Alþýðublaðið - 24.07.1992, Side 7

Alþýðublaðið - 24.07.1992, Side 7
Föstudagur 24. júlí 1992 A ferð um Þýskaland 7 Af heitu lofti og köldu - ríkidœmi og örbirgb Svæsin hitabylgja frá Afríku og kuldalægð frá íslandi berjast þessa dagana um völdin í veður- fari hins mikla þýska nkis. Um helgina reið hitabylgjan yfir Norður-Þýskaland af mikilli óvægni. Þá fann maður hvað veðráttan er elskuleg á Islandi, þegar hitinn í forsælu var orðin 35 stig og ra- kinn eftir því mikill. Logandi heitir hausar Þjóðverjum virðist þó þykja gaman af slíkum Afríkuhita og ekki fóru þeir að ráðum fjölmiðla, að fara varlega með sína ljósu lubba og skýla sér með húfum. Allir gengu um götur með log- andi heita hausana! Hamborg er í hugum margra íslend- inga hin syndum spillta borg. En borg- in er líka einstaklega fögur borg, ein grænasta borg Evrópu að sagt er. I mið- borginni var mikið líf og fjör á heitustu tímum mánudags og þriðjudags og talsvert um ferðafólk frá öðrum lönd- um. Meðal þeirra sem ég hitti á götunni voru íslensk hjón að ljúka ferðalagi sínu. Þau glímdu við þann vanda að finna farkostinn heim,- m/s Laxfoss. Gallinn var að hvergi var að finna upp- lýsingar um hvar skipið lægi við festar en höfn Hamborgar er sú nnur stærsta í Evrópu, tugir kílómetra niður með fljótinu Elbu. Vonandi fór þó allt vel hjá þeim hjónum. Annað par tók ég tali við hina frum- legu Hummelbahn- jámbrautarlest, sem flytur ferðamenn um merka staði borgarinnar. Það var ein ægifögur blómarós frá Nígeríu, gulli og gim- steinum skrýdd, - og forstjóri hennar, kátt fólk og ríkt. Ungfrúin sagði mér að 23. júlí: Jón Birgir Péturs- son, bladamaöur Alþýðublaðsins, skrifar frá Berlín. í landi þeirra væri sala á íslenskri skreið „good bisiness". Hin norður-þýska þjónustulund Annars sýndist mér að ferðamenn væru hér flestir þýskir. Hamborg er ekki mikill ferðamannabær fyrir út- lendinga, þeir ferðast meira um Rínar- héruð og Suður-Þýskaland. Ferðamað- urinn hér má reikna með fremur hryss- ingslegri afgreiðslu, sama hvort er á ferð útlendingur eða Þjóðverji. En þýskum ferðaþjónustumanni má þó treysta fyllilega, hann fer eftir reglun- um í einu og öllu. Það er út af fyrir sig hans fullnægja, sama hvað bannsettur túrisminn segir. Bókstafurinn „blívur". Hamborg hefur breyst mjög á st'ðari árum. Áberandi í götulífinu eru Tyrkir, Suðurlandabúar ýmis konar og annað aðkomufólk. I næstu götu við Hótel Moltke greifa þar sem ég dvaldi, gat ég séð hvemig innflytjendur til landsins á 7. áratugnum, litað fólk og afkomendur þeirra, búa. Margt þessa fólks á vissu- lega um sárt að binda. Atvinnuleysið skall fyrst á því, - þetta fólk er samt „þjóðverjar" þrátt fyrir hömndslit sinn, menningu og trúarbrögð. Ástandið í hverfum þessa fólks er murlegt. Öðm vísi er að fara um hverfi þýska mið- stéttarfólksins, sem býr við ríkidæmi og mun skilvirkari þjónustu hins opin- bera. Örkumla menn og dýragarðsbörn Það stingur líka í augu í þessu ríkasta landi veraldar, að víða í miðborginni er stundað betl af ýmsu tagi. Þar fara ör- kumla menn, tauga- og geðsjúklingar, - og dýragarðsbömin, sem fræg hafa orðið. Allir óska eftir framlagi en sagt er að ekki sé allt þetta fólk svo afskap- lega lasburða. Sumir „blindu" betlar- anna hafi sést aka heim á leið á þýskum eðalvagni, - og fótalausir horfið á braut á tveimur jafnfljótum. Ekki veit ég sönnur á þessu, - en leitt var að horfa upp á ungt fólk, eins konar „mann- kerti“ sem kveikt hafa í báðum endum síns lífskertis. Urmull er af þessu fólki í Hamborg, sem hefst við á aðaljám- brautarstöðinni og aðliggjandi götum, sumir útlendingar. En Hamborg hefur upp á margt að bjóða í menningarlegum efnum og þar þarf engunt að leiðast í eina mínútu. Það var kærkomið að laumast inn í Berlín er að sjálfsögðu stórbrotin heimsborg þar sem ýmsar andstæður mætast. ATHUGIÐ! Skrifstofa Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8-10 Reykjavík, verður lokuð til 31. ágúst vegna sumarleyfa. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands Það var kærkomið að laumast inn í „kuldann“ á söfnunum og skoða þar stórmerkileg- ar sýningar frægra listamanna. „kuldann" á söfnunum og skoða þar stórmerkilegar sýningar frægra lista- manna. Verslunarráp er ekki við mitt hæfi, - en margir hafa gaman af og þykjast gera kjarakaup, - þangað til annað sannast. Ekið um sviðnar lendur kommúnismans Seint á þriðjudag lá leið mín frá Hamborg til Berlínar - rúmlega þriggja tíma ferð með jámbrautarlest. Fljótlega var komið til fyrrum lendna kommún- istaríkisins, Austur-Þýskalands. Það þurfti ekki að benda ferðalangnum á hvar „sæluríkið" hófst og hvar það endaði. Greinilegt er að Alþýðublaðið og önnur vakandi dagblöð sem hafa varað við kommúnismanum um ára- tugaskeið, hafa gert það með réttu. I hinu gamla Austur-Þýskalandi kommúnista blasti víða við sviðin jörð, órækt, kofaskrifli fólksins, skógar sem hafa brunnið af útblæstri óhollra efna úr verksmiðjum þeirra austanmanna. Berlín er að sjálfsögðu stórbrotin heimsborg þar sem ýmsar andstæður mætast. Austur og vestur eru þar enn helstu andstæður. Það er nánast ótrú- legt að horfa upp á eymd umhverfis og mannlífs í austurhluta Berlínar miða við það sem gerist í vesturhlutanum. Hugur ungra A-Berlínarbúa er líka eitraður eftir kúgun og smán kommún- ismans. Mér er sagt að þetta unga fólk, synir og dætur öreiganna, hneigist æ meir til nasismans, - og kynþáttakúg- unar. I blöðum hér má hvað eftir annað lesa um óhugnanleg og ástæðulaus morð á pólskættuðu fólki í borginni. En það er að lokum að frétta af bar- áttu Afríkuhitans og kaldara lofts frá Islandi, að mér skilst að Island hafi vinninginn. Allavega hefur hitastigið lækkað um ein tíu stig, - og það munar um minna. Verslunarmiðstöðin Grímsbœr þakkar öllum sem komu eða heiðruðu okkur á annan hátt á 20 ára afmœlinu. Lifið heil! Grímsbœr við Bústaðaveg, Steingrímur Bjarnason.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.