Alþýðublaðið - 09.06.1993, Síða 5

Alþýðublaðið - 09.06.1993, Síða 5
Miðvikudagur 9. júní 1993 5 „Konur eiga ekki erfitt uppdráttar í Alþýðuflokknum“ - segir Petrína Baldursdóttir verðandi alþingismaður Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi „Þetta leggst alveg prýðilega í mig. Ég geri mér grein fyrir því að ærin verkefni bíða úriausnar, og það mun taka mig tíma að kynnast ýmsum málaflokkum og starfsháttum, en ég mun leggja mig alla fram,“ sagði Petrína Baldursdóttir í samtali við Aiþýðublaðið, en hún tekur sæti Karls Steinars Guðnasonar á Al- þingi í haust. Petrína fæddist 18. september 1960; á ísafirði eins og svo margir forystumenn jafnaðarmanna. Hún er dóttir hjónanna Valgerðar Guðjónsdóttur forstöðumanns Bókasafns Grindavíkur og Baldurs Sigur- baldurssonar fyrrverandi skipstjóra. Petrína lauk námi frá Fósturskóla Islands 1982 og starfaði eftir það í tvö ár sem fóstra við Öskjuhlíðarskóla. Árið 1984 varð hún leik- skólastjóri Leikskóla Grindavíkur og hefur gegnt þvf starfi síðan. Starf hennar innan Alþýðuflokksins hófst 1985 og árið eftir var hún í framboði við bæjarstjómarkosn- ingamarog hefur verið varabæjarfulltrúi ffá 1986 og seúð í félagsmálaráði Grindavíkur fyrir flokksins hönd. Petrína skipaði fimmta sætið á lista Alþýðuflokksins við alþingis- kosningamar 1991. Eiginmaður Petrínu er Frímann Ólafsson kennari og þau eiga tvö böm, Sigurbaldur 8 ára og Guðrúnu Bentínu 5 ára. Aðspurð kvaðst Petrína búast við að þingmannsstarfið hefði miklar breytingar í för með sér á hennar högum. „Ég er rétt byijuð að spá í þau mál. Þessu fylgir tals- verð röskun á íjölskyldulífi enda þarf ég að aka á milli Reykjavíkur og Grindavíkur á hveijum degi. Ég þarf líka að ákveða hvað ég geri í sambandi við atvinnumál mín; hvort ég segi upp starfi mínu eða fæ leyfi. Það á eftir að koma í ljós hversu mikill tími verður aflögu, en auðvitað mun ég skipuleggja hann með tilliti til bamanna og íjölskyldunnar." En á hvaða mál ætlar Petrína að leggja mesta áherslu þegar hún tekur sæti á Al- þingi Islendinga? „Það er auðvitað alveg ljóst að ég mun leggja öllum góðum málum lið. Ég hef sér- stakan áhuga á jafnréttismálum og félags- málum en ég mun ekki einskorða mig við þau. Málefni sjávarútvegs og landbúnaðar em afar spennandi, sér í lagi sjávarútvegs- málin sem brenna á mönnum í mínu kjör- dæmi.“ í ljósi umræðu síðustu daga var Petrína spurð hvort hún teldi að konur ættu erfitt uppdráttar innan Alþýðuflokksins. Hún sagði: ,,Nei, mér finnst það nú ekki í raun og vem. Að mínu mati emm það við sjálfar sem fyrst og fremst höfúm áhrif á það. Mér hafa verið falin trúnaðarstörf á vegum flokksins og ég hef ekki fundið fyrir því að þáð hafi staðið í vegi fyrir mér að vera kona. Það er hinsvegar umhugsunarefni hversu fáar konur vilja sinna trúnaðarstörf- um og sækjast efúr þeim. Við þurfum sjálf- ar að skoða hvað það er, sem hamlar okkur. Okkur er hollt að skoða þau mál ofan í kjöl- inn.“ HJ. „Hef sérstakan áhuga á jafnréttismálum og félagsmálum, - en ég mun leggja öllum góðum málum lið.“ Uppstokkun í forystuliði Alþýðuflokksins - Myndir frá jundum íþingflokki og flokksstjóm Alþýðuflokks, Jafnaðarmannaflokks íslands, í Rúgbrauðsgerðinni ífyrrakvöld saman nefjum. Jón Sigurðsson og Sigurður Tómas Björgvins- son framkvæmdastjóri Alþýðutlokksins koma af þingflokksfundinum. Þar var tilkvnnt að Jón léti senn af embætti eftir að hafa gegnt ráðherradómi og þingmennsku í sex ár. Upphaf þingflokksfundarins þar sem gengið var frá viðamiklum breytingum í forystusveit Al- þýðuflokksins. Heilbrigðisráðherrar. Sighvatur Björgvinsson ræðir við Guðmund Árna Stefánsson sem tekur við heilbrigðisráðuneytinu í byrjun næstu viku.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.