Alþýðublaðið - 20.05.1993, Síða 8

Alþýðublaðið - 20.05.1993, Síða 8
8 Fimmtudagur 20. maí 1993 Nýr hugsunarháttur og samstarfí íslenskum iðnaði Matvælaiðnaður Sigurður Tómas Björgvinsson skrifar Hagsmunagæsla og hagsmunatogstreita eru afar cinkennandi í íslensku atvinnulífi. Menn eru mjög gjarnir á aö draga sjálfa sig og aðra í dilka og álykta síðan: Við og þeir höfum andstæða hagsmuni - við erum í samkeppni og getum því ekki unniö saman. Þessi hugsunarháttur endurspeglast í þeirri hefð- bundnu atvinnuvegaskiptingu sem tíðkast hefur hér á landi á þessari öld. Fyrst kom landbúnaðurinn, síðan sjávarútvegur og þá iðnaður. Það er óhætt að segja að þessi skýra afmörkun hafi átt vissan þátt í þeirri stöðnun sem varð í íslensku atvinnulífí á tíma- bili. Nýr hugsunarháttur Erfiðleikar og samdráttarskeið verða oft til þess að menn fara að endurskoða, hagræða og huga að nýjung- um. Þetta á einnig við um aukna samkeppni sem oft á tíðum er fylgifiskur alþjóðlegra samninga og skuld- bindinga. Þannig má segja að tslendingar hafi farið að sjá hlutina í nýju ljósi á síðustu 20 ámm, eða eftir inn- gönguna í EFTA 1970 og Fríverslunarsamninginn við EB árið 1972. Afnám hafta vegna EFTA aðildarinnar tók ekki að fullu gildi lyrr en 1980, þannig að það er fyrst og fremst á síðasta áratug sem hinn nýi hugsunarháttur hefur orð- ið ríkjandi og menn farið að krefjast róttækra breytinga. Það sem einnig hefur þrýst á breytingar er það sam- MAGNDÍS ALEXANDERSDÓTTIR VIRKJAR LÍFSKRAFT SINN í ÞÁGU ANNARRA Magndis veit aö viðskiptavimr Rafmagnsveitnanna gera krofu um góöa viðskiptaþjónustu, engu síöur en öruggt rafmagn á hagkvæmu veröi. Þess vegna hlustar hún eftir þörfum þeirra, sýnir alúö í mannlegum samskiptum og fylgir úrlausnarefnum vel eftir. Leitaöu til starfsfólks okkar í viöskiptaþjónustu. Það er reiðubúið að leysa úr málum þínum, hvort sem um er að ræöa útskýringar, ráögjöf eða almenna afgreiðslu. RAFMAGNSVEITUR RIKISINS afl hfandi dráttarskeið sem hófst árið 1987 og stendur enn. íslenskir athafnamenn hafa í auknum mæli farið að gera sér grein fyrir því að samstarf og samruni á ýmsum sviðum getur verið hagkvæmur og blátt áfram nauðsyn- legur, ef fyrirtæki eiga að lifa af í markaðskerfi nútím- ans. Þetta á til dæmis við um íslenskan matvælaiðnað, sem er stærsta atvinnugrein okkar íslendinga, ef það hugtak er skilgreint í víðri merkingu. Árið 1990 störf- uðu 11.700 manns í matvælaiðnaði hérlendis, eða nær tíundi hver vinnandi maður. Þar af störfuðu um 7.700 í fiskiðnaði, en hér skal lögð áhersla á að fiskiðnaður er líka matvælaiðnaður. Það hefur hins vegar alltof lengi loðað við okkur að flokka fiskiðnað sem sjávarútveg og stilla honum upp sem andstöðu við matvælaiðnað, sem síðan var dreginn í dilk með landbúnaði. Það að jafnaðarmerki hefur verið sett á milli mat- vælaframleiðslu og landbúnaðar hefur leitt til þess að íslenskur matvælaiðnaður hefur fengið á sig fremur nei- kvæða merkingu, fólk hefur ósjálfrátt farið að hugsa um niðurgreiðslur og styrki. Þennan merkimiða þarf að fjarlæga því matvælaiðnaður hér á landi er fullkomlega samkeppnisfær við það sem gerist á okkar helstu við- skiptamörkuðum, hvort sem um er að ræða matvæli framleidd úr sjávarfangi eða landbúnaðarhráefni. ís- lenskar landbúnaðarvörur eru nú orðnar gæðavömr, enda hefur mikið þróunar- og markaðsstarf verið unnið í mjólkuriðnaði og kjötiðnaði. Fiskur auglýsir hross Við íslendingar höfum náð góðum árangri í útflutn- ingi á sjávarafurðum og búum að langri reynslu og tryggum markaði á þvf sviði. Það hefur m.a. gerst vegna þess að framsýnir menn sáu að samtakamátturinn var sterkasta vopnið og því hafa hin stóm útflutningssam- tök í fiskvinnslu náð miklum árangri. Þessir aðilar hafa því hálfrar aldar reynslu af samstarfi að hönnun, vöm- þróun, innkaupum, gæðaeftirliti, markaðssetningu, sölu og auglýsingum. Með auknum alþjóðlegum samskipt- um og greiðari samgöngum em stór samtök ekki eins nauðsynleg, en við búum enn að reynslunni og eigum að nýta hana á öðrum sviðum. Gott dæmi um það hvemig sjávarafurðir hafa mtt veginn fyrir íslenskan landbúnað er útflutningur hrossa- kjöts til Japans. Þar hefur reynslan af markaðsstarfsemi SH í Japan auðveldað útflutning á hrossakjöti og nú er svo komið að eftirspumin er meira en framboðið á þess- ari vöm. Það samstarfsform sem í dag hefur reynst hvað best er stofnun svokallaðra fyrirtækjaneta. Hér er um að ræða samstarf nokkurra fyrirtækja sem geta verið á ólíkum sviðum en vinna hvort annað upp með náinni samvinnu. Landbúnaður hagnast á EES Nú er t.d. unnið að því að koma á fót fyrirtækjaneti sem hefur það að markmiði að tengja saman fyrirtæki sem hyggjast þróa og selja ný og fullunnin matvæli á EES-markaðinn sem væntanlega opnast sfðar á þessu ári. Hugmyndin er að hafin verði framleiðsla á tilbúnum sjávarréttum, súpum og sósum fyrir veitingahúsamark- aðinn í Evrópu, sem er mjög stór. Mjög mikið af mjólk- urdufti og öðrum mjólkurvörum er notað í framleiðslu sem þessa. Þess vegna er hugmyndin að nýta þá góðu aðstöðu, tæki og þekkingu sem er til staðar í mjólkur- samlögum um allt land til þess að hefja þessa fram- leiðslu. Ef verkefni sem þetta heppnaðist vel þá væri komið kjörið dæmi um samvinnu sjávarútvegs og land- búnaðar sem yrði samnefnari fyrir öflugan fslenskan matvælaiðnað. En það eru ekki aðeins þessar tvær greinar sem kæmu að þessu máli, heldur krefst matvælaframleiðsla þróunar og hönnunar starfs í umbúðaiðnaðinum og hef- ur í för með sér aukna flutninga fyrir flug- og skipafé- lög. Framtíðarsýn Það er mikilvægt að við einbeitum okkur að því sem er sameiginlegt í íslenskum matvælaiðnaði, fremur en því sem sundrar. Við skulum taka tillit til þeirra um- breytinga sem nú eiga sér stað í hinu alþjóðlega um- hverfi og nýta þau tækifæri sem nú bjóðast með sókn í nýja markaði. Það er mikilvægt að hafa það hugfast að matvælaiðnaður sameinar sjávarútveg og landbúnað og þessar greinar vega hvor aðra upp. Það verður að gera átak í öllu rannsóknar- og þróunarstarfi, og þar þarf einnig að koma til aukin samvinna og sameining. Það þarf að efla samstarf atvinnulífs og menntastofnana, þannig að það ýti undir nýsköpun og þróunarstarf. Verkefni sem ætla má að renni stoðum undir það samstarf sem hér hefur verið gert að umtalsefni, eru meðal annars sameining hagsmunasamtaka í íslenskum iðnaði og samruni lánastofnana og sjóða í öflugan fjár- festingabanka. Stærsta og jafnframt erfiðasta pólitíska verkefnið er síðan að sameina landbúnaðar-, sjávarút- vegs- og iðnaðarráðuneyti í eitt öflugt atvinnumála- ráðuneyti. Það eitt mun koma í veg fyrir þá hagsmuna- gæslu og hagsmunaárekstra sem einkennt hafa íslenskt atvinnulíf alltof lengi. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar- mannaflokkur íslands er eini stjómmálaflokkurinn sem sýnt hefur vilja til þess að takast á við þetta verkefni.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.