Alþýðublaðið - 02.04.1993, Page 3

Alþýðublaðið - 02.04.1993, Page 3
Föstuudagur 2. apríl 1993 3 Alþjóðlegt handknattleiksmót unglinga í Kaplakrika 84 lið taka þáH í mótinu Þar afsex erlendir hóparfrá Svíþjóð og Þýskalandi Alþjóðlegt handknattleiksmót ung- linga, Icelandic Cup, verður haldið í Kaplakrika 8.-11. aprfl. Mótið er haldið í samvinnu handknattleiksdeildar FH og íþróttadeildar Úrvals- Útsýn. Þetta er í fyrsta skipti sem alþjóðlegt handknatt- leiksmót unglinga er haldið hér á landi. Það er gamla handboltakempan Geir Hallsteinsson sem hefur haft veg og vanda að undirbúningi mótsins. Hann sagði við Alþýðublaðið að þátttakan í mótinu hefði verið vonum framar og alls 84 lið skráð sig til leiks, þar af 8 erlend, ífá Svíþjóð og Þýskalandi. Auglýsingin um mótið hefði að vísu ekki farið út fyrr en fyrir sjö mánuðum og væri það almennt of stuttur fyrirvari fyr- ir þau lið sem hingað vilja koma erlendis frá. Geir segir að það sé mjög gott að geta boðið íslenskum liðum að spreyta sig við erlend lið án þess að þurfa að fara til útlanda með tilheyrandi kosmaði. A mótinu keppa bæði drengir og stúlkur í 2., 3., 4. og 5. flokki. Þeir keppendur sem koma erlendis frá og utan af landi munu gista í Víðistaðaskóla, segir Geir. Þeim verður jafnframt boðið upp á tvær máltíðir á dag fyrir mjög hóflegt verð. Keppt verður f tveimur völlum í Kaplakrika og t Iþróttahúsinu við Strand- götu. Geir sagðist vilja hvetja alla Hafnfirð- inga og aðra til að fylgjast með mótinu, en það hefst kl. 8:30 á morgnana og stendur ffam til klukkan 10:30 á kvöldin. Geir Hallsteinsson FH-ingur í Kaplakrikanum en hann hefur haft veg og vanda að undirbúningi alþjóðamótsins í handbolta unglinga Hjalti Guðmundsson, Birna Björnsdóttir og Elín Sigurðardóttir í Suðurbæjarlauginni.í Hafnarfirði Islandsmeistaramótið í sundi innanhúss Birna vann þrenn gull- verðlaun Hjalti Guðmundsson valinn efni- legasti sundmaður mótsins íslandsmeistaramótið í sundi innanhúss fór fram í Sund- höll Reykjavíkur um síðustu helgi. Sundfélag Hafnarfjarð- ar sendi að venju marga þátttakendur á mótið og má segja að sjaldan eða aldrei hafi þeir náð betri árangri en nú. Sett voru tíu ný Hafnarfjarðarmet og setti Elín Sigurðardóttir fímm þeirra, auk þess sem hún var í boðsundssveit SH sem setti fjögur ný Hafnarf jarðarmet á mótinu. Einnig voru sett fimm ný hafnfirsk aldursflokkamet og setti Davíð Freyr Þórunnarson þrjú þeirra. Allir keppendur SH settu per- sónuleg met á mótinu, eða voru við sitt besta, sem sýnir að mikil gróska er hjá SH og má búast við góðum afrekum á næstunni. Bima Bjömsdóttir sýndi mikla yfirburði í 100 og 200 m bringusundinu og var langt á undan næstu keppendum í báðum greinum. Hún er nú aftur að komast í sitt gamla form, en hún sneri sér að frjálsum íþróttum um tíma á kostnað sundsins og er nú að komast í „toppform” aftur. Hún var valin í landsliðið eft- ir mótið og mun á næstunni taka þátt í smáþjóðaleikunum á Möltu. Elín Sigurðardóttir var einnig valin í landsliðið og mun einnig keppa á Möltu. Hjalti Guðmundsson sem er einn efnilegasti sundmaður landsins í dag var að vonum valinn efnilegasti sundmaður ís- landsmótsins og einnig í unglingalandsliðið sem keppir í Lúx- embúrg á næstuhni. Nýr Favorit Ekki bara betri, heldur 548 sinnum betril Nýr og endurbættur Favorit hefur nú litið dagsins Ijós. Eftir að Skoda verksmiðjurnar sameinuðust Volkswagen samsteypunni hafa þýskir tækni- og hugvitsmenn lagt nótt við dag. Útkoman er glæsilegur fimm dyra hlaðbakur, sem státar af 548 endurbótum, stórum sem smáum. Favorit er nú framleiddur samkvæmt kröfum og stöðlum Volkswagen, sem tryggja meiri gæði, aukið öryggi og betri endingu. Vélin er með hvarfakút og tölvustýrðri Bosch Motronic innspýtingu og kveikju, sem er viðhaldsfrí og dregur úr bensíneyðslu. í hurðum eru styrktarbitar, og innréttingar eru nýjar. Það sama gildir um bremsukerfið, rafkerfið og margt, margt fleira. Hinir f|ölmörgu aðdáendur Favorit hafa því fengið 548 nýjar ástæður til þess að velja þennan vinsæla bíl. Og er þá ein ótalin: Nefnilega verðið! Nýr framhjóladrifinn Favorit LXi, 5 dyra og 5 gíra kostar kr. 598.000.- á götuna, og fæst í 9 spennandi og frískum litum. Komdu og reynsluaktu nýjum Favorit. Söludeild Jöfurs er opin virka daga 9-18 og laugardaga 12-16. ÁFULLRIFERDl Aukabúnaður á mynd: 15" álfelgur. Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.