Alþýðublaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 12
12
Föstudagur 11. júní 1993
Stór urriði í
Hvammsvík
Allt að 15 punda villtir urriðar slíta línur veiðimanna
í Hvammsvík
„Það slitu tveir svakalegir
urriðar hjá mér girnið áðan,“
sagði tólf ára veiðimaður, Axel
Sigurðsson, sem titraði af spenn-
ingi með stöngina sína, þegar Al-
þýðublaðið bar að garði á
fimmtudagskvöldið í Hvamms-
vík í Hvalfirði. En villtum urrið-
um, allt að 15 pundum að stærö,
var nýlega sleppt í veiðivatnið í
Hvammsvík.
Urriðarnir, sem upphaflega voru
teknir úr straumvatni á Suðurlandi,
hafa tekið mjög vel eftir slepping-
una og veiðimenn verið afar
ánægðir með tökuna. í tjöminni var
fyrir mikið af regnbogasilungi og
auk þess nokkur þúsund bleikjur.
Eftir að vatnið tók að hlýna hefur
verið góð taka, og fjöldi manna sótt
veiði um kvöld og helgar.
Gunnar Bender, sem ásamt Arn-
óri Benónýssyni rekur Hvamms-
vík, kvað þá félaga hafa ákveðið að
reyna að sleppa talsverðu magni af
viíltum urriða, og kanna hvemig
hann tæki við sér í tjörninni.
„Reynslan af urriðanum er hreint út
sagt frábær,“ sagði Gunnar. „Hann
tók strikið út í mitt vatn, og byrjaði
svo að taka strax um kvöldið.
Nokkrir hafa orðið fyrir því að fá
stórurriða á agnið, sem hafa ekki
látið sig muna um að slíta allt drasl-
ið. Mönnum finnst þetta mjög
spennandi."
Hvammsvík er að verða einn
vinsælasti veiðistaðurinn í nágrenni
höfuðborgarinnar, ódýr og að-
gengilegur, enda koma þangað fjöl-
margar fjölskyldur með böm sín
um kvöld og helgar og kenna þeim
undirstöðu veiðimennskunnar við
skilyrði, þar sem vfst er, að menn
fái góða veiði. Staðurinn er opinn
allan daginn.
Gísli Örn Gíslason mcð einn af stór-
urriðunum í Hvammsvík í Kjós, sem
cr oröinn vinsælasti vciðistaðurinn í
nágrcnni höfuðborgarinnar. Þar
veiðist í scnn regnbogasilungur,
bleikja og urriði. Og hver slær hend-
inni á móti því að setja í allt að 15
punda villtnn urriða?
ÓDÝRARI GISTING
Gisting og golf
Gisting, morgunverður innifalinn, aðgangur að níu
holu golfvelli, sauna sem staðsett er í hótelinu og
sundlaug slaðarins. Gestir geta lagt bílum sínum á
bflastæði hótelsins og þurfa ekki að hreyfa hann
fyrr en þeir fara.
Verð kr. 3-600 á mann í tveggja manna herb.
Gisting og eyjaferðir
Gisting, morgunverður innifalinn, sigling með
Eyjaferðum um Suðureyjar, ca. tvær klst.
Verð kr. 5.660 á mann
í tveggja manna herb.
Gisting og Flateyjarferð
Gisting með morgunverði, sigling með ferjunni
Baldri til Flateyjar.
Verð kr. 5.300 á mann í tveggja manna herb.
Flateyjarferð og útsýnisferð
um Vestureyjar
Gisting, morgunverður innifalinn, sigling með
ferjunni Baldri til Flateyjar og útsýnisferð frá Flatey
um Vestureyjar.
Verð kr. 6.300 á mann
í tveggja manna herb.
Hódegisverður fró kr. 795. Kvöldverður fró kr. 1.195.
Breyttu til!
Breiðfírskar sumarnætur
Hótel
Stykkishólmur
' Sími 93-81330 - Fax 93-81579
Lipovetsky með tónleika
í Hafnarborg
Leonidas Lipovetsky verður með
píanótónleika í Hafnarborg á mánu-
daginn kl. 20:30. Hann er af rúss-
nesku bergi brotinn og Iék fyrst opin-
berlega aðeins 12 ára gamall í heima-
borg sinni, Montevideo í Úruguay.
Síðan hefur hann leikið í öllum helstu
tónleikasölum á Vesturlöndum og
hlntið lof gagnrýnenda fyrir listræna
túlkun og gallalausa tækni.
Lipovetsky nam píanóleik hjá Wil-
helm Kolischer f Montevideo og í Juilli-
ard School of Music í New York. Þar
var hann fyrsti styrkþegi Van Clibum-
styrksins og fékk einnig styrk Pan Am-
erican Union Fellowship til að læra hjá
Rosínu Lhevinne. Hann vann Concerto
samkeppnina og kom ffam sem einleik-
ari með Juilliard-hljómsveitinni, undir
stjóm Jean Morel, sem sigurvegari
jreirrar keppni. Hann kennir nú píanó-
leik við Tónlistardeild Háskólans í Flór-
ída og fer í tónleikaferðir um heiminn á
hverju ári.
Listahátíð í Hafnarfirði
Hvað er á döfinni?
Rage Against the Machine í Krikanum
Bandaríska rokk-hljóm-
sveitin Rage Against the Mac-
hine verður með tónleika í
Kaplakrika annað kvöld. Á
tónleikunum kemur einnig
fram hafnfirska hljómsveitin
Jet Black Joe sem nýtur sífellt
meiri vinsælda hér á landi.
Hljómsveitina Rage Against
the Machine skipa Zack de la
Rocha söngvari, Timmy C. á
bassa, Brad Wilk á trommur og
Tom Morello á gítar. Þeir þykja
spila nokkuð villta þungarokks-
músik með punkívafí. Þá þykja
þeir róttækir í skoðunum og pól-
itískir í söngvum sfnum. Meðal
þekktra laga sveitarinnar em
Settle For Nothing, Killing in
The Name og Builet In The He-
ad.
Tom Morello er fæddur í New
York en ólst upp í Libertyville í
Illinois. Faðir hans var félagi í
Mau Mau skæruliðahernum sem
frelsaði Kenýa undan Bretum.
Móðir hans er einn af
stofnendum Foreldra-
samtaka fyrir Rock og
Rap sem berst gegn
ritskoðun. Tom lærði f
Harvard-háskóla og
útskrifaðist þaðan
með sæmd árið 1986.
Brad Wilk er fædd-
ur í Portland í Oregon
og bjó í Chicago áður
en hann flutti til Suð-
ur-Kalifomíu.
Timmy C. bassa-
leikarinn hlustar á In-
side Out og Bad Bra-
ins og er hamingju-
samur yfir að vera lif-
andi.
Zack de la Rocha
fæddist á Long Beach
í Kaliforníu árið 1970
og var alin upp hjá
móður sinni í Irvine í sama fylki.
Það stefnir í að uppselt verði á
tónleika Rage Against the Mac-
hine enda hefur hljómsveitin
verið mjög vinsæl hér á landi að
undanfömu.