Alþýðublaðið - 24.12.1991, Síða 5

Alþýðublaðið - 24.12.1991, Síða 5
Þriðjudaqur 24. desember 1991 5 Leikfélag Akurewar Tjútt & Tregi áfjölunum um jólin Leikfélag Akureyrar frumsýn- ir á þríðja í jólum splunkunýjan söngva- og gleðileik með alvar- legu ívafi eftir Valgeir Skagfjörð sem ber heitíð Tjútt & Tregi. Valgeir Skagfjörð samdi bæði handrítíð og tónlistína auk þess að leikstýra verkinu sjálfur. Yfir 20 sönglög í anda 6. ára- tugarins prýða leikinn. Auk 12 leikara koma fjórir dansarar við sögu og sjö manna hljómsveit. I fréttatilkynningu frá Leikfélag- inu segir að söngleikurinn gerist árið 1955 á ónefndum stað á lands- byggðinni og í Reykjavík og er full- ur af Jjekktum minnum frá þessum tíma Islandssögunnar, þegar sveita- fólk þyrptist til Reykjavíkur, at- Áki agent og Villi boxarí á fuliu. RAUÐI KROSS ÍSLANDS Fimm sinnum fleiri fa jólastyrk en í fyrra - áberandi meira um að fjölskyldur virðast ífjárhagskröggum Sibba, Lilja (Steinunn Ólfna Þorsteinsdóttir) og Solla (Þórdís Arnijótsdóttir). Flugbjörgunarsveitarmenn á æfingu í Gígjökli. Flugbjörgunarsveit- in á Hellu 40 ára Um þessar mundir eru 40 ár frá því að Flugbjögunarsveitin á Hellu var stofnuð. Ákvörðun um stofnun sveitarinnar var tekin eftir að flugvélin Geysir fórst á Bárðarbungu. í fréttatilkynningu frá sveitinni segir að þá hafi komið í ljós þörfm á að alltaf væru til staðar öflugar björgunasveitir. sem brugðist gætu við í erfiðum neyðartilvikum. Sveitin hét í fyrstu Flugbjörgun- arsveit Rangæinga en síðar var nafninu breytt. Fyrirmynd að stofn- un sveitarinnar var sótt til Reykja- víkur en þá hafði þar nýlega verið stofnuð flugbjörgunarsveit. Flug- björgunarsveitir voru strax í upp- hafi sérhæfða í björgun fólks úr flugslysum en jafnfram unnið jafn- hliða að öðmm björgunarstörfum. Flugbjörgunarsveitin á Hellu leggur sérstaka áherslu á þjálfun fé- laga sinna í hálendis- og öræfaferð- um. Hún hefur þurft að sinna út- köllum á hálendinu oft á hverju ári. Flugbjörgunarsveitin á Hellu er vel búin tækjum. Hún á öfluga snjóbifreið. tvær björgunar- og sjúkrabifreiðar. vörubifreið og fjóra vélsleða. Þá á sveitin margskonar annan búna s.s. ágætan fjarskipata- búnað. Tæplega 100 félagar em í sveitinni og hefur hún nýlega lokið við byggingu 450 fm björgunar- stöðvar að Dynskálum 34. Hellu. Sveitin hélt upp á æfmælið með því að bjóða öðmm björgunarsveit- um á svæðin til samæfingar sem tókst vel. Formaður sveitarinnar er Óskar Jónsson framkvæmdastjóri. Áki agent (Aðalsteinn Begdal) og Sibba (Ingrid Jónsdóttir) stíga léttan dans vinnu- og menningarlíf stóð á tíma- mótum, rokkið var á leiðinni og Vetrargarðurinn blómstraði. í lykilhlutverki er sveitastúlkan Lilja sem Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir túlkar í leik og söng og verkið öðmm þræði þroskasaga hennar. Skúli Gautason leikur Sonní Carls- son, öðm nafni Sigurjón Karlsson, dægurlagasöngvar í Vetrargarðin- um og félagsheimilum á lands- byggðinni. Felix Bergsson leikur Amgrim mjólkurbílstjóra. vonbiðil Lilju. Aðalsteinn Bergdal leikur athafna- manninn Áka agent sem á sinn þátt í Tívolíinu og öðm skemmtanahaldi íslendinga eins og hnefaleikum, dansleikjum og bingóum. Þá koma leikkonumar Þórdís Amljótsdóttir og Ingrid Jónsdóttir mikið við sögu, fyrst sem áhuga- menneskjur um dansskemmtanir og mannlegt eðli en síðar í dramatísk- um hlutverkum drykkfelldrar skáldkonu í Reykjavfk og ungrar stúlku sem lendir í ógæfu. Jón Stefán Kristjánsson hefur fengið tilsögn í hnefaleik hjá Bubba Mortens og Guðmundi Arasyni til að túlka kraftakarlinn Villa boxara, sem ættaður er af ströndum. Þráinn Karlsson leikur Valdimar bónda í Miðhúsum og Sunna Borg leikur Sigríði spúsu hans. Marinó Þor- steinsson leikur kaupmann og innflytjanda f Reykjavík, Þórey Aðalsteinsdóttir leikur ráðskonu á heimili hans og Kristjana Jónsdóttir leikur gengilbeinu. Baldvin Bjömsson hannar leik- mynd og búninga og Ingvar Bjöms- spn Lýsir sýninguna. Jón Hlöðver Áskelsson sá um tónlistarútsetn- ingar ásamt Hirti Howser sem jafn- framt annaðist söngæfingar. Jón Rafnsson stjómar hljómsveitinni en hana skipa auk hans og Hjartar þau Birgir Karlsson, Þorsteinn Kjart- ansson. Laufey Ámadóttir, Baldur Rafnsson og Kormákur Geirharðs- son. Henný Hermannsdóttir hefur samið ýmis tilbrigði við tískudansa 6. áratugarins eins og tjúttið, suður- amerfska dansa og jafnvel rokk. Auk Ieikaranna taka sporið dansar- amir Haraldur Hoe Haraldsson. Jó- hann Gunnar Amarson, Aðalheiður Kr. Ragnarsdóttir og Marfa Braga- dóttir. Elsa Bjömsdóttir hannar hár- greiðslu og Áslaug Borg förðun. Gunnar Sigurbjömsson sér um hljóðblöndun, Freygerður Magnús- dóttir stjómar saumastofu og Hall- mundur Kristinsson smíðaverk- stæði en sýningar- og sviðsstjóri er Hreinn Skagfjörð. Það er því kjörið fyrir Norðan- menn að lyfta sér á kreik eftir jóla- steikumar og berja augum og bergja á tónum þessa söngva- og gleðileikjar Leikfélags Akureyrar. „Það er meira áberandi nú en oftast hversu margar fjölskyldur virðast í fjárhagskröggum fyrir jólin“, segja menn hjá Rauða krossi íslands. „Rætur vandans eru margvís- legar, svo sem veikindi, atvinnu- leysi, örorka, gjaldþrot, skilnaðir og fleira. Einnig hefur stór hópur ein- stæðinga, sem á við vandamál af svipuðum toga að stríða, verið styrktur“, segir talsmaður Rauða kross íslands. Á annað hundrað manns hafa fengið styrk hjá Rauða krossi ís- lands nú fyrir jólin. Hjá öðmm samtökum, sem veita hjálp. mun svipaða sögu að segja. Greinilegt er að nú um stundir kreppir að hjá mörgum fjölskyldum. meira en gerst hefur um langa hríð. Talsmenn Rauða krossins segja að nú hafi fimm sinnum fleiri sótt til þeirra en í fyrra. „Þessi gífurlega fjölgun endurspeglar hvort tveggja, aukna þörf og meiri opinbera um- fjöllun um styrkveitingar í kjölfar landssöfnunar Rauða krossins, Mæðrastyrksnefndar og Hjálp- ræðishersins, sem haldin var að fmmkvæði Rásar 2 á fimmtu- daginn var“, segja þeir hjá Rauða krossinum. Alls söfnuðust 3.5 milljónir króna í framlögum fólks og fyrir- tækja, sem gáfu sig fram í síma við útvarpsstöðina. auk fata, gjafavöm og matvæla, sem vissulega kemur að góðum notum hjá þeim sem minnst hafa. Umboðsaðili Toyota á íslandi, P. Samúelsson hf„ hefur gefíð Krabbameinsfélaginu sendibifreið að verðmæti á aðra milljón króna. Myndin hér að ofan er frá afhendingu bifreiðarínnar sem Almar Grímsson, formaður Krabbameinsfélags íslands, veitti viðtöku. Frá vinstri: Páll Samúelsson, stjórn- arformaður P. Samúelsson hf„ Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og verndari Krabbameinsfélagsins, Almar Grímsson, Ingi R. Helgason gjaldkeri Krabbameinsfélags íslands og Jón Þorgeir Hallgrímsson, formaður Krabbameinsdeildar Reykjavíkur. Toyota gefur Krabbameinsfélaginu bil

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.