Alþýðublaðið - 11.12.1992, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.12.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. desember 1992 5 Skipulags- og byggingamál í miðbœ Hafnaifjarðar Vilium við lifcmdi miðbæ eða minjasafn? Tryggvi Harðarson, bœjaifulltrúi í Hafnaifirði, skrifar Nokkur umræða hefur átt sér stað um fyrirhugaðar framkvæmdir í miðbæ Hafnarfjarðar. Eðlilega velt- ir fólk fyrir sér framkvæmdum sem eiga sér stað í hjarta bæjarins, hvernig þær falli að skipulagi, hvernig útlit þær muni taka á sig og hvaða tilgangi þær eigi að þjóna. Saman blandast hagnýtissjónarmið og fagurfræðileg sjónarmið. Það er í reynd ósköp eðlilegt og vissulega hljóta alltaf að vera eitthvað skiptar skoðanir um byggingarfram- kvæmdir af því tagi sem nú eru fyr- irhugaðar í miðbæ Hafnarfjaðar. Miðbær sé lifandi svæði Varðandi uppbyggingu nýs miðbæj- ar í Hanfarfirði hlýtur fyrsta- og grund- vallarspumingin að vera sú, hvort það eigi yfírleitt að vera byggja frekar í miðbæ Hafnarfjarðar. Reyndar hefur þeirri spumingu verið svarað fyrir löngu af skipulags- og bæjaryfírvöld- um í Hafnarfirði. Það hefur lengi legið fyrir í skipulagi að byggja skuli á þeirri uppfyllingu sem er neðan húsa við Strandgötuna, þar sem fjaran var fyrir allmörgum ámm síðan. Rökin fyrir því að vera yfirleitt að byggja í miðbænum eru þau að þar rýmist sú þjónusta og verslun sem eðli- legt má teljast að fyrirfinnist í miðbæ, auk menningar og listalífs. Það er, að miðbær sé Iifandi svæði þar sem bæjar- búar komi saman og hittist, hvort held- ur þeir em í verslunarleiðangri eða að sækja sér aðra þjónustu eða skemmtan. Sé slíkur staður ekki til staðar er hætt við bæjarbúar myndi ekki eðlileg inn- byrðis tengsl og bærinn verði einskon- ar svefnbær, eins og það er kallað. Því virðist það hafa verið mjög ríkjandi í huga Hafnfirðinga að efla miðbæinn, enda telja þeir sig búa í alvörubæjarfé- lagi og sem slíkt á það að hafa öflugan miðbæ. Horfið frá því að rústa gamla bænum Svo litið sé til fortíðarinnar þá gerði miðbæjarskipulag frá því á sjöunda áratugnum ráð fyrir því að öll gömlu húsinn við Strandgötuna og alveg upp að Hverfisgötu yrðu rifin og þar byggðir stórar kassabyggingar. Góðu heilli var frá því horfið að rústa hin gömlu, bámjámsklæddu timburhús sem reist vom þar flest í upphafi þessa árhundraðs. Þau setja öðm fremur svip sinn á Hafnarfjörð og óvíða, ef nokkurs staðar, á landinu er nú að finna jafn samfellda byggð húsa frá þeim ámm. Engu að sfður risu nokkur hús eftir þvf skipulagi sem flestum þykir lítil prýði af í dag enda breytist smekkur manna og sjónarmið með tímanum. Hús í anda þessa kassaskipulags em t.d. Sparisjóðshúsið, Olivershúsið, Venusarhúsið og Vitinn. Þau munu standa sem minnisvarðar um skipulag- hugsun síns tíma hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þegar menn hurfu frá skipulagshug- myndum sjöunda áratugarins, sem byggði á niðurrifi gamalla húsa, þurftu menn að leita nýrra leiða, ætluðu þeir sér á annað borð að byggja upp miðbæ sem stæði undir nafni. Það varð úr að ákveðið var að fylla út í höfnina og mynda þannig byggingareit neðan gömlu byggðarinnar, þar sem nú er Fjarðargata. Þannig var ákveðið að hið gamla fengi að halda sér, en jafnframt var ákveðið að veita hinu nýja rými sem saman myndaði nýjan miðbæ. Ut frá þvf grundvallaratriði byggir núver- andi miðbæjarskipulag Hafnarfjarðar. Horfa skal til framtíðar Miðbær Hafnarfjarðar er mjög nátt- úrulega staðsettur þar sem hann er í dag. Hann liggur við botn fjarðarins og byggðin umlykur hann á alla vegu, nema í norðvestur þar sem hafið blasir við. Það rými sem miðbærinn hefur til skemmri eða lengri tíma er mjög tak- markað ef menn vilja leyfa gömlu hús- unum að standa og jafhframt að fylla ekki frekar upp í höfnina. Því verða menn að horfa til framtíðar þegar verið er að skipuleggja og byggja á svæðinu. Menn geta að sjálfsögðu gefið sér mismundandi forsendur þegar þeir meta hvemig byggð skuli háttað í mið- bænum. Eru menn að horfa tíu, tuttugu eða þrjátíu ár fram í tímann eða jafnvel heila öld eða aldir? Emm menn að horfa til miðbæjar í bæjarfélagi sem er með 15-20 þúsund íbúa eða jafnvel 50- Eðlilegasti hlutur í heimi að í miðbœ mœtist gamalt og nýtt, segir Tryggvi Harðarson 100 þúsund íbúa? Þetta er hlutir sem fólk verður að hugleiða þegar það mót- ar hugmyndir sínar um hvemig eigi að byggja upp miðbæinn og hversu mikið, stórt og langt upp í loftið sé skynsam- legt að byggja. Mitt sjónarmið er að horfa skuli sem lengst fram í tímann og því á að nýta þá byggingarreiti sem miðbærinn býður upp á eins og frekast er kostur, innan skynsamlegra marka þó. Þannig skal það gmndvallarsjónarmið ríkja að nýta hvem fermetra byggingarlands sem best. Með því móti er næstu kynslóð eða næstu kynslóðum í Hafnarfirði gefinn kostur á að bæta hugsanlega seinna við miðbæ Hafnarfjarðar án þess að þurfa að rífa niður eldri hús. Miðbærinn eigi þannig eðlilega þróun- ar- og útþenslumöguleika innan þess ramma sem náttúmleg skilyrði setja. Hverju vilja menn til kosta fyrir fegurðina Eitt af því sem sett hefur verið út á varðandi fyrirhugaðan nýja verslunar- kjama við Fjarðargötu, er að hann sé of hár og umfangsmikil og falli ekki að smágerðri byggð ofan Strandgötu. Það er ekki rétt því að gamla timburhúsa- byggðin við Strandgötu, Austurgötu og Hverfisgötu var höggvin frá höfninni þegar á fyrri hluta þessara aldar, því húsin við neðanverða Strandgötuna, Apótekið, Alþýðuhúsið, Hafnarfjaðra- bíó heitið, Kaupfélagshúsið og póst- húsið lokuðu gömlu byggðinni frá höfninni. Annað sem ávallt þarf að huga að við skipulag og hönnun bygginga er fjármálahliðin. Það er alltaf spursmál hversu miklu menn vilja til kosta við að byggja upp, hvort heldur er í almennu skipulagi eða þegar að byggingu ein- stakra húsa kemur. Það gagnar lítið að bjóða upp á skipulag sem er of dýrt og kallar á það mikinn kostnað að enginn treystir sér til að byggja eftir því. Bærinn lagði mikið upp úr útliti nýrrar byggingar undir tónlistarskóla og safnaðarheimili, sem er nú að rísa í miðbæ Hafnarfjarðar, sunnan við Hafnarfjarðarkirkjuna. Það fór fram verðlaunasamkeppni um skipulag og hönnun á því svæði og valin sú teikn- ing sem fékk 1. verðlaun til að byggja eftir. Vissulegafylgirþví ákveðin fóm- arkostnaður, þ.e. að segja að hægt hefði verið að byggja ódýrari hús undir þá starfsemi ef ekki hefðu komi til fagur- fræðileg atriði. Hins vegar er það ávallt álitamál hversu langt eigi að ganga í því að verja almannafé til þess að þjóna fagurfræðilegum sjónarmiðum, sem geta verið æði misjöfn eins og dæmin sanna. Bærinn er ekki að byggja verslunarkjarna Það var hins vegar tekin sú ákvörðun að við byggingu miðbæjarkjama í Hafnarfirði að bærinn hefði þar ekki forgöngu um að teikna eða hanna hús, heldur var lóðin boðin út til byggingar. Það hafði alla tíð verið reiknað með því í skipulagi að það þyrfti ef til vill að sníða það eitthvað að þörfum viðkom- andi byggingaraðila, og hefur það ver- ið gert. Bærinn hefur sett fram ákveðn- ar óskir um hvemig sú bygging korni til með að líta endanlega út og hvaða markmiði hún eigi að þjóna, en ekki sýnt þá forræðishyggju að segja að svona skuli byggja en ekki hinsegin. Hlutverk bæjarins hefur því fyrst og fremst verið það, að sjá til jress að byggingin uppfyllti þær kröfur sem skipulag og byggingareglugerðir setja slíku húsi. Það þarf engum að koma á óvart að sitt sýnist hverjum þegar um er að ræða skipulag og byggingar á jafn viðkvæm- um stað eins og hjarta hvers bæjar- félags hlýtur að vera. Vangaveltur mega þó aldrei verða til þess að aldrei verði neitt úr verki. Skipulag í miðbæ Hafnarfjarðar og sú uppbygging sem þar er hafin, eða er að hefjast, á sér langan aðdraganda og sannarlega tíma- bært að uppbyggingu þar miði þar hratt og örugglega áfram. Framtíðarsýn unga fólksins Nýverið var sett upp sýning í Hafn- arborg á vegum Sparisjóðs Hafnar- fjarðar þar sem sýndar vom teikningar eftir gmnnskólanemendur í Hafnar- firði. Þema elsta aldurhópsins var Hafnarfjörður í framtíðinni. Það varaf- ar athyglisvert að sjá hvaða framtíðar- sýn unglingamir festu á blað en mjög bar á stómm og reisulegum húsum, svo ekki sé talað um skýjakljúfa. Það er nefnilega eðlilegasti hlutur í heimi að í miðbæ sé að finna stór og reisuleg hús. Flestir Hafnfirðingar vilja eflaust að miðbær Hafnarfjarðar geti verið annað og meira en minnjasafn um skipulag og byggingarmáta fyrri hluta 20. aldarinnar, sem í einstaka til- fellum nær eitthvað lengra aftur í tím- ann. Það er hins vegar jafn sjálfsagt að miðbær endurspegli skipulag og bygg- ingarlag tímanna tvenna og þrenna, og að þar mætist gamalt og nýtt. Rétt er í lokin að benda bæjarbúum og öðmm sem áhuga hafa á þessum málum að á morgun, laugardag, opnar í Hafnarborg sýning á fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum í miðbænum og almennur borgarafundur verður um þau málefni á nk. miðvikudagskvöld á sama stað. myndt: Skipulagshugmvndir um hús í miðbæ Hafnarfjaröar, en athugið að hér er ekki um endanlegar útlitsteikningar að ræða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.