Alþýðublaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 11
Föstudagur 28. maí 1993 11 A kommaströndinni í Usedom ífyrrum Austur-Þýskalandi, þar er nú ♦ ♦ TISKU STROND ÞÝSKU UPPANNA I’vskuhind er girnilegur kostur fvrir ferðamenn, ekki sá ódýrasti, en um margt afar áhugaverður. Land með margar og flóknar hliðar, land mikilla andstæðna, enda stórt land og fagurt frá náttúrunnar hendi. Einni hlið Þýskalands kynntist blaðamað- ur Alþýðublaðsins á síðasta sumri, - kommaströndinni Usedom við Eystrasalt, rétt við landamæri Póllands. Á þessum stað böðuðu sig kommaleiðtogar, ekki bara frá Austur-Þýskalandi, heldur komu þeir víða að úr heiminum og lifðu í vellystingum pragtuglega á kostnað sauðsvarts almúgans sem þessir menn töldu sig vera brjóstvöm fyrir. Blaðamaður hélt af stað í hádeginu mollulegan dag nokkum í júlí ásamt fríðu föruneyti frá Berlín. Aksturinn norður til Eystrasaltssælunnar er ekki ýkja langur og Daginn eftir var enn haldið til Usedom. Islendingar gefast ekki upp, og þýski leið- sögumaðurinn enn síður. Og lausnin fannst fyrir hádegi. Tekinn var á leigu húsvagn einn inni á prívatlóð, ásamt tjaldi. Þar héld- um við til næstu tvær nætur og kíktum á strandlíf og fómm yfir til Póllands. Víða um bæinn Usedom, stærsta bæ eyj- arinnar, mátti sjá glansandi Benza af dýr- ustu sort. Usedom er ekki lengur athvarf for- ingja öreiganna. Nei, þangað sækja þýsku uppamir og verða brúnir. Nú liggur ekkert annað fyrir en að byggja almennileg hótel, því einkagisting hefur að mestu átt leikinn á þessum skemmtilega stað. Ströndin og strandlífið f Usedom er sér- stætt og hefur yfir sér ærið gamaldags blæ, sem okkur þótti gaman af. Hinsvegar mátti sjá með bemm augum að talið um mengun í Eystrasalti er ekki orðum aukið. Dauðir Meðal annars búa þeir sjálfir til „amerískar" sígarettur og „skoskf' viskí, nákvæntar eft- irjíkingar. Reyndar ntun varan þó í flestum tilvikum ósvikin. Þeir sem hafa í hyggju að skoða Usedom, Rugen eða aðra ferðamannastaði við Eystra- saltið, ættu hinsvegar að hafa meiri fyrir- hyggju en við gerðum í þessu tilviki. Það er nauðsynlegt að eiga bókað skjól yfir höfuð- ið áður en lagt er upp. Og þó, allt gekk þetta nú upp í umræddu tilviki, og úr varð sérlega eftirminnileg ferð. Ströndin í Usedom er hrein þrátt fyrir að mengað haf liggi að henni. Sólstólarnir eru dá- lítið sérkennilegir, ntenn þurfa að fá lykil til að Ijúka upp grindinni. Eins og sjá má var þarna líf og fjör á Eystrasaltsströndinni, sem er firna löng og liggur að mörgum bæjurn og þorpum. Islendingar í baðstrandarbænum Usedom, - Fjóla, Lena, Arnar og greinarhöfundur með glóð- volgt eintak af Berliner Zeitung undir arminum, Jón Birgir Pétursson. Bakvið er firna falleg h.Vgging frá löngu liðinni tíð, Zeebrucke, afbragðs veitingahús, en þau eru rnörg þama í bænum, og verðið þætti hlægilegt á íslandi. liggur að hluta til eftir gantla þjóðvegakerf- inu sem Hitler lét gera í sinni tíð. Á eynni Usedom var þegar farið að leita að húsnæði fyrir næstu nætur. Ekið var um allmarga litla baðstrandarbæi á eynni, og skimað eftir skiltum með áletruninni „Zimmer frei“, eða herbergi laus. Sú leit bar engan árangur. Hvarvetna var fullbókað og meira en það. Hótel og farfuglaheimili sögðu sömu sögu, allt fullt. Þegar lfða tók á kvöldið fór ungviðið í hópnum að lýjast og þá var ekki um annað að ræða en að aka burtu frá eynni yftr til meginlandsins. í Rostock reyndist nóg af lausum herbergjum á hóteli einu, afar auslurþýsku yfirbragðs. En þrátt fyrir lítil þægindi fékk hópurinn kærkomna næturhvíld fyrir sanngjamt verð og var alsæll með það. fiskar sem flutu á land, báru þess merki að hafa lifað á ýmsu misjöfnu um ævina, og látið lífið af. Engu að síður var dvölin skemmtileg og afskaplega eftirminnileg á þessum snotra stað. Lífið á þessum stað var ágæt tilbreyting frá stressuðu stórborgalífi í Hamborg og Berlín dagana á undan. Innlit í Pólland varð náttúrlega að nýta sér. Þangað er ekki nema kippkom að fara. Enda þótt Austur-Þýskaland sé enn nokkuð fmmstætt, þá er ýmislegt að gerast þar í uppbyggingu. I landamærabænum Swinovjscie í Póllandi er fátæktin greini- legri, og verðlagið afar lágt á ýntsum hlut- um. Þjóðverjar sækja því grimmt inn í land- ið og birgja sig upp af tóbaki, áfengi og ýmsum vamingi. Skapar þetta Pólverjum ófá stöðugildin í sölu og iðnaði ýmsum. Vinn ngstölur ,-------:---- miövikudaginn: 26-maí 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING El 6 af 6 0 19.880.000 3 5 af 6 +bónus 0 353.428 £! 5 af 6 3 92.564 0 4 af 6 263 1.679 m 3 af 6 +bónus 1.041 182 Aðaltölur: ®@© (m) (32) (38) BÓNUSTÖLUR @@(20) Heildarupphæð þessa viku: 21.142.159 á ísl.: 1.262.159 UPPLVSINGAR, SIMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Bmnabátíð ...gerið góð kaup!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.