Alþýðublaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 8
rí*w»
ípKqiKMc S ótiHTOl
MIBUBUÐIB
Asmundur Stefánsson á Evrópusambandi verkalýdsfélaga um Evrópska efnahagssvœöiö og
möguleika á ad Island verði þar utangarðs meðal Evrópuþjóða
Niðurstaða sem gengi
á hagsmuni neytenda
„Er einhver hér á þessu þingi,
sem myndi vilja mæla meö því
við félagsmenn sína í heima-
landinu að ganga til samninga
um efnahagssvæði þar sem 70%
af útflutningi lands ykkar fengi
ekki sanngjörn kjör á markaðs-
svæðinu.“ Þannig spurði As-
mundur Stefánsson í ávarpi sínu
á þingi Evrópusambands verka-
lýðsfélaga í Lúxemborg í vik-
unni.
Ásmundur dró fram sérstöðu Is-
lendinga í samningum um EES.
Sagði hann það sérkennilegt ef eina
fiskveiðiþjóðin í Evrópu, sem gæti
rekiö fiskveiðar sínar án ríkis-
styrkja, fengi nú ekki að taka þátt í
frjálsri samkeppni í markaðslönd-
ÁSMUNDUR — kom sjónarmiðum
íslands á framfæri við áhrifamenn í
Evrópu.
um Evrópu. Ef sú yrði niðurstaðan,
gengi hún þvert á hagsmuni neyt-
enda og það meginmarkmið
EES-samninganna að bæta iífskjör í
Evrópu.
Á þinginu í Lúxemborg, sem Ög-
mundur Jónasson, formaður BSRB,
sat auk Ásmundar, fór fram mikil
umræða um Evrópumálin og heyrð-
ust þar margar raddir sem mæltu
með stórlega efldri samvinnu ríkja í
Evrópu. Var þingið hinn besti vett-
vangur til að kynna málstað islend-
inga fyrir áhrifamönnum, meðal
annarra forystumönnum verkalýðs-
samtaka í V-Evrópu, og fjölmiðlum.
Ásmundur sagði í ávarpi sínu að
íslendingar væru sammála um að
aðild að Evrópubandalaginu væri
ekki á dagskrá. Því skiptu samning-
ar um Evrópska efnahagssvæðið Is-
lendinga miklu máli og að mikil-
vægt væri að niðurstaða samning-
anna verði okkur hagstæð og að
fyrir íslenskt launafóik hefðu samn-
ingarnir mikla þýðingu.
„Niðurstaða samninganna varðar
hagsmuni íslendinga meira en
reyndin er um nokkra aðra þjóð
sem tekur þátt í samningunum,"
fuilyrti forseti ASÍ. Fór hann nokkr-
um orðum um fiskveiðistefnu EB,
sem hann sagði að hefði brugðist.
Rányrkja hefði verið ríkjandi á fiski-
miðum Evrópu, meðan okkar
stjórnun á fiskveiðum hefði dugað
vel.
Launamálaráö BHMR
Þarf sérstaka
hækkun launa
Launamálaráð BHMR varar
við aðgerðum af hálfu ríkisins
sem bitna á launafólki, svo sem
hækkun raunvaxta, skerðingu á
húsnæðislánakerfi, hækkunum
á opinberum gjaldskrám og nið-
urskurði í velferðarkerfinu.
Ráðið telur að staða ríkisfjármála
mætti vera betri og bendir sérstak-
lega á nokkur atriði, svo sem að
engir skattar eru greiddir af fjár-
magnstekjum og þrátt fyrir mjög
góða afkomu fyrirtækja skili þau
mun minni sköttum en reiknað hafi
verið með.
I ályktun launamálaráðsins segir
að kjör opinberra starfsmanna eigi
að koma til endurskoðunar 1. júní
næstkomandi. Þar skuli taka mið af
bæði verðlags- og viðskiptakjara-
þróun samkvæmt ákvörðun launa-
nefnda. Miðað við verðlagsþróun
þurfi að koma til sérstök hækkun
launa. Viðskiptakjör hafi batnað um
tæp 14% frá febrúar 1990 til febrúar
1991. innan við 1% af þessum bata
hafi komið í hlut launamanna hing-
að til en 4% verið lögð í varasjóð fyr-
irtækjanna. Skorað er á launanefnd-
ir að hækka laun í samræmi við
hækkun verðlags og bata viðskipta-
kjara.
Þjóðhátíðarsjóður
Styrkir upp
á f jórar
milljónir
Lokið er úthlutun styrkja úr
Þjóðhátíðarsjóði fyrir yfirstand-
andi ár og var það fjórtánda út-
hlutun úr sjóðnum. Til úthiutun-
ar voru fjórar milijónir króna og
þar af er helmingnum varið til
styrkja samkvæmt umsóknum.
Hins vegar bárust alis 58 um-
sóknir um styrki að fjárhæð um
38,5 milljónir.
Friðlýsingarsjóður fékk einnar
milljón króna styrk og verður hon-
um varið, eftir því sem hann hrekk-
ur til, í að koma upp viðbótarbaðað-
stöðu á tjaldsvæðinu í Skaftafelli.
Þjóðminjasafn fékk einnig milljón
samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins
og rennur styrkurinn óskiptur til
frekari úrvinnslu frá rannsóknum á
Stóru-Borg undir Eyjafjöllum.
Þrettán umsækjendur skiptu síð-
an með sér tveimur milljónum
króna. Sem dæmi má nefna að
Byggðasafn A-Skaftafellssýslu fékk
230 þúsund til endurbyggingar
„Pakkhússins" á Höfn, Stofnun Sig-
urðar Nordal 220 þúsund í lokastyrk
til viðgerða á Þingholtsstræti 29 og
Kvæðamannafélagið Iðunn fékk
170 þúsund í styrk til afritunar
hljóðritasafns félagsins af frumupp-
tökum yfir á géymslubönd.
Magnús Torfi Ólafsson er formað-
ur stjórnar Þjóðhátíðarsjóðs og Jó-
hannes Nordal varaformaður.
Gísli Sigurbjörnsson
á Grund
GRODINN AF
GRUND HEFUR
HLADIÐ UPP
6D0 MILLJONA
EIGNAVELDI
Ástir & kynlíf
á vinnustöðum
Mál stúlknanna í
Tyrklandi
„ELSKU MAMMA
MÍN, HVENÆR
ÆTLARDU AD NÁ
í OKKUR?"
Allt UIR tippi
Mjólkursamsalan
750 MILLJQNA
AUKASKATTUR
Á MJÓLK RANN
í BYGGINGU
STORHYSISINS
Viðtal við
Þorstein J.
Vilhjálmsson
Fullt blað af slúðri