Alþýðublaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 10
10 Listahátíð í Hafharfirði Föstudagur 11. júní 1993 Spönnum sem víð ast svið tónlistar ,Það er engum blöðum umþaðfletta að Nigel Kennedy erþekktastur afþeim öllumu, segir Gunnar Gunnarsson formaður stjómar Listahátíðar í Hafnarfirði um þá tónlistarmenn sem þarfremja list sína Peter Mate Stórkostlegir píanótónleikar Maður á varla orð til að lýsa þcim því mér fannst maðurinn fara á kostum“, segir Gunnar Gunnarsson flautuleikari um tónleika tékkneska píanóleikarans, Peter Mate, sem fóru fram síðastliðið sunnudagskvöld. „Þctta eru einhverjir bestu tónleikar scm ég hef hlýtt á. Þarna erum við mcð píanóleikara á hcims- mælikvarða. Það vekur athygli að þessir píanóleikari kemur utan af landi en hann hefur verið tónlistarkennari á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík síðustu ár.“ Tónleikarnir tókust einstaklega vel og fögnuður áheyrenda var mikill. A-mynd/E.Ol. „Ég er afar þakklátur Hafnfirðingum og öllum öðrum sem hafa sýnt þessari listahátíð áhuga og góðar móttökur. Ég vona að sem flestir geti fundið hér eitthvað við sitt hæfí“, sagði Gunnar Gunnarsson flautuieikari og for- _ maður stjómar Listahátíðar í Hafnarfírði þegar Alþýðu- blaðið hafði sambandi við hann. A þessari listahátíð er lögð sérstök áhersla á tónlist og við byrjuðum á að spyrja Gunnar hvernig gengið hefði að fá tónlistarmenn til að taka þátt í hátíðinni. rún Óskarsdóttir. Söngtónleikar Ól- afs Ama em líka spennandi þar sem hann er að taka þátt í viðurkenndri alþjóðlegri einsöngvarakeppni en 20 söngvarar vom valdir til að taka þátt henni. Hann mun syngja á Listahátíðinni rétt eftir keppnina. Við reynum að spanna sem víð- ast svið tónlistar. Við verðum með nútímatónlist eins og Caput-hópur- inn og Kolbeinn spilar barrokk m.a. Þá fömm við yfir í djassinn en Sig- urður Flosason kemur með norræn- an djass-kvintett og við fömm yftr í blúsinn þar sem em Vinir Dóra og fylgifiskar hans. Eins og fram hefur komið þá verðum við með talsverða nýsköp- un hér á háu'ðinni. Við höfum látið semja fyrir okkur sérstaklega tón- verk, leikhúsverk og balietverk. Þannig höfum við lagt töluverðan pening í nýsköpun í listum. Þá er rétt að taka það fram að hafnftrskir kraftar taka þátt í þessari hátíð þótt hún sé alþjóðleg. Kórar bæjarins sungu við opnunarhátfð- ina og Kammersveit Hafnarfjarðar tekur þátt í flutningum hjá íslenska dansflokknum. Þá er Guðrún Ósk- , Já, það má segja að þetta hafi verið fljúgandi start það sem af er listahátíðinni", segir Gunnar Gunnarsson sem stendur við eitt verka kúbanska myndlistarmanns- ins Mendieves sem sýnir nú í Hafnarborg Það hefur gengið mjög vel að fá tónlistarmenn á þessa hátíð. Svo þegar fór að nálgast hátíðina fóm að berast bréf víða að erlendis frá þar sem menn vom að óska eftir því að vera með atriði á hátíðinni. Við höfum reynt að vera með í bland íslenska tónlistarmenn á há- tíðinni og svo mjög þekkta erlenda tónlistarmenn. Nigel Kennedy þekktastur Hverjar eru skœrustu stjörn- urnar sem fram koma á hátíðinni? Það er engum blöðum um það fletta að Nigel Kennedy er þekkt- astur af þeim öllum. Þá er ópem- söngkonan frá Búlgaríu, Dimitro- va, mjög þekkt, svo og gítarleikar- — inn Barmeco sem kemur ffá Kúbu. Eins má nefna Cambrian Brass kvintettinn sem kemur ffá Eng- landi. Það mun því verða fúllt af þekktum tónlistarmönnum á þess- ari hátíð. Þá má ekki gleyma ítalska kammerhópnum Antidogma Mus- ica. ■ Þá em mjög mörg spennandi ís- lensk verkefni eins og Caput- hóp- urinn, Kolbeinn Ámason og Guð- arsdóttir Hafnfirðingur þannig að bæjarbúar eiga sína fulltrúa á hátíð- inni. + Rokkað á morgun Svo verðum við með rokktón- leika á morgun þar sem stefnir í að verði metsala á. Þar leikur Rage Against the Machine og Jet Black Joe sem er hafnfirsk hljómsveit. Hvað með aðra atburði? Það hefur sýnt sig að það er geysilegur áhugi fyrir gjömingi Mendives og dönsumm hans frá Kúbu. Því verður aukasýning á honum í kvöld. Þau atriði sem við höfum þegar verið með hafa öll heppnast mjög vel Ertu þá ánœgður með viðtök- urnar hitigað til? Já, það má segja að þetta hafi verið fljúgandi start það sem af er listahátíðinni. Opnunin gekk von- um framar en það komu yfir 3.000 manns á opnunarhátíðina. Það hafa margir haft samband við okkur og látið í Ijós ánægju sína enda fengum við miklu meiri aðsókn á opnunar- hátíðina en við áttum von á. Það sýnir að áhugi Hafnfirðinga og ná- granna okkar er geysimikill fyrir þessu framtaki. Hrópað o^klappað fyrir Hvernig tókust píanótónleikar Peter Mate um síðustu helgi? Maður á varla orð lil að lýsa þeim því mér fannst maðurinn fara á kostum. Þetta em einhverjir bestu tónleikar sem ég hef hlýtt á. Þarna emm við með píanóleikara á heimsmælikvarða. Það vekur at- hygli að þessi píanóleikari kemur utan af landi en hann hefur verið tónlistarkennari á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík síðustu ár. Kanntu einhverja skýringu á því? Nei, en að vísu hefur verið tals- vert um tékkneska tónlistarmenn hér á Islandi. Þeir eru t.d. nokkrir í Sinfóníuhljómsveitinni. Ég held að það hljóti að vera að þeir hafi gefið landinu svona góð meðmæli að Pet- er hefur komið hingað. Hann virðist kunna ákaflega vel við sig hér á landi og er nú að sækja um vinnu hér á Suðvesturhominu. En hann er alveg einstaklega elskulegur dreng- ur og ótrúlegur spilari enda var hann klappaður tvisvar upp og menn hrópuðu af hrifningu í lokin. Nú ert þú skólastjóri Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Verður þú var við í starfi þínu að tónlistar- áhugi aukist í tengslum við lista- liátíð sem þessa? Já, það er alveg greinilegt að þetta ýtir undir allt er varðar músík. Það er einfaldlega þannig að ef það koma góðir hljóðfæraleikarar á ein- hvern stað þá streyma böm í skól- ann og vilja fara að læra. Enda er aðsókn að skólanum það mikil að listahátíð hlýtur að hafa ýtt þar eitt- hvað undir. Nú er verið að byggja nýjan glæsilegan tónlistarskóla hér í Hafnarfirði sem er raunvemlega fyrsti sinnar tegundar á íslandi fyrir utan tónskóla Sigursveins. Hann er sérstaklega hannaður sem tónlistar- skóli en ég hef nýtt mér tækifærið nú þegar þessir erlendu gestir og tónlistarmenn hafa verið að koma og sýnt þeim teikningar. Þeir lýsa allir mikilli hrifningu með þetta og finnst það stórkostlegt framtak. Sumir hafa haft á orði að þeir hafi áhuga á að koma hingað að sumar- lagi til að halda námskeið við skól- ann. Er dýrt að halda svona hátíð? Það er afstætt. Auðvitað kostar þetta bæjarfélagið peninga en ég er í engum vafa um að þeir koma inn aftur með einum eða öðmm hætti. Þannig má benda á að bærinn eign- aðist urmul af listaverkum á síðustu listahátíð sem mynda nú Högg- myndagarð Hafnarfjarðar og á þessari hátíð skilst mér að bærinn eignist eitt skúlptúrverk til. Það sem skiptir þó ef til vill mestu er hvað bæjarbragurinn í Hafnarfirði breyt- ist mikið og mannlíf allt batnar. Ég held því að þessum peningum sé ákaflega vel varið. Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.