Alþýðublaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 7
FOSTUDAGUR 31. MAI 7 Kvótinn í hendur eigenda fiskimiðanna — íslensks almennings Lögum samkvæmt á þjóðin fiskinn í sjónum innan landhelgi íslands og því í hæsta máta eðli- legt að hún fái sjálf að ráðstafa sínum veiðiheimildum. Kvótinn hefur verið um 500 þúsund tonn á ári í þorskígildum talið undan- farin ár og með því að færa ráð- stöfunarréttinn á veiðiheimild- um í hendur landsmanna kæmu um tvö tonn í hlut hvers manns á ári. Það er engin þörf á því að ríkið, sveitarfélög eða útgerðar- aðilar fari með umboð almenn- ings á þessari þjóðareign. Raunar má það heita furðulegt að forsjárhyggjan skuli vera það rík í mönnum að í öllu kjaftæðinu um fiskveiðiréttinn skuli ekki hafa kom- ið fram sú krafa að hann fari beint og milliliðalaust til eigendanna, þ.e. einstaklinganna sem byggja þetta land. Það gæti orðið til að leysa flest þau vandamál sem við er að eiga á sviði fiskveiðistjórnunar á farsælan hátt með almennum og jöfnum rétti allra landsmanna. Ég mun reifa hér lítillega þá hug- mynd mína að færa kvóta beint í hendur fólksins sem byggir þetta land. Það er við hæfi að menn staldri við og hugsi um þetta stóra hagsmunamál íslensku þjóðarinnar á sjómannadeginum sem er á sunnudaginn. Kvótabréf til almennings Harðar deilur hafa verið innan og milli flokka og fólks um hvernig ráð- stafa skuli þeim fiskveiðiheimildum sem til skiptanna eru hverju sinni og hver skuli hafa ráðstöfunarréttinn, úthlutunar- eða sölurétt á fiskveiði- heimildum. Sumir vilja að rétturinn verði í höndum útgerðaraðilanna áfram. aðrir vilja að ríkið yfirtaki hann og/eða sveitarfélög eða lands- hlutar. Þá deila menn um hvort gefa skuli eða selja veiðiréttinn. Með því að úthluta kvótanum til almennings losna pólitíkusar við þau vandræði sem fylgja ráðstöfun kvótans. Þá verða það eigendurnir. einstaklingar þessarar þjóðar. sem ákveða hvort þeir gefi. selji eða sæki sinn kvóta sjálfir í saltan sjó. Kvótanum væri hreinlega deilt jafnt niður á alla landsmenn, unga sem aldna. konur sem karla. Slíku fyrir- komulagi ætti ekki að vera vkja erf- itt að koma i framkvæmd. Einstaklingum þessarar þjóðar yrði einfaldlega afhent kvótabréf með ákveðinni hlutdeild f heildar- kvóta landsmanna hverju sinni. Miðað við að þjóðin sé 250 þúsund manns og kvóti til úthlutunar 500 þúsund tonn á ári kæmu 2 tonn í hlut hvers þjóðfélagsþegns. Hverj- um einstaklingi vrði síðan heimiit að ráðstafa sínum kvóta innan al- menns lagaramma um fiskveiðar i íslenskri landhelgi. Hvað má gera vid_______________ kvétann sinn? Eflaust mundu flestir reyna að koma kvótanum sínum í verð. Sum- ir myndu selja hann hæstbjóðanda hvort sem það væri í gegnum verð- bréfafvrirtæki. banka. beint til kvótabréfamarkaðar. útgerðaraðila eða fiskvinnslustöðvar. Aðrir myndu geta, ef þeir vildu skyrkja ákveðna útgerð, t.d. í eigin byggðar- lagi eða útgerð í eigu vina eða vandamanna, tekið minna verð fyr- ir kvótann en hugsanlega fengist á almennum markaði. Þá er ekki að efa að sumir myndu hreinlega kjósa að sækja sinn afla sjálfir í sjó. Meira segja hörðustu friðunarsinnar ættu sinn rétt í slíku kerfi. Þeir gætu læst sín kvótabréf niður í skúffu eða brennt þau og með því móti friðað sinn fisk, hvort heldur sem það væri hugsað til að auka æti hvala, sela eða hreinlega gefa fiskunum sínum líf. Með slíku fyrirkomulagi yrði ríkið að koma á fót eða sjá til þess að komið yrði á fót kvótabréfamarkaði sem gæti annast almenn kvótavið- skipti en hefði þó fyrst og fremst þá skyldu að stýra kvótasölunni þann- ig að í heild yrði ráðstafað réttu kvótamagni á hverja fisktegund fyr- ir sig. Þorskígildið yrði notað sem mælieining og það væri síðan ásókn í kvóta hverrar fiskitegundar sem stýrði verðlagningu veiðiheimilda á hverri fisktegund. Þannig gæti verð á kvóta einstakra fisktegunda sveifl- ast til með hliðsjón af markaðsmál- um og hagkvæmni veiða. Maðurinn sem ætti tveggja tonna kvótabréf og vildi nýta sinn kvóta sjálfur yrði þá að fara á fiskkvótamarkaðinn og fá bréfum sínum skipt í veiðiheimild í ákveðna fisktegund eða tegundir. Kvótagróði hvers og eins Það er nánast ómögulegt að segja hvaða verð fengist fyrir kíló af þorski á almennum markaði þar sem stærsti partur kvótans yrði boð- inn til sölu. Leiguverð kvótans til árs hefur verið þetta á bilinu 30—40 krónur fyrir kíló af þorski. Tveggja tonna kvótahafi fengi því um 60—80 þúsund kr. fyrir kvótann sinn sam- kvæmt því og fimm manna fjöl- skylda 300—400 þúsund á ári. Hins vegar er ekki raunhæft að það verð haldist ef framboð á kvóta stóreykst. Engu að síður er erfitt að sjá að kíló- verðið færi undir tíu krónur. Ein- staklingur ætti samkvæmt því að geta fengið fyrir tvö tonnin sín eitt- hvað á bilinu 20—80 þúsund krónur á ári. Það myndi þýða fyrir fimm manna fjölskyldu 100—400 þúsund krónur á ári. Það yrði að sjálfsögðu háð arð- semi fiskveiða hverju sinni hversu hátt verð kvótakaupendur væru til- búnir að borga fyrir kvóta. Hins veg- ar myndi slík raunveruleg þjóðar- eign á fiskimiðunu m leiða til þess að fram næðist hámarksarðsemi þar sem þeir aðilar sem geta sótt fiskinn í sjóinn með minnstum tilkostnaði myndu verða ofan á. Auk þess myndi væntanlega koma í Ijós hvort arðbærara sé að veiða þorsk á trillu eða togara. Með varanlegri kvótasölu í núver- andi kvótakerfi er hætta á, og hefur reyndar sýnt sig, að stórir aðilar geta í krafti fjármagns sölsað undir sig kvótann og myndað sér þannig ævarandi einokunaraðstöðu til fisk- veiða. Þetta hafa mörg litlu sjávar- plássin úti á landi óttast mjög. „Með þuí aö úthluta kvótanum til almennings losna pólitíkusar uiö þau uandrœöi sem fylgja rád- stöfun kuótans. Þá uerda þad eigendurnir, ein- staklingar þessarar þjódar, sem ákueda huort þeir gefi, selji eda sæki sinn kvóta sjálfir í saltan sjó.“ Hlutverk rikisins_____________ — byggðastefna________________ Hlutverk ríkisins í virku almenn- ingseignarfyrirkomulagi fiskveiða yrði fyrst og fremst að setja al- nienna lagaramma um fiskveiðar og sjávarútveg auk þess að ákvarða það aflamagn sem leyft yrði að veiða hverju sinni. Það yrði á þess vegum að ákvarða hverjir hefðu út- gerðarrétt á íslandsmiðum s.s. hvort Islendingar sætu þar einir við borð. Það yrði ríkisins að ákvarða hvort landa skuli öllum afla á íslenskum fiskmörkuðum eða öll sala skuli fara í gegnum þá o.s.frv. Ríkisvaldið myndi áfram hafa það hlutverk að friða svæði ef þurfa þyk- ir, ákvarða gerð veiðarfæra og hvar og hvenær má veiða með hverju veiðarfæri hverju sinni. Þá myndi það hafa eftirlitsskyldu með að öll almenn ákvæði fiskveiðistjórnunar yrðu haldin. Þá getur ríkið og þingmenn þjóð- arinnar rekið sína byggðastefnu að vild. Ríkinu verði í sjálfsvald sett að kaupa og útdeila kvótum ef þurfa þykir vegna byggðasjónarmiða. í slíku kerfi kæmi það í Ijós svart á hvítu, bæði fyrir augu almennings og þingmanna, hvaða verðmætum væri verið að veita til stuðnings byggðarlögum. Erfiðara yröa að fela og falsa staðreyndir eins og stundum vill bregða við. Ekki þar fyrir að með kvótaleigu af þessu tagi ætti hagsmunum hinna dreiföu byggða að vera mu n betur borgið og þó kvóti tapist tímabundið er alltaf tækifæri að verða sér úti um nýjan kvóta viö eðlileg samkeppnisskil- yröi. Auk þess fengi fólk í hverju plássi sinn skammt af kvótanum til ráðstöfunar. Kvótabréf til 5 óra_____________ Til að stuðla að auknu jafnvægi og meiri festu í fiskveiðum þar sem út- gerðarfyrirtæki geta hugsaö til lengri tíma en eins árs í senn má vel hugsa sér að hver einstaklingur fái kvótabréf til fimm ára í senn. Hon- um verði síðan í sjálfsvald sett hvort hann seiur það í eitt skipti fyrri öll eða leigir þau út á ársgrundvelli. Væntanlega myndu mjög margir koma þeim í verð sem fyrst. Með þessu móti færi 20% aflakvótans á markað hvert ár plús svo og svo mikið af tímabundnum leigukvóta. Þannig yrðu útgerðaraðilar ekki bundnir af kvótasölu hvers árs og gætu skipulagt veiðar sínar allt að fimm ár fram í tímann að hluta til. Auk þess myndi sveigjanleiki í kerfinu gera það skemmtilegra, fá almenning til að hugsa um þá möguleika sem bjóðast og þannig gera hann meðvitaðri um þá eign sína sem fiskistofnarnir við ísland eru. Mun kvótinn verða meiri eða minni á næsta ári og hvaða áhrif mun það hafa á verðlagningu kvót- ans? Verður kvótabréfið mitt sem gefur veiðirétt til tveggja tonna í ár kannski þriggja tonna virði eftir þrjú ár? Mun verðgildi þess aukast með meiri heildarkvóta eða mun slíkt ef til vill leiða til verðhruns á markaðnum? Spurningum sem þessum mun almenningur þurfa að velta fyrir sér. Barnabætur og ellilifeyrisauki Með því að útdeila kvótabréfum á hvern Islending burt séð frá aldri myndi kerfið sem hér hefur verið lýst verka sem tekjujafnandi fyrir þjóðfélagið í heild. Börnin fengju sinn skerf eða fjölskyldur þeirra og það myndi þannig virka sem barna- bætur. Námsmenn myndu fá sitt, ör- yrkjar sinn hlut og allir sætu viö sama borð. Fyrir aldraða yrði hér um að ræða kærkominn ellilífeyris- auka. Ríkið þyrfti hvergi nærri aö koma nema vegna skattlagningar teknanna af kvótabréfunum. Það er augljóst mál að svona kerfi yrði trauöla samþykkt á Alþingi nema ríkið fengi sinn hlut. Þannig væri eðlilegt aö arður af kvótabréf- um yrði skattlagður eins og hverjar aðrar tekjur. Þannig myndu kvóta- bréfin best gagnast þeim sem lægst- ar hafa tekjurnar og eru undir skatt- leysismörkum. Eðlilegt væri að við sölu t.d. á fimm árá kvótabréfi mætti dreifa tekjunum af því á fimm ár viö skattframtal. Hér yrði um að ræða í reynd nokkurs konar almenningshlutafé- lag þar sem hlutur hvers og eins væri sá sami. Svona almennings- eignarfyrirkomulag með ráðstöfun- arrétti einstaklingsins á fiskveiði- kvótanum myndi í senn færa öllum landsmönnum auknar tekjur og rétta hag þeirra mest sem verst eru settir og lökust hafa launin. Viljinn er allt sem þarf Viljinn er allt sem þarf til að koma á því fyrirkomulagi sem hér hefur verið lýst. Ég held að það sé rétt og skynsamlegt að menn staldri aðeins við og spyrji sig hvort það sé sjálf- gefið að ríkið eða aðrir opinberir aðilar þurfi að ráðskast með þessa auðlind þjóðarinnar sem fiskistofn- arnir eru. Ég held að hvort sem menn telja sig til hægri eða vinstri í pólitík hafa þeir efasemdir um að ríkið sé í tilviki sem þessu ákjósan- legur aðili til að fara höndum um þessa almenningseign. Útgerðaraðilar eiga ekkert tilkall til fiskimiðanna. Þeir eru til vegna hagsmuna þjóðarinnar. Þeir eru ekkert annað en verktakar sem taka að sér að ná í fiskin n fyrir þjóðina og sá sem er tilbúninn að gera það fyrir sem minnstan pening eða borga mest fyrir á að fá að gera það. Verka- skiptingin verður áfram. Sjómanna- stéttin verður jafn nauðsynleg og áður. Allir vita að a fli úr sjó fæst ekki fyrirhafnarlaust. Fiskveiðar eiga að byggjast á frelsi manna í frjálsu landi til viðskipa. Allir eiga að sitja við sama borð. Atorka og útsjónarsemi hvers og eins á að fá að njóta sín. Það er mergurinn málsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.