Alþýðublaðið - 20.05.1993, Side 2

Alþýðublaðið - 20.05.1993, Side 2
2 Fimmtudagur 20. maí 1993 tmiinBimin HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóöur Sigurösson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasöiu kr. 90 Samtakamáttur iðnaðarins ✓ Islenskur iðnaður stendur nú á ákveðnum vegamótum. Miklar umbreytingar eiga sér nú stað í hinu ytra umhverfi atvinnulífsins, sem að mestu má rekja til alþjóðlegra samninga og skuldbindinga. Þá á sér stað stöðug tækniþróun í heiminum sem hvetur okkur til þess að fylgjast vel með og taka þátt í rannsókn- um og þróunarstarfi. í*að er ljóst að íslenskur iðnaður þarf að færa sér í nyt markaðsþróunina sem nú er í öðmm Evrópulöndum og EES- samningurinn gefur aðgang að. Styrkja þarf innra starf fyrirtækjanna varðandi aðlögun á framleiðslu að evrópskum stöðlum. Nauðsynlegt er að leggja aukna áherslu á gæði og gæðastjómun í iðn- aðarframleiðslu. Um þessi verkefni hefur náðst víðtækt samstarf stjómvalda, hagsmunasamtaka, félaga atvinnulífs og menntastofnana. Éinungis með því móti getur innlendur iðnaður staðist samkeppni á sífellt kröfuharðari markaði. Iðnþing íslendinga hefst á morgun, og þar mun ráðast hvort hin„fjölmörgu hagsmunasamtök iðnaðarins sameinast í ein heildarsamtök. Ljóst er að mikill vilji er fyrir sameiningu, enda hafa Félag íslenskra iðnrekenda, Hið íslenska prentarafélag og Verktakasamband íslands samþykkt sammna. Landssamband iðnaðarmanna mun væntanlega leggja blessun sína yfír stofnun öflugra heild- arsamtaka iðnaðarins á Iðnþinginu. Iðnaðarmönnum er það ljóst að það er mikil hagræðing í slíkri sameiningu, og að samtakamátturinn gerir rödd iðnaðarins kröftugri. Hagræðing mun einnig eiga sér stað í sjóðakerfinu með tilkomu fslenska fjárfestingabankans hf, sem mun sameina Iðnlánasjóð og Iðnþróunarsjóð. Alþjóðleg samvinna og stofnun fyrirtækjaneta er einnig það sem íslenskur iðnaður þarfnast. Utflutningsiðnaður er mikilvægastur fyrir aflcomu þjóðarbúsins og á því sviði em ýmsir stórir landvinningar í höfn. En það þarf einnig að huga að innan- landsmarkaði sem er lítill og viðkvæmur. Undanfarin misseri hafa samtök iðn- aðarins hvatt landsmenn til þess að velja íslenskar vömr og styrkja þannig eig- inn iðnað og tryggja atvinnu. Jafnaðarmenn taka undir sl£k hvatningarorð, ís- lenskur iðnaður er fullkomlega samkeppnisfær við innfluttar vömr - fsland þarfnast iðnaðar. Hugrakkur þjóðarleiðtogi Gro Harlem Bmndtland forsætisráðherra Noregs, og fyrrum formaður norska Verkamannaflokksins, er nú stödd í opinberri heimsókn hér á íslandi. Það vill þannig til að hún kemur í þessa heimsókn aðeins einum degi eftir að norska rík- isstjómin ákvað að hefja hrefnuveiðar, þrátt fyrir bann Alþjóða hvalveiðiráðs- ins við slíkum veiðum. Við íslendingar höfum fylgst náið með þróun hval- veiðimála í Noregi og umræðunni um vemdun hvalastofna og áróðri grænfrið- unga, og íslensk stjómvöld hafa fagnað þessari ákvörðun Norðmanna. ✓ Islendingar og Norðmenn em samherjar í þessu máli og em þær þjóðir sem hvað mestra hagsmuna eiga að gæta á þessu sviði. Það á því vel við að Gro Harlem komi hingað til lands og ræði við íslensk stjómvöld um baráttuna gegn óréttlátum hagsmunasamtökum, sem fyrir löngu hafa gleymt markmiðum sín- um og em aðeins að verja eigin tilvist. Þessar nágrannaþjóðir, sem eiga sameig- inlegan uppmna, verða því að ræðast við um skynsamlega nýtingu náttúmauð- linda á Norður-Atlantshafi. Bæði íslendingar og Norðmenn hafa fengið fremur ógeðfelldar hótanir frá Bandaríkjamönnum, sem hafa varað þessar þjóðir við að hefja hvalveiðar. Ákvörðun Norðmanna nú sýnir að þeir hafa hótanir Bandaríkjamanna að engu, þrátt fyrir að miklir viðskiptalegir hagsmunir geti verið í húfi. íslenskir jafnað- armenn bjóða hinn hugrakka þjóðarleiðtoga Noregs, Gro Harlem Bmndtland, velkomna til íslands. Minning ÖRN OTTÓSSON, Ólafsvík I röðum Alþýðuflokksmanna á Vestur- landi er nú skarð fyrir skildi. Fallinn er frá Öm A. Ottósson í Ólafsvík, en hann lést á sjúkrahúsi í Reykjavík miðvikudaginn 12. maí, rétt rúmlega sextugur að aldri. Öm var borinn og bamfæddur í Ólafsvík og þar var starfsvettvangur hans alla tfð. I áratugi starfaði hann hjá Hraðfrystihúsi ÓI- afsvíkur hf. þar sem hann lengi stjómaði vélflökun. AÍlt hans ævistarf tengdist sjó- sókn og fiskvinnslu. Öm var mikill áhuga- maður um landsmálin og einlægur jafnað- armaður. Ég minnist varla nokkurs fundar Alþýðuflokksfólks í Ólafsvík þar sem Öm var ekki mættur. Hann var ekki fyrirferðar- mikill eða hávaðamaður á fundum, hæglát- ur og gaumgæfinn, sannur verkalýðssinni, sem vann mikið og óeigingjamt starf fyrir verkalýðsfélagið í sinni heimabyggð. Öm verður mér minnisstæður fýrir skýr og skorinorð innlegg í umræður á fundum þar sem rætt var um landsins gagn og nauðsynj- ar. Það var jafnan hlýtt með athygli á það sem hann hafði til mála að leggja. Fáum hefi ég kynnst sem voru jafn traustir stuðningsmenn Alþýðuflokksins og Öm Ottósson. Hugsjónir jafnaðarstefnunn- ar voru honum í blóð bomar því faðir hans, Ottó Árnason, var um árabil leiðtogi jafnað- armanna í Ólafsvík og farsæll forystumaður byggðarlagsins. Atvikin haga því þannig, að þegar Öm Ottósson verður kvaddur frá Ólafsvíkur- kirkju, á ég þess ekki kost að fylgja honum síðasta spölinn. En að leiðarlokum þakka ég honum samfylgdina og traust kynni. Jafn- aðarmenn á Vesturlandi kveðja góðan fé- laga. Það er mannbætandi að fá að starfa með mönnum eins og Emi Ottóssyni. Eig- inkonu hans og bömum og öðmm ástvinum votta ég innilega samúð. Guð blessi minn- ingu góðs drengs. Eiður Guðnason Þriðjudaginn 11. þessa mánaðar barst okkur andlátsfregn vinar okkar, Amar Ottóssonar. Hann var fæddur 26. nóvember 1932 og því aðeins 60 ára gamall. Þótt við höfum vitað að Öm gengi ekki heill til starfa, kom andlátið á óvart. Síðustu ár hafði hann átt við vanheilsu að stríða, en stundaði vinnu sína af sömu trúmennsku sem alla tíð hafði einkennt hann, hvar sem hann fór. Sam- skipti okkar voru löng, hann hafði eins og við, búið alla sína daga í Ólafsvík, og unnið hliðstæð störf. Það eru liðin rúmlega þrjátíu ár síðan hann hóf störf hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvík- ur. Aðallega við vélflökun og störf sem tengdust því. Öm öðlaðist mikla reynslu og þekkingu í meðferð.flökunarvéla og miðl- aði til margra sem til hans leituðu. Oft þurft- um við á Bakka að leita til Örra með ýmis vandamál, sem hann greiddi úr. Hann var einstaklega hjálpfús og fann ávallt tíma til að rétta mönnum hjálparhönd. Þegar Hraðfrystihús Ólafsvíkur hætti starfsemi vorið 1991, kom Öm til starfa hjá Bakka og starfaði hjá okkur í eitt ár. Síðast- liðið sumar byrjaði hann að vinna hjá Fisk- vinnslu Guðmundar T. Sigurðssonar og starfaði þar til síðasta dags. Nú þegar Öm Ottósson er kvaddur hinstu kveðju, viljum við bræðumir færa þessum trygga vini hjartans þökk fyrir samfylgdina. Aðstandendum flytjum við samúðarkveðju. Gylfi, Hemmi og Steini. HEYRT, SÉÐ & HLERAÐ Heimir Steinsson útvarpsstjóri (PRESSAN). Pétur Steingrímsson í Laxárnesi sakar hann í opnu bréfi um að leyfa saurfíklum með af- brigðiiegar pólitískar skoðanir vaða uppi í sjónvarpinu. Pétur kallar reyndar þættina, sem málið snýst um, „Saurfíklar á söguslóð". Heldur virðist nú smekkvísi bænda viðbrugð- ið. Það eru nú takmörk fyrir öllu__ Bóndi skrifar: Lúalegur áróður óvandaðs saurfíkils á vissa stétt... „Undanfarna tvo sunnudaga hefur sjónvarpið birt þætti [Þjóð í hlekkjum hugarfarsins], sem með réttu ættu að heita „Saurfíklar á söguslóð“. - En er það sæmandi heiðarlegum og háttsettum embættismanni að lauga hendurnar upp úr fúlustu rotþróarpyttum Islandssög- unnar? - Er það samboðið þinni betri vitund að láta saurfíkla og afbendismenn með afbrigðilegar pólitískar skoðanir, vaða uppi með skítkast yfir land og lýð í sjónvarpi? - Væri það þér til sóma ef sá fjölmiðill yrði sóttur til saka fyrir lúaleg- an pólitískan áróður einhvers óvandaðs saurfíkils á vissa stétt þjóðfélagsins? - Það er líka með ólíkindum að maður eins og þú, sem fengið hefur guðlega köllun, skulir skýla slíkum óþverra undir þínu hempulafi. - Ég skora því á þig að stöðva ósómann, ef þú hefur einhvern snefil af sómatilfinningu. Með bestu kveðju," - skrifar Pétur Steingrímsson í Laxárnesi meðal annars í opnu bréft sínu til Heimis Steinssonar sem birtist í Morgunblaðinu í gœr (19.05.1993.). Pétur er vafalaust bóndi og finnst eins og öðrum af þeirri „vissu stétt" illa vegið að íslenskri bændamenn- ingu í fáttum Baldurs bœndabana Her- mannssonar. Afþáttum Baldurs má það að vísu ráða að hér hafi aldrei ríkt nein bœnda-“menning“ heldur hafi bœndur staðið í vegi fyrir framförum með ofbeldi, afturhaldssemi og skepnuskap og með því að hneppafólk í ánauð með vistarbandinu illrœmda. í þáttum Baldurs má sjá (og heyra) að efekki vœri fyrir bœndurna hefði þrifist hér hámenning sem byggði á sjávar- útvegi og iðnaði. / stað þess var áherslan lögð á fyrufram vonlausan landbúnað sem þutft hefur að niðurgreiða frá upphafi og fœrði okkur ekkert nema vesöld og vol- œði... Nixon um Watergate: „Ég tel að fólkinu í þessu landi sé skítsama"... „“Ég tel - hvað viðbrögð almennings varðar - að viðbrögðin verði aðallega umtalsverð í Washington en ekki úti á landi vegna þess að ég tel að fólkinu í þessu landi sé skítsama um hleranir.“ Og forsetinn haföi ekki lokið máli sínu: „Ég tel að fólkið í þessu landi líti svo á að ... hvað skal segja, þetta sé alsiða ... að allir séu svona,“ - segir í Reuters-frétt í Morgunblaðinu í gœr (19.05.1993.). Ummœlin hér að ofan koma fram í segulbandsupptökum sem ný- lega voru gerðar opinberar og voru teknar í maí og júní, 1972. Nixon neyddist eins og kunnugt er til að segja af sér með smán, 8. ágúst 1974, vegna Watergate- hneykslisins. Vitorðsmenn hans sögðu síðar að Nixon hefði skipulagt samsœrið frá upphafi og stjórnað tilraunum ráðamanna til að þaga það í hel. Það sannaðist í þessu máli að þrátt fyrir framsýni á alþjóðlegum vett- vangi þá reyndist innsýn lians í bandarísku þjóðarsálina þokukennd, svo ekki sé dýpra tekið í árina... Richard Nixon fyrrverandi forseti Bandaríkj- anna (Mbl.). Þarna er hann á kveðjustund sem forseti 8. ágúst, 1974. Nixon sagði af sér þann dag hálfsnöktandi í beinni útsendingu eftir að upp komst um Watergate-hneykslið. Synd og skömm með„Tricky-Dick“... Hlynur „greifi“ Jónsson ásamt Kristjáni Þ. Kristinssyni frá Bílaklúbbi Akureyrar (Mbl.). Þeir félagarnir eru þarna að undirrita sam- komulag um kostun Greifans á Greifatorfær- unni. í keppninni aka þátttakendur með pizi- ur í bílum sínum og éta hana síðan í kapp við tímann þegar í mark cr komið. Ekki er nú öll vitley... Tímamófatíðindi: Torfæruakstur og kappót ganga í eina sæng... „í tímabrautinni munu þátttakendur aka með pitsu í bíl sínum sem þeim síðan er gert að snæða í kappi við klukkuna þegar þeir koma í mark. Sigurvegari í þessari nýju keppnisgrein [pitsuátinu, ekki torfæruakstrinum] verður sérstak- lega heiðraður,1 - segir í frétt á Akureyrarsíðu Morgun- blaðsins í gœr (19.05.1993.). Tilefnið er svonefnd Greifatoifæra sem árlega er hald- in á Akureyri og fer fram á föstudaginn kemur. Greifinn er veitingastaður sem býð- ur upp á bestu pizzur utan Reykjavíkur að margra mati. Greifarnir fara svo sannar- lega ekki „hefðbundnar leiðir" til að aug- lýsa staðinn, ekki frekar en toifœrumeim fara „troðnar slóðir" til að krœkja í kostun á keppnum sínum. Hvað skyldi verða næst? Ráðherrar í Flugleiðabolum til að kosta utanlandsferðir... þetta bakhlutinn á manninum sem ýtti við Erni Karlssyni þannig að „kannski datt hann í runna“. ívar Hauksson heitir maðurinn og er þekktur fyrir innheimtuaðferðir sínar, svo- kallaðar handrukkanir. Hann er reyndar einn af fáum sem opinberlega hefur varið stera- notkun í íþróttum... A.mynd-E.ÓI. Vinskapur: Orn Karlsson og Ivar Hauksson „handrukkari"... „Þetta er kunningi minn, eða öllu held- ur var kunningi minn, og hann hreinlega kýldi vinskap okkar í burtu. Ég er búinn að ákveða að kæra hann. Það veitir ekki af,“ - „Arásarmaðurinn bar á hann að hann skuldaði sér 250 þúsund krónur. Örn hafði þá bent honum á að hann skuldaði sér 1,5 milljónir," - segir í frétt á baksíðu DV í gœr (18.05.1993.). Það er Örn Karlsson, fórn- arlambið, sem á fyrri tilvitnunina en sú seinni er höfð eftir Erni af blaðamanninum. Örn veltirþvíþakkláturfyrir sér íspjalli við blaðamann hvernigfarið hefði „ef vinskap- urinn hefði ekki aðeins togað í kraftana". Fyrrverandi vinur Arnar, Ivar Hauksson - „handrukkari", segist ekki hafa slegið hann sjö sinnum heldur ýtt við honum og kannski hafi Örn þá dottið í runna, annað segja þeir á slysó. Ó, þú - Sódóma Reykja- vík. . .

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.