Alþýðublaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 31. MAI 17 Hafnar- fjarðar stúdentar Flensborgarskólanum var slit- ið laugardaginn 25. maí sl. og voru þá brautskráðir 42 stúdent- ar frá skólanum og 2 nemendur með verslunarpróf. Skóiaslitin fóru fram í Hafnarborg. Bestum námsárangri af stúdent- unum náðu Birna Guðmundsdóttir sem brautskráðist af tveimur braut- um, málabraut og félagsfræðabraut, og lauk alls 165 námseiningum, og Rannveig Guðleifsdóttir sem braut- skráðist af náttúrufræðibraut með 146 námseiningar. Hjá báðum var yfirgnæfandi meirihluti einkunna ágætiseinkunn. Fjölmenni var við skólaslitin, þar á meðal voru sjö úr hópi þeirra sem luku gagnfræðaprófi frá skólanum vorið 1921 eða fyrir réttum sjötíu ár- um, og munu jafngamlir gagnfræð- ingar ekki hafa verið viðstaddir skólaslit í skólanum áður. Sólveig Kristinsdóttir talaði fyrir hönd 15 ára stúdenta og færði skól- anum að gjöf safn geisladiska til minningar um Berglindi Bjarnadótt- ur söngkonu, en hún lauk stúdents- prófi frá skólanum vorið 1976. Einn- ig tók til máls við skólaslitin fulltrúi nýstúdenta, Bjarni K. Kristjánsson og færði skólanum bókagjöf. Kristján Bersi Ólafsson skóla- meistari flutti skólaslitaræðu og af- henti prófskírteini. Nokkrir nem- endur fengu einnig bókaviðurkenn- ingu fyrir góðan námsárangur í heild eða í einstökum námsgrein- um, og voru þeir bæði úr hópi þeirra sem voru að útskrifast og úr hópi yngri nemenda. Kór Flensborgarskólans söng við athöfnina undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, en kórinn er nýkom- inn heim úr söngför til Cuxhaven í Þýskalandi, vinabæjar Hafnarfjarð- ar, þar sem hann kom fram við mjög góðar undirtektir. Námsmenn mótmæla Námsmenn hafa mótmælt fyr- irhugaðri skerðingu á námslán- um frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þeir segja að sá fjárhagsvandi sem LIN eigi nú við að glíma sé til kominn vegna þess hve framlag ríkisins hefur lækkað á móti aukinni lánsfjár- þörf. Námsmenn segja að sú skerðing á námslánum sem stendur fyrr dyr- um sé mjög alvarleg og ljóst að hún stríði gegn gildandi lögum um Lána- sjóð íslenskra námsmanna. Fram kom hjá nemendum að framfærslu- grunnur hjá námsmanni sem býr í leiguhúsnæði sé 55.098 krónur á mánuði. Samkvæmt útreikningum Ríkis- endurskoðunar þá skila sér til baka tæp 90% af því fjármagni sem sjóð- urinn lánar segja námsmenn. en taka þá ekki tillit til vaxtakostnaðar. Um endurgreiðslur í sjóðinn tóku þeir sem dæmi: „Verkfræðinemi lýkur námi 26 ára eftir 4 ára nám á íslandi og 2 ára framhaldsnám erlendis og skuldar þá t.d. 2 milljónir. Vinnutekjur hans: að námi loknu eru að jafnaði' 120.000 á mánuði fyrir tekjuskatt sem samsvarar 97.000 eftir tekju- skatt. Hann mun þá greiða 54.000 + verðbætur á ári í afborganir af námslánum næstu 37 árin en þá hefur hann greitt lánið upp." Námsmenn segjast hafa unnið að breytingum á reglum sjóðsins með fyrri stjórn LÍN sem hafði það mark- mið að auka sparnað og einfalda kerfið. Þeim tiilögum hafi algjörlega verið ýtt til hliðar með þeim tillög- um sem nú hafi komið fram. Þeir segja ljóst að stefna ríkisvaldsins í þessum málum gangi þvert á megin- tilgang sjóðsins. þ.e. að gera fólki kleift að stund nánt óháð efnahag. Stúdentar frá Flensborg ásamt skólameistara sínum, Kristjáni Bersa Ólafssyni. Frábærir ferðamöguleikar til Irlands í sumar Viðtökumar hafa verið einstakar og yfir 600 manns hafa nú pantað sumarleyfið sitt til Irlands í sumar. Tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Viku verslunarferð til Cork 14. júní, Verð aðeins frá kr. 19.700,- i Ótrúlegt verðlag Þegár við segjum ótrúlegt verðlag þá er það ekki neitt auglýsingaskrum. Við nefnum hér aðeins nokkur dæmi um fyrsta flokks vöru í íslenskum krónum: Gallabuxur..........1.800,- Kvenkápur.....3.500—5.000,- Bamaskór............1.000,- Jakkaföt ....v.....15.000,- Silkibindi.............800,- Skór............... 2.000,- Green Fee........500—1.000,- Laxveiðileyfi..........700,- Flug og bíll frá kr. 26.960,- Verð m.v. 4 í bfl, A flokkur, 1 vika. Fáðu tillögu að heillandi hring um írland á skrifstofu Veraldar. Flug og sumarhús frá kr. 28.610,- Verð m.v. 4 í húsi, 1 vika Baltimore. Baltímore sumarhúsin eru glæsilegur valkostur í sumarleyfinu og bjóðast á alveg hreint ótrúlega hagstæðu verði. Verðlngið hér er alveg O ótriilegt og Cork cinhver fegursta borg lrlands umkringd heiilandi nátturuteuurð. Aðrar brottf arir 7. júní...,...uppselt 14. júní.... ,...40 sæti laus 21. júní.... ...laus sæti 5. júlí... ...laus sæti 19. júlí..örfá sæti laus 2. ágúst..15 sæti laus 14. júní Koma til Cork kl. 20.00 að kvöldi og farið á hótel. 15. júní Örstutt kynnisferð um Cork og nágrenni með fararstjóra Veraldar. 16. júní Kynnisferð til Killamey, Kenmare og Bantry, fegurstu staðir eyjunnar, og sigling út í Gamish eyju. Stórkostleg dagsferð. 17. júní Frjáls dagur í Cork. Farið í búðir og ' með þá sem vilja á glæsilegan 18 holu golfvöll í Cork þar sem vallargjöldin em aðeins 1.000 krónur. 18. júní Hálfsdagsferð í Wild life park og Blamey kastala. 20. júní Sigling, kvöldverður og skemmtun í Black Rock kastala. Eins og að hverfa 100 ár aftur í tímann. 21. júní Frjáls dagur í Cork til að versla í glæsilegum verslunarmiðstöðvum borgarinnar eða njóta náttúmfegurðarinnar. Brottför til fslands kL 20.00. AUSTURSTRÆTI 17, SÍMI 62 22 00

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.