Alþýðublaðið - 11.12.1992, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.12.1992, Blaðsíða 1
Frestun á samþykkt EES: Hý störi i hættu - Skipulögð markaðssókn íslenska fyrirtœkjanetsins Euronet rennur út í sandinn verði ekki afEES. Svisslendingar úti í kuldanum Dráttur á staðfestingu EES-samkomulagsins getur haft þær afleiðingar að mark- viss sókn nokkurra íslenskra matvælafyrirtækja inn á Evr- ópumarkaðinn verði að engu. Þetta kom fram í samtali Al- þýðublaðsins við aðila, sem í tengslum við Iðntæknistofnun vinnur um þessar mundir að því að afla nýrra markaða í tengslum við EES. Að sögn hans var stofnað til fyrirtækjanetsins Euromat af aðilum í fiskvinnslu og mjólk- uriðnaði. Um er að ræða fram- leiðslu og útflutning á sjávaraf- urðum, súpum og sósum fyrir veitingahúsakeðjur í Evrópu. Mikið og skipulagt undirbún- ingsstarf hefur verið unnið, og samningar þegar langt komnir við tvö frönsk og tvö bresk dreifíngarfyrirtæki. Samningar við svissneskt dreifingarfyrirtæki voru enn- fremur í burðarliðnum, en eftir að úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar í Sviss urðu kunn runnu þeir út í sandinn. Nái EES-samningurinn ekki fram að ganga lokast fyrirtækj- unum þessar leiðir og fjöldi nýrra atvinnutækifæra glatast. Sjá nánar á blaðsíðu 11. daqar tit jóta s s Mjög dregið úr niðurskurði til SAA: „Vid erum af- ar ánægðir" - segir Theodór Halldórsson fram- kvœmdastjóri SAA. Össur Skarphéð- insson: „Fagnaðarefni. Þingmenn Alþýðuflokks beittu sér mjög í þessu máli“ „Við erum afar ánægðir með þá ákviirðun að dregið verði verulega úr niðurskurði til SAA. Við áttum ítarlegar viðræður við heilbrigðisráð- herra og niðurstaðan var sú að við mættumst á miðri leið,“ sagði Theodór Halldórsson, framkvæmdastjóri SÁÁ, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Fyrirhugað var að skerða framlög til SÁÁ um 15%. Að sögn Theodórs hefði þá orðið að grípa til þess ráðs að loka með- ferðarstöðinni að Staðarfelli í Dölum. Nú er ljóst að ekki þarf að koma til þess. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins verða framlög til SÁÁ aðeins skert um 7%. Theodór sagði að SÁÁ myndi mæta því með margháttaðri hagræðingu. „Það er mikilvægt að sam- komulag varð um að minnka niðurskurðinn, sérstaklega í Ijósi þess að frantlög til SÁÁ voru skert um 15% í fyrra. Ef við hefðum orðið fyrir sömu skerðingu nú, hefði það í raun þýtt breytta stefnu hins opinbera í áfengisntálum. Sú er ekki raunin,“ sagði Theodór. Össur Skarphéðinsson, for- maður þingflokks jafnaðar- manna, kvaðst mjög ánægður með niðurstöðuna. „Við fögn- um þessu, þingmenn Alþýðu- flokksins, enda beittum við okkur ntjög fyrir því að viðun- andi lausn fyndist." Össur sagði rnjög mikilvægt að tryggja öflugt staif SÁÁ. „Allir vita að SÁÁ hefur náð gríðarlegum árangri með starfi sínu. Nú eru vissulega erfiðir tímar en við skulum hafa hug- fast að stundum getur niður- skurðurorðið okkurdýr. Hvergi á það betur við en varðandi starfsemi SÁÁ.“ Midbær Hafnarfjarðar Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði skrifar í dag grein um bygginga- og skipulagsmál í miðbæ Hafnaifjarðar. Þar eru halhar umfangsmiklar framkvæmdir og aðrar eru að fara í gang. Allt um það á blaðsíðu 5. VEL MÆLT Mærri 2®0Ö innlendl og erlecftd spakma^i og fíiirifnofiír fil íhtiganor og .dægrodwoicir Sigurbjörn Einarsson tók saman Þessi bók hefur að geyma íslenskar og erlendar tilvitnanir, - fleyg orð úr ýmsum áttum. Bókinni er skipt í 40 efnisflokka. Dæmi: Líf og lífssýn - Fjölskyldan - Ástin - Ættjörðin og móðurmálið - Reynsla og sorg - Listir og menntun - Æskan - Ellin - Guð - Bænin - Hamingjan - Satt og ósatt - Uppeldi - Gleði og gaman. Orð til íhugunar og dægradvalar. Verð: 2.450 kr. SETBERG Freyjugötu 14, sími 91 17667

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.