Alþýðublaðið - 13.05.1993, Síða 5
Fimmtudagur 13. maí 1993
skiptin við Rússland.
Mjög hefur verið lagt að rússneskum
stjómvöldum á alþjóðavettvangi að ljúka
samningum við öll Eystrasaltsríkin um
ásættanlega áætlun um brottflutning rúss-
nesks herliðs. Vonast er til að brottflutning-
ur rússnesks herliðs frá Eystrasaltsríkjunum
haldi áfram, þrátt fyrir yfirlýsingu stjóm-
valda í Moskvu nýlega um að brottflutning-
ur hafí verið stöðvaður sökum húsnæði-
seklu í Rússlandi. Einstök ríki hafa staðið
að fjölþjóðlegu samráði um hvemig hugs-
anlega væri hægt að auðvelda brottflutning-
inn með efnahagsaðstoð, ekki síst fjárveit-
ingum tii byggingar íbúðarhúsnæðis. ís-
lensk stjómvöld hafa tekið undir áskoranir
um umsaminn, en skilyrðislausan brott-
flutning rússnesks herliðs frá Eystrasalts-
ríkjúnum. Vestræn ríki, þar á meðal ísland,
hafa algerlega hafnað óbeinni tengingu
rússneskra stjómvalda á milli brottflutnings
og réttinda rússneskra minnihlutans í ríkj-
unum þrernur.
Island og önnur Norðurlönd hafa gengið
frá tvísköttunarsamningum við Eystrasalts-
ríkin þrjú og undirbúningur er hafinn að
gerð fríverslunarsamnings við þau einnig.
Mismunur ríkja Austur-Evrópu
kemur æ betur í Ijós
Þótt öll ríki Mið- og Austur-Evrópu hafí
virst vera órofa heild á tímum kalda stríðs-
ins, ofurseld sovéskri yflrdrottnun og mið-
stýrðu hagkerfi í rúmlega tjóra áratugi,
kemur stjómmálalegur, efnahagslegur og
menningarlegur munur þeirra í millum æ
betur í Ijós. Aðlögun þessara ríkja að lýð-
ræði og markaðshagkerfi verður óhjá-
kvæmilega misjöfn að umfangi og tíma, en
miklu skiptir fyrir öll ríki álfunnar að múr
velmegunar og öryggis komi ekki í stað
jámtjaldsins sem fyrir var.
Samskipti íslands við ríki Mið- og Aust-
ur-Evrópu hafa löngum fyrst og fremst ver-
ið á sviði viðskipta, en verulega hefur dreg-
ið úr þeim frá því sem var. ísland á eftir sem
áður gott samstarf við þessi ríki innan al-
þjóðlegra og IJölþjóðlegra stofnana og sam-
taka.
Öryggismál eru ofarlega á baugi víðast
hvar í Mið- og Austur-Evrópu. Endalok
Varsjárbandalagsins og upplausn Sovét-
ríkjanna skildu þar eftir tómarúm sem flest
ríkin á svæðinu reyna nú að eyða, í krafti
samvinnunar innan Norður-Atlantshafs-
samstarfsráðsins og Ráðstefnunnar um ör-
yggi og samvinnu í Evrópu, fremur en með
svæðisbundinni vamarsamvinnu. Nú og í
næstu framtíð verða næg tilefni í Mið- og
Austur- Evrópu til deilna og jafhvel átaka,
sem erfitt gæti reynst að reisa skorður við.
Þar koma meðal annars við sögu staða
þjóðemisminnihluta, landamæri og nýting
náttúruauðlinda, að ónefndum afleiðingun-
um af styrjöldinni í fyrrverandi Júgóslavíu
og erfiðri sambúð Sovétlýðveldanna fyrr-
verandi. Einnig stendur flestum fyrrverandi
bandalagsríkjum Sovétríkjanna stuggur af
hugsanlegri valdatöku kommúnista eða
öfgasinnaðra þjóðemissinna í Rússlandi.
Miklu skiptir því að það takist að brúa bilið
til meiri stöðugleika með friðsamlegum
hætti.
Norður-Atlantshafssamstarfsráðið
fslensk stjómvöld hafa á undanfömum
ámm talið eðlilegt og æskilegt
að Atlantshafsbandalagið stofnaði til
samskipta við fyrrverandi aðildarríki Var-
sjárbandalagsins á sem flestum sviðum. Því
var Island frá upphafi fylgjandi tillögunni
um stofnun Norður- Atlantshafssamstarfs-
ráðsins (NACC) og hefur síðan hvatt til
þess að samstarfið yrði eflt í áföngum. Auk
fyrram Varsjárbandalagsríkja hefur Alban-
íu nú verið veitt aðild og Finnlandi áheym-
araðild.
Starfsáætlun Norður-Atlantshafssam-
starfsráðsins er umfangsmikil og kveður á
um samstarf á sviðum öryggis- og vamar-
mála, efnahagsmála, vísinda og rannsókna,
umhveifismála og upplýsinga. I áætluninni
fyrir þetta ár er sameiginleg friðargæsla eitt
þeirra verkefna sem vonir em bundnar við
að geti leitt til nánari tengsla bandalagsins
og samstarfsríkjanna á sviði hermála.
Þrátt fyrir að stofnun Norður-Atlants-
hafssamstarfsráðsins komi unt tíma til móts
við þarfir ríkja í Mið- og Austur-Evrópu, er
nauðsynlegt að ráðið öðlist annan og meiri
tilgang. Meðan bandalagið er ekki tilbúið
að koma til móts við ríki þessi með örygg-
isskuldbindingar eða gera greinarmun á
einstökum samstarfsríkjum er ekki raun-
hæft að gera ráð fyrir að þau láti sér nægja
til frambúðar að ráðið sé biðstofa hugsan-
legrar aðildar að bandalaginu. Hafl Norður-
Atlantshafssamstarfsráðið einungis óbein
áhrif á öryggismál í Evrópu er sennilegt að
sunt samstarfsríkjanna í Mið- og Austur-
Evrópu leggi aukna áherslu á bein tvíhliða
samskipti við Atlantshafsbandalagið.
'f*
Þótt litið hafi verið á Jeltsín forseta Rússlands og ríkisstjórn hans sem persónugerving umbótastefnunnar er ekki þar með sagt að umbætur standi
og falli með þessum einstaklingum.
vænta að víðtæk samvinna geti tekist á
komandi ámm, þannig að íslenskir sérfræð-
ingar taki þátt í að flýta jarðhitanýtingu í
samveldisríkjunum.
Nú þegar liðið er á annað ár frá því að
Samveldi sjálfstæðra ríkja var stofnað og
þrátt fyrir nokkrar væntingar í upphafi hef-
ur það enn ekki orðið meira en mjög laus-
tengt ríkjabandalag. Aðildarríkin eiga öll
við risavaxna stjómmálalega og efnahags-
lega örðugleika að. strfða. Ekki bætir úr
skák að tvíhliða samskipti einstakra sam-
veldisríkja em mjög misjöfn.
Yfirráð Krímskaga og afvopnun
Rússland og Úkraína komust að sam-
komulagi um skiptingu Svartahafsflotans í
fyrra, en deilan um yfirráð yfir Krímskaga
er enn óleyst. Það sem veldur jafnvel enn
meiri áhyggjum, innan samveidisins sem
utan, er tregða úkraínskra stjómvalda til að
leyfa flutning á langdrægum kjamaflaugum
frá Úkraínu til Rússlands, þrátt fyrir fyrri
skuldbindingar um það efni. Samkvæmt
Minsk-samkomulaginu á síðasta ári voru
öll skammdræg kjamavopn flutt frá Úkra-
ínu tii Rússlands, en unt þriðjungur allra
langdrægra kjamaflauga Sovétríkjanna
fyrrverandi er enn í Úkraínu, í trássi við
svonefnt Lissabon-samkomulag, sem Ka-
sakstan og Hvíta-Rússland stóðu einnig að.
Úkraína hefur ekki fullgilt samninginn
gegn útbreiðslu kjamavopna eða START I
samninginn um takmörkun langdrægra
kjamavopna.
Margt bendir til að Úkraínustjóm reyni
að nota kjamavopnin sem tromp á hendi í
samskiptum við Rússland og Vesturlönd,
einkum Bandaríkin. Vestræn ríki, sem hafa
heitið umtalsverðu fjármagni til aðstoðar
við eyðingu kjamavopna og endurþjálfunar
vísindamanna í samveldisríkjunum, leggja
mikla áherslu á að koma í veg fyrir frekari
útbreiðslu kjamavopna. Því gæti ákvörðun
Úkraínu um að virða að vettugi umsamdar
skuldbindingar, til skemmri eða lengri
tíma, haft mjög neikvætt fordæmisgildi.
Sérstök tengsl við Eystrasaltsríkin
Stuðningur íslenskra stjómvalda við bar-
áttu Eystrasaltsríkjanna fyrir endurheimt
sjálfstæðis og fullveldis á árunum 1990-
1991 hefur valdið því að sérstök tengsl hafa
myndast á rnilli Islands og ríkjanna þriggja.
Þetta endurspeglaðist meðal annars í ný-
legri heimsókn Brazauskas forseta Litháens
hingað til lands. Áframhaldandi stuðningur
vinveittra ríkja getur ráðið úrslitum um
hvort takast muni að renna nægilega styrk-
um stoðum undir sjálfstæði Eystrasaltsríkj-
anna. .
íslensk stjómvöld hafa af fremsta megni
reynt að aðstoða Eystrasaltsríkin við að
hefja þátttöku í alþjóðlegu og fjölþjóðlegu
samstarfl, meðal annars með því að kynna
þeim rekstur og skipulag utanríkisþjónust-
unnar. Einnig hafa Norðurlöndin verið
samtaka í aðstoð við ríkin þrjú, til dæmis
með því að standa straum af þátttöku þeirra
í starfsemi Ráðstefhunnar um öryggi og
samvinnu í Evrópu í Vínarborg á síðasta
ári.
Island veitti Eystrasaltsríkjunum eina
milljón Bandaríkjadala í greiðslujafnaðar-
aðstoð. Þá hafa stjómvöld staðið að þjálfun
og námskeiðum fyrir fjölda einstaklinga frá
ríkjunum þremur, þar á meðal með styrk-
veitingum til náms við Háskóla Islands og
þjálfun í stjómun fyrirtækja. Síðastnefnda
verkefnið var einnig styrkt af íslenskum fé-
lögum og fyrirtækjum. Einnig hafa verið
veittir styrkir vegna hugsanlegra samstarfs-
verkefna, til stofnunar lyfjaverksmiðju í
Litháen, til rannsókna á jarðvarma og til
ráðgjafar um flugöryggismál. Fjármálaráð-
herrar Norðurlanda undirrituðu samkomu-
lag í Helsinki um fjárfestingaáætlun fyrir
Eystrasaltsríkin í þeim tilgangi að aðstoða
þar lítil og meðalstór fyrirtæki. Samkvæmt
áætluninni verður varið meira en sjö og
hálfum milljarði íslenskra króna til fjárfest-
inga í formi ábyrgða á lánum sem renna til
ríkjanna og hefur meðal annars verið leitað
til Evrópubankans (EBRD) og Norræna
fjárfestingarbankans í því skyni.
Olíkar aðstæður og hagsmunir
Eystrasaltsríkjanna
Af skiljanlegum ástæðum hefur verið til-
hneiging á Vesturlöndum á undanfömum
árum til að spyrða saman Eystrasaltsríkin
þrjú og móta heildarstefnu gagnvart þeim,
þó í raun séu ólíkar aðstæður og hagsmunir
í hverju ríki. Þetta er meðal annars afleiðing
af nauðsynlegri samstöðu Eystrasaltsríkj-
anna meðan þau vom að brjótast undan
sovéskum yfirráðum og af landfræðilegri
og efnahagslegri smæð þeirra. Nú, um
tveimur ámm eftir að ríkin þrjú öðluðust
fullt sjálfstæði á ný, fer hvert þeirra í aukn-
um mæli eigin leiðir. Tvíhliða samskipti
þeirra við önnur ríki em að komast í fastari
skorður. Eftir sem áður eiga Eystrasaltsrík-
in sameiginlegra hagsmuna að gæta á sviði
öryggismála, einkum hvað varðar sam-
Jón Baldvin Hannibalsson í heimsókn í Ungverjalandi haustiíí 1989.