeir sem kenna sig við félagshyggju geti náð saman um stjórn landsmála á þessum grundvelli.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.