Alþýðublaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. júní 1993
J
Sinfóníuhljómsveit íslands, Diddú og hafnfirskir kórar fyrir fullu íþróttahúsinu í Kaplakrika við upphaf Listahátíðar í Hafnarfírði
ALÞJÓÐLEC
I5TAHÁTÍÐ
^ LISTAHATIÐ
I HAFNARFIRÐI
4.-50. JUNÍ
LI5TIN ERFYRIRALLA!
Fljúgandi start og fjölmenni við opnun þegar yfir 3000
manns mcettu á opnunarhátíð í Kaplakrika fyrir viku
istahátíðin í Hafnarfirði hófst með glæsibrag á föstudagskvöldið fyrir viku
þegar vel á fjórða þúsund manns komu á tónleika f Iþróttahúsinu í Kapla-
krika. Hátíðin hófst með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands, söng hafn-
fírskra kóra og einsöng Sigrúnar Hjálmtýsdóttur.
Nú er Listahátíðin komin á fullan skrið. Þegar hafa verið opnaðar myndlistarsýn-
ingar í Hafnarborg og Portinu. í Hafnarborg sýna Kúbumaðurinn Manuel Mendive
og Mexíkaninn Alberto Gutierrez en þau Ragna Róbertsdóttir og Þjóðverjinn Mario
Reis sýna í Portinu. Þá hefur tékkneski píanósnillingurinn Peter Mate þegar haldið
sína tónleika og í gærkveldi var gítarleikarinn Manuel Bamieco með tónleika.
Á hátíðinni er megináherslan lögð á tónlistina. Meðal annarra erlendra tónlistar-
manna er búlgarska óperusöngkonan Ghena Dimitrova, Antidogma Musica, sem er
þekktasta kammersveit ítala og Cambrian Brass Quintet frá Englandi. Ennfremur
koma fram á hátíðinni bandarísku blússöngvaramir Chicago Beau og Deitra Farr og
hin vinsæla rokkhljómsveit, Rage Against the Machine, sem verður með tónleika á
morgun, laugardag, í íþróttahúsinu í Kaplakrika.
Þá er eitt af meginmarkmiðum Listahátíðar í Hafnarfirði að stuðla að nýsköpun og
í því skyni hefur hátíðin pantað verk eftir íslensku tónskáldin Atla Ingólfsson og
Hjálmar H. Ragnarsson. Þá verða flutt þrjú ný dansverk sem samin voru sérstaklega
íyrir hátíðina eftir þau Ingibjörgu Bjömsdóttur, Nönnu Ólafsdóttur og William Sol-
eau.
Hafnfirðingar eiga hrós skilið fyrir að standa að þessari glæsilegu listahátíð.
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, fær koss að launum fyrir glæsilegan einsöng - A-mvndir E.ÓI.
Mcnntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, bæjarstjórinn í Hafnarfírði, Guðmundur Árni Stefánsson og Sverrir Ólafs
son voru mcðal rúmlega þrjúþúsund gcsta, sem hlýddu á Sinfóníuhljómsveitina og söng hafnfírsku kóranna og Diddúar.