Alþýðublaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ LANGIR OG STRANGIR TÚRAR — segir Viktor Tsjevtsjenko háseti á sovéska verksmiöjutogaranum Salva Þeir eru sex til sjö mónuði á sjónum i einu, enginn is- lenskur sjómaður myndi sœtta sig við oðbúnaðinn. Vistarverurnar lykta af sagga og slagvatnsfýlu, klef- arnir eru þröngir, dimmir og loftlausir. Ekld er hægt að komast i kaffisopa nema ó motmólstimum og borðsal- urinn er kuldalegur og ón allra þæginda. Á milli túra f á þeir þriggja til fjögurra vikna fri. Þeir geta ekki hætt og farið i land þvi þá biður þeirra ekkert annað en at- vinnuleysi og örbirgð. Rússneskar sigarettur og aflógq lödur_____________ í síðustu viku lá sovéskur verk- smiðjutogari við bryggju í Reykjavík vegna bilunar. Á kvöldin hímdu sjó- mennirnir á bryggjunni og reyndu að selja landanum rússneskar sígar- ettur og ýmsa smámuni sem þeir höfðu í farteski sínu. Þeir voru að safna sér fyrir Lada-bílum sem Is- lendingar þóttust of góðir til að nota. Þeir sem höfðu komist yfir að kaupa sér bíl sátu hugfangnir í dýrð- inni og hlustuðu á ameríska popp- músík í útvarpinu. Erfið og slitandi vinna og miklar f jqrverur__________ fró heimili___________________ Fæstir sjómannanna gátu tjáð sig á öðru máli en sínu eigin. Einn þeirra Viktor Tsjevtsjenko talaði ágæta ensku. Hann sagðist vera bú- inn að vera fimmtán ár til sjós og það væri erfið og slítandi vinna að vera á sjónum. ,,Verstar eru þó þess- ar fjarverur frá konu og börnum. Ég á fjögur ung börn og stundum líða margar vikur án þess að ég frétti nokkuð af þeim, það getur oft verið erfitt." Viktor sagði að það væri líka mik- ið andlegt álag að vera í svona lok- uðu litlu samfélagi mánuðum sam- an. ,,Ef maður vill vera út af fyrir sig er erfitt að finna athvarf á svona vinnustað. Um borð eru 75 menn, undirmenn eru í þriggja og fjögurra manna klefum og það er varla til sá staður um borð sem maður getur verið einn eina einustu stund." Fiskiriið tregf,______________ ew það skiptir engu___________ launalegg séð_________________ Á síðustu mánuðum hafa þeir ver- ið á djúpkarfaveiðum langt suð-vest- ur af landinu, þeir eru óhressir með fiskiriið. ,,Það skiptir ekki svo miklu fyrir okkur hvað mikið fiskast, við erum á föstum launum hvort sem veiðist vel eða illa. Auðvitað erum við óánægðir með kaupið, það dug- ir varla til að framfleyta fjölskyld- unni. Við þurfum að vinna 12 til 16 tíma á dag og fyrir þannig vinnu eiga menn að hafa meira en rétt dugir til að lifa." Viktor sagði að léleg vinnuað- staða, frumstæður tækjabúnaður og úrelt skip yllu því að svo margir væru í áhöfninni. ,,Þeir sem hafa farið um borð í íslensku skipin eru heillaðir af því hve þau eru nýtísku- leg, þrifaleg og hvað þeim er vel við haldið." Honum þótt vænt um að heyra að það til væri sérstakur há- tíðisdagur fyrir sjómenn og bað fyr- ir bestu kveðjur til allra íslenskra sjómanna. Viðhald á rússneska verksmiðjuskipinu virtist litið og lélegt, eöa þætti það á islenska fiskiskipa flotanum. Áhöfn á leið um borö í „heimili" sitt, ryðgaöan verksmiðjutogara, þar sem mannskapurinn hírist mánuöum saman við hið bágasta atlæti. aFSKORNAR rósir Allar afskornar rósir á Aðeins Ajjf / kr. stk. á meðan birgðir endast. a ^ Mikil uppskera wL A-lítið verð \i—^ 1 nnn cn y\jrxr~i~y TV/'-y Arivr;-miv- Stór flauelsblóm í potti Opið alla daga frá kl. 9-22. Sírni 689070

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.