Alþýðublaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 6
6 Ferðablað Föstudagur 28. maí 1993 VEROLD DISNEYS: GAMAN, GÖNGUR OG GLÓANÐI GULL Disneyland: Þrír skemmtigarðar Skemfntigarðamir í nágrenni Orlando eru fleiri en Disney World. Þeir eru alls um 50, ólfkir að stærð og gerð. Það er því mik- ilvægt að kynna sér hvað þessir garðar hafa upp á að bjóða áður en haldið er af stað. Disney World er auðvitað elsta og þekkt- asta skemmtisvæðið í Flórída. Ferðamenn hvaðanæva að úr heiminum, og ekki síst Bandaríkjunum sjálfum, streyma til Flórída til að sjá Disney World. Það var í raun Disney samsteypan sem gerði Flórída endanlega að því ferðamanna- heimsveldi sem það er í dag. Fyrir rúmlega 20 árum var Flórída fyrst og fremst þekkt fyrir Miami og strendumar á austurströnd- inni. Þangað lá leið Bandaríkjamanna sem komnir voru á eftirlaunaaldur og annarra ferðamanna sem þráðu sól og eilíft sumar. Þegar Disney - samsteypan ákvað að byggja risaskemmtigarð rétt sunnan við miðborg Orlando, tóku hjólin heldur betur að snúast. Á skömmum tíma hefur Disney Veröldin ekki aðeins orðin að heimsfrægu fyrirbrigði, heldur hafa ótal skemmtigarðar og leiksvæði fyrir aldna sem unga sprottið upp allt í kringum Orlando. Það hafa því margir notið þeirra elda sem Disney - sam- steypan kynti fyrir aldarfjórðung. Disney Veröldin er í raun þrír gríðarlega stórir skemmtigarðar: Magic Kingdom sem er þeirra elstur og er í huga margra hinn eini sanni Disneygarður, Epcot Center sem er skemmtigarður tækniframfara og heimur- inn í hnotskum og nýjasti garðurinn: MGM - kvikmyndaver Disneys. Á landssvæði Disney Veraldar sem alls er um 130 ferkfló- metrar, er einnig að finna Disney - hótel og gististaði ýmis konar, Disney - veitinga- staði og útivistarsvæði. Miðaverðið er það sama í garðana þrjá: 34 dollara fyrir fullorðna og 27 dollara fyr- ir böm upp að níu ára aldri. ÞAð er hægt að fá afsláttarmiða ef keyptir eru miðar í alla garða Disneys í einu eða nokkra daga mið- ar. Fyrir bamstóra fjölskyldu getur þetta verið talsverð útgjöld en á móti kemur að ókeypis er í öll tæki og uppákomur þegar inn er komið. Og hér verða menn að gera sér grein fyr- ir að sérhver skemmtigarður tekur að minnsta kosti einn heilan dag og það er áríðandi að mæta snemma og nýta daginn. Stundum þarf tvo daga að skoða aðeins einn garð! Töfrandi konungdæmi með biðröð- um Magic Kingdom er sá skemmtigarður sem mest er í anda Disney og teiknimynda- fígúra hans en einnig er ýmislegt annað að fínna í skemmtigarðinum. Magic Kingdom er fyrst og fremst fyrir yngstu ferðamennina í hópnum og mesta gleði fullorðinna er eig- inlega að horfa á yngstu bömin skemmta sér. Magic Kingdom er ævintýraheimur út af fyrir sig þar sem vegfarendur ganga í gegn- um gömul stræti, í gegnum ævintýrahöll og í ýmis húsakynni sem bæði eru þekkt og óþekkt í teiknimyndum Disneys. Hér er að finna höll Öskubusku, hringekjur úr þekkt- um ævintýrum, framtíðarland, draugahús í breskum óðalsstfl, ævintýraeyju Tuma litla (Tom Sawyer) úr samnefndri sögu Mark Twain, hús Mikka Músar að ógleymdum bflnum hans, leikhús þar sem teiknimynda- persónur Disney skemmta á sviði. Og það er meira að segja hægt að fara baksviðs og taka í hendina á Mikka mús að lokinni sýn- ingu og ljósmynda hann bak og fyrir. Ýmis leiktæki eru einnig í garðinum. Þannig er hægt að fara í rússíbanaferð gegn- um Villta vestrið og sigla á timburstokkum (reyndar vatnabátar úr plasti) í gegnum heilt Disney ævintýri uns þátttakendur steypast niður 18 metra foss! Undirritaður reyndi þá ferð og ráðleggur mönnum að bú- ast við blautri skemmtan. Garðurinn býr einnig yfir ótal svæðum þar sem ólíklegustu hluti er að sjá, svo sem sjóræningja í Karabíska haftnu, dularfulla atburði frá Pólinesíu, hús efst í risastórri (- plast)eik samkvæmt ævintýrinu um Grant skipstjóra og markaðstorg frá Marokkó. Álltaf má búast við óvæntum uppákom- um; Mikki mús, Andrés, Guffi eða aðrir heimsþekktir borgarar Andabæjar birtast skyndilega, veita eiginhandaráritanir og stilla sér upp með fólki, einkum bömum til myndatöku. Skrúðgöngur og hljómsveitir marséra með jöfnu millibili um garðinn og vekja kátínu. Ferðamenn skulu búa sig undir mikla göngu í Magic Kingdom sem í öðrum skemmtigörðum. Það er því eins gott að vera í góðu formi, góðum skóm, og vera vel úthvfldur, áður en lagt er af stað. Það er af- ar mikilvægt að mæta snemma á morgnana þegar opnað er, eða um níuleytið. Garðam- ir loka yfírleitt um sjöleytið, stundum síðar, ef fram fara flugeldasýningar en það er einkum yfir háannatímann á sumrin og yfir hátíðar, jól og páska. Hitinn og göngumar, að ógleymdum bið- tímanum í öllum röðunum, gerir það að Greinarhöfundur hitti Mikka mús baksviös en þar tekur heimsstjarna teiknimyndanna viö gestum í förðunarherbergi sínu. Stjarnan ncit- aöi hins vegar aö svara spurningum blaða- manns enda heyrist hvorki hósti né stunda frá hinni þöglu stjörnu. verkum að ferðalangurinn verður þreyttur, svangur og þyrstur. Það er að fínna veit- ingastaði, smáa og stóra, um allt svæðið. Yfirleitt er dýrt á þessum stöðum, nánast tvöfalt hærra verð en gengur og gerist. Á ís- lenskan mælikvarða er matur og drykkur samt tiltölulega ódýr í Disney görðunum. Epcot miðstöðin: Siáið veröldina á einum aegi! Epcot Center er eins konar tæknigarður Disney - samsteypunnar og kannski sá garður sem minnst minnir á Walt Disney og heim hans - nánast ekki neitt. Epcot - mið- stöðin var reist á sínum tíma sem eins kon- ar helgihof tækniframþróunar. Síðan hefur þróunin sjálf tekið völdin en Epcot mið- stöðin vart þróast með þróuninni. Það fyrsta sem blasir við ferðalangnum í Epcot miðstöðinni er gríðarlega stór kúla; feikilegt mannvirki sem vekur athygli fyrir hönnun og byggingu. Vagnar draga gesti staðarins upp og niður um ganga inni í kúl- unni; ferðalag í gegnum sögu mannkyns allt frá steinöld til tölvualdar. Epcot - kúlan er eins konar tákn fyrir þennan skemmtigarð sem spannar um heiminn og þróun manns- ins á jörðunni. Garðurinn er tvískiptur. Annars vegar eru byggingar yfir tækniþróun og vistkerfi og hins vegar er stórum hluta svæðisins varið í einingar þjóðlanda þar sem gestum gefst kostur á að kynnast því helsta úr menningu og sögu helstu þjóðlanda heims- ins. Alþjóðleg fyrirtæki eru steiklega til staðar í Epcot Center. Byggingamar sem sýna tækniþróun, nýjungar á sviði vísinda og tækni eða vistkerfí eru öll í eigu og rekstri stórfyrirtækja, í raun gífurlegir aug- lýsingasalir fyrir stórfyrirtækin. Það rýrir ekki skemmtunina, en vekur ef til vill auka- bragð í munni þeirra sem greitt hafa háar upphæðir fyrir fjölskylduna til að komast inn í garðinn. Pýramídarnir í Mexíkó virðast sannfærandi en eru aöeins leikmvnd í þjóölandinu Mexíkó í Epcot Center. Þetta er ekki mynd frá Feneyjum, heldur sýnir ftalíu í hnotskurn í Epcot Center. Þjóðlöndin f hnotskum em saga út af fyr- ir sig. Þau em staðsett hringinn í kringum stóra tjöm, (u.þ.b. tvöföld Reykjavíkur- tjöm) og það er erfitt að verjast brosi þegar slagorð þeirra er lesið: „Sjáið heiminn á einum degi!“ Hlið við hlið standa Bretland, Kína, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan, Mexí- kó, Bandaríkin og jafnvel frændþjóð okkar Noregur er einnig á sínum stað. I viðkom- andi löndum er að finna helstu minnisvarða viðkomandi þjóðar: Þama er Eiffeltuminn í París, norsk stafkirkja, kínversk borgarhlið, kirkjutumar Feneyja og Big Ben í London. Að vísu allt í minnkaðri mynd. Innbyggjendur þjóðlandanna em þó ekta. Það er talað á frönsku, þýsku, ensku, kín- versku og svo framvegis í viðkomandi þjóðlöndum. Og á öllum stöðum er boðið upp á vagnferðir eða álíka til að kynna gest- um sögu og menningu landamta. Fyrir B andarfkj amann er þetta praktísk lausn á þeim vanda að sjá allan heiminn: Hann gerir það einfald- lega í Epcot Cent- er á einum degi. Fyrir Evrópubú- ann er þetta hins vegár áfall: Leik- tjöld heimsins í miðju Disney- landi! Hugur fslend- ings spyr ósjálfr- átt hvort þetta sé ekki sniðug land- kynning: Hefði ekki verið upp- lagt að setja eitt stykki ísland ein- hvers staðar við hliðina á Japan eða Mexíkó? Láta gestina aka f vögnum gegnum íslandssöguna þar sem Ingólfur Amarson, Njáll og Grettir sterki hefðu verið í hreyfanlegu dúkkulíki, inæl- andi fram gull- kom íslendingasagnanna? Og eftir á hefðu ferðamenn getað keypt hertan fisk, lamba- læri og gærur í túristabúðunum eins og hin þjóðlöndin buðu uppá? Því allt er þetta ferðamannabisness? Eftir að hafa heimsótt Noreg í Epcot Center verður svarið fremur neikvætt. Þetta er yfirborðsleg landkynn- ing. Norsku stúlkumar segja mér að um 150 Norðmerm vinni í Noregi Epcot miðstöðv- arinnar. Eg spyr: Við hvað? Og svarið er: Við þjónustu, þjóðdansa, kringlu - og köku- bakstur, sölumennsku og aðra tilfallandi vinnu sem nauðsynleg þykir í Noregi í Epc- ot Center. Noregur er í eigu Disney - sam- steypunnar líkt og hin þjóðlöndin, launin em fimm og hálfur dalur á tímann og starfs- menn allra þjóðlandanna búa í gríðarstómm búðum á landsvæði Disney Veraldarinnar. „Það er gaman og mikið um að vera,“ segir norska stúlkan. „En við vitum ekki lengur hvaða dagur eða mánuður er. Maður verður bara að tannhjóli í risavaxinni vél Disney - samsteypunnar. Tilvera okkar er veröld Disneys." Og það er tilfinning sem læðist að manni í allri gleðinni og uppákomunum: Stundum er engu líkara en maður sé staddur inni í tröllaukinni peningavél sem malar jafnt og þétt og innheimtir gróða af ferðamönnum, fyrirtækjum og þjóðlöndum. MGM kvikmyndaverið: Skemmti- garður um myndir Disneys Þriðji skemmtigarðurinn í Disney Veröld er Disney - MGM - kvikmyndaverið. Þótt skemmtigarðurinn sé titlaður sem „kvik- myndaver" hefur að sjálfsögðu aldrei verið tekin nein kvikmynd í kvikmyndaverinu. Verið er skemmtigarður en settur upp sem samfelld ganga í kvikmyndaveri þar sem ýmislegt áhugavert ber fyrir augu. Þama er fyrst og fremst að sjá ýmsar framsetningar á kvikmyndum Disneys. Sú nýjasta og kannski sú besta frá Disney - samsteypunni, „Fríða og dýrið,“ er eitt að- alsegulstálið á gesti garðsins. Aðalpersón- umar úr myndinni sýna lislir sínar á sviði í stórfenglegum búningum. En það er margt annað að sjá: Prúðuleikarar Jim Hensons í þrívfdd, Stjömustríð, áhættuleikur úr Indi- ana Jones, Skrímslaskemmtun, auk ýmissa ferða gegnum stjömuheiminn. Og síðast en ekki síst gefst gestum tækifæri til að leika í frægum sjónvarpsmyndum með aðstoð tæknibrellna. Margt annað er að skoða í Disney - MGM kvikmyndaverinu sem einkum höfð- ar til eldri krakka og fullorðinna en hefur einnig mikið að gefa yngstu gestunum. Það vekur einnig athygli í kvikmynda- verinu sem og öðmm stöðum í hinum miklu skemmtigörðum að stórfyrirtækin taka að fullu þátt í uppbyggingu þeirra. All- ir skálar eða byggingar eru í eigu eða boði einhvers heimsfrægs stórfyrirtækis og óneitanlega gefur þessi staðreynd auglýs- ingabragð í munninn. Enda hafa höfundar Simpson fjölskyldunnar oft gert stólpagrín af þessu samkrulli skemmtana og auglýs- ingaskrums í bandarískum skemmtigörð- um. En það em aðeins fullorðnir sem hugsa svo: Bömin em alltof upptekin af skemmt- uninni til þess að leiða hugann að stórfyrir- tækjunum og auglýsingum þeirra, beinum sem óbeinum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.