Alþýðublaðið - 02.04.1993, Blaðsíða 1
MIYBUBUBU
wst
TVOFALDUR1. vinningur
Föstudagur 2. apríl 1993
52. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR
''v.
Erlendir séifrœðingar koma og dœma um arðsemi stálbrœðslu í
Helluhrauni í Hafnarfirði
MUN LEGGJA NIÐUR VOPNIN
VERÐINIÐURSTAÐA NEIKVÆÐ
-segir Haraldur Olason, byggingameistari,
sem unnið hefur að endurreisn stálbrœðslu á grunni þrotabús
/
Islenska stálfélagsins hf.
„Ég mun hlíta þessum stóra-
dómi í einu og öllu, hver sem nið-
urstaðan verður“, sagði Harald-
ur Ólason, byggingameistari, en
hann hefur unnið mikið og gott
starf að endurreisn verksmiðju
íslenska stálfélagsins hf.í Hellu-
hrauni í Hafnarfirði, en þrotabú
þess félags hefur staðið autt og
yfirgefið í á annað ár. „Verði nið-
urstaðan neikvæð, mun ég leggja
niður vopnin“, sagði Haraldur.
Sá stóridómur sem Haraldur
vitnar til, er álitsgerð, sem tveir er-
lendir sérfræðingar munu gera
snemma í næstu viku, á mánudag
eða þriðjudag. Væntanlegir eru
hingað til lands enskur verkfræð-
ingur og danskur sérfræðingur sem
rekið hefur stálbræðslu. Það er
Daninn sem verður einskonar yfir-
dómari um það hvort hyggilegt sé
að endurreisa stálverið að nýju.
„Utlendu sérfræðingamir munu
skoða hér vélar, tæki og aðstæður
allar og yfirfara alla hluti og standa
Haraldur Ólason hefur unnið mikið starf í sambandi við stálverið.
í fundahöldum með okkur. Bæði
Iðnþróunarsjóður og Búnaðarbank-
inn em inni á þessari leið“, sagði
Haraldur í viðtali við Alþýðublaðið
í gær.
Haraldur Ólason hefur unnið
Búnaðarbankinn
í Halnarf jörð?
Bankinn hefur mikinn hug á að opna þar útibú, segir Guðni
Agústssonjormaður bankaráðs Búnaðarbankans
Búnaðarbankinn hefur haft mikinn f
hug á að opna útibú í Hafnarfirði og
lítur á Hafnarfjörð sem mikinn
framtíðarstað", sagði Guðni Ag-
ústsson, formaður bankaráðs Bún-
aðarbankans. Hann sagði að bank-
inn væri enn að athuga staðsetningu
fyrir bankann.
Guðni vildi ekki staðfesta að
bankinn væri sérstaklega að huga að
húsnæði í nýja þjónustu- og versl-
unarkjamanum í miðbæ Hafnar-
fjarðar. Hann sagði hins vegar að
málið hefði verið til umfjöllunar í
bankaráði Búnaðarbankans og væri
það mjög áfram um að stofna útibú
i Hafnarfirði. Guðntundur gat þess
að Haukur Helgason, skólastjóri í
Öldutúnsskóla, sem situr í banka-
ráðinu væri mikill hvatamaður að
því að Búnaðarbankinn kæmi til
Hafnarfjarðar.
mikið starf í sambandi við stálver-
ið. Hann var í stjóm íslenska stálfé-
lagsins hf. um árabil, og eftir að fyr-
irtækið fór í gjaldþrot hefur hann
unnið að því upp á eindæmi að end-
urreisa verksmiðjureksturinn.
„Mín rök em einföld. Við eigum
hráefnið, við eigum afskrifaða eign,
höfum aðgang að ódýrri raforku, og
hér er fyrir hendi góður mannskap-
ur. Ég hef haldið því fram á þessum
forsendum að rekstur stálbræðsl-
unnar eigi að geta tekist“, sagði
Haraldur í gær.
Hann sagði að hér væri um að
ræða störf fyrir 30 manns til að
byrja með, en sá fjöldi gæti orðið
meiri síðar, þegar reksturinn þróast.
Það væri hreint ekki lítið, því sam-
kvæmt upplýsingum iðnrekenda
sköpuðust fjögur störf í öðmm
greinum með hverju einu starfi sem
skapað er í iðnaði.
Haraldur sagði að vissulega yrðu
það vonbrigði ef ekkert yrði af
áframhaldandi rekstri stálversins.
Þá lægi nánast ekki annað fyrir en
að selja vélar og tæki úr landi.
Flugdrekasýning á Listahátíð
í Hafnarfirði í júní
Efni Alþýöublaðsins í dag er sérstaklega tileinkaö Hafnarfiröi. Meöal annars efnis er að finna viötal viö Guömund
Árna Stefánsson bæjarstjóra í opnu blaösins, grein um listahátíö sem haldin veröur í júní í Hafnarfiröi, viötöl við Gísla
Agúst Gunnlaugsson, formann skólanefndar, og Grétar Þorleifsson, forinann Félags byggingariðnaöarmanna og
fieira. Það er ávallt líf og fjör í Hafnarfiröi.