Alþýðublaðið - 20.05.1993, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 20.05.1993, Qupperneq 11
Fimmtudagur 20. maí 1993 Markaðslausnir í stað opinberra afskipta 11 Einkavæðing orkugeirans Islenska orkukerfið samanstendur annars vegar af fyrirtækjum sem sjá um að virkja vatnsorku og jarðvarma til raforkuframleiðslu og upphitunar en hins vegar aðilum sem sjá um flutning og dreifingu orkunnar. Orkukerfið er að mestu í opinberri eigu og rekstri. Þetta á bæði við um virkjanir og flutn- ings- og dreifikerfi. I töflu 7.3 kemur fram að hlut- deild opinberra aðila í launakostnaði rafmagns- og hitaveitna er 100%. Hingað til hefur fjárfesting í orkukerfinu að mestu verið fjármögnuð af útlendingum með lánsfé en ein- ungis örfáar smávirkjanir eru í einkaeign. Því má vænta að með tímanum verði auðveldara að virkja innlent einkafjármagn til fjármögnunar stórframkvæmda að einhverju marki. Þetta á við hvort heldur sem er, skuldabréfasölu eða hlutabréfasölu. Slíkt tækifæri mætti nota til einkavæðingar orkugeirans að einhverju eða öllu leyti. Að líkindum myndi áhugi erlendra aðila á þvf að fjárfesta í orkugeiranum tengjast áformum um nýtingu orkunnar til iðnaðarframleiðslu eða beinunt út- flutningi rafmagns unt sæstreng. Mikilvægt er að benda á af stjómmálalegum ástæð- um er einkavæðing virkjana viðkvæmara mál en einka- væðing flutnings- og dreifikerfis. Þetta tengist annars vegar myndun auðlindarentu eða umframarði af orku- lindum og hins vegar hugsanlegum ávinningi af einka- væðingunni. Þótt auðlindarenta af orkulindunum sé nú lítil eða ef til vill ekki til staðar þá er næsta víst að hún mun myndast þegar fram Ifða stundir'og takmörkun orkulindanna verður ljósari. Einnig kann að myndast tímabundin renta, svokölluð „quasi-renta“, þegar orku- verð er hátt eða ef óvæntur orkuskortur á sér stað. í reynd ætti auðlindarenta þó ekki að standa í vegi fyrir einkavæðingu virkjana þar sem hana má inn- heimta nteð afnotagjaldi eða sölu nýtingarréttarins. Á þann hátt er unnt að taka tillit til myndunar rentu í fram- tíðinni þegar við einkavæðingu virkjana. Áhrifin á sölu- verð virkjana er þó óviss vegna almennrar óvissu um framtíðina og hugsanlegs fjármögnunarvanda væntan- legra kaupenda. I öllu falli verður að gæta þess að rugla ekki saman réttinum til að nýta auðlindimar og réttinum til að hirða af þeim rentuna. Avinningur af einkavæði ngu orkukerfisins Almennt má segja að ávinningur þjóðarheildarinnar af einkavæðingu, umfram það sem fram kemur hér að ofan, tengist tveimur meginatriðum. I fyrsta lagi auk- inni samkeppni og í öðru lagi því fjárhagslega aðhaldi sem einkafyrirtæki býr við. Ávinningurinn af einka- væðingu orkukerfisins má rekja til þessara almennu at- riða einkum hvað varðar einkavæðingu á rekstri virkj- ana. Þannig næst virkara kostnaðaraðhald og sam- keppni í rekstri einstakra virkjana auk þess sem stjóm- ntálaleg afskipti af orkuverði og virkjanaröð væri rninni. Þetta á meðal annars við tekjujöfnun gagnvart almenningi með jöfnun orkuverðs á rnilli landshluta. Kröfuna unt slíka tekjujöfnun má meðal annars tengja skiptingu auðlindarentunnar. Ef sérstök hlutafélög em stofnuð um rekstur einstakra virkjana og þau síðan seld einkaaðilum má afla ríkissjóði nokkurs fjár með sölu þeirra. I þessu sambandi þarf þó jafnframt að huga að því hvaða áhrif breyting á rekstrarfonrii hefur á láns- traust og lánskjör. Auk þeirra atriða sem þegar hafa verið nefnd væri í raun æskilegt að kljúfa rekstur og skipulag virkjana í tvær rekstrareiningar eftir því hvort þær framleiða orku fyrir almennan innlendan markað eða til orkufreks iðn- aðar og útflutnings um sæstreng. Þannig mætti enn draga úr stjómmálalegum afskiptum sem koma til með- al annars vegna pólitískt kjörinna stjóma hjá orkufyrir- tækjunum. Þar að auki myndi draga úr grunsemdum urn að orkuverð til almenna ntarkaðarins tengdist orkuverði til útflutningsmarkaðarins. Hvað flutnings- og dreifikerfið varðar þá virðast minni möguleikar á þjóðhagslegum ávinningi af einka- væðingu í fomti útboðs á rekstri eða sölu til einkaaðila. Þetta stafar einkum af þvi hversu erfitt gæti reynst að koma á nægjanlegri samkeppni. Þó er líklegt að stofnun hlutafélaga unt þennan rekstur ntuni skila ríkinu ein- hverjum fjárhagslegum ávinningi. Flutnings- og dreifikerfið gegnir lykilhlutverki í því að koma á samkeppni einstakra einkafyrirtækja um rekstur virkjana. Aukið frjálsræði í þá vem að heimila einkaaðilum afnot af kerfinu til raforkuflutnings milli fjarlægra staða gæti einnig skilað nokkmm ávinningi. Ljóst er að nokkuð hefur verið unt virkjun jarðvamta af hálfu einstakra fiskeldisstöðva. Hugsanlegt er að í því sambandi sé til staðar vannýtt raforkuframleiðsla eða að hagkvæmt sé að virkja slíka raforku sem selja mætti inn á dreifikerfi alntenningsveitna eða flytja á annan rekstrarstað sama fyrirtækis. Flest það sent hér hefur verið sagt um einkavæðingu raforkukerfisins gildir jafnt um rekstur hitaveitna og jarðvarmavirkjana sent rafveitna og rafvirkjana. Það kann þó að reynast tofveldara að ná fram samkeppni um gufuorkuna f rekstri jarðvamtavirkjana en unt raf- orkuna þar sem ekki er urn að ræða eitt samtengt dreifi- kerfi á sama hátt og flutningskerfi Landsvirkjunar og dreifikerfi rafveitnanna fyrir raforku. Nýting jarðvarma er mun skemmra á veg komin en nýting vatnsorku. Rannsóknir benda til að einungis um einn þúsundasti hluti þess sem nýta má til framleiðslu varmaorku hafi verið nýttur. Þetta má bera saman við að einungis um 13% af hagkvæmri vatnsorku hafa ver- ið virkjuð til raforkuframleiðslu. f þessum útreikning- um er miðað við að varmalindin sé tæmd á 100 ámm og þá er ekki talinn með sá hluti sem að auki má nýta til raforkuframleiðslu. Þetta ástand stafar meðal annars af því að ekki hefur verið ráðist í nægilega yfirgripsmiklar rannsóknir til að unnt sé að veita skýr svör um hversu hratt megi nýta einstök jarðhitasvæði. Þau fyrirtæki sem nýtt gætu jarðvarma til framleiðslu iðnvamings eða framleiðslu raforku eru treg til að skuldbinda sig á meðan vitneskja um mögulegan nýt- ingarhraða liggur ekki fyrir. Segja má að hér sé um víta- hring að ræða sem kemur í veg fyrir hagkvæma nýtingu jarðvarmans. Nýta mætti hvata markaðskerfisins til að koma á markvissri könnun á nýtingu jarðvarmans. Ein leið væri að heimila einkaaðilum hagnýtar rannsóknir á háhitasvæðum gegn þvf að þau fengju að nýta orkuna um ákveðið skeið fyrir lægra afnotagjald. * Vandamálin við einkavæðingu orkugeirans em á vissan hátt skýrar afmörkuð en þau sem varða opinber- an rekstur almennt. Þessi staðreynd og hið mikla um- fang orkugeirans hvetur til einkavæðingar. Jafnvel þótt einungis lítilsháttar hagræðing næðist þá hefði hún verulega þýðingu fyrir samkeppnisstöðu efnahagslífs- ins. Úr bók Félags íslenskra iðnrekenda og Vinnuveitendasambands ís- lands, Markaðslausnir í stað opinberra afskipta - 1993. ISLENSKUR IÐNAÐUR HUGSUN I ViRKI wmm íslenskur Iðnaður bygglr á hugsun og bekkingu. Hug og hönd er beltt í hverlu verkl, smáu og stóru. Hugvlts- og haglelksmenn í Iðnaðl gegna mlkllvsgu hlutverkl í íslenskrl mennlngu. Iðnaðurlnn barfnast hæfllelkafólks. Stöndum saman og styrklum verkmenntun í landlnu. Vellum íslenska framlelðslu og eflum atvlnnulíf okkar. ÍSLAND ÞARFNAST IÐNAÐAR. LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Samtök atvlnnurekenda I Iðnaðl

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.