Alþýðublaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. apríl 1991 5 Viðeyjarhelgin Jón Baldvin kom fyrrl daginn með stefnuskrá sins flokks. Seinni daginn kom hann lómhentur. Davíð sagðist haf a um dagana átt góðar stundir i húsi stað- arhaldarans i Viðey og þess vegna hefði honum þótt upplagt að hefja viðrœðurnar þar. Hann kom með skjöl undir hendi. Sagðist aldrei bera sk jalatösku. Á sunnudeginum var bunkinn þykkri. ÞORLÁKUR HELGASON SKRIFAR Þeir sögðust treysta því að hægt væri að ganga frá stjórnarsáttmála með handsali fremur en pappír- um. Eftir að Davíð Oddsson hafði tekið við umboði til stjórnarmynd- unar varð ríkisstjórnin til með leiftursókn. Það var ljóst þegar á fyrsta degi úti í Viðey að Davíð og Jóni Baldvini tækist að mynda stjórn á mettíma. Þeir höfðu lagt þannig upp að undankomu varð vart auðið. Davíð sagði sl. föstu- dag þegar hann fékk umboðið að hann ætlaði sér fjóra daga til að koma nýrri viðreisn á — ella skil- aði hann umboðinu. Jón Baldvin gaf yfirlýsingar um helstu verkefni stjórnarinnar og það var eins og hvort tveggja félli saman — yfirlýsing Davíðs um stjórn strax og verkefnalisti for- manns Alþýðuflokksins. Stjórnar- sáttmálinn átti aðeins að verða tvær síður. Það sem ekki var skrif- að niður átti að framkvæma, væri það í anda þess sem formennirnir vildu. Þannig mátti skilja Davíð og Jón Baldvin í upphafi. vin tómhentur en Davíð hafði bætt á sig skjölum frá fyrra degi. Þá kom að því er virtist nokkurt bakslag í viðræðurnar. Jón Bald- Sögulegum fundum Davíös og Jóns Baldvins í Viðey lokið. Laugardagur______________ snmkvæmt áætlun___________ Davíð fór hálftíma fyrr út í Viðey en okkur blaðamönnum var sagt. Jón Baldvin hélt nokkru seinna út en til stóð. Hvorug tímasetningin kom á óvart. Viðeyjarfundur for- mannanna var afskaplega ís- lenskulegur. Hverjum hefði dottið í hug að mennirnir tveir væru að mynda ríkisstjórn? Og að það tæki mennina tvo aðeins fimm klukku- stundir. Þýskur Ijósmyndari sem rakst inn til okkar fréttamannanna í Viðeyjarstofu spurði hvenær ferj- an færi næst. Eg held að enginn okkar hafi haft rænu á því að segja manninum að ferjan færi um það bil sem ríkisstjórn á íslandi yrði til. Það var lagt á borð fyrir tvo í húsi staðarhaldara, þegar Jón Baldvin Hannibalsson ók í hlað. Davíð Oddsson bauð til stofu. Þeir stefndu að því að Ijúka störfum klukkan 14.30. Davíð átti að opna sýningu Yoko Ono klukkan 15, en hætti við og bar því við að hann myndi hvort sem er borða með henni um kvöldið. Klukkan 16.30 lauk samningafundi tvímenning- anna fyrri daginn og þeir voru bjartsýnir á málalok. Jón Baldvin sagðist ekkert hat'a á móti því að Maístjarnan yrði sungin, tæki nýja ríkisstjórnin við fyrsta maí. Fleiri nöfn komu upp; Maístjórnin. Við- eyjarstjórnin. Daginn eftir jafnvel Engeyjarstjórn. ef skrifað yrði undir í Engey. Kannski var sú nafn- gift skot á Davíð. Sunnudqgur til sælu? Það var dumbungur á sunnu- dag. Félagarnir lögðu upp samtím- is úr Sundahöfn. Búist var við að þetta yrði seinni fundur. Næst yrði skrifað undir. Lengri tíma tæki ekki að ganga frá stjórninni. Nú var farið að spá í ráðuneyti. Kom í Ijós ágreiningur í sjávarútvegs- málum. Þeir lögðu báðir áherslu á ríkisfjármál. Á fyrri degi Viðeyjarviðræðn- anna gengu hlutirnir fyrir sig sam- kvæmt boðaðri dagskrá. Jón Bald- vin hafði með sér í farteskinu m.a. stefnuskrá Alþýðuflokksins og Davíð ýmis plögg til glöggvunar. Þegar á seinni degi var Jón Bald- gjald fyrir veiðileyfaleigu. Þor- steinn Pálsson, sem átti að taka við sjávarútvegsráðuneytinu, virtist grafa væntingar Alþýðuflokksins um það ráðuneyti með yfirlýsing- um í DV í gær, rétt áður en Davíð og Jón Baldvin handsöluðu stjórn- arsáttmála. Þorsteinn segir að hugmyndum Alþýðuflokks um kvótaleigu verði stungið undir stól. Þegar Davíð og Jón komu úr Viðey á sunnudag, dreif Davíð sig að leggja hornstein að ráðhúsinu við Tjörnina. Líklega síðasta verk Jón Baldvin kemur af fundi Davíðs í gær. Stjórnin var endanlega mynduö. m m vin sagði það reyndar misskilning. Þeir sögðu frá því að fiskveiði- stefnan yrði endurskoðuð og að beðið yrði eftir skýrslu endurskoð- unar um stöðu ríkissjóðs. Hvort tveggja var frávik frá því sem áður var gefið í skyn. Það var því ekki eins bein leið fram undan og menn ætluðu. Á laugardeginum mátti skilja á þeim að hefjast mætti handa við að afla ríkinu tekna. Það var varla við því að búast að sjálfstæðismenn kyngdu i einum bita tillögum Al- þýðuflokksins um að taka upp Davíðs sem borgarstjóri. Síðdegis lagðist Friðrik Sophusson, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, yfir pappíra með Guðmundi Einars- syni, aðstoðarmanni iðnaðarráð- herra, í þingflokksherbergi Sjálf- stæðisflokks í Alþingishúsinu. Þingflokkur Alþýðuflokksins þingaði hinum megin á gangin- um. Sumir komu þungbúnir af fundi þar síðar um kvöldið. Yfirlýsingar voru gefnar um að þessu lyki á morgun. Það var fund- að fram eftir nóttu. Símtöl Jóns Baldvins og Davíðs áttu eftir að verða fleiri áður en gengið yrði frá sáttmálanum klukkan 16.32 í gær. Mánudagur______________________ Þingflokkur Sjálfstæðisflokks átti fyrsta leikinn. Þingfundur þeirra i stóð frá tíu til eitt. Af svip- brigðum þeirra sem tíndust af fundi var spáð í líkleg ráðherra- efni. Einn sem hvarf nokkru fyrir fundarlok var bókaður úti í kuld- anum. Hann virtist síðar um dag- inn komast inn fyrir þröskuldinn að nýju. Þingflokkur Alþýðuflokks átti að hittast klukkan tólf á hádegi. Fundinum var frestað til eitt — og hann hófst um síðir klukkan 16. I millitíðinni hafði skýrsla ríkisend- urskoðunar borist. Davíð sagði hana sýna halla upp á 12,2 millj- arða á ríkissjóði á þessu ári, en Ól- afur Ragnar fullyrti að hann væri á sjöunda milljarð. Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundi í gær að menn gætu auðvitað reiknað sig til hvaða halla sem væri, æsktu menn þess. Ríkisendurskoðun gæfi sér t.d. að eitt og annað sem ríkisstjórnin gamla hefði ásett sér gengi ekki eftir. Auk þess gjald- færði ríkisendurskoðun búvöru- samning, sem ekki ætti að borga á þessu ári. Allan daginn var spáð í ráðherr- ana. Fjórir voru lengstum bókaðir hjá Alþýðuflokki, en aðeins þrír öruggir hjá Sjálfstæðisfiokknum. Alþýðuflokkurinn hafði lagt upp um morguninn með sjávarútvegs- ráðherra undir. Þorsteinn Pálsson og DV gerðu þær vonir að engu. Einnig Kristján Ragnarsson og „aðilar í sjávarútvegi," sem munu hafi látið í sér heyra. Þeir vilja að sjálfsögðu ekki borga fyrir aðgang að fiskimiðunum. Og voru því á móti tillögum Alþýðuflokksins. Dreifbýlisþingmenn lögðu áherslu á samgönguráðuneytið. Pavið og Jón Baldvin skrifq undir___________________ Davíð og Jón Baldvin lokuðu sig af á efstu hæð á borgarskrifstofun- um við Pósthússtræti eftir að þing- flokksfundi sjálfstæðismanna lauk í gær. Þeir birtust um síðir og boð- uðu viðreisn á morgun á Bessa- stöðum. Þingflokkur Alþýðu- flokks hittist klukkan 16. Davið kallaði hvern þingmanninn af öðr- um úr sínum flokki inn á teppið til að kanna endanlega hugi manna. Honum reiknaðist til að það tæki fjórar klukkustundir, ef það færu tíu mínútur á mann. Það getur ver- ið erfitt að vera með stóran þing- flokk. Síðan kom röðin að Jóni Bald- vini að ræða einslega við sitt fólk. Jón Baldvin hitti einnig verkalýðs- málaráð Alþýðuflokksins. Flokks- stjórn Alþýðuflokksins hafði verið boðuð til fundar klukkan niu um kvöldið. Þeim fundi var frestað og hófst um síðir upp úr hálfellefu. Þá var flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins þegar lokið. Fulltrúar samþykktu stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar og féllust á skiptingu ráðuneytanna með lófaklappi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.