Alþýðublaðið - 11.12.1992, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 11.12.1992, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 11. desember 1992 siór hiuti Sjómannabækur loksins lausir leíðbeinendur kynnfar i réttu umhverfi Af 168 lærifeörum barna og ung- menna í grunnskólum Vestfjarða eru í vetur 74 svokallaðir „leiðbein- endur“, en það eru réttindalausir kennarar, en 94 menntaðir kennar- ar. Pessar upplýsingar komu fram í svari menntamálaráðherra, Olafs G. Einarssonar, við fyrirspurn Einars Skútuvogi 10a - Sími 686700 K. Guðfinnsonar, alþingismanns. Greinilegt er að á Vestfjörðurn fjölg- ar kennurum nokkuð, en leiðbeinend- um fækkar. Kennarar á síðasta skólaári voru 78 en leiðbeinendur 85 með rúm- lega helming stöðugildanna við skól- ana. Engu að síður er það staðreynd að á Vestfjörðum hefur gengið verst að manna kennarastöður með fólki sem hefur hlotið kennaramenntun. Þar í fjórðungi er að finna langhæstu hlut- fallstölur leiðbeinenda. eða næstum 40%. Til samanburðar má nefna að f Reykjavík eru 1,8% stöðugilda í hönd- um leiðbeinendanna. Víðar um landið er pottur brotinn í þessum efnum, einkurn á Norðurlandi vestra og á Austfjörðum, en ástandið hefur lagast milli ára. í fyrra voru leið- beinendur með 17% kennslunnar í landinu, - í vetur 12%. Sjóminjasafn íslands bryddar nú um helgina upp á þeirri nýjung að gefa höfundum og útgefendum bóka um siglingar og sjómennsku kost á að kynna bækur sínar í safninu. Næsta sunnudag verða kynntar bækurnar: í kröppum sjó, Þeir létu ekki deigan síga og Stormur strýkur vanga. Sjá dagskrá. Sjóminjasafnið, sem er deild í Þjóð- minjasafni Islands, er staðsett í Bryde- pakkhúsinu að Vesturgötu 8 í Hafnar- firði. Þetta 130 ára gamla timburhús myndar afar viðeigandi umgjörð um muni og minjar frá sjósókn fyrri tíma. 1 safninu er meðal annars að finna líkön og ljósmyndir af skútum, togur- um, farþegaskipum og varðskipum. Einnig eru þar fallbyssa og klippur Landhelgisgæslunnar frá Þorskastríðs- árunum; sem og kortaklefi og loft- skeytaklefi úr togara; gamlir árabátar, sjóklæði úr skinni, síldarminjar og veiðarfæri, auk fjölmargra annarra stónoerkilegra muna. Bókakynning Sjóminjasafnsins verður haldin næstkomandi sunnu- dag, 13. desember. Hún hefst klukk- an 15:00 og inun Ijúka um klukkan 17:00. Veitingahúsið A. HANSEN, sein er í næsta húsi við safnið, býður upp á sjómannakaffi og harm- onikkuspil. Dagskráin verður sem hér segir: Klukkan 15:00 - Helgi Hallvarðs- son, skipherra Landhelgisgæslunnar, og Atli Magnússon segja frá sægörpum og svaðilförum og kynna bókina „í KRÖPPUM SJÓ“ sem Öm og Örlygur gefa út. Klukkan 15:30 - Skjaldborg kynnir „ÞEIR LÉTU EKKI DÉIGAN SÍGA“, frásagnir af nokkmm forystumönnum í síldarútvegi áranna 1880-1968 þegar silfur hafsins setti svip á þjóðlífið. Klukkan 16:00 - Ólafur Haukur Símonarson kynnir endunninningar afa síns, Guðjóns Símonarsonar, „STORMUR STRÝKUR VANGA“, sem var aflakló á fyrstu vélbátunum. (Sjá nánar umfjöllun í Alþýðublaðinu í dag.) Forlagið gefur út. Menntamálaráöuneytiö Laus staða Staöa skólastjóra Listdansskólans er laus til umsóknar. Samkvæmt 3. gr. reglna um Listdansskólann „ræöur mennta- málaráöherra skólastjóra til fjögurra ára“. „Skólastjóri þarf aö hafa menntun í listdansi og atvinnuferil viö viöurkennda list- dansstofnun". Ráöningartími skólastjóra miöast viö 1. júní. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist menntamálaráöuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 30. desember n.k. Menntamálaráöuneytið, 9. desember 1992. ÍSLANDSBANKI SOKKAR Sígild jólagjöf! Ótal gerðir og stærðir. Úr bómull, ull, angóraull og fleiri efnum VÍKURPRJÓN Sími 98-71250 Hluthafafundur Hluthafafundur í íslandsbanka h.f. verður haldinn mánudaginn 21. desember n.k. í Atthagasal Hótels Sögu og hefst kl. 16:00. Fundarefni 1. Tillaga um sameiningu Eignar- haldsfélagsins Iðnaðarbankinn h.f. og Eignarhaldsfélags Versl- unarbankans h.f. við íslands- banka h.f. 2. Tillögur um breytingar á sam- þykktum félagsins: a) Að enginn hluthafi getifarið með fleiri atkvœði á hluthafa- fundum en sem sem nemur 20% af atkvœðum í bankanum. b) Að ákvörðun um breytingu á samþykktum bankans þurfi að hljóta samþykki 2/3 hluta greiddra atkvœða og samþykki hluthafa sem ráða yfir minnst 2/3 hlutum þess hlutafjár sem farið er með atkvœði fyrir á hluthafafundi. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í íslandsbanka h.f., Bankastræti 5 (4. hæð), Reykjavík,dagana 16., 17. og 18.desember n.k. sem og á fundardegi. Dagskrá fundarins og tillögur munu frá 14. des- ember n.k. liggja frammi á sama stað. Bankaráð Islandsbanka hf. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.