Alþýðublaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 9
Föstudagur 28. maí 1993 Ferðablað 9 daga skoðunar ef vel á að vera. Á biðraða- tímum kemst nánast enginn yfir allt svæðið á einum degi. Þetta er skemmtilegur garður með braki og brestum og stórfenglegri skemmtun. Sjávarveröld háhyrninga og hákarla Enginn ferðamaður sem dvelst í nágrenni Orlando skyldi láta SeaWorld framhjá sér fara. Þessi tröllaukni skemmtigarður býður upp á stórfenglega fjölskylduskemmtun úr ríki sjávarins. Stórstjömur SeaWorld eru háhymingar, sem veiddir hafa verið undan ströndum íslands. Sá frægasti þeirra heitir nú Shamu og er tákn SeaWorld í dag: Alls staðar má sjá myndir og styttur af Shamu, hinum brosandi svart - hvíta hval, eins kon- ar tákn fyrir hvalavemdun í heiminum. Ósjálfrátt læðist sú hugsun að Islendingn- um sem heimsækir SeaWorld hve sterk hvalavemdunaröfl leysast úr læðingi við það eitt að heimsækja SeaWorld en þangað streyma milljónir manna á hverju ári. SeaWorld er nefnilega talandi dæmi um hvað kenna má hinum greindu skepnum sjávar: Háhymingum, höfrungum og öðr- um hvalategundum. Sýningarlaug Shamus og annarra háhyminga er fimastór, þar hef- ur verið komið fyrir risavöxnum sjónvarps- skermi og þúsundir geta horft á hvalina í nærmynd auk þess sem stórfenglegar sýn- ingar þeirra þar sem þeir stökkva, synda með þjálfara sína eða gera aðrar ótrúlegar kúnstir. Höfmngasýningamar eru áþekkar en eldri í hettunni. Ljóst er nú orðið að háhym- ingar geta lært nánast allt sem kennt hefur verið höfrungum og það er mun mikilfeng- legra að horfa á risavaxinn háhyming þeys- ast um í loftköstum en lítinn höfmng. En vegur um 750 kíló! Margir aðrir dýragarðar á Orlandosvæð- inu hafa kródíla í sínum fómm, sumir í kippum og kílóavís. Það vekur einnig at- hygli hve Flórídabúar umgangast kródíla nánast eins og gæludýr óg yfirleitt em þeir hafðir bak við lágar girðingar, ferðamönn- um leyft að róa á litlum bátum út í vömin til þeirra og engu líkara en ófreskjumar væm saklausir silungar. Fleiri dýragarðar Talandi um dýragarða: Það úir og grúir af þeim í Flórída. Þeir stærstu eru Central Florida Zoological Park, Cypress Gar- dens, National Wildlife Refuge (þjóð- garður), og Busch Gardens. Allir þessir garðar bjóða upp á fjölbreytt dýralíf þar sem ekki aðeins eru til sýnis dýr úr um- hverfi Flórída heldur frá öllum heimin- um. Sá garður sem hefur verið í hve mestri uppsiglingu á undanfömum ámm er Busch Gardens í Tampa, tæplega þriggja tíma akstur í vestur frá Orlando. Eg mæli ein- dregið með heimsókn í þann skemmtigarð þar sem saman fara leiktæki fyrir allan ald- ur og vandaður dýragarður þar sem gefur á að líta flestar dýrategundir heimsins. Busch Gardens er meðal fjögurra stærstu dýra- garða í öllum Bandaríkjunum og stendur fyllilega fyrir sínu. Þrifalegt og smekklegt umhverfi eykur einnig áhuga ferðamanna fyrir staðnum. Busch Gardens er byggður og skipulagð- ur sem ein löng safaríferð þar sem víðáttur Afríku jafnt sem arabískur húsakostur Mar- okkó, framandi umhverfi Naíróbí eða til- komumikil hof Timbuktu mynda umhverfi dýra eða skemmtitækja. Háhyrningur sem veiddur var undan íslands- ströndum ber nú nafnið Shamu og er skærasta stjarna Sea World og gerir ótrúlegustu kúnst- ir. höfrungasýningamar em einnig ógleyman- legar. En SeaWorld er meira en háhymingar og höfrungar. Boðið er upp á stórkostlega sýningar- skála þar sem líta má augum alls konar fiskitegundir og sjávardýr, meinlaus sem hættuleg. Reyndar er sérstakur skáli með hættudýmm sjávar þar sem eitraðir álar, dauðafiskar ýmislegir og hákarlar keppast um að stela athygli áhorfandans. Hákarla- búrið er hreint tækniafrek: Gestum er boðið að ganga yfir botn laugarinnar í sérstökum glergöngum meðan hákarlavaðan sem telur 40 stykki, syndir með opna kjafta yfir áhorfendur og við hlið þeirra! Eftir þá reynslu er maður vinur hákarla. Og margt annað er að sjá í SeaWorld: Mörgæsir, tæknibrellur, stórkostlega vatns- skíðasýningu og síðast en ekki síst: Stór- skemmtilega höffungalaug þar sem öllum býðst að gefa höfrungunum síld og klappa þeim og striúka. Krokódílar í kippum og kílóavís Ferðalangur frá Islandi hefur sjaldnast séð krókódfia nema í kvikmyndum eða í teiknimyndablöðum. Flórída er hins vegar heimili krókódfla og þá má sjá í skemmti- görðum og með því að gera sér sérstaka ferð inn í fenin og sjá þá lifandi í sínu nátt- úrulega umhverfi. Tveir garðar í Orlando sérhæfa sig í að slökkva krókódflaþorsta ferðamanna: Ga- torland Zoo og Alligatorland Safari Zoo. Gatorland er 14 hektara garður sem býður upp á um fimm þúsund krókódfla og alliga- tora (stærri tegund krókódfla) þar sem ferð- ast er með lest í gegnum svæðið og horft á skepnumar, ekki síst þegar þeim er gefið að éta. Alligator Safari Zoo býður upp á sömu skepnur en aðeins öðruvísi útfærslu: Um- hverfið er náttúrulegra en svæðið minna eða um 4 hektarar af fenjalandi. Þar er Stóri strákurinn „Big Boy“ - kródflsófreskja sem Hinn frægi hákarl sem notaöur var við gerð ,„Iaws“ - mynda Spielbergs er til sýnis í Uni- versal Studios. I Busch Gardens er einnig að finna einn mesta rússíbana Bandaríkjanna: Kumba. Kumba er hraðskreiðasti og hrikalegasti rússíbani sem ég hef augum litið; hann geysist áfram á nær hundrað kflómetra hraða eftir 4 þúsund feta löngum stáltein- um, hringsnýst og fer í hringi í stærstu og hæstu hringbeygju í heimi og nær hæsta punkti í 143 fetum og framkallar bæði þyngdarleysi og geysilegt aðdráttarafl hjá þeim sem leggja í þessa ferð. Það er ekki al- veg út í hött að í mörgum gjafavörubúðum garðsins er hægt að kaupa bol sem merktur er: Ég lifði af Kumba! Líkt og í mörgum skemmtigörðum býður Busch Gardens upp á ökutæki til að hvfla ferðamenn og koma þeim milli staða. Þann- ig er bæði lestarferð í pínulest í gömlum stfl um svæðið og svifbraut yfir dýralendumar. SS PYLSUVEISLA 1 kg SS-PYLSUR -10 stk. PYLSUBRAUÐ -1 flaskaTÓMATSÓSA -1 brúsi SS-SINNEP S4gr ÁÐUR 1.156,- HOLLENSKAR BÖKUNARKARTÖFLUR pr.kg. ÁÐUR119,- HOLLENSKT JÖKLASALAT pr.kg 189,- ÁÐUR398,- SPANSKAR GULAR MELÓNUR pr.kg AÐUR149,- McVTTIES KEX HOMEWHEAT 400 g MflLKogPLAIN 115,- NOI SÚPER-SEIT 6 stk. I4kr ÁÐUR229,- m ss LAMBAKÓTILETTUR l.fl. pr.kg m- k ÁÐUR767,- A - ----- ÆM SPRITE 1,5 ltr. Sí)r ÁÐUR149,- HAGKAUP gœöi úrval þjónusta SfiSl®SltBS«i#l

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.