Alþýðublaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 5 byggt þá um sumarið og stendur enn við Öldugötu 23 og setur svip á Vesturbæinn, en langt er frá að því hafi verið sýndur sá sómi sem ber. Yfirsmiður var þjóðkunnur bygg- ingameistari, F.A. Bald, sem sá um byggingu Alþingishússins árið 1881. Efst á stigahúsi á miðju húsi að norðan, fyrir enda Stýrimannastígs, var pallur með járnhandriði um- hverfis. Þar æfðu nemendur horna- mælingar með sextanti, en upp af pallinum var stöng með tímaknetti eða kúlu, sem var látin falla þegar sól var í hádegisstað, og gátu þá skip sem voru í höfn eða á legunni stillt sjóúr sín og klukkur; einnig fengu nemendur æfingu í að stilla sjóúr og athuga stöðu þess, en réttur tími skiptir meginmáli við athugun him- inhnatta utan hádegisbaugs. Austan við skólahúsið var nokkru síðar reist veglegt mastur með rá og reiða ásamt reiðapalli til æfinga fyrir nemendur. í skólanum voru 79 nemendur þegar hann hóf störf í nýju húsnæði haustið 1898. Stýrimannaskólinn var þarna til húsa samfleytt í 47 ár. Um 1940 var mjög farið að þrengja að skólastarfi í gamla skóla- húsinu við Öldugötu, en auk Stýri- mannaskólans hafði Vélskólinn ver- ið þar til húsa frá 1930. Kennsla í vélfræði var fyrir stofnun sérstaks vélstjóraskóla innan Stýrimanna- skólans og gengust þrír nemendur undir próf í gufuvélafræði vorið 1912. Með lögum nr. 25 frá 11. júlí 1911 var stofnuð sérstök vélfræði- deild við Stýrimannaskólann og var vélfræðideildin í Stýrimannaskólan- um þar til sjálfstæður vélstjóraskóli tók til starfa haustið 1915 í gamla Iðnskólanum við Vonarstræti, skv. lögum um „Vjelstjóraskólann í Reykjavík". S|ómannaskóli n_______________ Rauðarárholti_________________ Miklar umræður urðu á sinni tíð um staðsetningu nýrrar skólabygg- ingar, veglegs Sjómannaskóla, en staðarval, stærð lóðar og húss var sjómönnum mikið kappsmál. Nýstofnuð heildarsamtök sjó- manna, Farmanna- og fiskimanna- samband íslands ásamt sérfélögum sambandsins, stéttarfélögum skip- stjóra, stýrimanna, vélstjóra, loft- skeytamanna og matsveina, svo og sjómannafélögin. áttu geysimikinn og farsælan hlut að byggingu Sjó- mannaskólans á styrjaldarárunum síðari. Sjómenn stóðu einhuga að eflingu sjómannamenntunar og skrifuðu hverja greinina eftir aðra í Víkinginn, málgang FFSÍ, til stuðn- ings „Sjómanna-skólamálinu". Ut- gerðarmenn og skipafélögin með Ölaf Thors, forsætis- og sjávarút- vegsráðherra, fyrrum forstjóra stærstu togaraútgerðar landsins, í fararbroddi, stóðu sem einn maður að byggingunni. Um málið var breið og almenn samstaða meðal lands- manna. Þá eins og um aldamótin síðustu var mikill vor- og sjálfstæðishugur í þjóðinni. Bygging Sjómannaskólans var ein sönnun Islendinga fyrir því að þeir voru sjálfstæð, fullvalda þjóð, en á byggingarárum skólans, vorið 1944, í skugga heimsstyrjald- arinnar síðari var lýðveldi stofnað á Þingvöllum. Árið 1941 hófust byggingafram- kvæmdir við nýjan og veglegan Sjó- mannaskóla á Rauðarárholti, sem átti að hýsa allar greinar sjómanna- menntunar á íslandi; auk þess komu fram hugmyndir um að á lóð skól- ans yrðu sem flestar stofnanir, er tengdust sjómannastéttinni, eins og sjóminjasafn. Húsið teiknuðu húsa- meistararnir Sigurður Guðmunds- son og Eiríkur Einarsson. Það var byggt af stórhug og hugsað til fram- tíðar. Sjómannaskólanum var val- inn staður af framsýni og með tákn- ræna mynd í huga. í turni skólahúss- ins er leiðarviti fyrir innsiglingu inn til Reykjavíkur, á sama hátt er skól- anum ætlað að vera leiöarviti fyrir íslenska sjómannastétt. Sjómanna- skólinn var vígður við veglega at- höfn hinn 13. október árið 1945. Fyrstu árin voru þar til húsa allar greinar, sem tengdust sjómennsku og siglingum, matsveinaskóli, skóli loftskeytamanna, vélskóli og stýri- mannaskóli. Veðurstofa Islands var lengi til húsa í austurálmu yfir há- tíðasal, en fór í núverandi húsnæði við Bústaðaveg, þá nýbyggt 1973. Matsveina- og veitingaþjónaskólinn flutti starfsemi sína um 1980. í 100 ára starfssögu skólans hafa um 5000 manns lokið skipstjórnar- prófum frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og á námskeiðum úti á landi í tengslum við skólann. Breytingar ú________________ skipst|órnarnáminu__________ Undanfarin ár hefur verið unnið að tillögum um breytingar á skip- stjórnarnáminu og hefur sú vinna staðiö yfir meö hléum síðan 1984. Að bestu manna yfirsýn hefur ver- ið talið æskilegt að taka upp og efla kennslu i eftirtöldum greinum: — stjórnunar- og rekstrarfræðum — líffræði hafsins, auölindum og mengun — markaðs- og flutningafræðum — fiskmeðferð og gæðamati sjávar- afurða — veiðitækni og veiðarfæragerð — viðhaldi skipa. í október 1990 skilaði skólanefnd Stýrimannaskólans tillögum til menntamálaráðherra um framtíðar- skipan skipstjórnarnámsins. Það var álit menntamálaráðu- neytisins, að ekki þyrfti að breyta lögum um Stýrimannaskólann, þó að verulegar breytingar verði á inn- tökuskilyrðum og námstilhögun. í beinu framhaldi af ofangreindum tillögum hefur menntamálaráðu- tekinn gildur virkur siglingatími til sjós, vottaður af skráningarstjóra. Svonefndar almennar undirstöðu- greinar eins og íslenska, stærð- fræði, danska, enska, eðlisfræði, tölvur og bókhald verða aðskildar frá faggreinum og sérnámi skólans eins og siglingafræði, stöðugleika, siglingareglum o.fl. Eitt af markmiöum breytinganna er, að undirbúningsnám geti hafist strax að loknu grunnskólanámi og unglingum verði gert auðveldara að halda beint áfram frá grunnskóla í skipstjórnarnám. Undirbúningsnámið á auk undir- búningsdeildar við Stýrimannaskól- Hid meira stýrimannspróf var ætlaö þeim sem vildu lœra meira eöa stunda siglingar ú verslunarskipum í utanlands- ferdum. : -f, : ; ’ : . . V, V : <>; } v , ' , ' j: ■.-..'■ : " ' ■■ ■..:' ■ . , :■■ .' -; ■■ ' : ■ , ■ ■ ■ .-■■■■ ■ ' ; ., | ; É j ■ : :■ ■ ' ' , ■ ■■■ ■ ■■ ■ ' f ' .. ' >. ■' ' •■',:■> , "'■/tyyý'ÆÆ'* 'í vi neytið unnið að nýrri reglugerö fyr- ir Stýrimannaskólann, og er sú vinna nú á lokastigi. Helstu breytingar varðandi inn- töku í skólann eru að kröfur um lág- markssiglingatíma verða 6 mánuðir á skipi yfir 6 rúmlestir (eða brúttó- tonn), í stað 24 mánaða siglingatíma á skipum yfir 12 rúmlestir, en 6 mánuðir af þeim tíma máttu vera við störf skyld sjómennsku, svo- nefndur „óskilgreindur siglinga- tími", auk þess var skólastjóra heim- ilað að meta siglingatíma, vottaðan af tveimur trúverðugum mönnum. I hinni nýju reglugerð verður aðeins ann að vera unnt aö taka við alla framhaldsskóla landsins. Það er ósk og von undirritaös, aö Stýrimannaskóíinn í Reykjavík verði á næsta árhundraði sami afl- gjafi íslenskum sjávarútvegi og sigl- ingum og hann hefur verið undan- farin 100 ár. (Hirl med teyfi höfundar allmikiö slyll úr Kompás, htaöi nemenda skólans.) Doktorshúsid var fyrsta aöset- ur Stýrimunnuskólans rni-irn. ■ ■ 1—

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.