Alþýðublaðið - 20.05.1993, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 20.05.1993, Qupperneq 12
12 _______________________________________________________________________________________________ Fimmtudagur 20. maí 1993 'fimmtuhqM lú. mi f97 Atburðir dagsins 1347 Eftir að hafa áunnið sér traust alþýðunnai', með baráttu gegn aðlinum, reynir leiðtoginn Cola di Rienzo að endurreisa Róm sem lýðveldi. 1588 Flotinn ósigrandi frá Spáni, vindur upp segl og siglir frá Lissabon í því skyni að leggja undir sig England. 1609 Sonnettur Williams Shakespeares eru geíhar út. 1802 Frakkar koma á þrælahaldi og verslun með þræla að nýju í nýlendum sín- um. 1867 Viktoría drottning Englands leggur homsteininn að Albert Hall í Lond- on. 18951 Bandaríkjunum er því lýst yfir að tekjuskattur sé andstæður stjómarskrá landsins. 1939 Um 200 þúsund manns koma og skoða fyrstu Chelsea- blómasýninguna. 1939 Pan American Airways flýgur fyrsta áætlunarflug sitt milli Bandaríkj- anna og Evrópu. 1970 Fyrsta kvikmynd Bítlanna er frumsýnd í London. Hún heitir Let it Be. 1989 Herlög í Peking í kjölfar mikilla mótmæla, ungt fólk kallar á endurbætur í stjómskipun landsins. Afmœlisdagar William Thornton, 1759 Bandarískur arkitekt sem skapaði meðal annars Capitol í höfuðborg landsins. Honoré de Balzac, 1799 Franskur rithöfundur sem ritaði yftr 80 sögur undir samheitinu La Comédie Humaine, eða hin mannlega grínsaga. Lýsti hann því hvemig afl peninga og gróðahyggju gegnsýrir þjóðfélögin. John Stuart Mill, 1806 Enskur heimspekingur, hagfræðingur og umbótamað- ur. William Fargo, 1818 Stofnandi og eigandi hins fræga Wells Fargo flutninga- fyrirtækis í Bandaríkjunum. James Stewart, 1908 Amerískur kvikmyndaleikari, einn hinna stærstu, fékk Óskarsverðlaun fyrir The Philadelphia Story. Cher, 1945Amerísk söng- og leikkona. Spakmœli dagsins Stríðin skella á vegna þess að það ent ekki nógu margir nógu hrœddir, sagði Hugli Sconfield, breskur rithöfundur. KÓLUMBUS DEYR f FÁTÆKT - Þennan dag fyrir 487 árum dó landkönnuðurinn Kristófer Kólumbus, 55 ára gamall, sá sem fann Ameríku, nokkur hundruð árum eftir Leifi heppna og Brendan hin- um írska. Hann dó fullkomlega félaus og hélt enn að hann hefði fundið Asíu 14 árutn fyrr. Spánska hirðin liafði ekki greidd honum eyri fyrir að færa henni Nýja heiminn. 'föítuhýM 11. mí f97 Atburðir dagsins 1471 Hinrik konungur sjötti af Englandi deyr í Tower of London, sennilega myrtur að undirlagi Játvarðar fjórða. 1542 Hemando do Soto, fyrsti Evrópumaðurinn til að fara yftr Mississippi fljótið, deyr á bakaleiðinni. Hann var spánskur landkönnuður. 1840 Nýjasjáland er lýst bresk nýlenda. 1924 Tveir 19 ára piltar í Chicago ræna og myrða 14 ára dreng „sér til gam- ans“. Báðir voru þeir synir milljónamæringa. Þeir játuðu á sig verknaðinn. 1966 Cassius Clay er enn sem fyrr besti hnefaleikari heims og sigraði Bretann Cooper í 6. lotu þennan dag. 1975 Baader Meinhof skæmliðar koma fyrir rétt í Stuttgart. 1990 Israelskur hermaður tryllist og drepur sjö Palestínuaraba. Afmœlisdagar Albrecht Dúrer, 1471 Pyskur listmálari og fjöllistamaður. Alexander Pope, 1688 Enskt skáld og háðsádeiluhöfundur sem þýddi kviður Hómers. Henri Rousseau, 1844 Franskur listmálari í flokki naívista, auk þess að vera tollvörður. Thomas „Fats“ Waller, 1904 Hinn frægi jasspíanisti og tónsmiður. Andret Sakarov, 1921 Rússneskureðlisfræðingurog baráttumaður mannrétt- inda. Hann vann til Nóbelsverðlauna árið 1965. Spakmœli dagsins Lávarðadeildin er gott dœmi um það hvernig annast á um eldri borgara, sagði Frank Field, breskur pólitíkus á þessum degi 1981. LINDBERG EINN YF- IR ATLANTSÁLA-Það var á þessum degi fyrir 67 árum sem Charles Lindberg flaug einn síns liös yfir Atlantshafið frá Long Island í New York og til Parísar. Um 100 þúsund manns fögnuðu flugkappanum þegar hann lenti flygildinu Spi- rit of St. Louis. Flugtím- inn var 33 klukkustundir og 40 mínútur. Lindberg vann þarmeð til hárra verðlauna sem dagblað eitt lofaði, 25 þúsund Bandaríkjadala. VL, mí 97 Atburðir dagsins 337 eftir Krist Konstantin hinn mikli, er skírður til kristni á dánarbeði sínum, fyrstur rómverskra keisara. Fjórtán árum fyrr hafði hann sett lög um umburð- arlyndi gagnvart kristnu fólki. 1865Þennan dag var forseti Suðurríkjanna, Jefferson Davis gripinn á flótta, dulbúinn sem kona. Dálagleg verðlaun voru sett honum til höfuðs, 100 þúsund dollarar. Andrew Johnson forseti norðurríkjanna hefur opinberlega ásakað Da- vis um að eiga aðild að morðinu á Lincoin forseta. 1885 Franski rithöfundinurinn Victor Hugo deyr í París, 83 ára að aldri. 1908 Bræðumir Wilbur og Orville Wright fengu þennan dag einkaleyft á flug- vél sinni, fjórum árum eftir hið sögulega flug þeirra í Kitty Hawk í Norður Kar- ólínu. Flyer 1 flugvél þeirra flaug Ijórum sinnum, lengsta flugið var rétt um 260 metrar, en smám saman jókst vegalengdin og em flug þeirra farin að vara í 40 mínútur í 46 metra hæð eða meira. 1921 Fljúgandi Finninn, Paavo Nurmi, sem vann tvenn gullverðlaun á Ólymp- íuleikunum í Antwerpen, setti heimsmet í 10 km hlaupi í Stokkhólmi í dag - bætti metið um 18 sekúndur. 1974 Eftir að sjá og heyra Bmce Springsteen fyrsta sinni segir Jon Landau, rokkgagnrýnandi: Ég sá rokk og ról framtíðina fyrir mér - og hún er Bmce Springsteen. Rétt hjá honum. 1981 Peter Sutcliffe, kallaður Yorkshire Ripper, er dæmdur sekur í Old Bailey í London um morð á 13 konum og tilraunir til að myrða sjö til viðbótar. Afmœlisdagar Richard Wagner, 1813 Þýskt tónskáld, meðal annars frægur fyrir hljómkvið- una Niflungahringinn. Sir Arthur Conan Doyle, 1859 Skoski rithöfundurinn sem skapaði leynilögg- una Sherlock Holmes. Laurence Oliver, 1907 Breskur stórleikari, frantleiðandi kvikmynda og leik- stjóri. Fyrir störf sín var hann aðlaður af Englandsdrottningu, eini leikarinn sem þann heiður hefur hlotið. Spakmœli dagsins Pað er auðvelt, - þú beygir bara til vinstri hjá Grœnlandi", sagði bítillinn John Lennon í viðtali í Ameríku 1964, þegar hann var spurður: How do you fmd America? (orðaleikur). NIXON í MOSKVU - Þennan dag fyrir 21 ári kom Bandaríkjaforseti, Richard Nixon, til Moskvu. Þetta var tímamótaviðburður, enda fyrsta heimsókn Bandaríkjaforseta til landsins. Viðræður Nixons og Brésnefs sovétleiðtoga urðu til þess að stefna Nixons um þíðu í við- skiptum þjóðanna fór að bera ávöxt. fuuuufaýumu ti. mí '9i Atburðir dagsins 1795 í París binda hersveitir enda á uppþot sem verður vegna skorts á brauði. (Til athugunar fyrir Baldur Hermannsson og aðra söguskýrendur). 1873 Hin fræga kanadíska riddaralögregla, The North West Mounted Police, er stofnuð. 1887 Gimsteinar og djásn frönsku krúnunnar fara í sölu og fást sex milljónir franka fyrir góssið. 1945 Heinrich Himmler, innanríkisráðherra Hitlers, fremur sjálfsmorð. 1960 Ben-Gurion, forsætisráðherra ísraels, tilkynnir að stríðsglæpamaðurinn Adolf Eichmann hafi verið handtekinn og munu fara fýrir rétt í Israel. Eich- mann stýrði dauðasveitum nasista í stríðinu og hafði á samviskunni dauða milljóna gyðinga. 1991 Sex ára strák í Englandi eru dæmdar umtalsverðar bætur úr hendi slúður- blaðsins The Sun. Blaðið hafði farið mörgum orðum um óknytti drengsins og kallað hann mest óþekktarorm Bretlandseyja, en láðist að geta þess að dreng- urinn var fáviti. Afmœlisdagar Carl Linnaeus, 1707 Sænski grasafræðingurinn sem kom á reglubundinni flokkun á plöntum og dýrum. Sir Charles Barry, 1795 Enskur arkitekt sem hannaði þinghúsið í London, Houses of Parliament. Douglas Fairbanks, 1883 Amerískur leikari sem sérhæfði sig í fífldjörfum at- riðum. Joan Collins, 1933 Bresk leikkona, sem sló fyrst í gegn fyrir alvöru í Dynasty- þáttunum sem flestir þekkja úr sjónvarpinu. Anatoly Karpov, 1951 Rússneski stórmeistarinn og fyrrum heimsmeistari. Spakmœli dagsins Það er ekkert hungur í Uganda. Efmaður er svangur getur maðurfarið inn í skóginn og fengið sér banana, var haft eftir einvaldinum Idi Amin Dada sem hrifsaði völdin í Uganda 1971. Þetta voru auðvitað öfugmœli hin mestu. BONNIE OG CLYDE DREPIN - þau voru bankaræningjar og morðingjar, sem kvik- myndir hafa gert ódauö- leg. Þennan dag árið 1934 létu þau lífið í kúlnahríð þegar þau gengu í gildru lögregl- unnar í Louisiana. Þau skötuhjúin hrelldu íbúa suðvesturhluta Banda- ríkjanna í fjögur ár, drápu 12 manns og rændu fjölmarga banka og bensínstöðvar. Clyde Barrow var 25 ára en Bonnie Parker 23 ára.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.