Alþýðublaðið - 20.05.1993, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 20.05.1993, Qupperneq 9
Fimmtudagur 20. maí 1993 9 Jón Sigurðsson iðnaöar- og viðskiptaráöherra í ræðustóli á þingi íslenskra iðnrckenda. Mér er það mikil ánægja að fá tæki- færi til að ávarpa þennan 51. aðalfund Sambands íslenskra rafveitna. Á þeim fimmtíu áruin sem liðin eru frá stofnun sambandsins hefur orðið bvlting í orku- málum okkar Islendinga. I upphafi tíma- bilsins var meira en helmingur orkunnar fenginn úr innfluttum kolum. Hlutur innlendu orkugjafanna - vatnsorka, jarðvarmi og mór - var tæplega 19%. Nú er hlutur þeirra í orkubúskapnum 62%. Raforkuvinnslan hefur finimtíufaldast á þessu Fimmtíu ára tímabili og heildar orkunotkun landsmanna þrettánfaldast. Á sama tíma hefur íbúatalan um það bil tvöfaldast. Fram yfir miðja öldina voru reistar fjöl- margar einka vatnsaflsstöðvar og mun fjöldi þeirra árið 1952 haf'a verið 303. Uppsett afl þeirra var þó ekki nema 2,8 MW. Auk þess voru reistar fjölmargar vindmyllur. Þessar einkastöðvar tíndu tölunni með rafvæðingu sveitanna og samtengingu landskeifisins. Þegar Samband íslenskra rafveitna var stofnað höfðu um tveir þriðju hlutar þjóðar- innar aðgang að raforkukerfinu en nú má heita að allir Iandsinenn hafi rafmagn frá samtengdu landsneti. Þessar miklu breytingar hafa auðvitað sett svip sinn á allt starf rafveitna og þar með sambands þeirra. Áður var krafan að fá raf- magn til bæjanna og sveitanna, nú er krafan aukin og truflunarlaus þjónusta. Það er góður siður að rifja upp söguna á tímamótum. Það er því vel að áformað er að sfðar á þessu ári - afmælisárinu - komi út saga raforkumála og rafvæðingar íslands. fðnaðarráðuneytið hefur fyrir sitt leyti sluðl- að að því ásamt Landsvirkjun og Sambandi íslenskra rafveitna að hrinda þessari sögurit- un f framkvæmd. Ritun tæknisögu er vanda- söm og þvf er ánægjulegt að til verksins hef- ur fengist maður sem bæði hefur menntun á sviði raun- og hugvísinda, dr. Skúli Sigurðs- son. Eg bind vonir við að þessi nýja orku- saga færi okkur nýjan skilning á íslandssög- unni á þessu sviði og varpi Ijósi á þann hug- myndaheim sem er hreyfiafl þjóðlífsins á hverjum tíma. Markaðsmálin Góðir áheyrendur, ég hverf frá hinu liðna að málefnum líðandi stundar. Rafveitumar hafa að undanfömu skipað markaðsmálun- um hærri sess í allri starfsemi sinni og í vax- andi mæli er litið á rafmagn og heitt vatn sem vömr sem þarf að selja í samkeppni við aðra orkugjafa, einkurn olíu. Mikil umframorka er eins og kunnugt er í raforkukerfinu urn þessar mundir. Aukin raforkusala gefur færi til lægra verðs. Ekki bara vegna þess að þá gengur á umframork- una heldur einnig vegna bættrar nýtingar dreifikerfisins og aukinnar framleiðni. Raf- mönnum sfnum almenna ráðgjöf varðandi orkukaup og vera tilbúin til að fara ótroðnar slóðir í að afia sér viðskipta og auka þjón- ustu. Starfsemi ykkar næsta ár mun væntan- lega í auknum mæli snúast um markaðsmál- in og þjónustu við viðskiptamenn. Nýting orkulindanna Nýtingu íslendinga á orkulindununt má í aðalatriðum skipta í þrjú stig eða tímabil. Á fyrsta stigi var höfuðáhersla lögð á raf- væðingu landsins og lagningu hitaveitna á nokkmm þéttbýlisstöðum þar sem auðvelt og ódýrt var að virkja jarðvarmann. Á öðru tímabilinu var farið að nýta arbúskaparins með því að virkja - einkum vatnsorku - til stóriðju. Þetta stig stendur enn. Á þriðja tímabilinu í kjölfar olíukrepp- unnar 1973/74 var lögð áhersla á að draga úr þýðingu olíunnar í orkubúskap þjóðarinnar með því að nýta innlendu orkulindimar - jarðvannann og vatnsorkuna - í stað inn- fluttrar olíu. Nú er svo komið að innlendu orkulindimar hala svo til algerlega komið í stað olíu til húshitunarog um 85% af olíunni fer til samgangna og fiskveiða. Á þeim svið- um er ekki unnt að skipta yfir í hreina inn- lenda orku nema að ný tækni ryðji sér til rúms. Næsta tímabil eða stig í nýtingu orku- lindanna - samhliða aukinni stóriðju - gæti orðið að virkja til útfiutnings um sæstreng. Umræður um þann möguleika hafa farið fram annað veifið undanfama áratugi, en á síðustu árum hefur hann verið kannaður af meiri alvöru en fyrr í ljósi tækniframfara og þeirra breytinga sem em að verða í orkumál- um víða um lönd. Útflutningur raforku um sæstreng Utfiutningur raforku er gríðarlega stórt verkefni og reynsla af hliðstæðum verkefn- um er takmörkuð. Áður en unnt er að taka ákvörðun um raforkuútflutning þaif að fara fram umfangsmikið og tfmafrekt undirbún- ingsstarf. Utflutningur gæti í fyrsta lagi haf- ist um miðjan fyrsta áratug næstu aldar. Eðlilega er því ekki gert ráð fyrir að hag- kvæmustu virkjanakostimir verði nýttir vegna útfiutningsins, enda er stefnt að því að áður verði reislar stórar virkjanir vegna stóriðju og annarrar starfsemi hér á landi. Ekki má líta á útfiutning raforku og nýtingu hér á landi sem kosti sem útiloka hvom ann- an. Utflutningurinn á að koma til viðbótar sölu innanlands. Eg tel mikilvægt að mótuð verði stefna um útflutning raforku sem njóti víðtæks stuðnings almennings. Á síðustu dögum vorþingsins lagði ég fram á Alþingi skýrslu um útfiutning raforku um sæstreng. 1 skýrsl- unni er dregin upp heildstæð mynd af máj,- inu með það fyrir augum að auðvelda þing- mönnum og landsmönnum öllum að meta af yfirvegun og raunsæi kostnað og ávinning af hugsanlegum útflutningi. Tilgangur skýrslunnar er að hefja leit við stóiyi spum- ingu: Viljum við nýta orkulindir Islands á þennan hátt? Góðir áheyrendur, Ég þakka þetta tækifæri til að hitta ykkur að máli og fagna með ykkur þessum ti'ma- mótum í sögu sambandsins. Ég vil jafnframt óska ykkurog Sambandi íslenskra rafveitna eða hugsanlegum arftaka þess - orkuveitu- sambandinu - allra heilla í starfi í framtíð- inni. orkufyrirtækin þurfa að bjóða viðskipta-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.