Alþýðublaðið - 20.05.1993, Side 14

Alþýðublaðið - 20.05.1993, Side 14
14 Fimmtudagur 20. maí 1993 UMMÆLI LÁRU HÖLLU í 6ARÐ LANDLÆKNIS í LAGI / -segir siðanefnd Lœknafélags Islands „Siðanefnd lítur svo á að ummæli Láru Höllu hafi verið innan þeirra marka sem nefndin telur siðareglur setja umræðu af þessu tagi, enda tel- ur nefndin að mikilvgir almennir hagsmunir séu tengdir því að opin- ská og gagnrýnin umfjöllun verði um málefni sem þetta“, segir í úr- skurði siðanefndar Læknafélags ís- lands, vegna kæru Ólafs Ólafssonar, landlæknis, á hendur Láru Höllu Maack, geðlækni. Lára Halla hefur hinsvegar snúist til sóknar og biður stjóm Læknafélags fs- lands í ljósi þessa úrskurðar að fara fram á að landlæknir dragi áminningu sína við hana til baka á formlegan hátt, - og biðji hana auk þess opinberlega afsökunar. Mál þetta kom upp vegna deilna sem urðu vegna meðferðarheimiiisins að Sogni í Olfusi í október í fyrra. Taldi landlæknir það ámælis'vert hjá Lám Höllu Maack að birta yfirlýsingar um sjúkdómsástand ákveðinna sjúk- linga án þess að hafa rannsakað þá eða séð. Taldi hann að það sæmdi ekki lækni að fjalla svo gáleysislega um fólk. Ennfremur taldi landlæknir Láru Höllu fara niðrandi orðum um hæfni starfsfólks að Sogni. Lára Halla Maack var á sínum tíma ráðin yftrlæknir að Sogni, en sagði upp starfi vegna ágreinings við heilbrigðis- yfirvöld. Hún starfar nú réttargeðlækn- ir við Geðdeild Landspítalans. LANDS- VIRKJUN Landsvirkjun er sameignarfyrirtæki ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar. Hlutverk hennar er að stuðla að aukinni nýtingu orkulinda landsins og tryggja að ætíð sé nægileg orka beisluð til þess að anna eftirspum. Landsvirkjun framleiðir nú rúmlega 90% alls rafmagns á íslandi og flytur það og seiur í heildsölu til almenningsrafveitna á sama verði um land allt. Á síðasta ári var meðalverð rafmagns frá Landsvirkjun til almenningsrafveitna um kr. 2,30 á kWst og hafði lækkað að raungildi um 43% frá 1984. Nemur rafmagnsverð Landsvirkjunar aðeins um þriðjungi af meðalsmásöluverði rafmagns á heimilistaxta. Landsvirkjun kappkostar að sjá landsmönnum öllum fyrir sem bestri þjónustu á sem hagkvæmastan hátt. C landsvirkjun Erlendir ferðamenn á íslandi. Ferðaþjónustan - slœm þróun rœdd á ráðstefnu á Akureyri STÖÐNUN EFTIR VAXTAR- TIMABIL Islendingar hafa undanfarin ár dregist aftur úr OECD- lönd- unum á sviði ferðaþjónustu. Almennur vöxtur er í þeim lönd- um í ferðamannagreininni um þessar mundir, - á íslandi ræða sérfræðingar um samdrátt eða í öllu falli stöðnun og minni tekjur. Um árabil óx ferðamannaþjónusta hér á landi hraðar en í nágrannalöndum okkar. Fjárfesting í íslenskri ferðaþjónustu hefur ekki verið mikið í umræðunni, þó er greinin afar mikilvæg tekjulind fyrir lands- menn. Nú er þróunin sú að mikið hefur verið fjárfest í gisti- rými á höfuðborgarsvæðinu og á nokkrum stöðum utan þess. Nýting hefur fallið og taprekstur blasir víða við á þessu sviði þjónustunnar. Samgönguráðuneytið og Byggðastofnun boða nú ráðstefnu sem öllum er opin, þar sem tekið verður á fjárfestingu af ýmsu tagi í íslenskri ferðamannaþjónustu. Ráðstefnan verður haidin á Hótel KEA á Akureyri ámánudaginn kemur og hefst kl. 9 að morgni. Meðal þess sem rætt verður eru fjárfestingar í gistirými og öðmm þáttum ferðamannaþjónustu, rætt verður um nýjar fjár- festingar, hvar þeirra er þörf og hvemig unnt er að nýta betur þá fjárfestingu sem þegar liggur fyrir. Þá verður rætt um hina „gleymdu" hluta fjárfestingarinnar, markaðssetningu og byrj- unarrekstur, um fjármögnunarleiðir og arðsemi. SÍMASKRÁ í 170 ÞÚSUND EINTÖKUM Stærsta útgáfa hvers árs, símaskráin, er komin út í 170 þús- und eintökum. Símaskráin gengur í gildi í dag og verður þá 700 símanúmerum í Garðabæ og í Hafnarfirði breytt þannig að þau verða hér eftir sex stafa eftir tengingu við stafræna súnakerfið. Símaskráin tekur sífelldum breytingum auk þess sem hún stækkar. Skráin er nú 976 síður og níðþung. Á forsíðu er frem- ur dapurleg mynd af íslandi tekin úr veðurtungli. Ritstjóri Símaskrár er Sóley B. Sigurðardóttir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.