Alþýðublaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 28. maí 1993 PALLBORÐIÐ Yfirstjórn Landsbanka íslands ætti að víkja „Það er jafnframt einkennilegt að bankamálaráð- herra ogfulltrúi Alþýðuflokksins í bankaráði skuli ekki vera búnir að gera allt sem íþeirra valdi stendur til að afturkalla uppsagnirnar“ Bolli Valgarðsson skrifar Það er ekki hægt annað en lýsa yfir full- um stuðningi við starfsfólk Landsbanka Is- lands vegna fyrirhugaðra fjöldauppsagna í bankanum. Það er jafnframt einkennilegt að bankamálaráðherra og fulltrúi Alþýðu- flokksins í bankaráði skuli ekki vera búnir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að afturkalla uppsagnimar. Hér er um mikil mistök að ræða af hálfu yfirstjómar Lands- bankans, og er til marks um skelfilega van- hæfni. Á sama tfma og segja á upp 74 starfs- mönnum bankans, em starfandi þar um 30 manns sem hafa áunnið sér full lífeyrisrétt- indi samkvæmt 90 ára reglunni og gætu því hætt störfum á eðlilegan hátt á næstu tveim- ur ámm. Mikil fjölgun starfsfólks í bankan- um er margra ára gamalt vandamál og að- lögun á tveimur ámm í átt til betri vegar mun ekki skipta sköpum fyrir bankann. Því emsvo stórtækar uppsagnir nú mistök. Á það ber einnig að lfta að Landsbankinn er að ráða til sín um 100 sumarstarfsmenn á sama tíma og verið er að segja upp fjölda starfsmanna. Er það eðlilegt? Á sama tíma og bankinn grípur til fjölda- uppsagna er hann enn að ráða til sín nýja starfsmenn til þess meðal annars að gegna útibússtjórastöðum þrátt fyrir að í bankan- um starfi fjöldi manns sem getur tekið að sér þessi störf. Er það eðlileg stjóm? Á sama tíma og verið er að segja upp fjölda starfsmanna hefur bankinn á sínum snæmm fjölmarga aðila, einskonar verk- taka, sem blóðmjólka bankann fyrir vinnu, sem auðveldlega er hægt að inna af hendi innan bankans. Á sama tíma og gripið er til fjöldaupp- sagna er ekki gripið til þeirrar raunverulegu hagræðingar sem vert er að skoða, svo sem breytingu útibúa í afgreiðslustaði, fækkun í yfirstjóm og sölu húsnæðis án þess að grip- ið sé til stórfeildra uppsagna. Hér skal á það bent að íslandsbanka hefur tekist að fækka starfsfólki um 215 eða 24%, miðað við það sem það var í upphafi án þess að gripið hafi verið til fjöldauppsagna. Yfirstjómendur Landsbanka íslands hafa sýnt að þeir eru ekki hæfír til að stjóma bankanum. Þeir ættu því allir að víkja. Dúndurstemmning í Skagafirðinum í kvöld: HUÓMSVEITIN TODMOBILE MEÐ SVEITABALL í MIÐGARÐI Þá er þríeykið TODMOBILE, ásamt skara aðstoðarmanna, farið að þeysa um landið með tónieika og dansskemmtanir. Þetta er annað sumarið í röð sem hljóm- sveitin fer í svona tónleikaferð um land- ið. TODMOBILE er nú þegar bókuð um land allt langt fram á haust, en hér verð- ur aðeins stiklað á stóru í skemmtana- haldinu. Hápunktur ferðalagsins verður án efa Þjóðhátíðin í Eyjum um Verslun- armannahelgina. Þar mun hljómsveitin leika á „Stóra sviðinu“ svokallaða. Ann- ar stór viðburður verður nú 5. júní þegar sveitin leikur ásamt NýDanskri og fleiri hljómsveitum á stórtónleikum í Tívolíinu í Hveragerði. Einnig stendur til að troða upp í júní á tónleikum á Akureyri ásamt hljómsveitinni GCD. Eins og áður sagði gerir hljómsveitin víðreist og má þar nefna nokkra staði: Keflavík, Selfoss, Miðgarð í Skagafirði, Ýdali í Aðaldal, Njálsbúð í Vestur-Land- eyjum, Akureyri hefur áður verið nefnd, einnig mun hljómsveitin vitaskuld spila í Reykjavík og fara eitthvað um Vestfirði. TODMOBILE hefur nú þegar hafíð upj>- tökur á nýjum hijómdiski sem áætlað er að komi út í haust. Þrjú ný lög verða síðan gef- in út í júní. Hljómsveitin hefur verið skipuð sama fólkinu í tvö ár; þeim Andreu Gylfa- dóttur, Eyþóri Arnalds, Þorvaldi B. Þor- valdssyni, Eiði Arnarsyni, Matthíasi Hemstock og Kjartani Valdimarssyni. Um hljóð, ljós og svið sjá þeir langbestu í bransanum, að sögn hljómsveitarinnar, þar TODMOBILE verður í Skagafírðinum í kvöld, nánar tiltekið í Miðgarði, hvar annars staðar... eru á ferðinni Bongó og Feedback incor- porated. Fyrsta ball TODMOBILE þetta sumarið verður í Miðgarði í Skagafirði í kvöld. Með í för verður rokkhljómsveitin Sigtryggur dyravörður og munu þeir félagar sjá um að hita upp fyrir TODMOBILE og halda uppi stuðinu í „hálfleik“. Þama verður vafalaust um fyrsta flokks skemmtun að ræða því TODMOBILE er á efa ein vinsælasta hljómsveit iandsins í dag. Miðgarðs-sveita- ballið hefst klukkan 23 og lýkur vart fyrr en undir morgun. Skagfirðingar fá þannig for- smekkinn af nýja hljómdiskinum og svo verður eldra efni blandað hæftlega saman við. Allir í Miðgarð! Jóhann Sigurðsson sem Higgins prófessor og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem Elísa í My fair Lady. Nærri 50 sýningar á Leidíinni Sýningar Þjóðleikhússins á Myfair Lady hafa greinilega mælst vel fyrir í vetur, þær eru orðnar á fimmta tuginn og yfirleitt fullt hús áhorfenda. Nú er komið að síðustu tækifærum til að sjá þetta skemmtilega verk. Sýning í kvöld, síðan 5. og 11. júní, og þá verður hætt. Þetta er vönduð sýning hjá Þjóðleikhúsinu og óhætt að mæla með því að fólk bregði fyrir sig betri fætinum og skoði „Leidíuna". Bankasfjórar fá á baukinn Uppsagnir 76 starfsmanna Landsbanka íslands mælast almennt illa fyrir. Banka- stjórar fá sannarlega á baukinn í hinni almennu umræðu um það mál. Margir benda á að fækka mætti bankastjórum og öðrum stórmennum í Landsbankakerfinu. Við það sköpuðust atvinnutækifæri fyrir lægra launaða starfsmenn í bankanum, laun þeirra hvers um sig enda margföld á við venjulega bankakonu. Þá er bent á að fækkunin muni hafa í för með sér aukna eftirvinnu þeirra sem áfram fá að starfa. Samband t's- lenskra bankamanna hefur fordæmt aðgerðina sem siðlausa aðgerð. SÍB segir aðgerð- imar ekki hafa neinn spamað í för með sér á þessu ári og að hægt hefði verið að ná fram fækkun stöðugilda á tiltölulega skömmum tíma með öðmm hætti. Blaðamaður senrtur barnabækur Elías Snæland Jónsson, aðstoðarritstjóri DV, hlaut fslensku bamabókaverðlaunin 1993. Bókin hans, Brak og brestir, var valin best í hópi verka rúmlega 30 höfunda, sem reyndu fyrir sér í keppni Vöku-Helgafells. 300 þúsund til Gigtarfélagsins Jólakortasala Hans Petersen hf. er með þeim formerkjum að hluti af söluandvirði gengur til Gigtarfélags íslands. Fyrir nokkru afhenti Hild- ur Petersen framkvæmdastjóri fyrir- tækisins hlut félagsins í þessari sölu, 300 þúsund krónur, sem koma sé vel í starfmu. Krakkarnir fá umferðarfræðslu Strax eftir hvítasunnu, þann 1. júní, hefst umferðarfræðsla 5 og 6 ára barna á veg- um Umferðarráðs, umferðamefndar Reykjavíkur og Lögreglunnar, hið þarfasta fram- tak, sem án efa hefur góð áhrif. Gert er ráð fyrir að hvert bam mæti tvo daga í röð, klukkustund í senn. Upplýsingum um tímasetningar í hverjum skóla hefur verið kom- ið á framfæri við bömin og foreldra þeirra. Ástæða er til að hvetja foreldra að mæta til fræðslunnar ásamt bömum sínum, eigi þau kost á slíku. Samvinnuháskólinn og Lánasjóðurinn Stjóm Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur nú ákveðið að frumgreinadeild Samvinnuháskólans á Bifröst fái áffam lán frá sjóðnum. Verða þá báðar deildir skólans lánshæfar í framtíðinni, en auk frumgreinadeildar býður skólinn upp á tveggja ára rekstrarfræðanám á háskólastigi. Bréfaskólinn flytur á Hlemm Sá ágæti og þarfi skóli, Bréfaskólinn, er nú nýfluttur í nýtt og fallegt húsnæði að Hlemmi 5, beint á móti Lögreglustöðinni. Skólann reka átta helstu fjöldasamtökin í landinu. Skólinn er íjarskóli sem starfar allt árið og veitir ótrúlega fjölbreytta kennslu, sem mörgum hefur gagnast vel. Forstöðumaður Bréfaskólans er Guðrún Friðgeirs- dóttir. Norrænir meinatæknar þinga hér í næstu viku, dagana 3. - 5. júní munu norrænir meinatæknar þinga í Reykjavík. Boðið veður upp á áhugaverða íyrirlestra um það sem efst er á baugi í meinarann- sóknum á íslandi, einkum um ættgenga sjúkdóma, rannsóknir á konum og störf og stöðu meinatækna. Meinatæknafélag íslands er stofnað 1967 og eru félagar þess rúmlega 400 talsins. Meinatæknar vinna að rannsóknum á heilbrigðisstofnunum, sem notaðar eru við greiningu á meðferð á sjúkdómum. Formaður félagsins er Martha Á. Hjálmarsdóttir. Ópersónuleg þolmynd Bandarískur prófessor, dr. Joan Maling, frá Brandeis- háskóla, heldur opinberan fyrirlestur í boði Heimspekideildar Háskóla íslands á þriðjudaginn kl. 17.15. Fjallar fyrirlesturinn um ópersónulega þolmynd í ýmsum tungumálum, m.a. pólsku, úkra- ínsku, írsku, finnsku og tyrknesku - með samanburði við íslensku. Árni Jónsson, formaður Gigtarfélagsins, Hild- ur Petersen, framkvæmdastjóri Hans Petersen hf. og Frosti F. Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Gigtarfélagsins við afhendingu pening- anna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.