Alþýðublaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 30. apríl 1991 DAN$I n f| — ávarp í tilefni alþjódadansdagsins, sem haldinn var í gœr Dansinn er elsta tjáningar- form mannsins. Hann dansaði í takt vid hljómfall náttúrunnar, þytinn í trjánum og öldunið hafs- ins. Þörfin til að tjá sorg og gleði, ást og athafnir í dansi hefur fylgt manninum frá upphafi. Hann dansaði á vorin til dýrðar nýju lífi, hann dansaði þakkardans á haustin fyrir góða uppskeru. Frá fæðingu til dauða átti hver merk- isatburður í lífi mannsins sér dans. Dansinn hefur ávallt verið ríkur þáttur í lífi mannsins og menningu þjóða. En hvernig hlúum við að þessari eðlislægu hvöt mannsins. Er dansinn ekki jafn nauðsynlegur nú- tímamanninum sem skapandi afl og hann var í bernsku mannkyns? Hver er staða dansins í okkar list- menningu? Um þessar mundir stendur yfir Listahátíð æskunnar, dagana 20. til 28. apríl, og það er mikið ánægjuefni að daglega er framin danslist með börnum á ýms- an hátt á mörgum stöðum í Reykja- vik. Hreyfing og dans er heillandi tján- ingarmáti, sem á sér ótakmarkaða túlkunarmöguleika í formi og myndum. Hann á sér engin landa- mæri og segir meira en orð fá lýst. Á síðari árum hefur athygli manna sem láta sig varða uppeldi barna beinst í æ ríkara mæli að þörf barna til að sameina hreyfingar og tilfinn- ingar til samskipta við umhverfi sitt. En því miður hafa ekki öll börn jöfn tækifæri til dansupplifunar og að þroska með sér skapandi hæfileika í dansi. Hingað til hafa einungis þau börn sem hafa félagslegan og sið- ferðislegan stuðning í sínu nánasta umhverfi slík tækifæri og þá í sér- skólum. Nú hefur menntamálaráðuneytið með sinni menningarstefnu gefið okkur nýja framtíðarsýn í uppeldi barna með eflingu listkennslu í skól- um. Vonandi fáum við möguleika til að varðveita og þroska þá náttúru- legu hreyfigleði, sem í barninu býr en umhverfið heftir oftast í uppvexti þess. Barnið verður að fá hvatningu og þjálfun í að skapa og tjá sig um það sem á vegi þess verður, og sá vettvangur sem gæti gefið öllum börnum jafnan möguleika til þroska á sviði dansins í tengslum við raun- veruleika þeirra, samfélagið og aðra listsköpun, eru grunnskólarnir. Nanna Ólafsdóttir, formaður Félags íslenskra listdansara. AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR - ]H INNLAUSNARTIMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.05.91-01.11.91 / 12.05.91-12.11.91 kr. 50.769,42 kr. 53.974,66 *)lnnlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, aprfl 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS 1. maí-kaffi Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands verður á Hótel Borg. Húsið opnað kl. 14.30. Fjölbreytt dagskrá. Allir velkomnir Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Raðauglýsingar Innkaupastofnun ríkisins f.h. Ríkisspítala óskar eftir tilboðum í gagngerar endurbætur, klæðningu og viðgerðir á þvotthúsi Ríkisspítala, Tunguhálsi 2. Helstu magntölur: Stálklæðning 230 m2 Múreiningakerfi 90 m2 Endurnýjun glers 170 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstof u vorri að Borg- artúni 7, 105 Reykjavík, gegn 15.000,- skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstúdaginn 10. maí 1991 kl. 11.00. IPJNKAUPASTOFNUN RlKISINS _______BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK_ Aðalfundur Aðalfundur Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnar- firði verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Strandgötu, fimmtudaginn 2. maí nk. kl. 20.30, stundvíslega. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Tískusýning í umsjón Báru. Kaffiveitingar. Fundarstjóri: Guðfinna Vigfúsdóttir. Allir velkomnir. — Takið með ykkur gesti. Stjórnin. RAUTT mÍUMFFROAR ^ RAUTT UÓS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.