Alþýðublaðið - 20.05.1993, Page 10

Alþýðublaðið - 20.05.1993, Page 10
10 Fimmtudagur 20. maí 1993 ,ATVINNULEYSI Á ÍSLAND11993“ - 8. hluti - Samantekt: Stefán Hrafn Hagalín AÐSTÆÐUR OLIKRA HOPA ATVINNUL AU SRA Á ÍSLANDI Oskráðir eru eldri en skráðir, oftar karlar, meira menntaðir, hafa oftar verið sjálfstœtt staifandi og tilheyra sjaldnar launamannafélögum, þeir sem eru kvæntir eiga oftar atvinnulausan maka og stœrri hluti þessa hóps er fráskilinn. s Oskráðir hafa einnig meira reynt til aðfá vinnu en skráðir. Áfram höldum við að skoða skýrslu Félagsvísindastofnunar um könnun hennar á aðstæðum og högum atvinnulausra á íslandi árið 1993. Nú snúum við okkur að aðstæðum hinna ólíku hópa atvinnulausra. Mikið var spurt í könnuninni um tekjur og afkomu atvinnulausra og áhrif atvinnuleysisins á almenn lífskjör fólks. Að mörgu þarf að hyggja þegar meta á áhrif atvinnu- leysis á kjör fólks, því aðstæður einstakra hópa atvinnulausra eru afar mis- jafnar. Réttarstaða gagnvart bótakerfi velferðarríkisins er einn þáttur, annar er lengd atvinnuleysisástandsins, þriðji er framfærslubyrði ásamt fjöl- skylduaðstæðum atvinnulausra og loks ber að líta á aðra greiningu atvinnu- lausra eftir þjóðfélagshópum. Hér á eftir verður reynt að gera góða grein fyrir aðstæðum ólíkra hópa atvinnulausra með því að sýna hversu misjafn- lega erfiðleikar leggjast á atvinnulaust fólk. Samanburður á skráðum og óskráðum atvinnulausum og þjóðinni allri. Skoðað er hlutfall þeirra sem lent hafa í erfiðleikum með venjuleg útgjöld fjölskvldunnar á síðasta ári. Oft Af og til Sjaldan Aldrei Fjöldi Allir atvinnulausir 23,3 16,1 9,5 51,1 790 Lengd atvinnuleysis *** Minna en mánuð 14,2 13,0 7,4 65,4 162 1-6 mánuði 20,7 14,9 12,6 51,9 397 6-12 mánuði 42,9 25,0 3,6 28,6 112 Meira en ár 26,5 12,2 6,1 55,1 49 Tafla (a). - HEFUR ÞAÐ KOMIÐ FYRIR Á SÍÐASTA ÁRI AÐ FJÖLSKYLDAN HAFI ÁTT í ERFIÐLEIKUM MEÐ AÐ GREIÐA HIN VENJULEGU ÚTGJÖLD, TIL DÆMIS FYRIR MAT, FERÐIR, IIÚSNÆÐI OG ÞESS HÁTTAR? Greint eftir lengd atvinnuleysis. Alls ekki Ekki meira en venjul. Heldur meira en venjul. Mun meira en venjul. Fjöldi Lengd atvinnuleysis*** Minna en mánuð 61,6 23,8 12,2 2,4 164 1-6 mánuði 51,6 22,4 20,4 5,5 397 6-12 mánuði 36,1 17,6 28,7 17,6 108 Meira en ár 36,0 26,0 24,0 14,0 50 Tafla (b). - HEFUR ÞÉR Á SÍÐUSTU VIKUM FUNDIST ÞÚ VERA AÐ MISSA SJÁLFS- TRAUST? Minna cn mánuð 1-6 mán. 6-12 mán. Meiraen ár Fjöldi Kyn*** Karl 18,0 62,7 13,8 5,5 383 Kona 27,4 47,2 16,9 8,5 354 Tafla (c). - LENGD ATVINNULEYSIS SKIPT EFTIR KYNJUM. ÓSKRÁÐIR ATVINNULAUSIR: UTAN VINNUMARKAÐAR - UTAN VELFERÐARRÍKIS? í könnuninni var lögð töluverð áhersla á að meta mismun aðstæðna og ástands hjá þeim sem eru atvinnulausir og skráðir á op- inberum atvinnumiðlunum og hinna sem eru án atvinnu en ekki skráðir opinberlega. Erfitt reyndist að finna hóp þeirra óskráðu og var því brugðið á það ráð að sækja þá í félagaskrána hjá Samtökum atvinnu- lausra. I þeirri skrá eru um 180 manns sem eru atvinnulausiren ekki sagðir vera á opin- berum skrám, né njóta réttar til atvinnuleys- isbóta. Tekið var 100 manna úrtak úr þeim hópi og haft samband við þá. Það náðist í um 70% af úrtakinu og var sami spuminga- listinn lagður fyrir þann hóp. VEGNA EÐLIÚRTAKS GEFA NIÐURSTÖÐUR AÐEINS GRÓFAR VÍSBENDINGAR Þessu úrtaki fylgir vitaskuld sá fyrirvari að það er ekki svokallað „hendingarúrtak", vegna þess að það er bundið við félagaskrá samtakanna og auk þess er stærstur hluti þeirra búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn er enn fremur lítill og nærri fjórð- ungur þeirra hafði komist á atvinnuleysis- bætur á könnunartímanum. Þannig að hóp- urinn er ekki hreinn í þeim skilningi að allir séu utan opinberu atvinnuleysisskránna. Niðurstöður sem fyrir liggja um þann hóp ber því einungis að skoða sem grófar vís- bendingar. En þær má auðvitað notað til að svara almennum spumingum um hvort að- stæður og ástand þeirra óskráðu atvinnu- lausu séu í veigamiklum atriðum mjög ólík- ar aðstæðum þeirra sem njóta þess að vera inni á atvinnuleysisskrám ráðningarskrif- stofa og sveitarfélaga. ÓSKRÁÐIR ATVINNULAUSIR LENDA OFTAR í ERFIÐUM GREIÐSLUERFIÐLEIKUM Með ofangreinda fyrirvara í huga er hægt að segja á grundvelli samanburðar á þess- um tveimur hópum (skráðum og óskráð- um/réttindalausum atvinnulausum), að að- stæður hinna réttindalausu sem em í Sam- tökum atvinnulausra em í veigamiklum at- rfoum frábmgðnar aðstæðum þeirra sem njóta atvinnuleysisbóta eða eru á opinbem atvinnuleysisskránum. Munurinn á niður- stöðunum fyrir þessa tvo hópa er afgerandi. Á mynd númer 1 er sýndur samanburður á umfangi greiðsluerfiðleika hjá skráðum at- vinnulausum, óskráðum meðlimum í Sam- tökum atvinnulausra og hjá þjóðinni allri. Þar kemur fram að þeir óskráðu kvörtuðu mun meira undan greiðsluerfiðleikum en þeir skráðu (77% samanborið við 49%). Tekjur þeirra óskráðu/réttindalausu hafa verið minni og þeir hafa í mun minna mæli notið atvinnuleysisbóta á undanfömum 5 árum. Það kemur til meðal annars vegna þess að þeir hafa ekki greitt gjöld, þar eð þeir eru meira sjálfstætt starfandi og utan félagskerfis launþegahreyfingarinnar. Þeir óskráðu/réttindalausu hafa í mun meira mæli dregið saman neyslu sína og fjöl- skyldunnar og einnig hafa þeir þurft að ganga talsvert meira á eignir sínar og spari- fé. MUNURINN Á HÓPUNUM ER UMTALSVERÐUR OG AÐSTÆÐURNAR ÓLÍKAR Þeir óskráðu hafa í mun meira mæli en aðrir þurft að leita eftir styrkjum frá Félags- málastofnun eða viðkomandi sveitarfélagi (fjórum sinnum algengari en hjá þeim skráðu). Þeir búa einnig oftar í leiguhús- næði en þeir skráðu. Samsetning þeirra óskráðu er allólík því sem er hjá meginhópi atvinnulausra. Óskráðir eru eldri en skráðir, oftar karlar, meira menntaðir, hafa oftar verið sjálfstætt starfandi og tilheyra sjaldn- ar launamannafélögum, þeir sem eru kvæntir eiga oftar atvinnulausan maka og stærri hluti þessa hóps er fráskilinn (!). Þeir óskráðu koma mun sjaldnar úr sjávarút- vegsgreinunum en hinir sem eru á opinberu atvinnuleysisskránum. Megin starfsvett- vangur þeirra hefur verið þjónusta, verslun og samgöngur, en síður iðnaður og land- búnaður eða sjávarútvegur. Þeirra staða á atvinnumarkaðnum hefur því í veigamikl- um atriðum önnur. FJÁRHAGSLEGT OG LÍKAMLEGT ÁSTAND ÓSKRÁÐRA ER LAKARA Þrátt fyrir að langtímaatvinnuleysi sé al- gengara hjá þeim óskráðu eru þeir mjög áfram um að fá aftur vinnu, og hafa í reynd gert meira en aðrir atvinnulausir til að fá starf á nýjan leik. Þegar saman eru bomar niðurstöður úr spumingum um heilsufar al- mennt og um andlega líðan og styrk kemur hins vegar í ljós að þeir óskráðu em al- mennt mun verr á sig komnir en hinir. Lengd atvinnuleysistímabilsins kann að skipta mestu máli fyrir þetta fólk. Þeir óskráðu hafa hefnilega verið almennt verið mun lengur atvinnulausir en hinir skráðu. Á heiidina litið virðist því mega draga þá ályktun, að þeir sem eru utan félagskerfis launþegahreyfingarinnar og eiga ekki greiðan aðgang að atvinnuleysisbótakerf- inu búi almennt við lakari aðstæður og ástand en þorri þeirra sem em á atvinnu- leysisskrám og njóta atvinnuleysisbóta. At- hugið að það á bæði við fjárhagslegt og heilsufarslegt ástand. ERFIÐLEIKAR ATVINNU- LAUSRA TILLENGRI OG SKEMMRITÍMA Ein algengasta skýringin á mismunandi aðstæðum og erfiðleikum óskráðra og skráðra er lengd atvinnuleysisreynslunnar. Málið er að erfiðleikar aukast yfirleitt effir því sem atvinnuleysisástandið varir lengur. Nú verður reynt að gera grein fyrir tengsl- um lengdar atvinnuleysis og fjárhagserfið- leika annars vegar, og andlegra erfiðleika hins vegar. í töflu (a) er sýnt sambandið milli greiðsluerfiðleika og lengdar atvinnu- leysis. Sambandið þama á milli er mjög vel marktækt, sem sagt - mikil fylgni er á milli þessara þátta. Á töflunni sést að aðeins um 14% þeirra sem hafa verið atvinnulausir í innan við mánuð segjast oft hafa verið í erf- iðleikum með að greiða hin venjulegu út- gjöld fjölskyldunnar. Hins vegar er athygl- isvert að um 43% þeirra sem hafa verið at- vinnulausir í 6 til 12 mánuði hafa átt í slík- um erfiðleikum. ÁN ATVINNU í EITT ÁR KVARTA MINNA EN ÁN ATVINNU í 6-12 MÁNUÐI Sérstaka athygli vekur að þeir sem hafa verið atvinnulausir í eitt ár eða meira kvarta mun minna undan greiðsluerfiðleikum en þeir sem hafa verið án atvinnu í 6-12 mán- uði. Hér ber að gæta þess að þetta er lítill hópur, innan við 7% allra atvinnulausra um síðustu áramót. Að einhverju leyti kann að vera að um sé að ræða fólk sem hefur búið svo lengi við atvinnuleysi að það hefur að- lagast nýjum aðstæðum. Jafnvel fundið sér gjörbreyttan lífsstíl, til dæmis með sölu eigna og mikilli minnkun neysluútgjalda. Rétt er einnig að hafa í huga að þetta getur breyst þegar frá líður, því að atvinnuleysið hefur vaxið mjög hratt á síðustu mánuðum. Ef atvinnuleysi til langtíma vex einnig, þannig að hið svokallaða hærra atvinnu- leysisstig verður varanlegt, má búast við að erfiðleikar þeirra sem verða atvinnulausir í ár eða lengur verði meira en hér kemur fram. MIKIL FYLGNIMILLI LENGDAR ATVINNULEYSIS OG ANDLEGRA ERFIÐLEIKA í töflu (b) er sýnt sambandið milli lengd- ar atvinnuleysis og andlegra erfiðleika, er það mælt með svörum við spumingu um missi sjálfstrausts. Þar má einnig sjá mikla fylgni milli lengdar atvinnuleysis og erfið- leika. Þannig má sjá að um 62% þeirra sem verið hafa atvinnulausir í innan við mánuð segjast alls ekki hafa fundið til þess að þeir væru að missa sjálfstraust sitt vegna at- vinnuleysisástandsins og um 36% þeirra sem verið hafa atvinnulausir segja það sama. LENGD ATVINNULEYSIS HJÁ KÖRLUM OG KONUM: KARLAR VERR STADDIR Skoðum nú töflu (c). Þar sést að skamm- tíma atvinnuleysi er algengara hjá konum, og gætir þar áhrifa frá starfsvettvangi þeirra í fiskvinnslunni, sem býr við langmestar sveiflur í atvinnu. Hins vegar er langal- gengast að karlar hafi verið atvinnulausir í 1-6 mánuði (um 63% á móti um 47% kvenna). Hins vegar er heldur algengara að langtíma atvinnuleysi (6 mánuðir eða leng- ur) bitni á konum frekar en körlum (um 25% á móti 19% hjá körlum). „Þráttfyrir að langtímaatvinnuleysi sé al- gengara hjá þeim óskráðu eru þeir mjög áfram um að fá aftur vinnu, og hafa í reynd gert meira en aðrir atvinnulausir til aðfá starfá nýjan leik. Þegar saman eru bornar niðurstöður úr spurningum um heilsufar al- mennt og um andlega líðan og styrk kemur hins vegar í Ijós að þeir óskráðu eru almennt mun verr á sig komnir en hinir. “

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.