Alþýðublaðið - 20.05.1993, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 20.05.1993, Qupperneq 7
Fimmtudagur 20. maí 1993 7 ' ■I Geir A. Gunnlaugsson stjórnarformaður Iðnlánasjóðs og forystumenn samtaka iðnaðarins hafa lýst yfir stuðningi við frumvarp Jóns Sigurðssonar um stofnun íslenska Fjárfestingabankans hf. íslenski f) ár festingabankinn hf. Samtök iðnaðarins lýsa stuðningi viðframtak iðnaðar- og viðskiptaráðherra Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskipta- ráðherra lagði fram til kynningar, á síð- ustu dögum Alþingis, frumvarp til laga um íslenska fjárfestingabankann hf. Frumvarpið hefur þegar hlotið blcssun sína í ríkisstjórn og báðum stjórnarflokk- unum, þannig að væntanlega verður það lagt formlega fyrir þingið í haust. Margir telja að hér sé mikið framfaramál á ferð- inni, enda sé verið að taka á margumtöl- uðu sjóðakcrfi og sjóðasukki, sem oft á tíðum hefur leitt til sóunar á almannafé. Það er því vert að athuga nánar hvað hér er á ferð. Hvatning erlendis frá í athugasemdum við frumvarpið um stofnun íslenska fjárfestingabankans hf. er vikið nokkuð að tilurð þeirra sjóða sem nú stendur til að sameina, þar segir meðal ann- ars: „Iðnþróunarsjóður var stofnaður f tengslum við inngöngu íslands í EFTA en í því sambandi var rætt um að auka þyrfti út- lán til fjárfestinga í iðnaði hér á landi. Nið- urstaða af viðræðum norrænna embættis- og stjómmálamanna var santningur um stofnun norræns iðnþróunarsjóðs fyrir fsland sem undirritaður var í Reykjavík 12. desember 1969. Var samningurinn staðfestur með lög- um 13. febrúar 1970 og sjóðurinn stofnaður með framlögum frá Norðurlöndunum fimm. Endurgreiðslur stofnframlaga hófust frá 10. ári eftir stofnun sjóðsins og skal þeim lokið að 25 árum liðnum ffá stofnun hans, eða á árinu 1995. Þegar Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð eiga ekki lengur hlut- deild í stofnfé sjóðsins, samkvæmt ákvæð- unum um endurgreiðslu stofnframlaga, verður sjóðurinn eign og undir stjóm ís- lenska ríkisins. Upphaflegur tilgangur sjóðsins var að stuðla að tækni- og iðnþróun fslands, auð- velda aðlögun iðnaðarins að breyttum mark- aðsaðstæðum, stuðla að þróun útflutnings- iðnaðar og auknu samstarfi á sviði iðnaðar og viðskipta milli íslands og annarra Norð- urlanda. Með lögum sem tóku gildi á árinu 1986 var verksvið sjóðsins víkkað. Sam- kvæmt þeirri breytingu skal tilgangur Iðn- þróunarsjóðs vera að stuðla að uppbyggingu alhliða og samkeppnishæfs atvinnulífs á Is- landi með megináherslu á tækni og iðnþró- un. Vilji iðnaðarins Ljóst er að samtök iðnaðarins eru ánægð með það framtak sem iðnaðar- og við- skiptaráðherra hefur sýnt með því að beita sér fyrir stofnun fjárfestingabankans. I rit- stjómargrein nýjasta fréttabréfs Félags ís- lenskra iðnrekenda, „á Döfinni", segir með- al annars: „Kjami þessa máls er samkomu- lag milli stjómvalda og samtaka iðnaðarins um sameiningu tveggja helstu lánasjóða iðnaðarins, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunar- sjóðs, í nýjan og öflugan fjárfestingarbanka, Islenska fjárfestingarbankann hf. Rétt er að taka fram strax að ekki er ætlunin að stofna nýjan viðskiptabanka heldur stofnun sem falla mun undir lög um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði. Starfsemi lánasjóðanna fellur nú undir það sem á enskri tungu nefnist „investment banking“ og kalla má fjárfestingabanka. Hér er því ekki um að ræða neina eðlisbreytingu á starfseminni. Á hinn bóginn er ætlunin að opna fyrir viðskipti við fyrirtæki í öðmm at- vinnugreinum en iðnaði mun meira en verið hefur, a.m.k. hvað Iðnlánasjóð varðar." Þessari nýju lánastefnu verður að fagna, því samkvæmt lögum um Iðnlánasjóð skulu þeir aðilar sem greiða iðnlánasjóðsgjald að öðm jöfnu hafa forgang um lán hjá sjóðn- um. A undanfömum ámm hefur geta sjóðs- ins til útlána hins vegar vaxið það mikið að hann sinnir nú fyllilega öllum lánshæfum umsóknum ffá þessum aðilum og hefur auk þess megnað að leita sér verkefna víðar. Nauðsynleg þróun Þrátt fyrir að vilji iðnaðarráðherra hafi komið mörgum á óvart þegar hann fyrst reifaði hugmyndir um sameiningu sjóðanna tveggja og stofnun íslenska fjárfestinga- bankans hf, þá er þetta f raun aðeins liður í nauðsynlegri þróun sem verið hefur í gangi á undanfömum ámm. í ávarpi st'nu á ársfundi Iðnlánasjóðs, sagði stjómarformaðurinn Geir A Gunn- laugsson meðal annars: „Á undanfömum árum hefur mikið verið rætt um nauðsyn þess að sameina og styrkja fjármálastofnan- ir hér á landi. Mikilvægum áfanga í því máli var náð þegar einkabankamir voru samein- aðir með stofnun íslandsbanka hf. Ég tel stofnun íslenska fjárfestingabankans hf. annað skref í sömu átt því að með stofnun hans væm sameinaðir í öflugri stofnun tveir fjárfestingalánasjóðir. f þessu sambandi er rétt að hafa í huga að ekki er verið að stofna viðskiptabanka sem tekur við innlánum heldur fjárfestingabanka sem aflar sér fjár með töku lána, sem bankinn síðan lánar til fjárfestinga til langs tíma. Ljóst er að stærstu íslensku fjárfestingalánasjóðimir, t.d. Fisk- veiðasjóður, Iðnþróunarsjóður og Iðnlána- sjóður falla undir það sem á ensku nefnist „investment banking” en það er það hugtak sem fjárfestingabanki fellur undir. Heitið sjóður eða á ensku „fund’ ’ veldur í raun tals- verðum vandræðum gagnvart erlendum að- ilum. Með stofnun fjárfestingabanka íhluta- félagsformi er verið að færa nafn og félags- form til nútímahorfs og um leið opnast möguleikar á frekari útvíkkunarstarfsemi og starfsvettvangs. Rétt er að minna á að sú hólfun eftir atvinnugreinum sem viðgengist hefur meðal íslenskra fjárfestingalánasjóða hefur verið talin mjög óheppileg. Á það má benda að á undanfömum ámm hafa verið stigin nokkur skref, að vfsu ekki stór, til sameiningar sjóða sem þjóna iðnað- inum. Árið 1985 var Iðnrekstrarsjóður sam- einaður Iðnlánasjóði og Vöruþróunar- og markaðsdeild stofnuð til þess að taka við starfsemi Iðnrekstrarsjóðs. Árið 1991 var Þróunarsjóður lagmetis lagður til Vömþró- unar- og markaðsdeildar Iðnlánasjóðs. Nú í febrúar síðastliðnum keypti Iðnlánasjóður hluti Seðlabankans og Landsbankans í Út- flutningsiánasjóði og yfirtók rekstur hans. Sameining Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs er því eðlilegt framhald þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað undanfarin ár.“ Atvinnuþróun I þeim erfiðleikum sem steðja að atvinnu- lífi okkar, hefur umræðan um nýsköpun í ís- lensku atvinnulífi orðið sífellt háværari. Ríkisstjómin hefur ákveðið að beina hluta af tekjum af sölu ríkisfyrirtækja til grunnrann- sókna og þróunar í þágu atvinnuveganna. Ekki liggur þó fyrir endanleg ákvörðun um það hvemig þessu fé skuli varið. í þessu sambandi er þó rétt að vekja athygli á því að í dag fást alltof margir aðilar við það að að- stoða fyrirtæki í þróunar- og markaðsstarfi. Nauðsynlegt er að fækka og stækka stofnan- ir og sjóði, sem veita atvinnulífinu þessa þjónustu og gera aðstoðina markvissari. Vissulega er það fagnaðarefni að verja hluta af þessum tekjum í þágu atvinnuþró- unar. Bent skal þó á það að þörf er snöggrar breytingar í atvinnumálum og reynsla sýnir að sköpun nýrra starfa tekur langan tíma. Efling starfandi fyrirtækja í landinu er nærtækasta og áhrifaríkasta aðgerðin til þess að auka hagvöxt og atvinnu. Til þess að ná árangri þurfa margir að leggja hönd á plóginn. Stjómvöld þurfa að leita nýrra leiða til eflingar atvinnulífi og mótunar nýrrar at- vinnumálastefnu, sem tekst á við vömþróun og markaðssetningu. I þeim efnum þurfa að koma til hvetjandi aðgerðir til þess að mynda sterkar rekstrareiningar. Má þar nefna skattfrelsi að ákveðnu marki vegna kostnaðar við þróunar- og markaðsstarf, stuðning við sammna fyrirtækja, innkaupa- stefnu opinberra aðila til hagsbóta innlendri framleiðslu o.s.frv.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.