Alþýðublaðið - 05.02.1993, Síða 12

Alþýðublaðið - 05.02.1993, Síða 12
Gœðaflísar á góðu verði St(>rhi>fða 17, viil <>ullinhrú - simi ft7 48 44 Skreytingar við 'ótt tcelqfceri. OpicS aíía áaga tif 22 STEFANSBLDM SKIPHOLTI 50 B — SÍMAR 610771 & 10771 rFréttir í hnots1{urn Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns íslands og menntamálaráðherra, Olaf- ur G. Einarsson, þegar gert var út um framtíð Næpunnar. Landshöfðingjahús afhent Listasaftii ístands Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að fela Listasafni íslands húseignina Skálholtsstig 7, öðru nafni Næpuna, til umsjónar og notkunar. Ráðgert er að j húsinu verði skrifstofur Listasafns íslands auk annarrar starfsemi safnsins. Ibúð á efstu hæð verður hinsvegar ekki ráðstafað nema í samráði við Menntamálaráðuneytið. Þar er fyrirhugað að f framtíðinni verði listamanns- íbúð. Næpan eða Landshöfðingjahúsið var byggt 1904 af Magnúsi Stephen- sen landshöfðingja og bjó hann í húsinu til dauðadags árið 1917. Bókaút- gáfa Menningarsjóðs sem nú hefur verið lögð niður, var um árabil í húsinu, en það fyrirtæki lét færa húsið til fyrra horfs, en um árabil var húsið að nið- urlotum komið og rætt um að rífa það. Virlýunarleyfi til Hitaveitu Suðumesja Iðnaðarráðherra gaf í gærdag út virkjunarleyft til Hitaveitu Suðumesja vegna fjögurra strompgufuvéla við orkuverið í Svartsengi. Aflgeta vélanna er samtals 4,8 rhegavött. Leyfið er gefið út með vísan til samkomulags sem tekist hefur milli Hitaveitu Suðumesja og Landsvirkjunar um nýjan sam- rekstrarsamning. var okkur tjáð í Iðnaðarráðuneytinu í gær. Söngvarar framtíðarinnar í Argentínu Veitingahúsið Argentína, sem býður upp á frægar nautasteikur, efnir til ný- stárlegrar kynningar á ungum söngvara- og söngkonuefnum okkar. Næstu sunnudagskvöld, tvisvar til fjómm sinnum í mánuði, munu söngnemar frá Söngskóla Reykjavíkur, koma fram í Argentínu og skemmta matargestunr við undirleik þeirra Reynis Jónassonar og Szymon Kuran. Hér er auk þess um að ræða keppni og hlýtur sigurvegarinn ferð til New York á ópemsýn- ingu í verðlaun. Argentína hefur sinnt listamönnum dyggilega og meðal annars styrkt tvo myndlistarmenn til sýningarhalds og þann þriðja til fram- haldsnáms. Fyrsti keppandinn er Kristjana Stefánsdóttir og syngur í Argent- ínu á sunnudaginn kemur kl. 20.30. Kristjana er Selfyssingur og stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Sardasfurstynjan öp*r«tu •ftir L*o St»ln og Btka Jtntwch MKMMiMr ENNERICH KALHAN flutt mB l«yfl |«mí W»ínb*rg*r Ltd. I íslenskri þýðlngu Hosa ólafssonar og Þorsteins Gylfasonar Hljómsveitarsqóri: Páll Pampichler Pálsson Lcikstjóri: Kjartan Ragnarsson Dansar. Auður Bjarnadóttir Leikmyrvd: Sigurjón Jóhannsson Búningan Hulda Krbtín Magnúsdóttir Lýsing: jóhann B. Pálmason Stjórnandi kórs/œfingastjórí: Peter Locke Sýningarstjóri: Kristín S Krbtjánsdóttir Píanóleikari á æfingum: Iwona Jagla Kór Islensku óperunnar Hljómsveit Islensku óperunnar KDnsertmeistarb Zbigniew Dubik Söngvaran • Signý Sæmundsdóttir • Þorgeir J. Andrésson • Bergþór Pálsson • Jóhanna LJnnet • Sigurður Björnsson • Bessi Bjamason • Siegiinde Kahmann • Kristinn Þ. Hallsson FRUMSÝNING föstudaginn 19. febrúar HÁTÍÐARSÝNING laugardaginn 20. febrúar Styrktarfélagar clga forkaupsrétt á miðum dagana I. -4. febrúar JllMB safa asils bsfsi §. fetaúsr Miðasalan er opln frá Id. 15 - 19 daglega sýningardaga tJI kL 20 Sfml 11475 - Greiðslukortaþjónusta „Matur í skóla“ - kjörorð Tannverndardagsins 22 KÍLÓ AF GOTTERÍIOG 140 LÍTRAR GOSDRYKKJA / -það er hið ótrúlega ársmeðaltal Islendingsins í neyslu tannskemmandi og fitumyndandi matvœla „Orsök þess hve erfiðlega hefur gengið að fækka tannskemmdum hjá Islendingum þrátt fyrir nægan fjölda tannlækna og greiðslur hins opinbera fyrir tannlækningaþjón- ustu barna og unglinga eru marg- ar“, segir Magnús R. Gíslason, yfir- skólatannlæknir. Hann segir helstu ástæðuna vera firn núkla neyslu Is- lendinga á sælgæti og gosdrykkjum. Hún virðist keyra um þverbak, ekki síst á síðari árurn. „Hver Islendingur neytir um 22 kílóa af sælgæti og drekkur um 140 lítra af gosdrykkjum á ári hverju þrátt fyrir að fáar þjóðir haft betri aðgang að nægu magni af góðu drykkjarvatni", segir Magnús. Tannlæknirinn bendir á að sykur sé ein fárra neysluvara sem sé ódýr á Is- landi. Þó hefur sykurverð heldur farið hækkandi miðað við önnur lönd á síð- ustu árum, en er þó til muna ódýrari hér en í flestum nágrannalöndum okkar. Magnús segir að komið hafi í ljós að lágu sykurverði fylgja aukin neysla - og miklar tannskemmdir, auk að sjálf- sögðu fitusöfnunar hjá neytendunum. Þá bendir Magnús á að fjöldi sölu- tuma sé mikill á Islandi, en í þeim fyr- irtækjum er megináherslan einmitt lögð á sölu a sælgæti og gosdrykkjum. Víða um landið er að finna einn sölu- tum fyrir hverja 200 íbúa, en í Reykja- vík er einn sölutum á hverja 500 íbúa. Auk þess er sælgæti og gos selt á ótrú- legustu stöðum öðrum og varla hægt að þverfóta fyrir framboði af þessari fæðu, sem er svo óvinveitt tannheilsu fólks. „Aftur á móti hefur ekki enn tekist að koma á skólamáltíðum, sem verður að teljast mjög nrikilvægt með tilliti til þess hve algengt er orðið að foreldrar vinni báðir utan heimilis", segir Magn- ús R. Gíslason. Sælgætisframleiðsla á íslandi hefur aukist stórlega á síðustu árurn. Árið 1960 var hún 500 tonn á ári, árið 1985 var innlend framleiðsla 1900 tonn auk þess sem 2000 tonn voru flutt inn, auk 300 tonna sölu í Fríhöfninni. I dag má reikna með að neysla Is- lendinga á sælgæti sé um 5 þúsund tonn! Þetta samsvarar því að hver ís- lendingur borði í dag 22 kíló af sælgæti á ári eða nærri 2 kíló á mann í mánuði hverjum. Athyglisvert er að flugfarþegar sem eiga leið um Fríhöfnina kaupa á degi hverjum sem samsvarar heilu tonni af gúmmúlaðinu. Fyrir þetta borgaði fólk 4,5 milljónir Bandaríkjadala árið 1988. Það samsvarar nokkum veginn helm- ingi þeirrar upphæðar sem Trygginga- stofnun ríkisins greiddi fyrir tannlækn- ingar það ár. Tannvemdardagurinn er haldinn í dag á vegum Tannverndarráðs, en í því sitja þeir Magnús R. Gíslason, Sigfús Þór Elíasson og Björgvin Jónsson. Að- aláhersla dagsins er lögð á umfjöllun um matarvenjur Islendinga. Einkunn- arorð dagsins eru: Matur í skóla. Fólk mun án efa verða vart við aðstoðarfólk tannlækna þegar helgarinnkaupin eru gerð í stórmörkuðum. Þar verður fólki leiðbeint í tannvemd. Þá munu fjöl- miðlar minna á daginn, hver á sinn hátt. Aðstaðafyrir nýja íþrótt á Islandi Vill fá bog- fimivöll í Laugardal Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi Framsóknarfiokksins, lagði fram tillögu í borgarstjórn í gær, þar sem lagt er til að borg- arskipuiag geri tillögu um lóð í Laugardal, þar sein aðstaða yrði fyrir nýja íþróttagrein hér á Iandi, bogfimi. Segir Alfreð að íþróttafélag fatl- aðra í Reykjavík hafi um nokkurra ára skeið leitað eftir því að fá út- hlutað ióð fyrir bogfimi, sem sé vaxandi íþróttagrein. Þessar um- leitanir hafa l'engið jákvæðar undir- tektir, en ekkert orðið úr fram- kvæmdum. Stærð vallar fyrir bogftmi þyrfti að vera 120 x 30 metrar. Telur Al- freð það ekki óeðlilegt að hinni nýju íþróttagrein yrði fundinn stað- ur í Laugardal, þar sem er miðstöð íþrótta í höfuðborginni, enda kjósi forráðamenn Iþróttafélags fatlaðra helst að starfsemin verði þar. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna Framhaldsskólann til fortíðar eða framtíðar? Opinn fundur þriðjudaginn 9. febrúar, kl. 20.30 á Hótel Sögu. Samræmd próf - hertar kröfur, flokkun nemenda aö loknum grunn- skóla, endurvakiö „gagnfræðapróf" eru meöal tillagna í áfangaskýrslu nefndar, um mótun menntastefnu sem kynnt var í siðusu viku. Allt hef- ur þetta heyrst áöur, en meöal nýmæla eru valddreifing í rekstri skóla, samræmt gæðamat á kennslu, lenging skólaársins og aukin ábyrgö atvinnulífsins á starfs- og verkmenntun á framhaldsskólastigi. Þetta eru m.a. viöbrögö yfirvalda menntamála viö kreppu fram- haldsskólans, sem hefur lengi blasaö viö, án þess aö menn þyröu aö ræöa hana opinskátt og opinberiega. Um miðjan áttunda áratuginn voru gerðar gagngerar breytingar á is- lensku skólakerfi, sem þvi miöur horföu ekki allar til heilla. Þessar breytingar og tillögur nefndar um mótun menntastefnu munu ræöa á fundinum 9. febrúar þau Eygló Eyjólfsdóttir, kennari Menntaskólans viö Hamrahlíö, Guöni Guömundsson, rektor Menntaskólans i Reykja- vík, Guðríður Sigurðardóttir, ráöunautur menntamálaráöherra í skóla- málum og Jón Torfi Jónasson, dósent Háskóla Islands. Fundarstjóri verður Margrét S. Björnsdóttir, formaöur FFJ. Allir velkomnir, fundargjald kr. 500. Ouöni Guöríöur Jón Torfi

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.