Alþýðublaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 1
Fjöldauppsagnirnar í Landsbankanum: „Bqnki gllra Iqndsmqnnq - nema starfsmanna" yy s - sagði Helga Jönsdóttir formaður SFLI á fjölmennum útifundi bankamanna í gœr. Er það markviss stefna ríkisstjórnarinnar að veikja samkeppnisstöðu Landsbankans? (í Bankumenn fjölmenntu á Lækjartorg síðdegis í gær. Mikill samhugur ríkti og t'undinum bárust baráttukveðjur víða að. (A-mynd: E.Ól.) „Einu sinni þótti fínt að vinna í banka. En nú er öldin önnur,“ sagði Helga Jónsdóttir formaður Starfs- mannafélags Landsbanka Islands í ræðu sinni á fjölmennum útifundi bankamanna á Lækjartorgi síðdegis í gær. Helga sagði að vegið væri að bankamönnum úr öllum áttum og nú væri svo komið að Landsbank- inn væri „banki allra landsmanna - nema starfsmanna!*1 Helga gagnrýndi stjómendur Landsbankans harkalega enda hefðu uppsagnimar verið fyrirvara- lausar og án nokkurs samráðs við starfsmenn. Hún spurði: „Hvemig eigum við nú að trúa stjórnendum bankans?" Hún benti á að 5% bankamanna væru nú án atvinnu og kvaðst óttast að aðrar bankastofnanir myndu fylgja í kjölfar ríkisbankans og segja upp starfslólki. Helga var þungorð í garð stjómenda bank- anna og sagði að þeir „reyndu að tvístra samtökum bankamanna.“ Helga gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir að knýja Landsbank- ann, sem er í ríkiseign, til að segja upp starfsfólki á sama tíma og sam- ið væri við verkalýðshreyfinguna um að leggja ftmm milljarða í at- yinnumál. Og Helga spurði: „Er HEIMSFERÐIR, nýtt stórveldi í utarijandsferðum? 1000 MANNS FARA TIL CANCUN Í MEXÍKÓ Andri Már Ingólfsson fram- kvæmdastjóri: „Við hjá HEIMS- FERÐUM verðum með 1000 manns í Mexíkó á okkar vegurn í sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem Is- lendingar geta flogið beint héðan til Karíbahafsins og á sama tíma til Mexíkó. Við munum lljúga á tveggja vikna fresti frá Islandi beint til Cancun á Yucatan-skaganum í Mexíkó. Þetta er vinsælasti áfanga- staðurinn í Mexíkó og hefur verið það mörg undanfarin ár. Auk þess er þetta sennilega sá áfangastaður í heiminum sem vaxið hefur mest undanfarin ár. Ferðimar til Cancun em tveggja vikna langar og kosta frá 59 þúsund krónum, með hótel- gistingu innifalinni. Við leggjum metnað okkar í að bjóða ekki upp á lakari gistingu en 4 stjömu, þannig að gistiplássið er á heimsklassa." SJÁ VIÐTAL Á BLAÐSÍÐU 13. það markviss stefna ríkisstjómar- innar að veikja samkeppnisstöðu Landsbankans?“ Helga sagði að oft hefði verið gert grín að henni og öðram starfsmönn- um Landsbankans fyrir að ganga með rautt L í hjartastað - og bætti við: „Nú er mitt hjarta brostið." Sjá forystúgrein, bls. 2: Siðlausar uppsagnir og grein Bolla Valgarðssonar, bls. 3. MALLORKA - hersing sólþvrstra íslendinga á ferð í fjörunni og við bvggingu sandkastala. Hvert fer landinn í sumar? Islendingar munu sem fyrr sœkja til sólríkra landa í sumar, líklega í litlu minna mœli en áður. Og þaS sem er að breytast er það a'ó úrval baðstranda er að aukast, nú er sótt vestur yfir haf, til Bandaríkjanna og Mexíkó. Mallorka, sá ágœti sumarleyfisstaður, hefur fengið mikla samkeþfmi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ í dag er helgað sumarferðum, - ekki síst Flórída, en einnig segjum við frá mörgum ágcetum ferðamöguleikum öðr- um, sem menn œttu að kynna sér. Orfá sæti laus vegna FORFALLA 1. OG 8. JÚNÍ. Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 9J^é9ÍÓ 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatoj:9*"S’. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Hafnarfjörður: Reykjavlkurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55 Keflavik: Ha'nargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Slmbréf 92 - 13 490 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Slmbréf 96-1 10 35 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Slmbréf 98 - 1 27 92

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.