Alþýðublaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 11. júní 1993
fiHiniiíifimi
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóöur Sigurðsson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð f lausasölu kr. 90
Skrautfjöður Hafnarfjarðar
Oll þjóðin hefur tekið eftir því að Hafnarfjörður hefur á undanfömum
árum haslað sér völl í lista- og menningarlífí þjóðarinnar með eftir-
minnilegum hætti. Þó íbúamir séu einungis brot af fjölda Reykvíkinga,
þá hefur Hafnarfjörður þegar skákað höfuðborginni á listasviðinu, og
tekið afgerandi forystu fyrir íslenskum sveitarfélögum á þeim vettvangi.
Gmndvöllur menningarstefnu stjómenda þessa öfluga bæjarfélags er
skýr: listin er fyrir alia. Þeir hafa varast að loka menninguna inn í há-
timbraðar hallir, læsa hana í viðjar fflabeinsins. Þess í stað er öll áhersl-
an á að virkja fmmkvæði listamannanna sjálfra; þeir hafa fengið að
móta stefnuna í menningarlífi bæjarins. Yfirvöld hafa fyrst og fremst lit-
ið á það sem sitt hlutverk að útvega listafólkinu fjármagn og aðstöðu til
að atgervi þess fái notið sín til fullnustu.
Gott dæmi um memað Hafnarfjarðar á listasviðinu er rekstur listamið-
stöðvarinnar í Straumi. Þar hafa listamenn fengið til umráða gamla
burstabæinn, sem þjóðararkitektinn Guðjón Samúelsson teiknaði á sinni
tíð. í samvinnu þeirra og með fjárframlögum Hafnaríjarðarbæjar er nú
verið að leggja þar síðustu hönd á uppbyggingu listamiðstöðvar, þar
sem 6-8 listamenn geta fengið aðstöðu í senn, allt frá nokkmm mánuð-
um upp í heilt ár, til að vinna að sköpun.
Ætti Reykjavík að standa sig jafnvel og Hafnarfjörður, þá þyrfti borg-
in að leggja til milli 40 og 50 samsvarandi sérbyggðar vinnustofur fyrir
listamenn, en því fer auðvitað víðs fjarri.
Annað dæmi um ffamsýni og stórhug bæjaryfirvalda í Hafnarfirði er
menningarstöðin Hafnarborg, sem sténdur í hjarta bæjarins. Frá því hún
var opnuð á 80 ára afmæli bæjarins fyrir fimm ámm hefur hún orðið ein
litríkasta og þróttmesta miðstöð myndlistar á Stórreykjavíkursvæðinu,
iðandi af lffi og eftirsótt til sýninga af listamönnum.
A tímum samdráttar og erfiðleika í þjóðarbúinu er vitaskuld við því að
búast, að þröngsýnar smásálir sjái ofsjónum yfir þeim fjármunum, sem
varið er til listageirans. Þannig hafa Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði, sem
aldrei hafa verið annálaðir fyrir skilning á menningu umfram myndbönd
og reyfara, lagt til lækkun á fjárveitingum á þessu sviði. Engan undrar;
það er einfaldlega í góðum takti við þá þröngsýni, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn í Hafnarfirði sýnir á öðmm sviðum. Sjálfstæðismenn guma stund-
um af því að þeir skilji viðskipti betur en aðrir. En í Hafnarfirði skilja
þeir ekki, að þegar fram í sækir skila framlög til lista líka sínum arði í
beinhörðum peningum í kassann. Stefna jafnaðarmanna í Hafnarfirði
hefur verið sú, að gera bæjarfélagið að eftirsóttasta sveitarfélagi lands-
ins. Takist það, þá munu fyrirtækin líka sækjast eftir að slá þar tjöldum
sínum, og þannig skapast í senn auknar tekjur fyrir íbúana og bæjarfé-
lagið, - og meiri atvinna.
Eitt af því sem menn taka eftir við Hafnarfjörð í dag er einmitt grósku-
ríkt menningarlíf. íbúar bæjarins þurfa ekki að sækja inn í Reykjavík
eftir listinni. Þetta hefur bætt nýjum og einkar viðfelldnum drætti í
ásjónu bæjarins. Ekki síst af þeim sökum liggur nú straumur ungs fólks
til Hafharíjarðar, þar sem jafnaðarmönnum hefur af þrotlausri elju tek-
ist að byggja upp fyrirmyndarbæ.
Nú hefur Hafnarfjörður bætt enn einni skrautfjöður í hatt sinn. Bærinn
stendur um þessar mundir fyrir óvenju fjölbreyttri listahátíð, raunar í
annað sinn, en í þetta skipti taka þátt heimsþekktir listamenn á borð við
pönkaða fiðlusnillinginn Nigel Kennedy, búlgörsku söngkonuna Dímit-
róvu, bresku rokkhljómsveitina Rage against the Machine, auk fjölda
annarra atriða. Það má fullyrða, að hvergi í heiminum er að finna bæjar-
félag af sömu stærð og Hafnarfjörð, sem stendur fyrir jafn fjölbreyttri og
alþjóðlegri listahátíð og Gaflarar gera um þessar mundir.
Hin merkilega uppbygging þróttmikils listalxfs í bænum hefur þróast
undir vemdarvæng jafnaðarmanna, sem fara með meirihluta í bæjar-
stjóm Hafnaríjarðar. Það er á engan hallað, þó nefnt sé, að þar hafa jafn-
aðarmenn notið krafta athafnaskálds úr listalífinu, myndhöggvarans
Sverris Ólafssonar, sem er náttúmafl í sjálfu sér. Sverrir er í senn mað-
urinn á bak við uppbygginguna í Straumi, og hugmyndasmiður Listahá-
tíðarinnar.
En yfirvöld bæjarins hafa gætt þess að skapa svigrúm til að atgervi
manna á borð við Sverri og annarra fái notið sín. Þar hefur framsýni hins
unga bæjarstjóra, Guðmundar Áma Stefánssonar, leikið mikilvægt hlut-
verk; en hann hefur í sinni tíð haft einstakt lag á að beisla atorku fram-
takssamra manna í þágu bæjarfélagsins alls.
Listahátíðin í Hafnarfirði er einstakt dæmi um vel heppnað samstarf
áræðinna stjómmálamanna og kraftmikilla listamanna. En það samstarf
hefur nú gert Hafnarfjörð að kennileiti á landakorti íslensks listalífs í
dag, - sem allir taka eftir.
Kjartan Jóhannsson, fastafulltrúi íslands hjá EFTA, talinn öruggur um að verða nœsti
framkvœmdastjórifríverslunarsamtakanna í Genf
„Lít á þetta sem
heiður Islandi til handa"
„Mér hst að mörgu leyti vel á
þetta starf, annars hefði ég ekki
gefið kost á mér að takast það á
hendur. Ég lít fyrst og fremst á
þetta sem heiður íslandi til handa
og mun taka við starfinu af metn-
aði fyrir okkar hönd, verði sú
niðurstaðan að ég verði valinn“,
sagði Kjartan Jóhannsson, fasta-
fulltrúi íslands hjá EFTA í sam-
tali við Alþýðublaðið í gær.
I næstu viku koma saman utan-
ríkisviðskiptaráðherrar EFTA- ríkj-
anna sjö í Genf. Þar mun koma til
afgreiðslu tillaga, sem mun komin
frá Svisslendingum, þess efhis að
Kjartan Jóhannsson verði næsti
framkvæmdastjóri EFTA. Kjartan
mun eiga eindreginn stuðning
Norðurlandanna fjögurra og er tal-
inn ömggur með starfann. Önnur
nöfn em ekki nefnd í Genf í þessu
sambandi. Kjartan sagði þó í gær-
kvöldi að ekkert væri ömggt í þessu
máli né öðmm.
Kjartan sagði að enda þótt þijú
norðurlandanna sæktust nú eftir að-
ild að Evrópubandalaginu, sem og
Austurríki, þá yrðu áfram í EFTA
þijú lönd, Island, Sviss og Liech-
tenstein. Rætt hefur verið um upp-
töku fyrrum kommúnistaríkja í
EFTA, þannig að ekki er útilokað
að breytingar verði á uppbyggingu
fríverslunarsamtakanna á komandi
ámm.
„EFTA hefur meðal annars verið
tæki til að halda uppi góðu sam-
bandi við EB-lönd og fleiri þjóðir
og mun áfram gegna því hlutverki
fyrir aðildarlönd sín“, sagði Kjart-
an.
Hann sagðist ekki í nokkmrn
vafa um að EFTA hefði reynst ís-
landi og íslendingum ómetanlegt
afl. Nefndi hann þar til fríverslun
aðildarríkjanna sem og þá fríversl-
unarsamninga sem Island náði við
Evrópubandalagið þar sem náðust
fram stórfelldar tollalækkanir á af-
urðum okkar, fyrst og fremst á
frystum fiski.
Ákvörðun um embættisveiting-
una verður tekin í næstu viku, en
KJARTAN JÓHANNSSON, - EFTA
mun starfa sem fyrr sem milliliður
við Evrópubandalagið, enda þótt að-
ildarríkjum þess kunni að fækka á
næstu árum.
Kjartan Jóhannsson mun væntan-
lega taka við stjóm EFTA á næsta
ári. Kjartan er 53 ára og hefur und-
GEORG REISCH, - Austurríkismað-
urinn sem gegnt hefur embætti fram-
kvæmdastjóra EFTA í sex ár og lætur
scnn af störfum.
anfarin fjögur ár starfað sem fasta-
fulltrúi íslands hjá EFTA í Genf.
11. im'91
Atburðir dagsins
1940 ítalski einræðisnerrann Bem'to Mússolíni lýsir yfir stríði á hendur
Bandamönnum.
1988 80.000 manns koma á dagslanga afmælistónleika sem haldnir em á
Wembley-leikvanginum í London til heiðurs hinum sjötuga Nelson Man-
dela sem situr í ævilöngu fangelsi í Suður- Afríku.
1989 Hinn 17 ára gamli Michael Chang frá Bandaríkjunum verður yngsti
maðurinn til að vinna Opna franska meistaramótið.
Afmœlisdagar
Richard Strauss — 1864 Þýskt tónskáld og stjómandi sem er þekktastur
fyrir ópemr sínar.
Jacques Cousteau — 1910 Franskur landkönnuður undirdjúpanna sem
fann til dæmis upp aðferð til að taka neðansjávarmyndir fyrir sjónvarp.
11. (ÚHÍ'9?
11. júní 1979 — JOHN WAYNE DEYR.
Þessi stóra Hollywood-stjarna fædd-
ist í lowa árið 1907 og var skírður
Marion Michael Morrison (!). John
Wayne var um áratuga skeið eitt ást-
sælasta fósturbarn draumaverk-
smiðjunnar í Hollywood og var
þekktastur fyrir leik sinn í vestrum
og stríðsmyndum. Leikarinn þótti
einkar merkilegur fyrir þær sakir að
hann var staðfastur merkisberi laga
og reglu og gamaldags amerískra
gilda, hvort sem heldur á hvíta tjald-
inu eða í einkalífinu.
Atburðir dagsins
1809 Píus páfi 7. bannfærir Napóleon Bónaparte.
1917 Constantín konungur Grikklands afsalar sér krúnunni.
1965 Bítlunum fjómm veitt hin breska MBE-orða.
1975 Kosningasigur Indim Gandhi árið 1971 er dæmdur ógildur í héraðs-
dómi vegna kosningasvindls starfsmanna forsætisráðherrans.
1978 David Berkowits er dæmdur í New York til sexfalds lífstíðarfangels-
is fyrir þau sex morð sem hann lfamdi.
1991 Söguleg stund í Sovétríkjunum því í dag ganga þeir til fyrstu lýðræð-
islegu kosninganna frá upphafi þar í landi.
1991 Ibúar Leníngrad f Sovétríkjunum ákveða í kosningu að breyta nafni
borgarinnar aftur í Sankti Pétursborg.
Afmælisdagar
George Bush — 1924 Bandarískur repúblikani og fyrrverandi forseti.
Anne Frank — 1929 Hollenska gyðingsstúlkan sem ritaði dagbók sína á
meðan hún faldist fyrir nasistum.
12. JÚNÍ 1931 — AL CAPONE
HANDTEKINN.
I dag handtók Chicago-lögreglan
hinn alræmda mafíósa, Al Capone.
Hann var þekktastur amerískra
glæpamanna á gullöld bannár-
anna og árið 1927 er sagt að hann
hafi rakað saman 100 milljónum
dollara. Capone sveifst einskis til
að ná sínu fram og myrti eða lét
myrða menn í tuga- ef ekki hundr-
aðatali. Það var hin fræga lög-
reglusveit „The Untouchables“
sem átti heiðurinn af handtökunni.
Capone var kærður um 5.000 brot
á áfengislöggjöfinni.
Atburðir dagsins
323 f. Krist Alexander mikli, konungur Makedóníu, deyr 33 ára að aldri en
hann komst tvítugur til valda.
1774 Rhode Island verður fyrsta bandaríska nýlendan til að gefa þrælum
frelsi og banna innflutning á þeim.
1893 Fyrsta golfmeistaramót kvenna er haldið í Bretlandi.
1988 Fyrsta fegurðarsamkeppnin er haldin í Sovétríkjunum.
1989 Mikhail Gorbachov og Kohl kanslari em sammála um að sameina
Austur- og Vestur-Þýskaland.
Afmœlisdagar
William Butler Yeats —1865 írskt skáld og leikritahöfundur.
Dorothy L. Sayers — 1893 Breskur rithöfundur leynilögreglusagna og
skapari Peter Wimsey, lávarðs og leynilöggu.
MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ1993
14. júní 1989 — RONALD REAGAN
AÐLAÐUR.
Kyrrum forscti Bandaríkjanna og rík-
isstjóri Kaliforníu var í dag aðlaður af
Elísabetu Bretlandsdrottningu. Sem
forseti Bandaríkjanna var Reagan
brautryðjandi í bættum samskiptum
austurs og vesturs og hefur sjálfur
mörgum sinnum hitt Mikhail Gorbac-
hov til að ræða frekari tilslakanir í víg-
búnaðarkapphiaupinu. „Sir Rcagan"
lét af embætti í janúar á þessu ári og við forsetaembættinu tók George Bush.
Reagan hafði verið forseti síðan 1980 og var clsti maðurinn til að vera kosinn
forseti Bandaríkjanna, 73 ára að aldrí.