Alþýðublaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 3 Fréttir í hnotskurn MOTMÆLA GERRÆÐI: Stjórn Náttúrulækningafélags ís- lands hélt stjórnarfund á Akureyri í fyrradag. Þar var mótmælt „því gerræöi sem felst í samþykkt Læknafélags íslands" frá deginum áður, en þá var nýjum yfirlækni beinlínis stillt upp við vegg. Stjórn NLFI segir að Læknafélagið hafi aldrei kynnt sér deilurnar í Hveragerði nema frá annarri hliðinni, en láti sér þó sæma að hóta starfandi yfir- lækni heilsuhælisins brottrekstri úr félaginu fyrir það eitt að vilja halda áfram störfum sínum fyrir NLFI. HANDAVINNA OG KAFFI: Á sjómannadaginn á sunnudaginn verður sýning og sala á handavinnu vistfólks Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði frá kl. 13.30 til 17. Meðal annars verður sýnd tóvinna. Á báðum heimilunum verður kaffisala frá 14.30 til 17 og rennur ágóðinn til velferðarmála vistfólksins. LISTIN 0G VIRÐISAUKINN: Á myndlistarþingi Sambands ís- lenskra myndlistarmanna voru samþykkt mótmæli til stjórnvalda vegna innheimtu á virðisaukaskatti við sölu listaverka í sýningarsöl- um og galleríum. Formaður sambandsins er Þór Vigfússon. RÁÐIN SAFNSTJÓRI: uija Árnadóttir, þjóðhátta- og fornleifa- fræðingur, hefur verið ráðin í nýja stöðu við Þjóðminjasafn Islands til næstu fimm ára, hún verður safn- stjóri. Mun Lilja hafa með höndum stjórn og umsjón með daglegri starf- semi safnsins, m.a. sýningagerð, rann- sóknum, söfnun, forvörslu og skrán- ingu. Þjóðminjavörður mun nú ann- ast um alla þjóðminjavörslu í landinu. Lilja verður staðgengill Þórs Magn- ússonar, jrjóðminjavarðar. BREIÐABLIK Á SANDGRASI: Fyrstu deildar lið Breiðabliks leikur heimaleiki sína í knattspyrnu á nýja sandgrasvellinum í Kópa- vogsdal, við suðurenda leikvangs bæjarins, en gras hans er nú verið að endurnýja. Á nýja vellinum eru stæði fyrir 800 manns. Aðkeyrsla sú sama og að Kópavogsvelli. SFR MÓTMÆLIR VAXTAHÆKKUN: Starfsmannafélag rík- isstofnana hefur harðlega mótmælt vaxtahækkun þeirri sem ákveðin hefur verið af ríkisstjórninni. Sérstaklega er mótmælt aftur- virkum vaxtahækkunum á húsnæðislánum frá 1984. „SFR telur það algert siðleysi að koma þannig aftan að húseigendum, sem gert hafa greiðsluáætlanir gerðar út frá öðrum forsendum," segir í ályktun stjórnar SFR. FRAMKVÆMD BYGGINGAREGLUGERÐAR: Á undanförn- um árum hefur byggingareglugerö fyrir landið allt verið í endurskoð- un og framkvæmd hennar með ýmsum hætti. Bygginganefnd Ak- ureyrar hefur ákveðið að efna til ráðstefnu um þetta málefni föstu- daginn 7. júní og hefst hún kl. 8.30 um morguninn og stendur til 9. júní. Fyrirlesarar verða átta talsins. Jón Geir Ágústsson, bygginga- fulltrúi Akureyrar gefur allar nánari upplýsingar, en þátttöku þarf að tilkynna til Byggingaþjónustunnar í Reykjavik fyrir 5. júní. FRAMTIÐ SKALH0LTS: Dóms-og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd í samráði við biskup Islands og menntamálaráðherra til að huga að málefnum Skálholtsstaðar og gera tillögur þar að lútandi, þar á meðal framtíðar skólarekstur og rekstur sumarbúða, skipulagsmál og hvernig heppilegast sé að nýta land Skálholts til landbúnaðar. Lára Margrét Ragnarsdóttir. alþingismaður, er formaður nefndarinnar. ÓMAR Á „YFIR STRIKIÐ": ómar Stefánsson, mvndlistarmaður. opnar sýningu á verkum sínum á veitinga- húsinu Yfir strikið, á laugardaginn. Ómar hefur vakið verðskuldaða at- hygli fvrir verk sín hér heima og er- lendis og er einhver umdeildasti lista- maður sinnar kynslóðar. Ný lög um þingsköp vœntanlega samþykkt í dag Reyna á þroska þingmanna — segir Eiður Guðnason um breytingu á þingsköpum Væntanlega munu alþingis- menn afgreiða endanlega í dag lög sem breyta þingsköpum verulega. Með þeim er meðal annars opnuð leið til þess að kalla Alþingi saman hvenær sem er og þá er gert ráð fyrir því að fastanefndir þingsins starfi allan ársins hring. Þing- menn hafa verið einhuga um breytingarnar. Umræður drógust mjög á lang- inn í gær. Utandagskrárumræða um tvíhliða viðræður Islands við EB, sem Halldór Ásgrímsson hafð- is óskað eftir, var frestað — og mun fara fram klukkan hálf níu fyrir hádegi í dag. Það var álit margra þingmanna í gær að vor- þingið nú hefði ekki lent í þeim farvegi sem til stóð — þ.e. að ræða fyrst og fremst breytingar á þing- sköpum og ganga frá stjórnar- skrárbreytingum. Með nýju þing- skaparlögunum stæðu vonir til þess að starf á Alþingi yrði mark- vissara. Eiður Guðnason umhverfisráð- herra sagði við umræðurnar í gær að nauðsynlegt kynni að reynast að kalla þing saman utan venju- legs þingtíma, en að þá yrði að vera gott samkomulag um starfs- aðferðir. Til dæmis um að ræður yrðu ekki of langar. Það, vsgri freistandi fyrir þingmenn ,,að halda flugeldasýningar af ýmsu tagi,“ en væri þing kvatt sérstak- lega saman reyndi á þroska manna við þinghaldið. Svavar Gestsson þingmaður hafði fyrr í umræðunni tekið í svipaða strengi og talið þingheim á þroskabraut með samþykktinni um breytt þingskaparlög. Þorlákshöfn — myndin tekin fyrir nokkrum árum. Götur bæjarins eru löngu komnar í betra horf. Þorlákshöfn fagnar 40 ára afmæli Ný björgunarstöð og heilsugæslustöð Fyrir 40 árum voru reist fyrstu þrjú húsin í núverandi myndar- legu þorpi, Þorlákshöfn. Fyrsta húsið á staðnum var reyndar fyr- ir og á manntali Þorlákshafnar árið 1950 voru skráðir 4 karl- menn — en engin kona né barn. Það hlýtur að hafa verið tómlegt á staðnum í þann tíð. Árið 1951 var Meitillinn eini aðil- inn sem veitti atvinnu á staðnum, en núna eru á firmaskrá Þorlákshafnar á sjötta tug fyrirtækja. Þetta ár voru gerðir út frá staðnum 5 litlir bátar, samtals 104 tonn, en á nýliðinni ver- tíð var gert út 31 skip, samtlas 4647 tonn. Þetta segir þá sögu að Þorláks- höfn hefur byggst af miklum hraða. „Útvarp Alþingi, góðan daginn" þingnefnd vill kanna mögu- leika á að útvarpa stöðugt frá Alþingi á sérstakri rás Svo kann að fara að ný út- varpsrás sérhæf i sig í að útvarpa öllum umræðum á Alþingi. Þing- nefnd vill að forsætisnefnd AI- þingis kanni möguleikana á því að umræður á þingi berist stöð- ugt inn á heimili landsmanna og vinnustaði. I umræðum um fyrirhugaöar breytingar á þinghaidi hefur stjórn- skipunar- og þingskapanefnd lagt til að sem fyrst verði kannað hvort hægt verði að útvarpa stöðugt frá umræðum á Alþingi. Bendir nefnd- in á að það verði auðveldara þegar þing verður komið saman í eina málstofu. Leggur hún til að færsæt- isnefnd Alþingis skoði tæknilega möguleika á að útvarpa á sérstakri rás. Þar bjuggu um áramótin 1229 manns og hafði þá fjölgað um rúm- lega sjö hundruð manns á 20 árum. I Þorlákshöfn verður sjómanna- dagsins minnst tilhlýðilega, og til- efnið tvöfalt, afmæíi staðarins og hátíðisdagur sjómanna, sem kemur reyndar öllum bæjarbúum við. Há- tíðahöldin hefjast á morgun, laugar- dag, með samkomuhaldi og sýning- um. Hátíðin stendur síðan fram á aðfaranótt mánudagsins. Forseti íslands heiðrar Þorláks- höfn með nærveru sinni og margir góðir kraftar munu leggja lið. í næstu viku lieldur hátíðin áfram með lúðrasveitartónleikum. Vígt verður nýtt hús björgunarsveitar- innar og ný heilsugæslustöð verður tekin í notkun. Fjölmargt annað verður á dagskrá í Þorlákshöfn þessa afmælis- og sjómannaviku. Varnarmúr gegn hljóðmengun Hvers konar mengunarvarnir eru nú ofarlega á baugi og þá er ekki aðö- eins átt við varnir gegn sýnilegri mengun. Hávaði telst vera heilsu- spillandi þegar hann er kominn yfir ákveðin mörk og hávaðamengun er allt í kringum okkur. Fyrst er gerð glœsileg hraðbraut í Breiðholtin. Síð- an byggð glœsileg hús við hraðbrautina og þá uppgötvast að hávaði frá umferðinni er meiri en œskilegt er heilsu manna. Þa er byggður hljóðmúr milli hraðbrautarinnar og húsanna fyrir nokkrar milljónir króna og verður þá vœntanlega hljótt og kyrrt bak við múrinn. A-mynd. E. Ol.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.