Alþýðublaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 31. MAI RÍKISENDURSKOÐUN FLYTUR AÐ SKÚLAGÖTU 57 Frá og með mánudeginum 3. júní 1991 verður Ríkisendurskoðunin til húsa að Skúlagötu 57, 150 Reykjavík. Nýtt símanúmer tekur gildi frá sama tíma: 614121. Rikisendurskoðun. í dag stíga menn fyrsta skrefið — drepa i, reykja ekki næsta sólar- hringinn og kannski ekkert framar. Njóttu þess besta -útilokaðu regnið, rokið og kuldann íslensk veörátta er ekkert lamb að leika við. Þess vegna nýtum við hverja þá tækni sem léttir okkur sambúðina við veðrið. LEXAN ylplastið er nýjung sem gjörbreytir möguleikum okkar til þess að njóta þess besta sem íslensk veðrátta hefur að bjóða - íslensku birtunnar. LEXAN ylplastið er hægt að nota hvar sem hægt er að hugsa sér að Ijósið fái að skína, t.d. í garðstofur, yfir sundlaugar, yfirbyggingu gatna, yfir húsagarð, anddyri og húshluta. Möguleikamir eru óþrjótandi. LEXAN ylplast • Flytur ekki eld. Er viðurkennt af Brunamálastofnun. • Mjög hátt brotþol. DIN 52290. • Beygist kalt. • Meiri hitaeinangrun en gengur og gerist. • Hluti innrauðra geisla ná í gegn. GENEFIAL ELECTRIC PLASTICS LEXAN ylplast - velur það besta úr veðrinu. SINDRI BORGARTÚNI 31 • SÍMI 62 72 22 'i •e - Dagur án tóbaks „Eg fer þess á leit við þá sem reykja eða nota annað tóbak að sleppa því í að minnsta kosti 24 klukkustundir og stíga þannig fyrsta skrefið í átt til þess að hverfa frá þessum hættulega ósið og þeirri sóun, sem honum fylgir. Ég hef miklar áhyggjur af vaxandi vitneskju um þá hættu sem óbeinar reykingar hafa í för með sér fyrir heilsu fólks.“ Svo segir meðal annars í ávarpi dr. Hiroshi Nakajima, aðalfram- kvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar sem hann hef- ur sent frá sér í tilefni alþjóða tób- aksvarnardagsins sem er i dag. Að þessu sinni er dagurinn einkum helgaður reyklausum stöðum og farartækjum ætluðum almenningi. í ávarpi dr. Nakajima segir ennfrem- ur: „Alþjóðlegi tóbaksvarnadagur- inn 1991 ereinnig hátíðisdagur allra þeirra sem á undanförnum 30 árum hafa beitt sér af hugrekki og frani- sýni við fræðslu almennings um skaðsemi reykinga og gert allt sem þeir gátu til að hreinsa opinbera staði af tóbaksreyk. I dag fáum við tækifæri til að sýna fram á að æski- legt er að vernda umhverfið fyrir tóbaksreyk og að það er gerlegt." Opnaðí Skaftafelli Náttúruverndarráð vekur at- hygli á að frá og með 1. júní verða tjaldsvæði og þjónustu- miðstöðvar þjóðgarðanna í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum opin, utan að tjaldsvæðið í Vest- urdal verður tekið í notkun síðar í mánuðinum. Náttúruverndarráð býður lands- merin velkomna í þjóðgarðana og minnir jafnframt á að tjaldsvæði eru gististaðir þar sem ákveðnar reglur gilda, og þá meðal annars um næt- urró. Til aö dvöl í þjóðgörðunum verði sem ánægjulegust og niarkverðust eru gestir beönir um að hafa sam- band við landverði og fá upplýsing- ar um svæðin. Yfir hásumarið verð- ur boðiö upp á náttúruskoðunar- feröir í fylgd landvarða og eru gestir eindregið hvattir til þess að nota sér þær. til að kynnast náttúrufari og scigu viðkomandi staðar. Landverðir Náttúruverndarráðs eru einnig komnir til starfa í Mý- vatnssveit og vinna þar að ýmsum undirbúningi fyrir sumarið. Þegar ferðafólki fjölgar verður lögð áhersla á fræðslu og leiöbeiningu fvrir ferðamenn. sem upplagt er að nýta sér. Gróður er kominn vel á veg en skaflar eru enn víða og jörð blaut. Peir sem hyggja á gönguferðir eru beðnir um að taka tillit til þessa svo að viðkvæmt landiö skaðist ekki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.