Alþýðublaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. apríl 1991
INNLENDAR FRÉTTIR
3
FRÉTTiR
í HNOTSKURN
ENDURHÆFINGARSTÖÐIN VÍK: Fyrsta skóflu-
stungan að Endurhæfingarstöðinni Vík á Kjalarnesi var
tekin á laugardaginn. Athöfnin var framkvæmd af átta
mönnum, framkvæmdastjórn SAA og starfsmönnum með
sérhannadri átta manna skóflu! Vík mun leysa af hólmi
stöðina í Sogni í Ölfusi. Ætlunin er að starfsemin hefjist í
nýju húsi 11. nóvember næstkomandi. Byggingafélagið
Álftárós tekur nú til óspilltra málanna við byggingafram-
kvæmdir, sem munu kosta 61 milljón króna. Vík verður
850 fermetrar að flatarmáli á einni hæð. Þar verður rými
fyrir 30 manns til meðferðar hverju sinni. Á myndinni eru
áttmenningarnir að taka fyrstu skóflustunguna.
EKKI FÁ ALLIR AÐ SJÁ SÖNGVASEIÐ: Söngva-
seiður Þjóðleikhússins er vinsæll, svo vinsæll að ljóst er að
ekki fá allir sem vilja að sjá söngleikinn. Uppselt hefur ver-
ið á allar sýningar til þessa og búið er að selja miða langt
fram í tímann, eða nær á allar sýningar fram i júní. Er það
nánast einsdæmi að uppselt sé á sýningar svo langt fram
í tímann hjá Þjóðleikhúsinu. Söngvaseiður verður sýndur
í leikhúsinu út júnímánuð, en þá lýkur sýningum og verða
ekki teknar upp að hausti.
BANN BAR ÁRANGUR: Áfengisvarnaráð segir að
borgarstjórinn í Coventry í Englandi hafi fyrir nokkru
bannað áfengisneyslu á almannafæri í þeim tilgangi að
draga úr því að fólk drykki úr dósum og flöskum á götum
borgarinnar. Nýjustu skýrslur sýna að glæpum ölvaðs fólks
hefur þegar fækkað um meira en fjórðung í þeirri borg,
segir í frétt frá Áfengisvarnaráði.
hingað til lands tveir góðir gestir frá Danmörku, þau Bodil
Kjer og Ebbe Rode, með gestaleik frá Betty Nan-
sen-leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Leikurinn heitir Love
Letters, eða Kjærlighedsbreve, bandarískt leikrit eftir
A. R. Gurney. Leikritið hefur farið sigurför um heiminn og
kallað á krafta leikara, sem telja verður meistara í list sinni.
Nöfn þeirra Kjer og Rode eru fólki kunn hér á landi, enda
hafa þau verið í fararbroddi meðal danskra leikara um ára-
tuga skeið. Þau hafa leikið í Ástarbréfunum á þriðja ár og
fengið fyrir einróma lof. Sýningar verða 5. og 6. maí í Borg-
arleikhúsinu kl. 20.
H0LLT0G GOTT: Sjónvarpið mun sýna fræðslumynd,
sem heilbrigðismálaráðuneytið hefur látið gera, og verður
hún sýnd þriðjudaginn 7. maí, auk þess sem henni verður
dreift á myndböndum til skóla. Myndin á að auka fræðslu
um manneldis- og hollustumál og heitir Hollt og gott.
Framleiðandi er Myndbær og stjórnaði Karl Jeppesen
gerð myndarinnar.
0RL0F HÚSMÆÐRA: Orlof húsmæðra í Reykjavík
efnir í sumar til orðlofsferða til tveggja ólíkra staða — til
Hvanneyrar í Borgarfirði og til Costa Del Sol. Til
Hvanneyrar verður farið 2. júní og 9. júní og dvalið þar í
vikutíma. Fjórar ferðir verða til Spánar og dvaiið þar í hálf-
an mánuð. Ferðirnar eru 20. júní. 4. júlí, 29. ágúst og 12.
september. .Skrifstofa Orlofs kvenna í Reykjavík er að
Hringbraut 116. opið á milli 5 og 7, sími 12617.
HVERGERÐINGAR VILDU VINSTRI STJÓRN: í
bréfi stjórna Alþýðuflokks-. Alþýðubandalags- og Fram-
sóknarfélaga í Hveragerði. sem sent var flokksstjórnum
þessara flokka. segir að nauðsyn beri til að þessir flokkar
standi þétt saman gegn ofurvaldi Sjálfstæðisflokks, þar
sem ..frjálshvggja og sérhagsmunapot virðist í stöðugum
uppgangi og þá einkum í höfuðvígi hans í Reykjavík", segir
í bréfinu. Telja Hvergerðingarnir að væntanlegum sam-
starfsflokki Sjálfstæðisflokksins verði reísað í næstu kosn-
ingum.
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðufiokksins, og Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, innsigla sam-
komulag sitt með handabandi í Viðey á sunnudag. Stjórn þeirra virðist ætla að fá nafnið Viðeyjarstjórn. A-mynd: E.ÓI.
Stefn uyfirlýsing ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks
Ríkisstjórnin hyggst rjúfa
kyrrstöðu og auka verð-
mætasköpun í atvinnulíf-
inu sem skili sér í bættum
lífskjörum.
Ríkisstjórnin vill tryggja
stöðugleika í efnahagslíf-
inu og sáttargjörð um sann-
gjörn kjör, m.a. með að-
gerðum í skatta- og félags-
málum.
Ríkisstjórnin stefnir að
opnun og eflingu íslensks
samfélags m.a. með afnámi
einokunar og hafta í at-
vinnulífi og viðskiptum,
með aukinni samkeppni á
markaði í þágu neytenda
og löggjöf gegn einokun og
hringamyndun.
Besta leiðin til að varð-
veita sjálfstæði þjóðarinnar
er að örva efnahagslegar
framfarir, án verðbólgu og
án ofnýtingar náttúruauð-
linda. Setja þarf almennar
leikreglur um samskipti
fólks og fyrirtækja og ryðja
mismunun úr vegi.
Markmiðum sínum
hyggst ríkisstjórnin ná með
eftirfarandi aðgerðum:
1. Með sáttargjörð um
sanngjörn kjör, þannig
að auknar þjóðartekjur
skili sér í bættum lífs-
kjörum m.a. með að-
gerðum í skatta- og fé-
lagsmálum, sem koma
hinum tekjulægstu og
barnafjölskyldum að
gagni.
2. Meö mótun sjávarút-
vegsstefnu, sem nær
jafnt til veiða og
vinnslu, hamlar gegn
ofveiði, eflir fiskmark-
aði, treystir byggð og
stuðlar að hagræðingu.
Sameignarákvæði laga
um stjórn fiskveiða
verður gert virkt og
stjórnskipuleg staða
þess tryggð.
3. Meðmótun landbúnað-
arstefnu er hafi að leið-
arljó.^i lægra verð til
neyteiida, bætta sam-
keppnisstöðu bænda,
lægri ríkisútgjöld á
vinnslu- og dreifingar-
kerfi landbúnaðarvara í
framhaldi af endur-
skoðun búvörusamn-
ings.
4. Með því að Ijúka samn-
ingum um álver á Keil-
isnesi og áætlun um
frekari nýtingu orku-
linda landsins.
5. Með því að kanna
hvernig stuðla megi að
auknum stöðugleika í
efnahagslífinu með
tengingu íslensku krón-
unnar við evrópska
myntkerfið.
6. Með uppskurði á ríkis-
fjármálum í því skyni
að stöðva hallarekstur,
skuldasöfnun og út-
gjaldaþenslu og stuðla
þannig að lækkun
raunvaxta. Eitt
meginverkefni
ríkisstjórnarinnar á
kjörtímabilinu verður
að lækka ríkisútgjöld,
breyta ríkisfyrirtækjum
í hlutafélög, hefja sölu
þeirra, þar sem sam-
keppni verður við kom-
ið, og breyta þjónustu-
stofnunum í sjáífstæðar
stofnanir, sem taki í
auknum mæli gjöld fyr-
ir veitta þjónustu. Verk-
efni í ríkisrekstri verði
boðin út.
7. Með lækkun skatta,
þegar tekist hefur að
hemja vöxt ríkisút-
gjalda. Skattlagning
fyrirtækja og neyslu
verði samræmd því
sem gerist meö sam-
keppnisþjóðum. Tekin
verði upp hófleg skatt-
lagning fjármagns-
tekna og tekjurnar nýtt-
ar til að lækka beina
skatta.
8. Með þvi að treysta
hvort tveggja í senn,
sjálfseignarstefnu í hús-
næðismálum, og upp-
byggingu félagslegra
íbúða. Húsbréfakerfið
verði fest í sessi og jafn-
vægi komið á húsbréfa-
markaði með því að
draga úr óhóflegri láns-
fjárþörf ríkisins. Húsa-
leigulög verði endur-
skoðuð, framboð á
leiguhúsnæði aukið og
aðstoð veitt til að draga
úr húsnæðiskostnaði
leigjenda. Bankakerfið
verði nýtt til að færa
þjónustu við ibúðar-
kaupendur nær þeim í
heimabyggð.
9. Með aðgerðum í at-
vinnu- og samgöngu-
málum verði þjónustu-
og vaxtarsvæði á lands-
byggðinni styrkt. Dreg-
ið verður úr miðstýr-
ingu og forræði eigin
mála flutt í heima-
byggð. Unnið verður að
sameiningu sveitarfé-
laga í samstarfi við þau.
Lífskjör verða jöfnuð
m.a. meö lækkun hús-
hitunarkostnaöar þar
sem hann er hæstur.
10. Með því að styðja ein-
staklinga og félög í bar-
áttu gegn landeyðingu
og fyrir gróðurvernd.
Lög verða sett um þjóð-
areign á orkulindum og
almenningum og um
afnotarétt almennings.
Ríkisstjórnin mun taka
virkan þátt i alþjóða-
samstarfi um mengun-
arvarnir og verndun líf-
ríkis sjávar.
11. Með því að allir lands-
menn njóti sambæri-
legra lifeyrisréttinda og
valfrelsis í lífeyrismái-
um og iðgjaldagreiðslur
leiði að hluta til ein-
staklingsbundins
sparnaðar.
12. Með því að tryggja öll-
um tækifæri til mennt-
unar við sitt hæfi til
þess að búa æsku lands-
ins undir fjölbreytt
framtíðarstörf. Dregið
verði úr miðstýringu í
skólakerfinu og áhersla
iögð á starfs- og endur-
menntun. Ríkisstjórnin
mun efla rannsóknir og
vísindastarfsemi og
greinar, sem byggjast á
hugviti og hátækni.
13. Með því að styrkja for-
varna- og fræðslustarf í
heilbrigðismálum, sem
og varmr gegn vimu-
efnum og umferðarslys-
um. Ríkisstjórnin mun
vinna að endurskipu-
lagningu á starfsemi
sjúkrahúsa og lyfja-
dreifingu og auka sjálf-
stæði heilsugæslu- og
sjúkrastofnana.
14. Með því að endurskoða
núgildandi kosningalög
í þeim tilgangi að
tryggja jafnræði með
kjósendum og auka
áhrif þeirra á það hverj-
ir veljast til þingsetu.
15. Með því að semja um
þátttöku Islendinga í
Evrópska efnahags-
svæðinu (EES), til þess
að tryggja hindrunar-
lausan aðgang sjávaraf-
urða að Evrópumörk-
uöum. Ekki kemur til
greina að gefa efftir for-
ræði yfir íslenskri fisk-
veiðilögsögu í skiptum
fyrir aðgang að mörk-
uðum.
16. Með því að Islendingar
verði á fordómalausan
hátt þátttakendur í
hinni miklu umsköpun í
átt til frelsis, sem nú set-
ur svip sinn á þróun
stjórnmála í Evrópu.
Öryggi íslands verður
áfram best borgið með
þátttöku Islendinga í
varnarsamtökum vest-
rænna lýðræðisríkja og
sérstöku samstarfi við
Bandaríki Norður-Am-
eríku. Jafnframt leggur
ríkisstjórnin áherslu á
þátttöku Islands í nor-
rænu samstarfi og í
starfi Sameinuðu þjóð-
anna og Ráðstefnunnar
um öryggi og samstarf
_ Evrópuþjóða.
í framhaldi af þessari
stefnuyfirlýsingu mun rík-
isstjórn Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks láta undir-
búa starfsáætlun þar sem
ítarleg grein verður gerð
fyrir þeim verkum sem rík-
isstjórnin ætlar að Ijúka á
kjörtímabilinu. Starfsáætl-
unin verður lögð fyrir Al-
þingi í haust.