Alþýðublaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 5
Föstudaqur 10. ianúar 1992
Vöruskiptin við útlönd jan-nóv. '91
Meira fyrir fisk
en minna fyrir
ál eg kísiljárn
íslendingar fluttu út vörur fyr-
ir 7,7 milljarða króna sl. nóvem-
ber eða fyrir 400 milljónir króna
meira en í sama mánuði 1990.
Fyrstu 11 mánuði síðasta árs
fluttum við út vörur fyrir 84,8
milljarða króna. Innflutningur
fyrstu 11 mánuði síðasta árs var
hins vegar að verðmæti 85,2
miUjarðar króna og vöruskipta-
hallinn því óhagstæður um 400
miUjónir króna miðað við hann
að var hagstæður um 4,5 millj-
arða árið áður.
Fyrstu 11 mánuði ársins 1991 var
verðmæti vöruútflutningsins tæp-
lega 1% meira á föstu gengi en á
sama tíma í árið áður. Sjávarafurðir
voru um 81% alls útflutnings og
voru um 7% meiri en á sama tíma
árið áður. Útflutningur á áli var 16%
minni og útflutningur kísiljárns var
29% _minni en á sama tíma árið áð-
ur. Útflutningsverðmæti annarrar
vöru (að frátöldum skipum og flug-
vélum) var 14% minna janúar-nóv-
ember 1991 en á sama tíma 1990,
reiknað á föstu gengi.
Hið íslenska kennarafélag
um niðurskurð
SÍST TIL SPARN-
AÐAR FALLNAR
Fyrirhugaður niðurskurður á
fjármagni til skólanna í landinu
þýðir tveggja stunda fækkun á
viku í 4. til 10. bekk. Það sam-
svarar því að 1500 nemendum
verði vísað frá f ramhaldsskólum
í haust, eða að Fjölbrautaskólan-
um á Sauðárkróki og Mennta-
skólanum í Reykjavík verði lok-
að.
Þetta er álit fulltrúaráðs Hins ís-
lenska kennarafélags, sem mótmæl-
ir því sem fundurinn kallar „aðför
að skólakerfinu".
Fundurinn segir Menntamála-
ráðuneytið hafa sent frá sér óljósar
hugmyndir, sem í felist fækkun
kennslustunda í einstökum náms-
greinum að óbreyttu námsefni,
námsframboð minnki og nemend-
um fækki.
„Afleiðingarnar yrðu vægast sagt
geigvænlegar bæði fyrir nemendur
og skólakerfið allt ef þessar hug-
myndir ná fram að ganga. Hætt er
við að námið dragist á langinn og
ekki verður þeim nemendum sem
yrði úthýst vísað á vinnumarkaðinn
á tímum samdráttar og atvinnuleys-
is. Þeim sem hvorki stunda nám né
vinnu hlýtur að þurfa að greiða at-
vinnuleysisbætur" segja kennararn-
ir. Telja þeir hugmyndir þessar síst
til sparnaðar fallnar og geti haft
háskalegar félagslegar afleiðingar í
för með sér.
Neytendasamtökin og
neytendafélag höfuðborgarsvæðisins
•§
STYÐJA DROGIN AÐ
GATT-SAMNINGI
- en vilja ganga lengra og taka undir kröfur
Alþjóðasamtaka neytenda
Á sameiginlegum stjórnar-
fundi Neytendasamtakanna og
Neytendafélags höfuðborgar-
svæðisins 9. janúar 1992 var eft-
irfarandi ályktun samþykkt:
„Neytendasamtökin lýsa yfir
stuðningi við þau samningsdrög
sem nú iiggja fyrir í GATT-viðræð-
unum. Jafnframt minna Neytenda-
samtökin á að samningsdrögin fjalla
ekki eingöngu um landbúnað, held-
ur einnig um miklu fleiri atriði,
meðal annars um tollaívilnanir á
mikilvægum útflutningsvörum okk-
ar. Neytendasamtökin telja þó nauð-
synlegt að tryggja að tekið sé tillit til
verðbólgu í einstökum löndum mið-
að við viðmiðunartímabil í samn-
ingsdrögunum. Einnig þarf að
tryggja að heilbrigðiskröfur séu
með þeim hætti, að viðkvæmur bú-
stofn á íslandi bíði ekki tjón af inn-
flutningi.
Neytendasamtökin leggja þó
áherslu á að hér er aðeins um að
ræða lítið skref í þá átt að tryggja að
landa á milli gildi reglur um búvöru-
viðskipti sem séu sanngjarnar og
stuðli að eðlilegri samkeppni. í því
sambandi minna Neytendasamtök-
in á þrjár kröfur sem Alþjóðasam-
tök neytenda hafa sett fram:
— að innlendur stuðningur við
landbúnað verði minnkaður um
50% á fimm ára tímabili, en ekki
um 20% eins og drögin gera ráð
fyrir.
— að útflutningsstyrkir á búvörur
verði lagðir niður innan 10 ára.
— að felldar verði niður hömlur
Vesturlanda á matvælainnflutn-
ingi, bæði á unnum og óunnum.
Sjálfsbjörg skorar á ríkisstjórnina
Dragið tillögur til baka
Sjálfsbjörg, landssamband
fatlaðra, mótmælti í gær fyrir-
ætlunum ríkisstjórnarinnar að
skerða grunnllfeyri örorkulíf-
eyrisþega, sem sambandið telur
að nú standi til.
Tryggvi Friðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfsbjargar, sagði í
gærdag að af lífeyrinum sé nú þegar
er greiddur fullur skattur ef aðrar
tekjur eru yfir skattleysismörkum.
Þeir einstaklingar sem eru meira en
75% öryrkjar og njóta örorkulífeyris
verði óhjákvæmilega fyrir töluverð-
um aukakostnaði vegna fötlunar
sinnar. Grunnlífeyriririnn nægi ekki
einu sinni fyrir þeim aukakostnaði
og verði því ekki séð hvernig skerð-
ingin geti samrýmst stefnu ríkis-
stjórnarinnar eins og hún hafi verið
kynnt í „hvítbókinni'* svokölluðu.
Sjálfsbjörg hefur í bréfi til ráða-
manna óskað eftir að ríkisstjórn og
Alþingi dragi tillögurnar til baka.
Rjúfum kyrrstöðuna!
Ráðstefna Verktakasambands íslands Holiday Inn,
14. janúar 1992, kl. 11.45
Dagskrá:
ísland er land tækifæranna, Davíð Oddsson forsætisráðherra
The Shannon Experience, Thomas J. O'Donnell, Group Director and Company Secretary,
Shannon Development Company, írlandi.
Hvað þarf til? Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Vífilfells hf.
Sóknarfæri í ferðaþjónustu, Þórhallur Jósefsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra.
Upp úr öldudalnum, Magnús Gunnarsson, formaður Samtaka atvinnurekenda í sjávarútvegi.
Hvað getur borgin gert? Markús Örn Antonsson borgarstjóri.
Ráðstefnustjóri: Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.
Ráðstefnugjald, sem innifelur hádegisverð, veitingar og fundargögn, er kr. 10.000,-.
Vinsamlegast bókið þátttöku sem fyrst með því að hringja í Margit eða Áslaugu í síma 62-24-11 eða
sendið fax í 62-34-11.
t
VERKTAKASAMBAND ÍSLANDS
Þessar kröfur Alþjóðasamtaka
neytenda eru ekki síst mikilvægar
til að bæta samkeppnisstöðu þróun-
arríkjanna.
Neytendasamtökin benda á að ef
drögin verða að veruleika verður
meginhluti innfluttra búvara á sama
verði og innlendar vörur vegna
tolla. Síðan munu tollar lækka, en
samtímis verður útflutningslöndun-
um gert að lækka útflutningsstyrki.
Neytendasamtökin hafa ávallt lagt
áherslu á að framleiðendur og selj-
endur keppi sín á milli á sanngirnis-
grundvelli sem tryggður verður
með þessum hætti.
Það er hins vegar ljóst að ef GATT-
drögin verða að raunveruleika mun
sú samkeppni sem íslensk búvöru-
framleiðsla fær knýja á um aukna
hagræðingu í landbúnaði. Neyt-
endasamtökin hafa ítrekað krafist
slíkrar hagræðingar, en aðeins hafa
verið tekin lítil skref hvað það varð-
ar. Því verður ekki komist hjá frek-
ari hagræðingu á öllum þáttum
framleiðslunnar og ekki síst hvað
varðar milliliði í landbúnaði.
Neytendasamtökin hafa þá trú á
íslenskum landbúnaði að aukin
samkeppni verði honum til eflingar
þegar fram í sækir og að íslenskar
landbúnaðarafurðir standist fylli-
lega gæðasamanburð við erlendar
afurðir, auk þess að verða sam-
keppnisfærar í verði á erlendum
mörkuðum.
Vorönn 1990
Innritun í prófadeildir
INNRITUN
I PRÓFADEILD
(öldungadeild)
GRUNNSKÓLASTIG:
AÐFARANÁM — ígildi 8. og 9. bekkjar grunnskóla.
Ætlað þeim sem ekki hafa lokið þessum áfanga eða
vilja rifja upp.
FORNÁM — ígildi 10. bekkjar grunnskóla. Foráfangi
f ram haldsskólast igs.
Kennslugreinar: íslenska, danska, enska og stærð-
fræði.
FRAMHALDSSKÓLASTIG:
HEILSUGÆSLUBRAUT — 2 vetra sjúkraliðanám
VIÐSKIPTABRAUT — 2 vetra nám sem lýkur með
verslunarprófi.
MENNTAKJARNI — þrír áfangar kjarnagreina, ís-
lenska, danska, enska, stærðfræði. Auk þess þýska,
félagsfræði, efnafræði, eðlisfræði, ítalska og hjálpar-
tímar í stærðfræði og íslensku.
Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla.
Skólagjald miðast við kennslustundafjölda og greið-
ist fyrirfram í upphafi annar eða mánaðarlega.
Kennsla hefst 15. janúar næstkomandi.
INNRITUN fer fram í MIÐBÆJARSKÓLANUM, Frí-
kirkjuvegi 1, dagana 9. og 10. jan. 1992, kl. 16—19.
Nánari fyrirspurnum svarað í síma 12992 og 14106.
Skrifstofa námsflokkanna er opin virka daga kl.
9-17.
Ath. Innritun í almenna flokka verður 17., 20. og 21.
jan. nk.