Alþýðublaðið - 11.12.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.12.1992, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 11. desember 1992 MhlHIIÍIIIIIII HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 Sjávarútvegs- samningurinn við EB Islenska ríkisstjómin lauk fyrir skömmu tvíhliða samningi um sjávarútvegsmál við Evrópubandalagið. I flestum meginatriðum náð- ust sjónarmið Islands fram með ágætum hætti, þó ágreiningsatriði hafi þurft að leysa með málamiðlun, einsog er eðli samninga. Það sýnir hins vegar best, hversu vel okkar mönnum tókst, að jafnvel harðdræg- ustu talsmenn sjávarútvegsins, svo sem Kristján Ragnarsson, hafa lýst ánægju með niðurstöðuna. Meginkjami samningsins lýtur að gagnkvæmum veiðiheimildum okkar og EB. En einsog búið er að kynna þjóðinni ítarlega, þá fær EB að veiða 3 þúsund tonn af gullkarfa - eða langhala gefist hann - í ís- lenskri lögsögu. Á móti mega Islendingar taka 30 þúsund tonn af loðnukvóta EB, sem það kaupir af Grænlendingum. Við samnings- gerðina var það haft að leiðarljósi, að þessar gagnkvæmu veiðiheim- ildir væm jafngildar, þannig að hvorugur aðilinn hagnast á kostnað hins. 1 Stjómarandstaðan, einkum Halldór Ásgrímsson, hefur gagnrýnt niðurstöðuna að þessu leyti, og talið að heimildimar séu ekki jafngild- ar, heldur sé kvóti EB verðmætari en veiðiheimildimar sem falla í hlut Islendinga. Af þessum sökum hefur Halldór Ásgrímsson lýst yfir, að hann treysti sér ekki til að styðja samninginn. Staðhæfingar hans um ójafnt vægi eru hins vegar byggðar á afar veikum rökum. Þegar samið var um hinar gagnkvæmu veiðiheimildir, þá höfðu Islendingar að leiðarljósi íslenskar reiknireglur, þar sem tek- ið er strangt mið af innlendu markaðsverði á þeim tegundum sem skipt var á. Þessar reglur, sem vom fyrst teknar upp á meðan Halldór Ás- grímsson var sjávarútvegsráðherra, byggjast á því að kvóta tegund- anna er breytt yfir í þorskígildi. Við þá útreikninga er miðað við með- alverð á þorski, karfa og loðnu á innlendum mörkuðum yfir 12 mán- aða tímabil, en reglumar eru endurskoðaðar árlega. Þegar verðmætastuðlamir vom síðast endurskoðaðir í júlí á þessu ári varð niðurstaðan sú, að hvert tonn af þorski var metið ígildi 0,05 tonna af loðnu, og 0,41 tonna af karfa. Samkvæmt þessu má umreikna kvóta EB yfir í ígildi 1230 þorsktonna meðan loðnan sem Islendingar. fá er metin ígildi 150() tonrra af þorski. í þe’ssu ljósi virðist sern íslend- ingar komi síður en svo illa út úr skiptunum. Það er hins vegar rétt að undirstrika, að í sjálfu sér má nota áðrar aðferðir til að reikna út verð- mæti veiðiheimildanna, og því er óvarlegt að draga þá ályktun að ís- lendingar hagnist umfram EB á skiptunum. Hins vegar sýnir þetta án alls vafa, að það er fráleitt að halda því fram, að Islendingar beri skarð- an hlut frá borði. Það er ennfremur kaldhæðnislegt þegar Halldór Ás- grímsson kvartar undan því, að við samanburð á vægi heimildanna séu notaðir verðmætastuðlar, sem hann setti sjálfur! Nú er rétt að benda á það, að innan Framsóknarflokksins geisa harðar deilur um afstöðuna til EES. Halldór Ásgrímsson og gild sveit sem honum fylgir að málum, hefur nánast lýst stuðningi við EES. Þetta hefur valdið örðugleikum á samstarfi innan flokksins, og um þessar mundir reyna foiystumenn hans allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að þingmenn klofni út og suður þegar málið kemur til at- kvæða í þinginu. Afstaða Halldórs og hans manna bendir því satt að segja til þess, að þeir hyggist nota hin röngu rök sem fyrirslátt til að geta setið hjá við afgreiðsluna á EES. Samningurinn gerir ráð fyrir því, að Islendingar veiði kvóta sinn fyrri helming ársins, en EB síðari hluta ársins. Miklu skiptir frá sjónar- hóli Islands, að samningamönnum okkar tókst að koma því svo fyrir, að skerðist Ioðnukvótinn, þá verði kvóti EB skertur að sama skapi. Ef til að mynda loðnukvótinn í lögsögu Grænlendinga verður skertur þannig að íslendingar fái ekki sín 30 þúsund tonn af loðnu, þá lækkar karfakvóti EB samsvarandi. Eina álitamálið er í því tilviki, að íslend- ingar nái ekki að veiða kvóta sinn. En þá er í samningnum skýlaust ákvæði um að aðilar hefji þegar í stað viðræður í því skyni að koma á nýju jafnvægi í veiðunum. Önnur ákvæði, sem varða eftirlit, veiðisvæði og fjölda EB togara sem mega veiða hverju sinni í lögsögu íslendinga eru sniðin að kröf- um okkar, og eru fullkomlega ásættanleg. Á heildina litið em hags- munir íslendinga varðveittir með góðu móti í samningnum, og besti vitnisburður þess em yfirlýsingar talsmanna útvegsmanna, sem hafa lýst ánægju með niðurstöðuna. Guðmundur Oddsson skrifar: HVAÐ KÆTIR SLÍKA SVEINA? Það er alveg með ólíkindum hvemig talsmenn stjómarand- stöðunnar hafa hagað sér í EES- málinu. Engu var líkara en að minnsta kosti þeir Páll Péturs- son og Olafur Ragnar Grímsson hefðu unnið meiriháttar sigur, þegar niðurstaða þjóðarat- kvæðagreiðslunnar í Sviss lá fyrir. Það bókstaflega hlakkaði í þeim félögum, þegar þeir komu fram í fjölmiðlum og sögðu álit sitt á niðurstöðunni. Hvað gladdi þessa þing- menn? Þar sem ég sat heima hjá mér og horfði á viðtölin við þessa stjómmálaleiðtoga í sjónvarp- inu, þegar þeir fögnuðu úrslit- unum í Sviss, þá fór ég að velta fyrir mér hvers vegna gleði þeirra félaga væri svo fölskva- láus. Gat það virkilega verið, að þessi niðurstaða í Sviss myndi bæta svo mjög þjóðarhag hér heima á Islandi að jafnvel Höllustaðabóndinn Páll Péturs- son leyfði sér að brosa af ánægju? Var Ólafur Ragnar kannski að fagna því, að þessi niðurstaða hlyti að kollvarpa dómi Hæstaréttar, þegar hann dæmdi bráðabirgðalögin sem hann setti á BHMR um árið, vera lögbrot? Hvaða sigra höfðu þessir alþingismenn verið að vinna, hugsaði ég- Atvinnulífið fagnaði ekki Áfram leið fréttatíminn í sjónvarp- inu og ýmsir aðilar vom spurðir álits á þessum úrslitum í Sviss. Þeirra á með- al vom talsmenn atvinnulífsins og for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, sem allir hörmuðu þéáSi úrklit ög sýntíu rrifeð töl- um hvað atvinnulífið og þar með þjóð- arbúið myndu tapa ef EES- samningur- inn tæki ekki gildi um næstu áramót. Vitaskuld getur enginn reiknað til fulls hve mikið tapast við að gildistöku að fá samninginn samþykktan fyrir áramót og nú hafði Jón Baldvin beðið pólitískt skipbrot. Þetta var þá ástæðan fyrir gleði þeirra félaga. Hvað varðar þessa alþingismenn um þjóðarhag? Hjá þeim snýst allt um að koma einhverjum pólitískum höggum á andstæðingana, hvemig svo sem úrslit í þjóðaratkvæða- greiðslu í Sviss geta verið Jóni Baldvin að kenna. Ólafur Ragnar var svo kátur yftr úrslitunum í Sviss, að hann notaði tækifærið til að fagna því líka, að byggingu álverksmiðj- unnar á Keilisnesi skyldi seinka, því sú seinkun var einmitt Jóni Sigurðssyni að kenna. Tvöfald- ur sigur hjá Ólafi Ragnari, en því miður tvöfaldur ósigur fyrir íslensku þjóðina. Það má því öflum ljóst vera, að hagsmunir þjóðarinnar og Ólafs Ragnars fara ekki saman. Dapurleg örlög Það er sannast sagna skelfi- legt til þess að vita, að á Alþingi Islendinga skuli sitja menn, sem hafa þá lund, að ég tali nú ekki um geðslag, að fagna sem ákaf- legast ef þjóðin verður fyrir áföllum. Ennþá ömurlegra er þeirra hlutskipti, þegar það er haft í huga, að ekki er nema rúmlega eitt og hálft ár síðan báðir þessir rnenn höfðu þá yfirlýstu stefnu, að samþykkt EES-samningsins þjónaði best hags- munum okkar íslendinga. Nú þegar þeir em komnir í stjómar- andstöðu og telja sig ekki bera ábyrgð á nokkrum hlutum, þá er það eina sem þeir þó gleðjast yfir, ef hugsanlega er hægt að komæhöggi á foiystu Alþýðjj- fiskfesms, enþó vitðrst íöghtiðúríþðiría hvað mestur, ef eitthvað skaðar hags- ntuni þjóðarinnar. Þetta em auðvitað dapurleg örlög, og í eina tíð voru slíkir menn kallaðir óþurftannenn. EES-samningsins seinkar, en öllum ber saman um að tap íslenska þjóðar- búsins gæti numið hundmðum millj- óna króna, ef seinkunin yrði einhverjir mánuðir. Er þetta virkilega einhverjum alþingismönnum, að ekki sé talað um heilu stjómmálaflokkunum, eitthvert sérstakt fagnaðarefni? Ja, ljótt er ef satt er, hugsaði ég. 4 %■ Clotf á-Jón Kaldvin Auðvitað skýrðist það fyrir alþjóð hvers vegna Páll og Ólafur Ragnar voru svona glaðir með úrslitin í Sviss. Þeir voru svo kátir og glaðir vegna þess að nú myndi Jóni Baldvin ekki takast HEYRT, SÉÐ&HLERA9 Arni Johnsen, alþingismaður, sendi nýlega frá sér bók sem hefur að geyma samantekt á tækifærisvísum ýmissa þingmanna, auk þess sem margar frábærar teikningar Sig- munds prýða bókina. Haft er fyrir satt, að mörg þingskáld- anna hafi rekið í stans þegar þeir sáu afurðir sínar í bók Áma, sem ekki mun í öllum tilvikum hafa leit- að tilskilinna heimilda. Sjálfur á Ámi nokkrar vísur í bókinni, og birtir sömuleiðis nokkrar sem aðrir hafa ort um hann sjálfan. Þingmenn sakna hins vegar fleygrar vísu um Áma, sem Páll á Höllustöðum orti. Tilurð hennar var sú, að er Ámi birtist í gættinni í þingsal hafði einn nýju þingmannanna á orði, að eitt- hvað væri kallinn þynnkulegur á vangann. En Ámi er hins vegar þekktur bindindisfrömuður, og eldri þingmenn bám til baka meint- an drykkjuskap Áma. Þá orti Páll: „Aldrei drekkur áfengi, Arni viskubrunnur. OlvaÖur að upplagi, - og eÖlisþunnur!“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru yfirleitt ekki að eyða tíma þingsins með löngum ræð- unt, og stundum velta málsvarar stjómarandstöðunnar því fyrir sér, hvort þeir séu búnir að missa málið. Það kom hins vegar í ljós í umræðum á Alþingi um frumvarp heil- brigðisráðherra um breytingar á almannatryggingum, að svo var ekki. Tveir þingmenn flokksins tóku til máls, og báðir gagnrýndu frumvarp ríkisstjómarinnar. Pálmi Jónsson dró í efa rétt stjómarinnar til að selja Samábyrgðina, trygg- ingafélag smábáta, en fyrst færðist þó skörin upp í bekkinn, þegar Lára Margrét Ragnarsdóttir tók til máls. Ræða hennar var heiftar- leg gagnrýni á ráðherrann fyrir að vilja spara í greiðslum til sérfræð- inga með því að taka upp tilvís- anakerfið á nýjan leik. Þingmenn sátu agndofa yfir ræðu Láru Margrétar. Að lokum sá Finnur Ingólfsson, Framsóknarflokki, sig tilneyddan til að taka til vamar fyr- ir hönd ráðherrans, sökum „..makalausra árása..“ Sjálfstæðis- konunnar. Kannski nýtt stjómar- samstarf séí burðarliðnum... I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.