Alþýðublaðið - 13.05.1993, Side 4
4
Fimmtudagur 13. maí 1993
Miklar breytingar hafa orðið í ríkjum
Mið- og Austur-Evrópu frá því að
kommúnisminn hrundi. Samskipti ís-
lands og þessara ríkja hafa því farið í
nýja farvegi. Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra skýrði Alþingi frá
stöðu þessara máli í skýrslu til Alþingis
fyrir skömmu og birtum við hér kafla úr
skýrslunni sem fjallar sérstaklega um
samskipti Islands við fyrrum ríki Var-
sjárbandalagsins.
Samskipti Islands og Rússlands hafa ver-
ið vinsamleg. Stjómmálaástandið í Rúss-
landi og breytingar á viðskiptum ríkjanna
hafa þó sett þessum samskiptum þrengri
skorður en ella. Þótt enn hafi ekki gefist
tækifæri til beinna viðræðna íslenskra og
rússneskra ráðamanna, hafa íslensk stjóm-
völd tekið þátt í samráði og aðgerðum vest-
rænna ríkja til aðstoðar nýfrjálsum ríkjum í
Mið- og Austur-Evrópu, þar á meðal Rúss-
landi, innan hins svokallaða 24ra landa
samstarfs. Kanna þarf sérstaklega nteð
hvaða hætti má auka samskipti íslands og
Rússlands með það fyrir augum að Island
geti stutt frekar við bakið á lýðræðisþróun-
inni í Rússlandi.
Á árinu 1992 vom haldnar ráðstefnur f
Washington, Lissabon og Tókýó að frum-
kvæði Bandaríkjastjómar til þess að hvetja
til og samræma aðstoð við fyrrverandi Sov-
étlýðveldi. Ríkisstjóm fslands ákvað að
veita sautján milljónir króna á síðasta ári í
aðstoð. Stofnanir, fyrirtæki og félög á fs-
landi lögðu fram svipaða upphæð. Stórum
hluta framlags ríkisstjómarinnar var varið
til tækniaðstoðar við sjávarútveg á Kamt-
sjatka. Æskilegt er að ísland taki þátt f að
festa í sessi lýðræði og markaðshagkerfi í
Rússlandi með aðstoð af þessu tagi.
Viðskiptafrelsi í stað miðstýringar
Hvað varðar viðskipti ríkjanna tveggja,
hafa endalok miðstýringarinnar þegar haft
áhrif á þá tilhögun sem hefur verið við lýði
í marga áratugi. Viðskiptafrelsi í stað mið-
stýrðrar ríkisverslunar gerir nýjar kröfur til
þeirra sem vilja stunda viðskipti í Rúss-
landi, en skapar jafnframt nýja möguleika.
Sá vaxtarbroddur sem gefur sérstakt tilefni
til bjartsýni í viðskiptum íslands og Rúss-
lands er samstarf á sviði orkumála, þar með
talinn undirbúningur jarðhitaveitu á Kamt-
sjatka; Samvinna í sjávarútvegi er á frum-
stigi. íslensk fyrirtæki gætu hugsanlega lát-
ið í té vel búin skip, tækni- og markaðs-
þekkingu, ef viðunandi lausn finnst varð-
andi greiðslufyrirkomulag, til dæmis við
Kamtsjatka og í Barentshafi. Viðskiptabók-
un ríkjanna tveggja féll úr gildi um síðustu
áramót, en hefur nú verið framlengd til ára-
móta.
Rétt kjörnir leiðtogar veiti Rúss-
landi forystu
Þótt litið hafi verið á Jeltsín forseta Rúss-
lands og ríkisstjóm hans sem persónugerv-
ing umbótastefnunnar er ekki þar með sagt
að umbætur standi og falli með þessum ein-
staklingum. Á hinn bóginn skiptir miklu að
réttkjömir leiðtogar, sem sannanlega hafa
umboð þjóðarinnar, veiti Rússlandi forystu
í erfiðum hamskiptum frá kommúnísku al-
ræði til lýðræðis og markaðshagkerfis. Ef
ekki tekst fljótlega að leysa stjómarfarsleg-
tu' deilur og höggva á þann hnút sem tor-
veldar róttækar efnahagsaðgerðir, er alls
óvíst hvað gerast kann í Rússlandi.
Ekki er hægt að útiloka almenna upp-
lausn og átök, sem gætu haft afdrifaríkar af-
leiðingar um alla heimsbyggðina. Þrátt fyr-
ir að afturhaldsöfl í Rússlandi hafi styrkst
mjög á undanförnum mánuðum er víst að
ekki verður aftur horfið til þess ástands sem
ríkti á valdatímum kommúnista. Á hinn
bóginn er óljóst hvað við tekur. Ekki verður
gengið að því vísu að það verði lýðræði og
frjálst markaðshagkerfi að vestrænni fyrir-
mynd. Fundur Jeltsins og Clintons Banda-
ríkjaforseta í Vancouver og þjóðaratkvæða-
greiðslun í Rússlandi síðar í þessum mánuði
vekja nokkrar vonir um að Rússar geti sigr-
ast á fyrmefndum vandamálum.
Sjálfstæði og fullveldi viðurkennd
Island viðurkenndi sjálfstæði og fullveldi
allra aðildarríkja Samveldis sjálfstæðra
ríkja í byrjun liðins árs. Stofnað hefur verið
til fonnlegs stjómmálasambands við Úkra-
ínu og Georgíu. Sú stefna var mörkuð í
upphafi að láta ákvörðun um stjómmála-
samband við samveldisrfkin, önnur en
Rússland, einkum ráðast af möguleikum á
sviði viðskipta eða annarra áþreifanlegra
samskipta.
fslensk sérþekking á nýtingu jarðhita get-
ur komið að góðum notum í samveldisri'kj-
unum. Auk Rússlands hafa Úkraína, Ar-
menía og Georgía látið í Ijós áhuga á sam-
vinnu við íslendinga á þessu sviði. Þess má