Alþýðublaðið - 11.05.1993, Síða 8

Alþýðublaðið - 11.05.1993, Síða 8
K G K G L#TT# .. alltaf á nxidvikudögiun L#TT# .. alltaf á inidvikudöguin Sameining sveitatfélaga Kosningum skal lokið 1. des. Breið samstaða á Alþingi umfrumvarp um sameiningu sveitarfélaga og tillögur um sameiningu liggi fyrir frá landshlutasamtökum fyrir 15. sept. Breið samstaða náðist um frum- varp um sameiningu sveitarfélaga á Alþingi. Þar er gert ráð fyrir að kosningum um sameiningu sveitar- félaga verði lokið fyrir 1. desember á þessu ári. Alþýðublaðið innti Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra eftir því hvert yrði fram- hald málsins „Það gengur þannig fyrir sig að landshlutasamtökin munu skipa umdæmanefndir á starfssvæði allra landshlutasamtaka. Þessar um- dæmanefndir gera tillögur um nýja skiptingu landshluta í sveitarfélög. Tillögumar eiga að vera tilbúnar fyrir 15. september. Þá er gert ráð fyrir því að sveitarstjómir fjalli um þær til 1. nóvember en þær geta ekki breytt þeim eða afgreitt þær frá sinni hendi. Síðan fara tillögumar til atkvæðagreiðsiu á tímabilinu frá 1. nóvember til I. desember meðal íbúa viðkomandi sveitarfélaga", segir Jóhanna. Atkvæðagreiðsla mun fara fram samtímis innan hvers landshluta en þarf ekki að fara fram samtímis í öllum landshlutum. Ef tillaga um sameiningu sveitarfélaga hlýtur meirihluta greiddra atkvæða í hverju sveitarfélagi fyrir sig telst hún samþykkt. „Þá þarfsegir Jó- hanna, „að taka afstöðu til hvemig sameiningin fari fram og t.d. hversu margir skuli sitja í stjóm hins nýja sveitarfélags og hvað það skuli heita.“ Þrátt fyrir að tillaga sem tekur til sameiningar nokkurra sveitarfélaga verði ekki samþykkt í einu sveitar- félagi, eða innan við 2/3 þeirra sveitarfélaga sem sameinast eiga, geta þau sveitarfélög sem sam- þykktu tillöguna sameinast svo fremur sem landfræðilégar aðstæð- ur hindri það ekki. Það verður því talið sérstaklega í hverju sveitarfé- Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra. lagi fyrir sig í atkvæðagreiðslum um sameiningu. Síðan verður heimild til þess, ef umdæmisnefnd kýs, að leggja fyrir nýjar tillögur um sameiningu sveit- arfélaga verði fyrsta tillagan felld. Það getur t.d. komið upp í tilfellum þar sem fimm sveitarfélög kjósa um sameiningu og tvö þeirra væru því andvíg. Þá er gert ráð fyrir að hægt sé t.d. að koma fram með nýja tillögu um sameiningu þeirra þrigg- ja sveitarfélaga sem samþykk voru sameiningu. „Ég mun núna skipa samráðs- nefnd um sameiningu sveitarfélaga sem segja má að taki við af sveitar- félaganefndinni", segir félagsmála- ráðherra. I henni eigi sæti fulltrúar allra þingflokka, Byggðastofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytisins. Þessi nefnd mun verða umdæmanefnd- unum til ráðuneytis. Fundur alþjóða hvalveiðiráðsins í Japan GRÆNFRIÐUNGAR HEIMTA BANN Grænfriðungar fara mikinn í sambandi við árlegan fund Al- þjóða hvalveiðiráðsins í Kyoto í Japan, sem hófst í gær. Vilja þeir að algjört hvalveiðibann rfki áfram og að hvalir á norðurslóð- um eignist friðland. Ný skýrsla Grænfriðunga var kynnt í gær, en hún heitir Hvalir í breyttum höfum. „Hvalveiðar í ágóðaskyni hafa ævinlega gengið á hvalastofnana og munu alltaf gera það“, sagði Kieran Mulvaney, talsmaður Greenpeace- samtakanna. „Það er aðeins ein leið til í „stjómuri' hvalveiða, sem leið- ir til þess að koma í veg fyrir útrým- ingu annarra stofna, - og það er al- gjör stöðvun hvalveiða í ábata- skyni". Talsmaðurinn sagði að höfuð- áherslu bæri að leggja á algjört hvalveiðibann, sem og friðað svæði fyrir hvali í norðurhöfum, en einnig aðrar þær hættur sem að hvölum snúa í dag. Greenpeace gagnrýnir nú mjög það sem þeir kalla óðagot í að koma á endurskoðuðu framkvæmdakerfi í hvalveiðum. Slíku kerfi eigi nú komið á vegna þrýstings frá hval- veiðiþjóðum, því eigi að þröngva með hraði gegnum Alþjóða hval- veiðiráðið án nægjanlegrar vísinda- legrar vitneskju, en árangurinn segja Grænfriðungar verða þann einan að hvalveiðar í ábataskyni hefjist aftur á hvalastofnum sem nú þegar séu að þrotum komnir. I hinni nýju skýrslu er enn- fremur tekið á atriðum eins og eitruðum hafsvæðum, þynn- ingu ósonlagsins og minnkandi fiski í höfunum fyrir hvalina að éta. „Ástandið er alvarlegt. AJirif mannlegra athafna em greini- leg, beint og óbeint, og allar vís- bendingar benda til að ástandið fari versnandi áður en það getur aftur farið að lagast. Þrátt fyrir þetta halda nokkrar þjóðir áfram að þrýsta á um að taka upp að nýju hvalveiðar í ágóða- skyni af fullum þunga“, segja grænfriðungar. Sem fyrr fer lítið fyrir vís- indalegum rökum grænífið- unga. en vitað er að málstaður þeirra nýtur mikils fylgis svo- kallaðrar „kjörbúöakynslóðar“ vestanhafs sem austan. Útflytjendur hér á landi hafa haft samband við Alþýðublaðið og haft áhyggjur af þróun mála. Einn þeirra, sem stend- ur í tilraunaútflutningi á kindakjöti til Bandaríkjanna, hringdi frá Bandaríkjunum á föstudag og sagð- ist finna áþreifanlega fyrir því að hvalfriðunin ætti hug manna og hjörtu. Það væri sama hvort mál- staður Greenpeace væri réttur eða rangur, almenningur fyrirliti hval- veiðar og hvalveiðiþjóðir. Margir vilja gamla starfið hans Hrafns Fjórtán sóttu um starf dagskrár- stjóra Sjónvarpsins, tveir óskuðu nafnleyndar. Umsækjendur sem vitað er um eru jressir: Ágúst Guð- mundsson, Aslaug Ragnars, Helgi Pétursson, Ingvar Ágúst Pórisson, Jens Pétur Þórisson, Óli Örn Andreassen, Ólína Þor- varðardóttir, Sigmundur Örn Arngrímsson, Sveinbjörn I. Bald- vinsson, Sveinn M. Sveinsson, Þór Elís Pálsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. VINNINGAR FJÖLDI VINNING A UPPHÆÐ A HVERN VINNING H 5 af 5 1 6.008.583 +4af 5 6 110.177 4 af 5 160 7.127 n 3 af 5 5.258 506 kr. 10.470.513 UPPLÝSINOAR, SlMSVARI 91- 68 1511 LUKKULÍNA 99 10 0« - TEXTAVARP -151 Fyrsta rennibrautakeppnin í Kópavogslaug Á uppstigningardag, 20. maí verður haldið fyrsta rennibrautamótið á Islandi í Sundlaug Kópavogs. Keppnin er fólgin í því að renna sér á sem stystum tíma niður hröðustu vatnsrennibrautina hér á landi, sem er einmitt við Kópavogslaugina glæsilegu. Keppt er í þrem aldurs- flokkum. Skráning fer fram í Sundlaug Kópavogs og hefst 19. maí. Veitt verða verðlaun. Einn fastagesta laugarinnar, Aðalsteinn Gísla- son, kennari, sem nú er á níræðisaldri, hefur haldið tölu yfir það hversu margar ferðir hann hefur farið í vatnsrennibrautinni. Hann hef- ur rennt sér meira en 2000 salíbunur! Sundlaug Kópavogs er einhver allra glæsilegasta sundlaug landsins og státar af annarri stærstu rennibrautinni, - og þeirri hröðustu, 36 metra löng og lokuð, og með sérstakri lendingarlaug. Hnefaleikar á Vestfjörðum Fyrir nokkru lagði Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður til á þingi að hnefaleikar yrðu aftur lögleiddir á Islandi. Skutull, blað Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum, hefur sínar skýringar á þessu: „Gárung- amir segja að það geri Kristinn fyrir vin sinn og flokksbróður, Smára Haraldsson, bæjarstjóra á ísafirði, svo hann geti barið löglega á íhald- inu og breytt þeim í fílamenn“, segir blaðið. Todmobile og Andrea á Tveim vinum Á sjálft Júróvision-kvöldið kemur Todmobile og Andrea Gylfa- dóttir fram á Tveim vinum og einum í fríi. Allt öðru vísi tónlist en menn hafa séð á skjánum það kvöld. Skemmtunin hefst á miðnætti. Sparisjóöir sameinast Um síðustu mánaðamót var formlega gengið frá sameiningu þrigg- ja sparisjóða á Norðurlandi eystra. Þetta em sparisjóðimir á Dalvík, Árskógsströnd og í Hrísey. Sameinast þeir undir nafninu Sparisjóður Svarfdæla, en sá sjóður var stofnaður fyrir 109 ámm síðan og hefur starfað á Dalvík allar götur síðan. Hinir sjóðimir tveir em rúmlega fimmtugir að aldri. Nýi sparisjóðurinn er 7. stærsti sparisjóður lands- ins með heildarinnlán um 800 milljónir króna miðað við síðustu ára- mót og eigið fé um 130 milljónir. Eignir sjóðsins em rúmur milljarð- ur. Gro kemur til íslands Forsætisráðherra Nor- egs, Gro Harlem Brundtland kemur til ís- lands ásamt manni sínum, Arne Olav Brundtland þann 19. maí næstkom- andi og verða þau hjón hér á landi til 22. maí. Þau Bmndtlandhjónin verða hér í opinberu boði Dav- íðs Oddssonar forsætis- ráðherra. Útvarpsráð óánægt með þætti Baldurs Útvarpsráð lýsti yfir óánægju með þátt Baldurs Hermannssonar, Trúin á moldina. Sex útvarpsráðsmenn létu bóka að þeir taki undir gagnrýni á söguskoðun Baldurs, sem fram kemur í þessum þætti, hún sé vafasöm sem og alhæfingar ýmsar j þættinum. Útvarpsráð telur þó nauðsyn á að ljúka sýningu þáttanna. Útvarpsráð tekur fram að það sé í raun dagskrárstjóm stofnunarinnar, en skoði ekki einstaka þætti fyr- irfram, heldur treysti á yfirmenn Ríkisútvarpsins um efnisval og efnis- kaup. Annar þáttur Baldurs var síðan sýndur á sunnudagskvöldið og var á svipuðum nótum og sá fyrsti, - afar leiðinleg og slagorðakennd samsuða. Þó munu menn varla mæla því í mót að í sumum atriðum kunni söguskoðun Baldurs að vera nærri lagi, en skelfing hefur verið farið illa með þessar 12 milljónir sem verkið kostaði.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.