Alþýðublaðið - 05.02.1993, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 05.02.1993, Qupperneq 5
f Föstudagur 5. febrúar 1993 „Purfum að spila með hjartamt" - segir Sigurður Stfeinsson um teikinn á sunnudaginn „Það er ekki spurning um hugarfarið hjá öllum leik- mönnum Selfossliðsins. Við munum fórna öllu í þcssum leik,“ sagði Sigurður Sveins- son stórskytta í samtali við Al- þýðublaðið í gær. „Selfossliðið hefur ekki nærri eins mikla reynslu af stórleikjum og Valur, en á móti kemur að við höfum ekki tapað fyrir þeim í tvö ár.“ Af hverju skyldi Selfoss hafa þetta tak á Völsurum? ,Ætli málið sé ekki bara að við erum betri,“ svarar Sigurður að bragði og glottir." Sigurður sagði að helsti styrk- leiki Vals liggi í mjög góðri vöm og markvörslu, auk þess sem lið- ið kynni mjög vel að notfæra sér hraðaupphlaup. En veikleikar Vals? „Það er helst sóknarleik- urinn, en Valur er að flestu leyti öflugt sóknarlið." En hvar liggur mesti styrkur Selfossliðsins? „Tvímælalaust í sóknarleikn- um. Svo er góð stemmning í lið- inu og hún þarf að vera fyrir hendi á sunnudaginn. Við þurf- um að spila með hjartanu til að vinna. Það er líka mikill styrkur fyrir liðið að við emm með frábæra stuðningsmenn. Þeir breyta stundum útileikjunum okkar í heimaleiki. Það munar rosalega rniklu." Veðurguðimir hafa sett strik í reikninginn uppá síðkastið enda búa fimm af leikmönnum Sel- foss í Reykjavík. Æftngar hafa verið mjög strjálar - og stuttar. „Já, um daginn lögðum við af stað úr bænum um sexleytið, komum til Selfoss um hálfátta, æfðum í hálftíma og vomm komnir í bæinn klukkan ellefu! Svona ferðalög em nú á við þrjár erfiðar æftngar. Þetta hefur verið alveg útí Hróa hött.“ Sigurður hefur tvívegis leikið til úrslita með Þrótti í bikar- keppninni, árin 1977 og 1981. Fyrri leikurinn, gegn FH, tapað- ist en í hinum, gegn Víkingi, höfðu Siggi og félagar sigur. Þá hefur hann einnig leikið til úr- slita í spænsku bikarkeppninni, en sá leikur tapaðisl. Aðeins meira um leikinn á sunnudaginn. „Það félag sem skorar meira en 20 mörk stendur uppi sem sigurvegari,“ segir Sigurður spá- mannlegur. En einsog aðdáendur Selfoss- liðsins vita er afar fátítt að liðið skori minna en 20 mörk í leik. Tekist á. Siggi Sveins. og Valdi- niar Grímsson úr Val reyndu með sér á blaðamannafundi á fimmtu- daginn. (Mynd: Einar Ólason.) hl- MjaltaVélin frá Setfossi Gísli Felix Hjarnason, 30 ára, 84 leikir og 19 landsleikir. Gústaf Bjarnason, 22 ára, 147 leikir og 25 landsleikir. Olafur Einarsson, 25 ára, 130 leikir. Hermundur Sigmundsson, 28 ára, 22 leikir. Sigurjón Bjarnason, 25 ára, 140 leikir og 2 landsleikir. Bjarni Magnússon, 21 árs, 18 leikir. Jón Þórir Jónsson, 26 ára, 57 leikir. Sverrir Einarsson, 25 ára, 141 leikur. Davíð Ketilsson, 23 ára, 22 leikir. Oliver Pálmason, 21 árs, 22 leikir. Einar Guðmundsson, 23 ára, 139 leikir. Páll Gíslason 22 ára, 22 ieikir. Einar Gunnar Sigurðsson, 21 árs, 148 leikir og 56 landsleikir. Sigurður Sveinsson, 33 ára, 57 leikir og 206 landsleikir. Einar Þorvarðarson þjálfari, 35 ára, 51 leikur og 222 landsleikir. David C. Vokes liðsstjóri, 41 árs. Asmundur Jónasson læknir, 35 ára.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.