Alþýðublaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 28. maí 1993 n wiinmmin HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóöur Sigurösson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 Siðlausar uppsagnir Uppsagnir 76 starfsmanna Landsbanka íslands bar að með svo forkastanleg- um hætti að sú spuming hlýtur að vakna hvort ekki sé rétt að senda stjómend- ur bankans á námskeið í mannasiðum. Landsbankinn, sem á að heita stærsti og öflugasti banki landsins, er að breyt- ast í rekald. Efasemdir hljóta að vakna um hæfni stjómenda bankastofnunar sem þurfti að afskrifa 4.200 milljónir á síðasta ári. Þegar stofnunin var síðan komin á gjörgæsludeild þurfti ríkissjóður að bjarga málunum með stórkostleg- um fjárframlögum. Ekkert hefur bólað á uppstokkun á stefnu eða rekstri bank- ans í kjölfar björgunaraðgerðanna. Ekki fyrren nú - þegar 76 starfsmönnum er fyrirvaralaust sagt upp störfum. Yfirstjóm Landsbankans hafði ekkert samráð við starfsmenn og hefur komið fram af ótrúlegu virðingarleysi við þá. Starfsmenn höfðu beðið um að haft yrði samráð við þá um aðgerðir sem snertu niðurskurð í starfsmannahaldi. Það var sjálfsögð og eðlileg ósk. Við henni var ekki orðið. Með fruntalegri framkomu hafa stjómendur Landsbankans skaðað mjög álit og ímynd stofnunarinnar. Helga Jónsdóttir, formaður Starfsmannafélags Landsbanka íslands, hitti nagl- ann á höfuðið þegar hún sagði í ræðu sinni á útifundinum í gær að Landsbank- inn væri „banki allra landsmanna - nema starfsmanna“. / I Alþýðublaðinu í gær sagði Baldur Óskarsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra bankamanna að spamaður Landsbankans vegna uppsagnanna yrði enginn á þessu ári og 40 milljónir á því næsta. Hann benti jafnframt á að það væri 1 % þeirrar upphæðar sem bankinn afskrifaði í fyrra. Sýnt hefur verið fram á, að á tveimur ámm hefði verið hægt að fækka starfsmönnum á eðlilegan og sársaukalausan hátt. En það var ekki stjómendum bankans að skapi. Þeir efndu til mestu fjöldauppsagna í sögu íslenska bankakerfisins. „Hvemig eigum við nú að trúa stjómendum bankans?“ spurði Helga Jónsdóttir. Bolli Valgarðsson formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík krefst þess í grein í Alþýðublaðinu í dag að yfirstjóm Landsbankans víki. Þeir hafi sýnt að þeir séu ekki hæfír til að stjóma bankanum. Það er í öllu falli deginum ljósara að vandamál Landsbankans leysast ekki þótt bankastjóramir segi upp 76 manns sem höfðu flestir milli 80 og 90 þúsund krónur í laun á mánuði. Þeirri kröfu hlýtur að verða fylgt eftir af einurð að stokkað verði upp í fjölmennum hópi stjómenda bankans. Eftir að ríkisstjómin kom Landsbankanum til bjargar í vetur kom fram sú hóg- væra tillaga að stjómendur bankans neituðu sér um laxveiðiferðir í sumar og ýmsan annan flottræfílshátt. Þetta fannst stjómendunum í fflabeinstuminum fráleit hugmynd. Þeir bentu á, að hreinir smámunir spömðust með því að skera niður risnuna. Þeir völdu fremur að svipta 76 manns atvinnunni. Eflum ferðamannaiðnaðinn Ferðaþjónusta er ein af þeim atvinnugreinum sem hefur farið hér vaxandi á undanfömum ámm og miklar væntingar er bundnar við í framtíðinni. Það hefur verið unnið markvisst að því á undanfömum ámm að efla ferða- þjónustu hér á landi. ísland þykir að vísu nokkuð dýrt land en engu að síður hefur það sýnt sig að það em margir sem vilja leggja leið sína hingað til að kynnast landi og þjóð. Sífellt er verið að auka og bæta þá þjónustu sem erlend- um ferðamönnum er boðið upp á. Þá hefur einnig verið reynt að lengja þann tíma sem ferðamenn koma hingað til lands og þá sérstaklega yfír vetrartímann. Það má hverjum manni vera ljóst að það er erfitt að reka hér hótel og aðra ferðamannatengda þjónustu sem aðeins tekur til þriggja mánaða yfír hásumar- ið. Pað er því eðlilegt að höfuðáherslan varðandi vöxt á þessu sviði verði að lengja ferðamannatímabilið og nýta þannig betur þær fjárfestingar sem þegar em til staðar. Liður í því er að efla hér alþjóðlegt ráðstefnuhald utan aðal ferða- mannatímans. Þá em ferðaskrifstofur þegar famar að bjóða upp á sérstakar vetrarferðir hingað til lands. Það er ekki síður nauðsynlegt að íslendingar átti sig á því að það er vel hægt að ferðast um eigið land og njóta þess engu að síður en ferðalaga erlendis. Mönnum hættir stundum til að leita langt yfir skammt í þessu sem öðm. Með- an að fólki fækkar í mörgum atvinnugreinum hefur aukning orðið á starfsfólki í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan er ein þeirra atvinnugreina sem hefur upp á nást óþrjótandi möguleika að bjóða og nauðsynlegt er að virkja. Atvinnulausir fá lyfin endurgreidd Sighvatur Björgvinsson áfundi íMiðstöð atvinnulausra: „Mörg göt á keif- inu. Oryggisnet sem menn héldu að þyifti aldrei að nota. “ Sighvatur í Miöstöð atvinnulausra: Ef við værum enn að veiða 350 tonn af þorski ættum við ekki í neinum erfiðleikum. Getum ekki haldið uppi þeim lífskjörum sem við höfum búið við að und- anförnu. (A-mynd: E-ÓI.) „Við búum við kerfi sem var miðað við að hér væri lítið eða ekkert atvinnuleysi. Þetta var einskonar öryggisnet sem menn héldu í raun að þyrfti aldrei að nota,“ sagði Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisrúðherra á fundi í gærdag í Miðstöð atvinnulausra í Vonarstræti í Reykjavík. Sighvatur gerði grein fyrir nýlegum breytingum á lögum um atvinnuleysis- tryggingasjóð og sagði að þær veittu tíu þúsund manns rétt til atvinnuieysisbóta sem ekki hefðu notið neinna réttinda áður. Hér er um að ræða sjálfstæða atvinnurekendur og sagði Sighvatur þetta stórt spor í rétta átt. Þetta væru þó ekki lok málsins, enn væru ýmsir hópar utan kerfisins, til dæmis náms- menn, sjúklingar og húsmæður sem vildu fara út á vinnumarkaðinn. „Kerfið var smíðað á öðrum tíma og við önnur skilyrði,“ sagði Sighvatur og nefndi sem dæmi að framlög til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs hefðu verið miðuð við 2% atvinnuleysi, en það stefndi nú í 4-5%. Hann sagði að fé sem rann til sjóðsins hefði ekki verið notað til að byggja hann upp, enda hefðu ríkisstjómir löngum seilst í sjóðinn meðan lítið þurfti að greiða úr hon- um til atvinnulausra. „Það eru mörg göt á kerfinu. Menn höfðu ekki einu sinni fyrir því að hugsa: Hvað gerist ef atvinnuleysi skellur á?“ Fjölmörgum fyrirspumum var beint til ráðherrans og aðspurður kvaðst Sighvatur ekki eiga von á því að atvinnuleysi minnk- aði verulega á allra næstu árum: „Málin eru einföld. Ef við væmm enn að veiða 350 þúsund tonn ættum við ekki í neinum erfið- Íeikum. Þá stæðum við ekki frammi fyrir þessu atvinnuleysi og þá væri ekki halli á ríkissjóði. Við emm að veiða álíka mikið núna og á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Vitaskuld nægir það ekki til þess að halda uppi þeim lífskjömm sem við höfum búið við.“ í svömm ráðherrans við fyrirspumum kom meðal annars fram að bráðlega gengur í gildi reglugerð sem gerir ráð fyrir endur- greiðslu lil tekjulágra og atvinnulausra vegna kostnaðar við lyf og heilsugæslu. Þorskurinn Biksvörl skýrsla frá Hafró Hafrannsóknastofnun lagði í gær fram hina árlegu skýrslu sína um nytjastofna sjávar og aflahorfur fyrir næsta veiðiár. Lagt er til að einungis verði veidd 150 þúsund tonn af þorski. Verði farið að til- lögum fiskifræðinga verður þetta minnsti þorskafli í áratugi. Astand ann- arra fiskistofna en þorsksins er hinsveg- ar með betra móti. Á síðasta ári lögðu fiskifræðingar til að einungis yrðu veidd 175 þúsund tonn en eft- ir harðar sviptingar á stjómarheimilinu, einkum meðal sjálfstæðismanna, var heim- ilað að veiða 205 tonn. Heildaraflinn stefn- ir hinsvegar í 235 tonn, - 60 tonn umfram tillögur fiskifræðinga í fyrra. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur ekki tjáð sig um hvort hann vilji fylgja tillögum Hafrannsóknastofnunar um þorsk- kvótann. 1 kjarasamningunum var hinsveg- ar gert ráð fyrir því að aflaheimildir yrðu ekki skertar. Grátt ofan í svart. Jakob Jakobsson kynnir tillögur Hafrannsöknastofnunar. Lagt til að einung- is verði veidd 150 þúsund tonn af þorski. A-mynd E.ÓI. föitudáýM 16. Htðl' '9? Atburðir dagsins 1805 Snillingurinn Luigi Boccherini deyr. Hann var ítalskur selló- leikari og tónskáld. 1891 Fyrsta heimsmeistarakeppnin í kraftlyftingum er haldin á kaffihúsinu Monico við Piccadilly t London. 1937 Austurríski sálffæðingurinn Alfred Adler deyr. Ein af hinum stórmerku kenningum hans var kenningin um minnimáttarkennd- ina/komplexinn. 1940 Belgíski herinn lýsir yfir uppgjöf sinni við nasistana. 1967 Hinn 65 ára gamli Francis Chichester fær móttökur sem hetja í heimalandi sínu Bretlandi, þegar hann snýr úr ferð sinni á skútu umhverfis hnöttinn eftir 119 daga siglingu og leggur að hafnar- bakkanum í Plymouth. 1972 Hertoginn af Windsor, Edward, deyr í París. Hann neyddist til að afsala sér konungstigninni eftir að hafa gifst hinni áður fráskildu Wallis Simpson, sem reyndar var bandarísk ofan á allt saman. 1982 Knattspymufélagið Barcelona festir kaup á argentfnska knatt- spymumanninum Diego Maradona. Barcelona keypti piltinn frá Árgentinos Juniors fyrir metfé, 500 milljónir íslenskra króna á nú- virði. Þess má geta að þegar AC Milan festi sér ítalska leikmanninn Lentini fyrir nokkmm mánuðum þá kostaði það félagið um millj- arð. 1985 Þúsundir dmkkna þegar fellibylur skellur á Bangladesh. TÁNINGUR LENDIR Á RAUÐA TORGINU 1987 Hrekkjarbragð vestur-þýsks tánings olli í dag miklu upp- námi um allan heim og varð sovéskum stjórnvöldum til mikill- ar háðungar. Hinn 19 ára gamli Matthias Rust fiaug á lítilli rellu af Cessna-gerð beinustu leið frá Helsinki til Moskvu. Þeg- ar þangað var komið flaug hann lágflug yfir borgina og lenti fagmannlega á Rauða torginu. Til að takast þessi ferð varð Rust að smjúga í gegnum sovéska loftvarnakerfið eins og það lagði sig og það tókst. Áður en Rust var handtekinn var hann upptekinn þarna á torginu í dágóða stund við að gefa eigin- handaráritanir. Ráðamönnum innan Kremlin-múra er ein- staklega óskemmt og þykir líklegt að þeir nái að stöðva allar greiðslur á vasapeningum til Rust. Oknyttastrákurinn er í al- varlegum vandræðum. Afmœlisdagar Joseph Guillotin - 1738 Franskur læknir og byltingarsinni sem þróaði fallöxina, hina mjög svo öflugu aftökumaskínu sem notuð var óspart á tímum Ógnarstjómarinnar. William Pitt (yngri) -1759 Enskur þingmaður sem varð forsætis- ráðherra ótrúlega ungur eða aðeins 24 ára gamall, nokkuð sem aldrei hafði gerst fyrr og mun sjálfsagt aldrei endurtaka sig. Thomas Moore - 1779 írskt skáld sem hlaut miklar vinsældir með verkum sínum Irish Melodies og Lalla Rookh. Moore deildi ábyrgðinni á því að brenna endurminningar Byron lávarðar eftir dauðdaga hans með útgefandanum John Murray. Ian Flemming - 1908 Breskur skáldsagnahöfundur sem skapaði James Bond.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.