Alþýðublaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 25. mars 1993 Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Skapa traustan banka með skýr og afmörkuð markmið ✓ Framsögurœða fyrir frumvarpi til laga um SeÖlabanka Islands Málefni Seðlabankans eru nú mjög í umræðunni manna á meðal og til umræðu á Alþingi. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þær breytingar á lögum um Seðlabankann sem til umfjöllunar eru og að hverju þær miða, birtum við hér í megindráttum framsöguræðu Jóns Sigurðsson viðskiptaráðherra um málið. Aukið sjálfstæði seðlabanka þýðir hins vegar ckki að seðlabanki beri ekki ábyrgð á gerðum sín- um gagnvart lýðræðislega kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. segir Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra. Fyrstu heildarlögin um Seðlabanka Is- lands voru sett árið 1961. Með þeim lögum varð bankinn að sjálfstæðri stofnun en áður hafði hann um langan aldur verið önnur af megindeildum Landsbankans. Hugmyndir um sjálfstæðan Seðlabanka höfðu þó verið lengi til umræðu, eða allar götur frá 1934 að Erik Lundberg, kunnur sænskur hagfræð- ingur, gerði um það tillögur við skipulags- nefnd atvinnumála, sem þá starfaði á veg- um ríkisstjómarinnar. Lögin urn Seðlabankann frá 1961 voru endurskoðuð um miðjan níunda áratuginn og ný lög tóku gildi í maí 1986. Með þeim lögum var starfsemi bankans takmörkuð í meira mæli en áður hafði verið við það sem kalla mætti hefðbundin verkefni seðla- banka. Þannig var t.d. lögfest sú meginregla að bankinn skyldi einungis eiga viðskipti við innlánsstofnanir og ríkissjóð og honum var bannað að skipta við almenning og keppa við innlánsstofnanir um viðskipti. Mcð lögunum voru tengslin milli bindi- skyldu innlánsstofnana og endurkaupa Seðlabankans á afurðalánum af innláns- stofnunum endanlega rofin og bindiskyldan gerð að raunverulegu stjómtæki bankans í peningamálum. Jafnframt var bankanum í fyrsta skipti heimilað að setja innlánsstofn- unum reglur um lágmark eða meðaltal lauss fjár sem þeim beri ætíð að ráða yfir. Þá var almenn heimild Seðlabankans til að ákveða innláns- og útlánsvexti innlánsstofnana felld niður. Þó var bankanum heimilað við tilteknar aðstæður að binda vaxtaákvarðan- ir innlánsstofnana. Með lögunum var fellt niður það hlutverk Seðlabankans að veita umsagnir um umsóknir innlánsstofnana til að opna útibú og stunda gjaldeyrisviðskipti, enda gert ráð fyrir því að ákvarðanir þar að lútandi færðust alfarið til stofnananna sjálfra á grundvelli nýrra laga um þær og starfsemi þeirra. Þá var lögfest að ríkissjóð- ur endurgreiddi skammtímaskuld sína við bankann eigi síðaren þremurmánuðum eft- ir lok hvers fjárlagaárs. Loks má nefna að ákvæði um eftirlit bankans með innláns- stofnunum voru gerð mun ítarlegri en í fyrri lögum. Breyttar aðstæður Á þeim tæpu sjö ámm sem liðin em frá því seðlabankalögin gengu í gildi árið 1986 hafa orðið róttækar breytingar bæði á inn- lendum og alþjóðlegum tjármagnsmarkaði. Viðskiptabönkum og sparisjóðum hefur fækkað. Eignarleigufyrirtæki og verðbréfa- markaður hafa fest sig í sessi hér á landi. Viðskipti með hlutabréf hafa margfaldast og Verðbréfaþing Islands er að slíta bams- skónum. Hér á landi hefur myndast öflugur markaður fyrir langtímaverðbréf þar sem spariskírteini ríkissjóðs og húsbréf em fyr- iríerðarmest. Á allra síðustu misserum hef- ur markvisst verið byggður upp markaður fyrir skammtímaverðbréf, einkum ríkis- víxla. Þá hafa útboð ríkisverðbréfa leyst af hólmi beina sölu þeirra. Samtímis þessari öm þróun á innlendum fjármagnsmarkaði hefur markvisst verið dregið úr gjaldeyris- höftum, sérstaklega frá og með árinu 1990. Með nýjum gjaldeyrislögum sem Alþingi samþykkti í nóvember sl. og nýrri gjaldeyr- isreglugerð sem tók gildi um sl. áramót er leiðin að afnámi síðustu gjaldeyrishaftanna vörðuð. Það mun gerast í nokkmm áföng- um á næstu missemm. Á undanfömum ámm hafa fjármagns- markaðir um öll lönd tengst æ nánari bönd- um. Þetta gildir ekki eingöngu í Evrópu, þar sem þróunin hefur reyndar verið ömst, heldur einnig í Ameríku og Austurlöndum. Þá stefna öll ríki Austur-Evrópu og fyrmrn Sovétlýðveldi, a.m.k. í orði kveðnu, að fullri þátttöku í hinu alþjóðlega efnahags- og fjármagnskerfi. Sammni ljármagnsmarkaðanna skapar algerlega nýjar aðstæður fyrir hagstjóm. Hún verður vandasamari en áður og ný sjónarmið koma til skjalanna. Stjómtæki, sem áður dugðu vel, missa gildi sitt þegar einstaklingar og fyrirtæki geta án nokkurra takmarkana leitað eftir fyrirgreiðslu í öðr- um ríkjum. Þessar aðstæður gera einnig auknar kröfur til eftirlits með rekstri og starfsemi fjármálastofnana. Slíkt eftirlit er vaxandi þáttur í starfsemi seðlabanka með öðrum þjóðum. Aukið frjálsræði á fjármagnsmarkaði og í gjaldeyrismálum kallar á endurskoðun á þeim aðferðum sem seðlabankar beita til að hrinda stefnu sinni f peningamálum í fram- kvæmd. Þessar breyttu aðstæður krefjast aukins sjálfstæðis Seðlabankans og virkrar og faglegrar stjómunar lians til þess að bankinn geti brugðist skjótt við síbreytileg- um aðstæðum í peninga-, gengis- og gjald- eyrismálum. Sérstaklega er mikilvægt við þessi nýju skilyrði að bankanum sé tryggt sjálfstæði í framkvæmd peningamála. Að því hefur verið stefnt hér á landi um nokkurt skeið að gengi krónunnar ráðist í auknum mæli af framboði og eftirspum á markaði. Það er sama fyrirkomulag og þekkist í öllum nágrannaríkjum okkar. Fyrsta skrefið í þá átt var stigið í ársbyrjun 1992 þegar gjaldmiðlavogin, sem gengi krónunnar er miðað við, var einfölduð úr sautján gjaldmiðlum í einungis þrjá, Banda- ríkjadollar, japanskt yen og evrópsku mynt- eininguna ECU. Vegna umróts og óvissu á gjaldeyrismörkuðum hefur ekki þótt ráðlegt að hafast frekar að að sinni hvað varðar breytingar á gengisviðmiðun krónunnar. Hins vegar hefur undirbúningi að stofnun gjaldeyrismarkaðar hér innan lands miðað vel áfram. Þessi markaður yrði í upphafi fyrst og fremst millibankamarkaður. Allar krefjast þessar breytingar þess að stjómtæki Seðlabankans verði þannig að hann geti með kaupum og sölum á gjaldeyri, kaupum og sölum á verðbréfum, vaxtabreytingum og öðrum aðgerðum í peningamálum hald- ið gengi krónunnar innan þeirra marka sem ákveðin kunna að verða. Af öllu því sem ég nú hef rakið má vera ljóst að miklar breytingar hafa orðið innan lands og utan á fjármagnsmörkuðum frá því að lögin um Seðlabankann gengu í gildi ár- ið 1986. Á síðustu ámm hafa jafnframt komið í Ijós ýmis atriði sem betur mættu fara í seðlabankalögunum. Nægir þar að nefna ákvæðin um stjómtæki bankans í peningamálum, ákvæði um vaxtaíhlutun, samskipti bankans og ríkisstjómar, aðgang ríkissjóðs að lánsfé í bankanum, takmark- andi ákvæði um fyrirkomulag á skráningu á gengi krónunnar, skort á heimildum til að hafa eftirlit með nýjum tegundum stofnana á fjármagnsmarkaði og skort á heimildum til að setja innlánsstofnunum reglur um jafnvægi á milli verðtryggðra eigna og skulda. Úr sumu af þessu hefur verið bætt smám saman en þörfin fyrir heildarendur- skoðun seðlabankalaganna hefur stöðugt orðið skýrari. Forsaga frumvarpsins. I ljósi þeirrar þróunar sem ég hef hér stuttlega lýst var skipuð nefnd í febrúar 1991 undir forystu Ágústar Einarssonar, prófessors, til að endurskoöa lögin um Seðlabanka Islands og til þess að gera til- lögur um breytingar á þeim í samræmi við niðurstöður slíkrar endurskoðunar. Nefndin lauk störfum í apríl 1992 og lagði þá fram tillögur að frumvarpi til nýrra heildarlaga um Seðlabankann. Skömmu síðar var frumvarp, sem var óbreytt frá til- lögum nefndarinnar, lagt fram til kynningar á Alþingi. Að loknu þinghaldi vorið 1992 var frumvarpið sent fjöimörgum aðilum til umsagnar. Við endurskoðun á frumvarpinu hefur verið tekið tillit til margvíslegra ábendinga umsagnaraðila en í öllum veiga- mestu atriðunum, öllum stefnuatriðunum, er frumvarpið sem nú er til umræðu byggt á tillögum nefndarinnar frá apríl 1991, sem góð samstaða náðist um. Meginefni frumvarpsins. Þetta frumvarp til nýrra heildarlaga um Seðlabanka íslands felur í sér ýmsar grund- vallarbreytingar frá gildandi löggjöf og mun breyta miklu um starfsemi hans. Til- gangurinn er að skapa fjárhagslega traustan og sjálfstæðan banka sem hefur skýr og af- mörkuð markmið og ráði yfir stjómtækjum sem dugi til að ná þeim markmiðum. í grófum dráttum má segja að hlutverk seðlabanka sé fjórþætt. I fyrsta lagi að gefa út seðla og mynt. Seðlabankar hafa yfirleitt einkarétt á þessu sviði. 1 öðru lagi að varðveita gjaldeyrisforða landsins. I þriðja lagi að vera banki rtkissjóðs. I fjórða lagi að vera banki innlánsstofn- ana og veita þeim lán effjárhagslegt öryggi þeirra er í hœttu. Vegna viðskipta sinna við innlánsstofnanir og útgáfu seðla og myntar hefur seðlabönkum jafnframt verið falið í mörgum löndum að hafa eftirlit með staif- semi fjármálastofnana og eftirlit með greiðslumiðlun bœði í landinu og við út- lönd. Þau stjómtæki, sem seðlabankar hafa yf- ir að ráða, em einkum á sviði peningamála, gengis- og gjaldeyrismála. Algengustu stjómtæki seðlabanka á sviði peningamála eru bindiskylda, markaðsaðgerðir og ákvörðun vaxta í viðskiptum seðlabankans sjálfs. Með markaðsaðgerðum er að sjálf- sögðu átt við kaup og sölu verðbréfa á markaði. Á síðari ámm hefur mikilvægi markaðsaðgerða farið vaxandi. Með þeim getur seðlabanki haft áhrif á lausafé inn- lánsstofnana og þar með bein og óbein áhrif á vexti. Meginstjómtæki seðlabanka á sviði gengis- og gjaldeyrismála em ýmist bein ákvörðun um gengi gjaldmiðilsins eða kaup og sala á erlendum gjaldeyri á gjaldeyris- markaði til þess að hafa þannig áhrif á gengið. A undanfömum ámm hefur vaxandi áhersla verið lögð á gildi þess að tryggja stöðugt verðlag. Þetta á einkum rætur að rekja til reynslunnar af mikilli verðbólgu víða um hcim á áttunda áratugnum. Talið er nauðsynlegt að tryggja aga við stjóm pen- ingamála þannig að stjóm þeirra ráðist ekki af skammtímasjónarmiðum. Hér liggur að baki það sjónarmið að ríkisstjómir á hverj- um tíma kunni að freistast til þess að slaka á taumhaldi peningamála í því skyni að ná öðmm efnahagslegum markmiðum en stöðugu verðlagi með ýmis stjómmálaleg sjónarmið í huga. Af þessum sökum kann að vera heppilegt að auka sjálfstæði seðla- bankans og einfalda markmið hans og fela honum fyrst og fremst það markmið að stuðla að stöðugu verðlagi. f þessu felst að bankinn móti stefnu í peningamálum og beiti stjómtækjum sínum á því sviði án beinna afskipta ríkisstjómar. Með þessu móti er komið á þeirri verkaskiptingu milli ríkisstjómar og seðlabanka að bankinn ein- beiti sér að stjóm peningamála í þvf skyni að stuðla að stöðugu verðlagi. Eðli seðla- bankastarfseminnar gerir það að verkum að eðlilegast er að fela honum þetta verkefni. Þau stjómtæki, sem hann hefur yfir að ráða, hafa áhrif á vextina. Vaxtabreytingar hafa aftur áhrif á bæði gengi viðkomandi gjald- miðils, þegar engar hömlur em á fjár- magnshreyfingum milli landa, og á eftir- spum innan lands. Breytingar á gengi gjald- miðils og innlendri eftirspum hafa síðan áhrif á verðlagsþróun innan lands. Öðrum efnahagslegum markmiðum sem eru mikil- væg, svo sem jöfnuði í viðskiptum við út- lönd. háu atvinnustigi og góðum rekstrar- skilyrðum atvinnuvega, er alls ekki fómað á kostnað verðlagsmarkmiðs sjálfstæðs seðlabanka heldur verða þau fyrst og fremst á verksviði ríkisstjómar sem starfar í um- boði lýðræðislega kjörinna fulltrúa þjóðar- innar. Til að ná þessum efnahagslegu mark- miðum getur ríkisstjóm beitt stefnu í geng- ismálum. ríkisfjármálum og launamálum að því leyti sem þau koma til kasta stjóm- valda. Með þessum hætti er það flestra álit að verkaskipting milli seðlabanka og ríkis- stjómar verði skýrari og eðlilegri. Aukið sjálfstæði seðlabanka þýðir hins vegar ekki að seðlabanki beri ekki ábyrgð á gerðum sínum gagnvart lýðræðislega kjömum fulltrúum þjóðarinnar. Með auknu sjálfstæði bankans er eðlilegt að honum verði lagðar á herðar auknar skyldur til að upplýsa almenning og kjöma fulltrúa hans um stefnu sína og aðgerðir. Einnig er nauð- synlegt að fulltrúar kjömir til eftirlits með starfsemi bankans fái aukið vald og hlut- verk. Þessar breytingar hljóta að vera nauð- synlegt og eðlilegt mótvægi við aukið sjálf- stæði bankans. Markmið Einn veigamesti galli á lögunum um Seðlabanka Islands er að í þeim eru honum sett nokkur markmið sem iðulega em ill- samrýmanleg. Það veldur því að Seðla- bankinn þarf að velja á milli þeirra. Slíkt val er í eðli sínu stjómmálalegt og á því með réttu að fara frarn á vettvangi kjörinna full- trúa almennings. Markmið Seðlabankans samkvæmt gild- andi lögum eru þessi: 1. Að vinna aðþvíaðpeningamagn íum- ferð ogframboð lánsfjár sé hœfilegt miðað við það að verðlag haldist stöðugt ogfram- leiðslugeta atvinnuvéganna sé hagnýtt á sem fyllstan og hagkyœmastan hátt. Hér er því í rauninni um tvíþœtt markmið að rœða. 2. Að varðveita og efla gjaldeyrissjóð er nœgi til þess að tiyggja frjáls viðskipti við útlönd og fjárhagslegt ötyggi þjóðarinnar út á við. 3. Að vinna að því að efnahagsstefna rík- isstjórnarinnar nái tilgangi sínum. Þessi markmið geta hæglega stangasí á og nokkur þeirra eru í rauninni utan áhrifa- sviðs stjómtækja Seðlabankans. Stjómtæki bankans em á sviði peninga- og gengis- mála. Með þeim er ekki unnt að tryggja að framleiðslugeta atvinnuveganna sé nýtt á sem fyllstan og hagkvæmastan hátt. Þar verða að koma til önnur stjómtæki í efna- hagsmálum auk aðgerða atvinnufyrirtækj- anna sjálfra. Svipuðu máli gegnir um mark- miðið að tryggja rekstrargmndvöll útflutn- ings- og samkeppnisgreina sem var í seðla- bankalögunum þar til í fyrra er Alþingi felldi það brott. Einnig má benda á að Seðlabankinn getur ekki einn tryggt jöfnuð í viðskiptum við útlönd heldur skiptir þar ekki minna máli stefnan í ríkisfjármálum og launamálum. Reynslan bæði hér á landi og erlendis sýnir svo ekki verður um villst að það þjón- ar engum tilgangi að fela seðlabanka fleiri verkefni en hann hefur stjómtæki til að ráða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.