Alþýðublaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 30. apríl 1991 7 Minning: Sigurður Hj. Sigurðsson Ljúfar minningar frá ísafjarðar- árunum liðu um hugann þegar sú frétt barst að Sigurður Hj. Sigurðs- son væri allur. Fátt fólk höfum við hjónin þekkt sem okkur hefur þótt jafn vænt um og þau Sigurð Hj. Sigurðsson og Þorvaldínu Jónas- dóttur. Á heimili okkar hafa þau aldrei verið kölluð annað en Siggi og ína og jafnan nefnd saman í sömu andránni. Það segir mikið um hjónaband þeirra. Ég hafði ekki starfað marga daga við hinn unga Menntaskóla á ísafirði haustið 1973 þegar ég hitti Sigurð Hj. Sigurðsson í fyrsta sinn. Hann var þá húsvörður við skól- ann og altmuligmann bæði á heimavist og í gamla barnaskólan- um sem þá var kennsluhúsnæði. Á fyrstu dögum mínum sem kennari við skólann varð mér það ljóst hversu mjög hann bar hag skól- ans, nemenda hans og kennara fyrir brjósti. Skólinn var ein af hugsjónum hans eins og margra ísfirðinga. Áðuren Menntaskólinn var stofnaður höfðu þeir horft á eftir börnum sínum þegar þau fóru í framhaldsskóla norður eða suður. Með Menntaskólanum var brotið blað. Þá opnuðust nýjar leiðir fyrir ungt fólk í bænum að stunda námið í héimabæ sínum auk þess sem líkur jukust á því að fleiri kæmu heim á ný að námi loknu. Sigurður var óþreytandi í umræðunni um skólann og hvað gera mætti til að efla hann og bæta. Sigurður unni menntun. Kannski var það vegna þess að hann hafði sjálfur eins og margir af hans kynslóð ekki tök á að afla sér menntunar að hann lagði svo mikla áherslu á að ungt fólk gengi menntaveginn. Lífsgæðin skiptu hann ekki svo miklu máli. Mennt- unin sat í fyrirrúmi. Þetta prédik- aði Sigurður fyrir börnum sínum og öðrum ungmennum. Þær minningar sem eiga eftir að fylgja okkur ævilangt eru frá sam- veru okkar í sumarbústaðnum þeirra í Dagverðardal innst í Skut- ulsfirði. Þarna höfðu Siggi og Ina komið sér upp gjöfulum kartöflu- garði og við urðum grannar þeirra og ábúendur á litlum skika. Þegar vorið kom var farið á dalinn. Siggi kenndi okkur allt sem hægt var að nema í kartöflurækt, allt frá vali á útsæði til verkunar og geymslu kartaflanna. Og þar sem við skrið- um í moldinni var haldið uppi harðri umræðu um kartöflurnar, vöxt þeirra, viðgang og lífið í dal- num. ína bauð upp á kaffi. Þá var Fœddur 13. apríl 1911 — Dáinn 20. apríl 1991 stund milli stríða til að ræða póli- tíkina í bænum, um skólann, landsmálin og heimsmálin. Aldrei var komið að tómum kofunum hjá Sigga, hvort sem um var að ræða þjóðmál eða málefni fjarlægra heimshluta. Kannski var þetta at- hvarf sem við áttum í dalnum með Sigga og Inu ein ástæða þess að okkur leið svo vel á ísafirði. Það var alltaf sól í dalnum hvernig sem viðraði. Og þar áttu börnin líka at- hvarf, leiksvæði í moldarhólum og sandgryfjum sem tóku öllu öðru fram. Ogþegar hlé varð á leiknum þá var Ina komin í eldhúsið og laumaði brjóstsykri í litla munna. Og það var ekki síður gaman að heimsækja Sigga og ínu í litla hús- ið þeirra í Hrannargötunni. Maður heyrði kitlandi hlátur Inu strax á neðri hæðinni. Og ekki skorti um- ræðuefnin. Það var alltaf tilhlökk- un að heimsækja þau jafnvel þó að heilsa þeirra væri stundum ekki nógu góð. A haustin var farið til berja sam- an. Þó Siggi væri kominn um sex- tugt þegar við kynntumst honum, minnumst við ekki annars eins berjakappa. Þegar komið var í fjallið var hann horfinn sýnum fyrr en varði. Og kappið var svo mikið að hann unni sér engrar hvíldar fyrr en pokinn var fullur af berjum. Þannig var Siggi. Hann var í eðli sínu mikið náttúrubarn og naut þess að vera úti við, jafnan við einhverja iðju. Og hugvitssam- ur var hann með afbrigðum. Hann hafði t.d. komið sér upp og þróað sérstaka aðferð til að hreinsa berin og jafnan fann hann einhverja leið eða tækni til að létta verkin. Sigurður var jafnaðarmaður að lífssýn. Réttsýni og jöfnuður voru honum í blóð borin. Sjálfur hafði hann alist upp við kröpp kjör og þekkti harða lífsbaráttu frá unga aldri. Hann lifði uppgangstíma jafnaðarmanna í Rauða bænum, Isafirði og var tíðrætt um baráttu Alþýðuflokksins við íhaldið í bæn- um. Mér varð það snemma Ijóst af samtölum við Sigga hvílíkt feikna- afl hafði búið í ísfirsku verkafólki á þeim tíma sem jafnaðarmenn stjórnuðu bænum. Sigurður Hjálmar Sigurðsson var fæddur 13^ apríl 1911 að Garði í Skötufirði í ísafjarðardjúpi. For- eldar hans voru Sigurður Gunn- arsson og Þorbjörg Pálsdóttir. Hann var yngstur systkina sinna. Hann flytur sem barn með foreldr- um sínum að Kleifarkoti í Mjóa- firði en þar hafði elsta systir hans sest að. Þar bjó hann til 15 ára ald- urs er hann fór á sjóinn. 1931 tók Sigurður vélstjórapróf og gerist eftir það vélstjóri á Samvinnufé- lagsbátunum og stundar sjóinn á þeim fram til 1940 þegar bátur sem hann er á ferst. Upp úr því gerist hann landverkamaður. Lengst af vann Sigurður hjá Olíu- samlagi útvegsmanna, þar sem hann var bæði á smurstöð, við út- keyrslu og afgreiðslustörf. Þegar Menntaskólinn á ísafirði tók til starfa 1971 var hann ráðinn hús- vörður og gegndi því starfi í ára- tug. 1981 fluttu Siggi og ína að Torfa- læk 2 til Elínar dóttur sinnar og tengdasonar sem þar búa miklu myndarbúi. Þar bjuggu hjónin þar til fyrir tveimur árum er þau fluttu á ný til ísafjarðar og settust að i þjónustuíbúð í dvalarheimili aldr- aðra, Hlíf 2 í Torfnesi á ísafiröi, skammt frá heimavist Mennta- skólans. Við heimsóttum þau nokkrum sinnum að Torfalæk og fundum hvað þeim leið vel hjá fólkinu sínu. Samt sem áður hélt bærinn milli fjallanna fyrir vestan áfram að toga í þau og þau fluttu eins og áður segir vestur aftur þeg- ar tækifæri gafst. 8. október 1933 gekk Sigurður að eiga Þorvaldínu Jónasdóttur frá Sléttu í Sléttuhreppi. Samband þeirra var alla tíð mjög gott. Þau áttu fjögur börn og er þeirra elst Sigurður Gunnars Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá Verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsen, eigin- kona hans er Helga Ketilsdóttir; Brynjólfur Ingvar Sigurðsson er prófessor við Háskóla íslands, eig- inkona hans er Ingibjörg Lára Hestnes. Elín Sigurlaug Sigurðar- dóttir búkona er gift Jóhannesi Torfasyni frá Torfalæk í V-Húna- vatnssýslu. Yngstur er Þórarinn Sigurðsson tannlæknir kvæntur Hildi Káradóttur. Sigurður og ína áttu 13 barnabörn og 3 barna- barnabörn. Sigurður átti við mikil veikindi að stríða seinni árin. Hann stóð sig samt sem hetja allt til enda. í sam- tali við hann fyrir nokkrum mán- uðum kom fram að áhugi hans á þjóðmálum og stjórnmálum hélst leiftrandi. Nú þegar Sigurður er kvaddur er okkur efst í huga mikið þakk- læti fyrir að hafa fengið að kynn- ast þeim miklu mannkostum sem hann bjó yfir. Minningin um hann mun lifa. Allt sem við áttum sam- an heldur áfram að vera til. Stund- irnar í dalnum með honum og Inu, í berjaferðum, ferðalagið á heima- slóðir hans í Djúpinu, skopskyn hans og glettni á góðum stundum. Allt þetta mun lifa. En síðast en ekki síst minnumst við hlýhugar hans og mannkærleika, jafnaðar- stefnu eins og hún best gerist. Fyr- ir þetta allt þökkum við Sigurði. Áð lokum viljum við Kara senda ínu, börnum, skyldfólki og tengdafólki samúðarkveðjur. Þráinn Hallgrímsson. Fyrir aðeins örfáum vikum sat ég við sjúkrabeð Sigurðar vestur á ísafirði. Hann lá upp við dogg í gamla, málaða rúminu, sem hann hafði deilt með ínu sinni frá ómunatíð. Myndir af börnum og barnabörnum upp um alla veggi báru þeirra samlífi fagurt vitni. Litla stofan var blómum skrýdd, ína var nýbúin að eiga afmæli. Gluggatjöldin bærðust í golunni, morgunsólin sló birtu á Pollinn, Siggi var þrotinn að kröftum. ína vakti yfir hverri hreyfingu, hag- ræddi tandurhvítum koddanum, strauk enni hans og brosti. Samt leyndi áhyggjusvipurinn sér ekki. En það er stutt í brosið hennar ínu. Hún reynir alltaf að gera gott úr öllu, jafnvel þó að hún sjái fyrir endalokin. Og maðurinn horfði á hana, fullur þakklætis og aðdáun- ar, í einni sviphending fannst mér ég skynja kjarna lífsins; samband manns og konu, ástina í öllum sín- um einfaldleik. Siggi og ína sóttust ekki eftir veraldlegum auði, en þau áttu þann auð, sem ekkert fær grandað; Aðdáun og umhyggju hvort fyrir öðru. Þetta var lær- dómsríkur og gjafmildur morg- unn. En þó að Siggi væri sárþjáður og mætti sig hvergi hræra, lá hann með eyrað límt við útvarpstækið og var á sama tíma að lesa leiðara Alþýðublaðsins. Kosningar fóru í hönd, og hann mátti engan tíma missa. Það lá við, að hann risi upp í rúminu, slíkur var ákafinn, og ég heyrði, að ekkert hafði farið fram hjá honum. Hann var enn sami ástríðupólitíkusinn og ég minntist frá ísafjarðarárum mínum forðum daga. Að lokum bað hann mig fyr- ir kveðju til foringjans og minnti á þau orð hans, að það væri löngu tímabært að gefa Framsókn frí. Og nú hefur Sigurður kvatt þennan heim. Okkar gamli og tryggi vinur sem var öll þau ár, sem við áttum heima á Isafirði, okkur Jóni Baldvini sem besti fað- ir. Ekkert nema það besta var nógu gott fyrir skólameistarahjón- in. Hann var einn af þessum mönnum, sem allt lék í höndunum á. Ef eitthvað bilaði eða bíllinn brást, var Siggi kallaður til. Sama hvort það var á nóttu eða degi. Hann hafði bisað við vélar allt sitt líf, bæði til sjós og lands. Siguður var því kjörinn til þess að taka við ráðsmennsku við Menntaskólann á ísafirði, þegar þess gerðist þörf. Hann var eins og kóngur í ríki sínu. Þar sem þekkingu skóla- meistarans þraut, tók Sigurður við, enda jafnan kallaður „annar meistari". Hann þekkti inniviði skólahússins, pípur og raflagnir heimavistar betur en nokkur ann- ar. í ríki hans var agi og regla, engu minni en um borð í síðutog- ara eða bara síldarbát. 011 sín verk vann hann af alúð og umhyggju- semi. Hann bar hagsmuni skólans fyrir brjósti, þótti vænt um nem- endur, og okkur Jón Baldvin bar hann á höndum sér. Fyrir allt þetta erum við honum þakklát. Hefðum við ekki átt Sigurð að við upp- byggingu þessa nýja skóla á Isa- firði, þá hefði skólinn aldrei orðið það, sem hann var. Ollum eru ein- hver takmörk sett. Við bætum hvert annað upp, og hlutur Sigurð- ar var síst minni en okkar hinna. Hefðum við ekki notið þekkingar, krafta og umhyggju Sigurðar, bæru minningarnar um ísafjarð- arárin ekki þann Ijóma, sem raun ber vitni. Elsku ína, þakka þér fyr- ir allt það góða, sem hann gerði fyrir okkur. Bryndís og Jón Baldvin. DAGSKRÁIN Sjónvarpið 17.50 Sú kemur tíð 18.20 Birnirnir þrír 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Fjöl- skyldulíf 19.20 Hver á að ráða? 19.50 Byssubrandur 20.00 Fréttir og veður 20.35 Neytandinn 21.05 Svaramaður dryr (2) 22.00 Kastljós 22.30 Stranda á milli (Coast to Coast) 23.00 Ellefu- fréttir 23.10 Stranda á milli, frh. 23.20 Dagskrárlok. Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Besta bókin 17.55 Hræðsluköttur 18.15 Krakka- sport 18.30 Eðaltónar 19.19 19:19 20.10 Neyðarlínan 21.00 Sjónaukinn 21.30 Hunter 22.20 Brögðóttir bur- geisar (La Misere des Riches) (6)23.05 Einvalalið (The Right Stuff) Stranglega bönnuð börnum 02.10 Dagskrárlok. Rós 1 06.45 Veðurfregnir 07.00 Fréttir 07.03 Morgunþáttur Rásar 1 08.00 Fréttir og Morgunaukí 08.15 Veður- fregnir 08.30 Fréttayfirlit 09.00 Frétt- ir 09.03 Laufskálinn 09.45 Laufskála- sagan 10.00 Fréttir 10.03 Morgun- leikfimi 10.10 Veðurfregnir 10.20Við leik og störf 11.00 Fréttir 11.03 Tón- mál 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayfir- lit á hádegi 12.01 Endurtekinn morg- unauki 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir 12.48 Auðlindin 12.55 Dánarfregnir 13.05 í dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00 Fréttir 14.03 Utvarpssagan: Florence Nightingale — Hver var hún? 14.30 Miðdegistón- list 15.00 Fréttir 15.03 Kikt út um kýr- augað 16.00 Fréttir 16.05 Völuskrín 16.15 Veðurfregnir 16.20 Á förnum vegi 16.40 Ég man þá tíð 17.00 Fréttir 17.03 Vita skaltu 17.30 Tónlist á síð- degi 18.00 Fréttir 18.03 Hér og nú 18.18 Að utan 18.30 Auglýsingar 18.45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.35 Kviksjá 19.55 Daglegt mál 20.00 í tónleikasal 21.10 Stundarkorn í dúr og moll 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir 22.20 Orð kvöldsins 22.30 Leikrit mánaðarins 23.20 Djassþáttur 24.00 Fréttir 00.10 Tónmál 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Níu fjögur 10.30 Textagetraun 12.00 Fréttayfirlit og veður 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu fjögur 16.00 Fréttir 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Gullskífan 21.00 Á tónleikum 22.07 Landiðog miðin 00.10 í háttinn 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Páll Þor- steinsson 11.00 Valdís Gunnarsdóttir 12.00 Hádegisfréttir 14.00 Snorri Sturluson 17.00 ísland í dag 18.30 Kristófer Helgason 21.00 Góðgangur 22.00 Hafþór Freyr Sigmundsson 23.00 Kvöldsögur 00.00 Hafþór held- ur áfram 02.00 Þráinn Brjánsson. Stjarnan 07.00 Ólöf Marín Úlfarsdóttir 10.00 Snorri Sturluson 13.00 Sigurður Ragnarsson 16.00 Klemens Arnar- son 19.00 Haraldur Gylfason 20.00 Kvöldtónlistin þín. Páll Sævar Guð- jónsson 00.00 Næthrafninn. Guð- laugur Bjarmarz. Aðalstöðin 07.00 Á besta aldri. Morgunandakt 09.00 Fréttir 09.05 Fram að hádegi 09.20 Heiðar, heilsan og hamingjan 09.30 Heimilispakkinn 10.00 Hver er þetta? 11.30 Á ferð og flugi 12.00 Á beinni linu hjá blaðamönnum 13.00 Strætin úti að aka 13.30 Gluggað i síðdegisblaðið 14.00 Brugðið á leik í dagsins önn 14.30 Saga dagsins 15.00 Topparnir takast á 16.30 Á heimleið meö Erlu Friðgeirsdóttur 18.30 Smásaga Aðalstöðvarinnar 19.00 í sveitinni með Erlu Friðgeirs- dóttur 22.00 Vinafundur 24.00 Dag- skrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.