Alþýðublaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 2
2 Föstudagur7. maí 1993 Mlimm HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóöur Sigurösson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 Fjandmaður reykinga númer eitt - og stærsta dagblað Norðurlanda heiðruð fyrir baráttuna gegn stœrsta heilsufarsvandamáli nútímamannsins - REYKINGUM GUNNAR Á HLÍÐARENDA VAR EKKIREYKINGAMADUR -né þekktu þeir tóbak Grettir Asmundsson og Egill sterki á Borg Afkastamikið þing Forsætisráðherra frestaði fundum Alþingis aðfaranótt sunnudags, eftir óvenju langt, stormasamt en afkastamikið þinghald. Einsog menn muna var þing kall- að saman skömmu eftir mitt sumar, þann 17. ágúst, til að hefja vinnu sína á samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Þegar upp var staðið voru þing- fundardagar orðnir alls 132, sem er með því allra mesta frá upphafí. Þingfund- ir urðu alls 177, og til meðferðar í þinginu voru 597 mál. Þar af hlutu 395 þing- mál afgreiðslu, og tala prentaðra þingskjala varð alls 1298. Samtals vom lögð fram 216 lagafrumvörp; af þeim voru stjómarfmmvörp 154 og þingmannafmmvörp urðu 62. Af stjómarfmmvörpum vom 97 afgreidd sem lög frá Alþingi, og 10 ffumvörp þingmanna urðu einnig að lögum, auk þess sem þremur var vísað til ríkisstjómarinnar. Alls urðu því 107 af 216 fmmvörp- um þingsins að lögum. Tillögur til þingsályktunar vora alls 116, þar af 19 frá ríkisstjóminni og 97 frá einstökum þingmönnum. Af þeim hlutu 33 samþykki Alþingis. Jafnframt vom bomar fram 246 fyrirspumir, sem allar vom afgreiddar nema 5. Af þeim vom 146 bomar fram munnlega í hefðbundnum fyrirspumartíma þingsins, en 104 voru lagðar fram skriflega. Þá bámst þinginu 19 skýrslur frá ráðhermm, en þar af höfðu þingmenn óskað sérstaklega eftir tveimur þeirra. Það er athyglisvert, að fyrirspumir þingmanna og óskir um skýrslur setja nú meiri svip á störf þingsins en áður. Með því er þingið í vaxandi mæli að veita framkvæmdavaldinu aukið aðhald, og fetar þannig í slóð erlendra þinga, þar sem sérstakar þingnefndir em gjaman settar á fót til að kafa í einstök mál sem heyra undir framkvæmdavaldið. Þessi þróun er af hinu góða; það er jákvætt að efla þau færi sem þingmenn hafa til að rannsaka einstakar aðgerðir ífam- kvæmdavaldsins, og reisa þannig skorður við því að ráðherrar fari út fyrir þau mörk, sem þeim em heimil. Víða erlendis er lögð æ meiri áhersla á rannsóknaþátt þjóðþinganna. Þessi til- högun setur framkvæmdavaldinu mjög strangt aðhald. Hér á landi em raunar famar að heyrast raddir um nauðsyn rannsóknamefnda og mun án efa vaxa þróttur á næstu ámm. Það væri í rökréttu framhaldi af því aukna aðhaldshlut- verki fyrirspuma og skýrslubeiðna þingmanna til ráðherra, að svigrúm fyrir slíkar nefhdir yrði á næstu ámm aukið innan vébanda þingsins. Einsog sést af þessari upptalningu var þing síðasta vetrar með eindæmum af- kastamikið, þrátt fyrir stormviðri á köflum, einsog eðlilegt er á erfiðleikatím- um. Þingið samþykkti fjölda mjög merkra laga, sem sum marka tímamót. Einkum er athyglisvert, hversu mörg þeirra tengdust bættum leikreglum í við- skiptalífinu. Þar ber samninginn um evrópska efhahagssvæðið efst, en tollfríðindin, sem hann færir sjávarútveginum munu skipta sköpum fyrir greinina. Þrír bálkar um verðbréfaviðskipti urðu að lögum og tímamótandi lög vom sett um viðskipta- banka og sparisjóði. En einn af hátindunum á þessu sviði vom þó óneitanlega langþráð samkeppnislög. Með þeim em loksins settar leikreglur í íslensku við- skiptalífi, sem eiga að hindra að einokun og fákeppni geti skaðað neytendur hér á landi. Samkeppnislögin er því án efa meðal merkustu lagasetninga þessa þings. Jafnframt setti þingið brautryðjandi lög um sameiningu sveitarfélaga, sem sag- an á eftir að skrá sem kaflaskipti í þróun íslenskra sveitarfélaga. Þá má nefna mjög þýðingarmikil stjómsýslulög, sem em óumdeilanlega mikil réttarbót fyr- ir almenning í landinu. Þar em lögfestar réttarreglur í stjómsýslunni, sem hing- að til hafa verið óskráðar, en styrkja mjög vald umboðsmanns Alþingis til íhlut- unar fyrir hönd þeirra, sem leita til hans vegna viðskipta sinna við fram- kvæmdavaldið. Þar er meðal annars kveðið á um vanhæfi fulltrúa fram- kvæmdavaldsins til að úrskurða um skyldur einstaklinga, ef til staðar em óeðli- leg vensl eða hagsmunaárekstrar em ljósir. Sömuleiðis er í stjómsýslulögunum kveðið á um andmælarétt einstaklinga gegn ákvörðunum framkvæmdavalds- ins, þannig að réttarbótin, sem í lögunum felst, er ótvíræð. Þingið, sem frestað var í síðustu viku, er því óumdeilanlega eitt hinna afkasta- mestu í sögunni. Frá Skúla Johnsen, Gautaborg, föstudag: Á undanförnum árum hefur ár hvert í tengslum við samnorrænan Dag heils- unnar, verið úthlutað sérstökum verð- launum til þess eða þeirra sem taldir eru hafa sýnt merkan árangur í verkefnum sem hefðu þýðingu fyrir árangur í heilsufarsefnum á Norðurlöndum. Norræni heilbrigðisfræðaháskólinn hér í Gautaborg ber ábyrgð á að velja fyrir hönd norræna ráðherraráðsins þá aðila sem fá úthlutað verðlaunum ár hvert. Islands að góðu getið Við athöfn hér í gær, flutti formaður stjómar skólans, Davíð Á. Gunnarsson, for- stjóri Ríkisspítalanna, ávarp og tilkynnti að tveir aðilar hefðu verið útnefndir til verð- launa í þetta sinn. Það voru Kjell Bjartveit, yfirlæknir við Heilsuvemdarstofnun Noregs, fyrir baráttu sína gegn reykingum í Noregi og á alþjóð- legum vettvangi - og hinsvegar sænska dagblaðið Dagens Nyheter fyrir baráttu sína gegn reykingum sem hófst í nóvember síð- astliðnum. Báðir verðlaunahafamir héldu ávöip í til- efni af útnefningunni og var það athyglis- vert hversu oft Kjell Bartveit nefndi fram- göngu Islands í baráttu gegn reykingum. Reykingabaráttan selur blaðið Fulltrúi Dagens Nyheter lýsti því hvers- vegna það blað hefði tekið ákvörðun um að gera baráttu gegn reykingum að forsíðuefni í nokkra mánuði, en það var talið áhættu- samt af mörgum þeirra sem stjóma blaðinu. Útkoman varð hinsvegar sú að sölutölur hækkuðu og þetta ffamtak reyndist annað af tveimur efnum sem DN hefur birt frá upp- hafi, sem hefur vakið önnur eins viðbrögð hjá lesendunum. Verðlaunaféð sem skipt var jafnt milli verðlaunahafa var 300 þúsund íslenskar krónur. Næsta ár verða verðlaunin 500 þús- und krónur. Verslunarmiðstöðvar reyklausar í ræðu sinni gat Lennart Köhler, rektor Norræna heilbrigðisfræðaskólans almennt um skaðsemi reykinga og starf skólans að rannsóknum, íræðslu og baráttu gegn reyk- ingum. Fyrir tilstuðlan skólans hefði m.a. tekist að gera nokkrar verslunarmiðstöðvar Gautaborgar reyklausar. Gat rektorinn þess að í ár hefði verið ákveðið að velja verð- launaathöfninni sérstakan dag, venjan hefði verið sú að afhenda verðlaunin á heilu- vemdardegi WHO, alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar. f ár væri ennfremur brugðið frá slagorði þess dags, sem var of- beldi. Þess í stað væri á þessum degi tekið á öðm heilbrigðisvandamáli almennings, tóbaksreykingum. Ekki reykti Gunnar á Hlíðarenda! Davíð Á. Gunnarsson hélt ræðu og af- henti verðlaunin. Hann gat þess að ánægju- legt hefði verið að koma fljúgandi til Gauta- borgar í næstum þrjá tíma án þess að reykt væri um borð. Það væri stór sigur fyrir nor- ræna heilsuvemd, þegar flug innan Norður- landa varð reyklaust. Þannig hefði ástandið ekki alltaf verið. Vitnaði Davið í gamlar heimildir um reykingar á íslandi. Fyrstu skráðu heimild- imar um reykingar em frá 1615 í Reisubók Jóns Indíafara. Fram til þess tíma vom reykingar á Islandi óþekktar. „Við vitum að Haraldur hárfagri, Noregs- konungur, reykti ekki. Gunnar á Hlíðarenda vissi ekki hvað reykingar voru, að ekki sé talað um kempumar Egil Skallagrímsson og Gretti Ás- mundsson", sagði Davíð. Fjandmaður reykinga númer eitt Lagði Davíð áherslu á að ástandið í dag væri á annan og verri veg. Reykingar væm alþjóðlegt vandamál og orsök nærri 20 prósenta af dauðs- föllum í löndum Vestur-Evrópu. Samkvæmt nýrri norskri Gallup- könnun hefðu 40% svarað játandi spumingunni „Kemur það fyrir að þú reykir?“. Talið er að 33% kvenna í Noregi reyki daglega og 37% karla yfir 15 ára aldri. Sagði Davíð greini- lega við ramman reip að draga í þess- um efnum í Noregi sem og í öðrum löndum. Það væri því mikilvægt að eiga baráttumann eins og Kjell Bjartveit. Greindi Davíð frá ferli Bjartveits og bar- áttu hans gegn reykingum. Kjell Bjartveit útskrifaðist sem læknir 24 ára, og var yngsti læknir landsins. Árið 1959 varð hann sér- fræðingur í lungnasjúkdómum. f 35 ár hef- ur hann barist hatrammlega gegn reyking- unum, og þess vegna hefur hann hlotið þann eftirsótta titil að vera kallaður Fjand- maður reykinganna númer eitt. Um þátt Dagens Nyheter sagði Davíð Gunnarsson að hann gæti ekki annað en dáðst að og þakkað blaðinu fyrir einstakt fordæmi í læknisfræðilegri blaðamennsku sem fram hefði komið í raðskrifum blaðsins um skaðleg áhrif tóbaksreykinga. Slík skrif væm sjaldséð á íslandi. Sagði Davíð að með greinaflokknum „Lífið liðast upp í reyk“ hafi blaðið án efa hjálpað mörgum sem vilja hætta að reykja, en talið er að 7 af hveijum 10 sem reykja, vilji hætta. DN væri stærsta dagblað Norðurlandanna og þekkt fyrir sterk tök sín á ýmsum vandamálum þjóðfélagsins. Blaðið hefði hér gert meira í því skyni að breiða út þekkingu um vanda- málið reykingar en væri á færi jafnvel hæf- ustu vísindamanna. Atburðir dagsins 1812 Forsætisráðhenra Bretlands, Spencer Perceval, 50 ára gamall, skotinn til bana í neðri deild þingsins af hinum gjaldþrota John Bel- lingham. 1824 Bretar hertaka Rangoon og nota gufuskip í stríði í fyrsta skipti. 1858 Minnesota verður 32. íylki Bandaríkjanna. 1900 Jim Jeffries leggur að velli fyrrum heimsmeistara í hnefaleik- um, James J. Corbett, með vel útilátnu rothöggi, eftir 23 lotur. 1956 Elvis Presley kemst í fyrsta sinn á vinsældalistana vestra með lagið Heartbreak Hotel, sem allir munu kannast við. 1960 Lengsta farþegaskip heims, SS France, er sjósett í St. Nazare af sjálfum de Gaulle. 1985 Áhorfendastúkan hjá knattspymufélaginu Bradford City í norður Englandi verður eldi að bráð, - 40 áhorfendur missa lífið og 170 slasast. 1988 Kim Philby, fyirum leyniþjónustumaður Breta og yfirmaður hennar, og reyndist síðan vera njósnari Rússa, deyr í útlegðinni í Sovétríkjunum, 76 ára að aldri. Afmælisdagar Irving Berlin, 1888 Fæddur í Rússlandi en varð bandarískur borg- ari. Samdi ógrynni vinsælla laga fyrir söngleiki og kvikmyndir. Martha Grayham, 1893 Amerísk dansmey og einhver áhrifamesti kennari nútímadansins. Salvador Dali, 1904 Spánskur listmálari sem málaði í súrrealis- tískum stQ og var ekki síður þekktur fyrir stórmennskubrjálæði en gæðahandbragð í list sinni. Phil Silvers, 1912 Amerískur grínisti. Eric Burdon, 1941 Breskur rokksöngvari sem starfaði með The Animals áður en hann fór að syngja á eigin spýtur. LONDON í STRÍÐ- INU - Þennan dag árið 1941 varð Lundúnaborg fyrir einhverri verstu árásinni í stríðinu. í það minnsta 1.400 borgarbúar létu lífið þegar 550 þýskar orrustuflugvélar köstuðu hundruðum sprengja og meira en 100 þúsund íkveikjusprengjum á borgina. Fram til þcssa höfðu um 20 þúsund Lundúna- búar farist í árásum Þjóðverja og 25 þúsund slasast. Þjóðverjar sögðu þetta hefnd fyrir árásir breskra flugvéla á þýskar borgir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.