Alþýðublaðið - 11.12.1992, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 11.12.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. desember 1992 9 Ævintýrið sem varð að MARTRÖÐ Nýlega kom út hjá Fjölva bókin Laxaveislan mikla eftir Halldór Halldórsson. Þetta er hreint ekki matreiðslubók einsog einhverjir kynnu að ætla, heldur hörð rann- sóknarblaðamennska þar sem Halldór fer í saumana á því sem út- gefandi kallar „heimskulegustu ákvörðunum stjórnvalda síðast- liðna áratugi“. Það er vitaskuld Fiskeldisævintýrið mikla sem end- aði í martröð. Ymsir stjórnmála- menn og embættismenn eru dregn- ir til ábyrgðar fyrir gegndarlaust sjóðasukk og spillingu. „í siðuðum samfélögum væru viðkomandi látnir sæta ábyrgð,“ segir Halldór í bókinni. Hér fer á eftir kafli úr bókinni: Fiskeldi á Islandi var tekið með stormi. Nú átti landinn sko að græða pening. Sjóðirnir opnuðust og nýju ..útvegsbændurnir" fóru í bílaumboð- in og fengu sér nýjustu týpuna af Paj- ero og Isuzu uppajeppum. A leiðinni úr bænum létu þeir setja farsíma í nýja bílinn og töluðu svo stanslaust út og suður um ágæti fiskeldisins. Þannig bytjuðu margir á fiskeldinu, ævintýr- inu sem varð að martröð. Núna, á haustdögum ársins 1992, og um 150 fyrirtækjum síðar eru um 16 fiskeldisfyrirtæki starfandi á ís- landi, sem á máli hagfræðinnar eru talin lífvænleg. Eiginfjárstaðan er já- kvæð en öll tapa þau peningum og verði ekki stórbreyting á fer að minns- ta kosti helmingur þeirra á hausinn fljótt. Hin fóru á hausinn eða hættu og drógu með sér í fallinu Framkvæmda- sjóð íslands, sem er orðinn hluti af Lánasýslu ríkisins. En það voru ekki bara fyrirtækin og eigendumir og Framkvæmdasjóður sem hrundu. Byggðasjóður fór mjög illa út úr fisk- eldinu, flestir bankar landsins urðu fyrir áfalli af stærri eða minni gráðu, Landsbankinn verstu, SPRON minnstu, alls kyns þjónustufyrirtæki græddu fyrst en blæddu svo, þegar fiskeldisfyrirtækin rúlluðu. Sérstak- lega fóru fóðurstöðvar um land allt illa út úr viðskiptum við ftskeldisfyr- irtækin. En verst urðu að sjálfsögðu skattgreiðendur úti. Tapið á fiskeldinu hefði getað fyllt upp í fjárlagagöt síðustu ára. Þess í stað minnkar kaupmáttur launa, ljöl- skyldumar verða gjaldþrota og fyrir- vinnumar ganga um atvinnulausar. Fiskeldi er aðeins dæmi um fjár- festingarmistök, fjárfestingar- hneyksli, sem íslenskir stjómmála- menn bera ábyrgð á. Ábyrgð þeirra er mjög alvarlegs eðlis, því enn hefur ekki verið afsannað að fiskeldi gæti reynst íslensku atvinnulífi vel. Ef fjár- munum hefði verið viturlega varið er hugsanlegt að fiskeldi ætti framtíð á Islandi. Það sem er búið að sanna er, að þú byrjar ekki framleiðslu á vöm án þess að kunna til verka. Þá sakar ekki að hafa þekkingu, vit og sam- bönd í samkeppnina og geta umfram allt framleitt vömna á ódýrari eða hagkvæmari hátt en keppinauturinn. I laxeldi, sem öðm verða menn að læra og vinna heimavinnuna. I fisk- eldi þurfa menn að búa yfir sérþekk- ingu, reynslu og menntun. Ailt þetta skorti í meira eða ntinna mæli í íslenska fiskeldisævintýrinu. Því fór sem fór. Á aðeins fimm ámm óx fiskeldi hérlendis í umfangsmikla og fjárfreka Kafli úr bók Halldórs Halldórssonar, Laxaveislan mikla atvinnugrein. En æviskeið greinarinn- ar varð ekki lengra. Á ámnum 1985- 1991 óx og hneig þessi grein þrátt fyr- ir gífurlega fjármuni, sem fiskeldis- menn fengu úr opinbemm sjóðum. Uppbyggingin var mjög hröð og fallið varð að sama skapi snöggt og þungt. Alls fóm um 11 milljarðar af opinberu fé í súginn. Ákaflega margt bendir til þess, að fiskeldi gæti orðið vænleg atvinnu- grein hérlendis þrátt fyrir allt og því hljótum við að gera ráð fyrir því, að fiskeldi nái fótfestu hérlendis, ef menn gæta sín á endurtaka ek.ki mistökin frá fyrri tíð. Hvað átti konóristinn að gera? Niðurstaðan af nákvæmri yftrferð okkar Þórðar Friðjónssonar uin hugs- anlega pólitík í útlánum Fram- kvæmdasjóðs er sú, að stjómarfor- maðurinn kannast ekkert við hugtök eins og „sjóðasukk" eða „pólitískt sið- leysi“ vegna útlána. Samkvæmt eigin lýsingu er hann hrein mey, sem hefur aldrei rekist neins staðar á pólitíska spillingu. Þó er erfitt að setja sig í spor stjóm- arformannsins, þegar hann sat and- spænis „forsætisráðherra sfðasta ára- tugar“, Steingrími Hermannssyni, og fékk skipanir frá honum. Hvað átti kontóristinn að gera? Óska eftir lög- fræðilegu áliti ríkislögmanns? Á Al- þingi þann 17. janúar 1992 sagði Steingrímur Hermannsson: „Það er staðreynd að Alþingi og ríkisstjómir hafa talið sér heimilt að fela Fram- kvæmdasjóði að annast útlán til greina, sem ekki hafa haft aðgang að öðrum fjárfestingalánasjóðum.“ Hér gleymir Steingrímur því, að það hefði fallið eins og flís við rass að fela Byggðasjóði einum að lána í fiskeld- ið. Byggðasjóður er nákvæmlega til þess ætlaður að stuðla að nýsköpun í atvinnuvegum Iandsins. Raunar hefur Steingrímur eina sterka röksemd máli sínu til stuðnings, en hún er sú, að Ríkisendurskoðun haft aldrei gert at- hugasemdir við, til dæmis útlán Fram- kvæmdasjóðs til fiskeldis og skrifað jafnframt upp á reikninga sjóðsins. Með áliti Lárusar Ögmundssonar, sem greint hefur verið frá hér virðist Ríkisendurskoðun hafa endurskoðað málið. Röksemd Steingríms breytirþó í engu lagabókstafnum um Fram- kvæmdasjóð, sem menn eru almennt sammála um, þegar Framkvæmda- sjóður og hlutverk hans er krufið. Steingrímur er í ræðu sinni óttalega seinheppinn, þegar hann segir í beinu framhaldi af skoðun sinni á hlutverki og heimildum Framkvæmdasjóðs: „Siðan hefur Framkvæmdasjóði verið kennt um ýmis erfið mál sem upp hafa komið og em þá tvö mest áberandi, það er Álafoss og ftskeldið í heild sinni.“ I báðum þessum málum var það Steingrímur nokkur 'Her- mannsson, sem var mikill örlagavald- ur. Hann skipaði Framkvæmdasjóði fyrir verkum vegna kaupa á verk- smiðjuhúsi Álafoss og hann skikkaði Framkvæmdasjóð til þess að lána í fiskeldið, fyrst 1984, þegar sjóðurinn heyrði undir Framkvæmdastofnun, áfram 1985, þegar sjóðurinn var orð- inn sjálfstæð endurlánastofnun og til loka. I þingræðunni sem hér er vitnað til segir Steingrímur hins vegar blá- kaldur, að í kjölfar tillagna nefndar undir stjóm Ólafs Isleifssonar, hag- fræðings, árið 1988, þegar Þorsteinn Pálsson var forsætisráðherra, hafi út- lán Framkvæmdasjóðs hafist! „Hverj- um á að kenna um?“ spyr Steingrím- ur. „Á að kenna nefndinni undir for- ystu Ólafs ísleifssonar um? Á að kenna núverandi forsætisráðherra um? Á að kenna þeim, sem hér stend- ur um að hann greip ekki í taumana þegar hann tók við þvf starfi? Það er afar auðvelt að setja sig í hátt sæti og horfa yfir sviðið og segja: Þama er sökudólgurinn.“ Það er ekki rétt hjá Steingrími að það sé auðvelt að finna sökudólginn. Þeir em nefnilega fjölmargir. Hins vegar er hægt að átta sig á þætti stakra ráðamanna í stétt stjómmálamanna og embættismanna. Framangreind til- vitnun í Steingrím Hermannsson í janúar á þessu ári er til dæmis svo ótrúleg, að það vekur nokkra furðu, að kolrangar staðhæfmgar um skráðar staðreyndir skyldu ekki vera reknar ofan í hann aftur. Þá bera ummælin merki ótrúlegra óheilinda. Hann stað- hæftr að það hafi verið í tíð Þorsteins Pálssonar sem forsætisráðherra, sem Framkvæmdasjóður hafi byrjað að lána í ftskeldið! Fram til ársins 1988 var Framkvæmdasjóður búinn að lána um einn og hálfan milljarð króna í fiskeldið samkvæmt skipun stjóm- valda. Forsætisráðherra í öll þessi ár var enginn annar en Steingrímur Her- mannsson! Stjóm Þorsteins Pálssonar sat í rúmt ár, eða frá 8. júlí 1987 til 28. september 1988. Þá tók Steingrímur aftur við sem forsætisráðherra og sat til 30. apríl 1991. Raunar má til sanns vegar færa, að allir þeir fjármunir, sem mnnu í fiskeldið á ámnum 1984- 1987, ekki einungis úr Framkvæmda- sjóði heldur öðmm sjóðum eins og Byggðasjóði, Fiskveiðasjóði, Iðnþró- unarsjóði, Þróunarfélagi íslands og fleirum, alls um þrír milljarðar króna hafi skapað þær aðstæður, að nefnd Ólafs ísleifssonar gat ekki komist að annaríi en þeirri að áfram skyldi lánað í matfiskeldið, sem Steingrímur hafði rómað svo mjög. Annars blasti við, að öll fjárfesting Steingríms yrði að engu. I umræðum á Alþingi á liðnum vetri um Framkvæmdasjóð hömuðust fyrrverandi ráðherrar eða fyiTverandi stjómarþingmenn við að sveija af sér ábyrgðina á því, að allir þessir fjár- munir runnu í fiskeldið úr Fram- kvæmdasjóði og öðmm sjóðum. Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi fjár- málaráðherra og fleiri vísa meðal ann- ars til þess, að á árinu 1989 hafi verið tekið fyrir frekari lánveitingar úr Framkvæmdasjóði til nýnra fiskeldis- fyrirtækja. Það er reyndar ekki hárrétt, því nokkur ný fengu fyrirgreiðslu. Hins vegar vill það gleymast í umræð- unni, að lánveitingar í ftskeldið komu víðar að en úr þessum eina sjóði, og talnaskrár sýna, að nákvæmlega um leið og Framkvæmdasjóður fer að hægja á sér eykst útlánagleði Byggða- sjóðs - væntanlega samkvæmt skipun frá „æðri máttarvöldum“. Fortíðarvandanefnd ber oft á góma í þessari umræðu og kallar einhver þingmaðurinn hana „dómstól“ til þess að lýsa vanþóknun sinni á því, að for- tíðin sé gerð upp og krafta gerð um, að menn séu gerðir ábyrgir fyrir verkum sínum, eins og Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, sagði í 17. júníræðu sinni árið 1991. Steingrímur Hermannsson: „Ótrúlega seinheppinn“ og fór með „kolrangar staðhæfingar“, sem eru „merki ótrúlegra óheilinda' segir Halldór Halldórsson í bók sinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.