Alþýðublaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisrádherra Sjávarútvegurinn og Evrópska efnahagssvœöiö (EES) Tollfrelsi fyrir fullunnar fiskafurðir getur þýtt nýtt framfaraskeið í sjávarút- vegi og fiskvinnslu ..VidJslendirigar viljum veru matvœlaúlflytjendur en ekki hrúefnaútflytjendur.. Sjómenn hafa oft spurt mig þeirrar spurningar hver sé ávinningur þeirra og sjávarút- vegsins af samningum um Evr- ópskt efnahagssvæði. Þar sem fáum er málið skyldara en sjó- mönnum og hagsmunir þeirra ríkari en flestra annarra er nauðsynlegt að þeir geri sér ljósa grein fyrir mikilvægi þessa máls. Að sjálfsögðu er þetta mál sem snertir alla þjóðina og verður að meðhöndlast sem slíkt. En þar sem samningar eru enn í gangi og út- koma þeirra óviss, verður að bíða með þá heildarkynningu sem nauð- synleg er, þar til séð er fyrir endalok samninganna, svo unnt verði að meta heildarniðurstöðu. Því þótt sjávarútvegursé fyrirferðarmikill af okkar hálfu í þessum viðræðum, þá er efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði þjóðarinnar í hraðri ný- skipan Evrópu það fjöregg sem allir íslenskir ráðamenn verða að gæta vel og varðveita. Þótt samningarnir um Evrópskt efnahagssvæði séu mikilvægir, þá borgum við þá ekki hvaða verði sem er. Eg fyrir mína parta er alls ekki reiðubúinn að greiða neinn að- gangseyri að þessum markaði. Það er megin mál. Ég tel á hinn bóginn að jöfn skipti ávinninga og skuldbindinga verði okkur þegar til lengdar lætur hag- stæð og ég er reiðubúinn að leggja mikið á mig til að ná þannig samn- ingum. Með þetta í huga er rétt að skoða nánar ávinningana fyrir sjávarút- veginn, mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar, af hugsanlegum samn- ingum um Evrópskt efnahagssvæði (EES). Islenskur sjávarútvegur hefur á undanförnum áratugum gengið í gegnum miklar breytingar. Þessar breytingar hafa gerst í áföngum sem allar hafa miðað að því að gera at- vinnuveginn arðbærari. Fyrst var barist fyrir útvíkkun landhelginnar úr 12 í 50 og síðan í 200 mílur. Þar næst var hafin endur- nýjun fiskiskipaflotans og uppbygg- ing vinnslunnar í landi, jafnframt því sem stóru sölusamtökin náðu fótfestu á Ameríkumarkaði. Þriðji áfanginn var opinber stjórnun fisk- veiða, fyrst með skrapdagakerfinu en síðar með kvótakerfinu. Nú er komið að fjórða áfanganum, sem er samningar um hindrunarlausan aðgang sjávarfangs að stærsta fisk- neyslumarkaði heims, þannig að ís- lenskur sjávarútvegur fái tækifæri til að þróast við eðlilegar aðstæður. Sú breyting hefur verið að gerast í Evrópubandalaginu, sem er svo- kallað tollabandalag, að tollaupp- bygging þess hefur miðast við að draga sem mest hráefni til álfunnar, sem síðan er fullunnið þar. Þetta skapar mikinn auð því verðmæta- sköpunin er flutt frá hráefnisöflun- arlandinu til Evrópu. Þannig hefur Evrópubandalagið einnig viljað meðhöndla okkur, með því að hafa lága eða enga tolla á óunnum fiski, en háa á unnum og verkuðum fiski, nema þar sem samningar okkar og EB frá 1972 (bókun 6) koma í veg fyrir það. Þannig hefur samsetning fiskút- flutnings okkar verið að breytast undanfarin ár úr unnum fiskvörum í hráefni. Þessu viljum við breyta með samningunum um EES. Við Islend- ingar viljum vera matvælaútflytj- endur en EKKI hráefnaútflytjendur. Ég held mig geta fullyrt að engin þjóð, sem er að uppistöðu hráefna- útflytjandi, hefur getað skapað sér viðunandi lífskjör. Um þetta snúast EES samningarn- ir, hvað sjávarútveg snertir. Við vilj- um komast framhjá tollmúrum Evrópubandalagsins og starfa á samkeppnisgrundvelli sem mat- vælaútflytjendur, sem selja gæða- fisk á háu verði. Ef okkur tekst að semja um toll- frjálsan aðgang að mörkuðum Evrópu og það verður ekki dýru verði keypt, er ég mjög bjartsýnn um framtíðarþróun íslensks sjávar- útvegs. Það myndi skila sér í batn- andi lífskjörum fyrir alla þjóðina. Ef okkur mistekst að komast í gegnum tollmúrana óttast ég að þeirri þróun, sem hafin er, og leiðir til æ stærra hlutfalls af óunnum ís- lenskum fiski á erlendum fiskmörk- uðum, verði trauðla snúið við. Það þýðir þegar til lengdar lætur lélegri lífskjör og dekkri framtíð. Vonandi tekst okkur að afstýra því með hag- stæðum samningum um EES. Ég óska öllum íslenskum sjó- mönnum til hamingju með daginn. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.